Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 8
„Mér finnst þetta bara mjög gott mál.“ ÓLAFUR AUSTMANN, 27 ára „Ég er ekki enn þá búinn að mynda mér skoðun á þessu, ég á eftir að kynna mér málið nægilega vel til þess að mynda mér skoðun.“ GUNNAR ANTON GUÐMUNDSSON, 23 ára. „Ég veit það ekki. Hann gat raunverulega ekki gert annað vegna þess sem hann hafði áður gert. Svo er spurningin með hitt allt saman hvernig það fer. Hann hefur orðið að vera samkvæmur sjálfum sér í þessu máli. JÓHANN SIGURÐSSON, 81 árs. „Ég held að það sé ekki hægt að spyrja þjóðina um þetta. Það verður að fara einhverja aðra leið, við þurfum hvort sem er að borga þetta. Þjóðin segir náttúrlega nei. Ef maður væri beðinn um að borga þá myndi maður helst ekki vilja það. En við verðum að borga á endanum og ég held að stjórnmálamenn verði að fara aðrar leiðir til þess að borga þetta.“ HANNA GUTTORMSDÓTTIR, 58 ára. HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÞÁ ÁKVÖRÐUN FORSETANS AÐ SYNJA ICESAVE-LÖGUNUM? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR 8 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 Eftir þingflokksfundi og önnur fundahöld fram á kvöld varð ljóst að fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinn- ar við ákvörðun forseta Íslands voru þau að sitja áfram, reyna að lægja öldurnar sem risu erlendis, einkum í Hollandi og Bretlandi, gagnvart ákvörðuninni og hefja undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu. Þungt var í stjórnarliðum eins og ráða mátti af viðbrögðum ríkis- stjórnarinnar við ákvörðun forset- ans. „Ríkisstjórn Íslands lýsir von- brigðum með ákvörðun forseta og í ljósi þeirra alvarlegu áhrifa sem synjun forseta Íslands kann að hafa mun ríkis- stjórnin nú meta stöðu mála og horfur varðandi þá end- urreisnaráætlun sem hún hefur fylgt með góðum árangri,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra í yfirlýsingu. Reiði í garð forsetans Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra kvað fast að orði er hann gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í samtali við DV síðdegis í gær. Össur hafði ráðgert að vera með í op- inberri för forsetans til Indlands. „Það er rétt að ég verð ekki í för með forseta Íslands til Indlands þótt um opinbera heimsókn sé að ræða. Það er einfaldlega ljóst að ég hef öðrum og miklu brýnni verkefnum að sinna sem utanríkisráðherra.“ Össur segir að grafalvarlegt ástand hafi skapast í kjölfar þess að forsetinn synjaði lögunum um Ic- esave. „Ákvörðun forsetans setur Ísland í þá stöðu á alþjóðavettvangi að allt utanríkisráðu- neytið, og ekki síst ráðherrann sjálfur, verða að vera í því slökkviliði sem þarf að kæfa þá elda sem af þessum degi hafa sprottið.“ Hann segir að reiði erlendra stjórnmála- manna skelli nú á þjóðinni af miklum þunga. „Það hellast inn neikvæðar yfir- lýsingar frá erlendum stjórnmálamönnum. Viðbrögð þeirra sem hafa haft sam- band við mig eru gjarnan: „Hvað í ósköpunum er að gerast á Íslandi? Ríkir stjórnleysi?“ Það er ljóst að þetta hefur haft mjög alvarleg áhrif á það traust sem ríkisstjórnin og þjóðin höfðu í sameiningu verið að byggja upp. Þessi viðbrögð hafa verið mun harkalegri en ég bjóst við,“ sagði Össur. „Helgreipar vinaþjóðanna“ Ögmundur Jónasson, þingmað- ur VG, segir niðurstöðu forseta Ís- lands rökrétta. „Þetta er í samræmi við vilja VG um að fari nægileg- ur hluti kjósenda fram á þjóðarat- kvæðagreiðslu sé það lýðræðislegt að láta slíka atkvæðagreiðslu fara fram.“ Aðspurður um harkaleg við- brögð Hollendinga, Breta og ann- arra þjóða segir Ögmundur að það sé ofur eðlilegt að þessar þjóðir andmæli þegar Íslendingar reyni að rísa upp undan okinu. „Þjóðin hef- ur verið í helgreipum þessara vina- þjóða með fulltingi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins sem hefur verið sem útsendari þeirra. Það er ekki við öðru að búast en að þær bregðist hart við þegar við andæfum og snú- umst gegn okinu. Þetta eru reyndar gamlar lýðræðisþjóðir og þær skilja vonandi að hér er um lýðræðislega afgreiðslu málsins að ræða.“ Ögmundur segir að ekki hafi enn verið gengið frá því hvaða snið verði á þjóðaratkvæðagreiðslunni. „Ég tel að hún verði að snúast um synjunina sjálfa, það er að segja um það hvort lögin frá 30. desem- ber eigi að gilda.“ Ögmundur viður- kennir hins vegar að á hinum end- anum séu Hollendingar og Bretar. Líti þeir svo á að um engan samn- ing sé lengur að ræða falli þjóðarat- kvæðagreiðsla um sjálfa sig. Getur setið áfram Ríkisstjórnin á nokkra kosti. Í fyrsta lagi getur hún í krafti þingmeiri- hluta setið áfram, komið Icesave- málinu í skjól og reynt að sannfæra umheiminn um að Íslendingar ætli þrátt fyrir allt að standa við skuld- bindingar sínar. Jafnframt þarf hún þá að hefja undirbúning þjóðar- atkvæðagreiðslunnar sem leiðir af Ríkisstjórnin er ráðin í því að sitja áfram og hefja undirbúning þjóðaratkvæða- greiðslu í samræmi við ákvörðun forseta Íslands sem synjaði Icesave-lögunum staðfestingar í gær. Enginn hefur farið fram á að ríkisstjórnin segi af sér. Stjórn- arliðar hafa þó velt því fyrir sér hvort heppilegt geti verið að efna til kosninga sem yrðu fáeinum vikum eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður birt. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is STJÓRNIN SITUR SEM FASTAST Í slökkviliðinu „Það hellast inn neikvæðar yfirlýsingar frá erlendum stjórnmálamönnum,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Að sama skapi gætu kosningar á þessum tímapunkti verið fýsilegar fyrir VG, sem litla sem enga ábyrgð bar á bankahruninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.