Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 14
Ef verðbólguspá Seðlabankans og spá hans um þróun fasteignaverðs ná fram að ganga munu þeir sem nýta sér 110 prósenta skuldaaðlög- un Landsbankans og Arion banka skulda 175 prósent af markaðsvirði íbúðar sinnar í árslok 2012. Hagsmunasamtök heimilanna telja úrræði bankanna vegna verð- tryggðra lána ganga almennt allt of stutt. Ekki sé verið að viðurkenna neinn forsendubrest og úrræðin nýtist þeim sem áttu minnst eigið fé fyrir. Lausnir bankanna við skulda- vanda heimilanna feli í sér blekking- ar vegna þess að bankanir nái til baka öllum afslætti sem þeir veiti. Afslátt- urinn sé einungis tímabundinn. 110% leiðin Landsbankinn bauð nú í vikunni upp á þá leið að færa íbúðalán í erlendri mynt og íslenskum krónum niður í 110 prósenta veðhlutfall af markaðs- virði eigna einstaklinga. Viðskipta- vinir geta valið um að breyta lán- unum í verðtryggð eða óverðtryggð íbúðalán í íslenskum krónum. Úr- ræðið hentar fyrst og fremst þeim sem eru með hátt veðhlutfall á eign sinni og þurfa að lækka greiðslubyrð- ina. Arion banki bauð á dögunum mjög svipaða leið en Íslandsbanki hefur boðið um 10 prósenta niður- færslu höfuðstóls gegn því að lánið breytist í óverðtryggt lán. Mikil rýrnun Í nýjasta hefti Peningamála Seðla- bankans kemur fram að raunverð- slækkun á fasteignamarkaði verður 30 prósent á næstu þremur árum. Það þýðir að eignir fólks verða 30 prósentum minna virði en þær eru í dag. Ef tekið er dæmi um íbúð sem á hvílir 30 milljóna króna lán, en mark- aðsvirðið er metið á 25 milljónir, get- ur eigandi lánsins látið lækka höfuð- stólinn niður í 27,5 milljónir. Skuldin BLEKKINGAR BANKANNA SMS-OKURLÁN Neytendasamtökin kalla SMS- lánin okurlán og hafa sent Gylfa Magnússyni, efnahags- og við- skiptaráðherra, bréf þar sem þeim tilmælum er beint til ráð- herra að gripið verði til aðgerða gegn lánastarfsemi af þessu tagi. Samtökin benda í bréfinu á að lánin, sem greiða þarf innan fimmtán daga, beri 25 prósenta vexti. Það jafngildi 600 prósenta vöxtum á ársgrundvelli. „Lán sem þessi hafa verið harðlega gagn- rýnd í nágrannalöndum okkar enda beinist markaðssetningin aðallega að yngri neytendum og þeim sem hafa lítið handa á milli auk þess sem ekki er hægt að tala um annað en okurvexti,“ segir meðal annars í bréfinu til Gylfa. BÆTUR FRÁ BÖNKUNUM „Bankar – og jafnvel æðstu stjórnendur þeirra – geta orðið bótaábyrgir gagnvart neytend- um fari svo að Hæstiréttur fallist á að gengislán hafi verið ólög- mæt eins og haldið hefur verið fram,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, á heimasíðu sinni. Hann bendir á að hinn 28. febrúar renni lögbundin heim- ild til frestunar nauðungarsölu á fasteignum út. „Í ljósi þessara tímasetninga og staðreynda vill talsmaður neytenda að gefnu til- efni benda á að bankar bera eins og aðrir kröfuhafar, sem krefjast fjárnáms, nauðungarsölu eða annarra fullnustugerða, lögum samkvæmt svonefnda hlutlæga ábyrgð á tjóni sem ólögmæt fullnustugerð hefur valdið,“ skrif- ar Gísli. n Lastið fær Iceland Express. Viðskiptavinur sem flaug með félaginu til Spánar mátti sætta sig við að flugið heim frá London féll niður. Hann þurfti fyrir vikið að taka á sig þann kostnað sem fylgir gistingu og uppihaldi í tvo daga, eða þar til næsta vél frá flugfélaginu átti leið heim. n DV sagði í síðustu viku frá manni sem keypti síma í jólagjöf handa konu sinni. Síminn virkaði aldrei og mætti kaupandinn að eigin sögn leiðinlegu viðmóti í verslun- inni þegar hann ætlaði að skila honum. Eftir bréfaskriftir baðst verslunarstjóri afsökunar og bauð nýjan síma í stað þess gallaða. Það ber að lofa. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 190,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 188,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 186,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 185,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 188,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,8 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 183,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 182,2 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 186,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 185,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 193,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 14 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 NEYTENDUR verður þá 110 prósent af verðgildinu. Út frá spá Seðlabankans verður íbúð- in þá metin á 17,5 milljónir króna eft- ir þrjú ár. Höfuðstóllinn verður þá, miðað við verðbólguspá Seðlabank- ans, orðinn 30,6 milljónir. Munurinn á verðgildi eignarinnar og skuldar- innar fer úr 2,5 milljónum í 13,1 millj- ón. Skuldsetning umfram eign eykst úr 110 prósentum í 175 prósent. Bankarnir geta mun betur Marinó G. Njálsson, stjórnarmað- ur í Hagsmunasamtökum heimil- anna, segir að bankarnir eigi að hafa svigrúm til að koma mun betur til móts við viðskiptavini sína en þeir geri með ráðum sínum. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hafi í skýrslu sinni þann 3. nóvember á síðasta ári upplýst að svigrúm væri hjá öll- um bönkunum til að lækka verulega greiðslu- og skuldabyrði heimil- anna. Hjá stóru bönkunum þremur hafi svigrúmið verið metið upp á um 44 prósent af verðmati lánasafn- anna. „Mark Flanagan, sendifulltrúi AGS, vildi sjá að allt svigrúmið væri nýtt, hvorki krónu minna né meira,“ segir Marinó og bætir við að Hags- munasamtökin hafi, með þessari yf- irlýsingu Flanagans, öðlast óvæntan bandamann í baráttu sinni fyrir leið- réttingu skulda heimilanna. „Miðað við hvað öllum finnst AGS leiðin- legur yfirmaður þá hefur Flanagan mjög jákvætt viðhorf til okkar sjón- armiða,“ segir hann. Gengislánum breytt Stóru bankarnir bjóða þeim sem hafa erlend húsnæðislán að færa þau yfir í verðtryggð eða óverðtryggð lán í ís- lenskum krónum. Samhliða boða þeir 25 til 30 prósenta lækkun höfuð- stóls og hærri vexti. Í því samhengi er vert að benda á að höfuðstóll erlendra lána hefur í flestum tilvikum meira en tvöfaldast undanfarin tvö ár. Bank- arnir gefa fólki val um fasta óverð- tryggða vexti upp á sex til sjö prósent í tvö til þrjú ár en eftir það er nokkur óvissa um hvaða vextir taka við. Landsbankinn jafnar Arion banka Þegar greinargerðin kom út, rétt fyrir jól, hafði Landsbankinn ekki komið fram með þær leiðir sem nú standa viðskiptavinum hans til boða. „Landsbankinn er að bregðast við og bjóða upp á svipuð úrræði og hinir bankarnir. Þeir eru að setja sig í flokk með þeim. Í reynd er þetta keppni um það hver býður bestu vextina,“ segir Marinó. Hann segir að með því að bjóða 6 prósenta vexti sé Lands- bankinn að bjóða það sama og Ar- ion banki. „Það er allt gott um það að segja en þetta er bara ekki nóg,“ seg- ir Marinó og bætir við að ekki sé ljóst hvað verði eftir þau tvö ár sem bank- inn bjóði 6 prósenta vextina. Ómögu- legt sé að vita hvað taki við. „Fara þeir upp í 9 prósent eða verða þeir 6,5 prósent?“ spyr hann. Neytendalöggjöfin rústir einar Marinó bendir þó á að þessar leið- ir sem bankarnir bjóði sýni að þeir hlusti á samtökin og þá sem berjist fyrir réttlæti í skuldamálum heimil- anna. „Við erum mjög ánægðir með að þeir geri þetta en við teljum að þeir geti mun betur.“ Aðspurður um sanngirnissjónar- mið og rétt neytenda segir Marinó að neytendalöggjöf á Íslandi sé rúst- ir einar. Talsmaður neytenda hafi því miður engin völd, þótt hann eigi að standa vörð um réttindi þeirra. „Hann getur sett fram skoðun en hann fær engu breytt,“ segir Marinó og þykir það miður. Í niðurlagi greinargerðar Hags- munasamtaka heimilanna seg- ir að lausnir bankanna feli í sér vissa blekkingu. Boðið sé upp á mikla, tímabundna lækkun mánaðarlegra greiðslna. „Byggir þetta að mestu á því að lækka verulega afborgun höf- uðstóls en sækja í staðinn meiri vexti til lántaka. Vissulega mun þessi tíma- bundna lækkun vara, miðað við vexti í dag, í 8 til 13 ár eftir bönkum, en eft- ir það byrja bankarnir að vinna upp hvern þann afslátt sem lántakar fá fyrstu árin.“ Hagsmunasamtök heimilanna segja að bankarnir nái til baka öllum þeim afslætti sem þeir bjóða nú skuldsettum lántakendum. Lausnirnar kunni að koma sér vel til skamms tíma en séu slæmar til lengri tíma. Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í sam- tökunum, segir bankana hafa mun meira svigrúm að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fáir góðir kostir Hagsmunasamtök heimilanna benda á að úrræði bankanna kunni að lækka greiðslubyrði nokkuð í upphafi. Leiðirnar séu þó ekki heppilegar til lengri tíma. MYND: SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.