Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 11
verið var í fréttum að aðrir stórir hluthafar væru að bjóða hlutabréf sín til sölu erlendis, en mér vitanlega er sú frétt ekki rétt. Hitt er svo ann- að mál að það væri hagur að því fyrir alla að fá fleiri öfluga fjárfesta að fé- laginu, til dæmis lífeyrissjóði.“ Hagsmunir hverra? Gunnlaugur, sem er fyrrverandi al- þingismaður Framsóknarflokksins, forstjóri Kögunar og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Framsóknarflokksins, sagði ennfremur í viðtali við Frétta- blaðið: „Það hefur ekki verið stefna stærstu eigenda í Icelandair Group að selja frá sér stóran eignarhlut í fyrirtækinu. Stefna Máttar ehf. og Nausts ehf., sem eru þau félög sem ég sit fyrir í stjórn Icelandair Group og fara með hátt í fjörutíu prósenta eignarhlut í félaginu, er óbreytt hvað þetta varðar,við erum ekki að leita að kaupanda að okkar hlut.“ Eigendur Máttar ehf. eru annars vegar Milestone og hins vegar félög- in Hrómundur og Hafsilfur sem eru í eigu bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona, auk þess sem Gunn- laugur á sjálfur lítinn hlut í félaginu. Naust er til helminga í eigu Mátt- ar og BNT (eiganda N1) en Mátt- ur á um þrjátíu prósenta hlut í BNT. Bræðurnir eiga jafnframt að auki um helmingshlut í því félagi, svo unnt er að halda því fram að þessir hlutir í Icelandair séu mjög tengdir. Þessir eigendur Icelandair áttu gríðarlega hagsmuni undir því að lífeyrissjóðirnar fjárfestu í félaginu á þessum tíma. Hversu miklu meira tap lífeyrissjóða? Eins og DV greindi frá síðastlið- inn mánudag gengu þingmenn- irnir Bjarni Benediktsson og Sig- urður Kári Kristjánsson á fund þingflokks Samfylkingarinnar fimmtudaginn 9. október 2008. Erindi Bjarna og Sigurðar Kára var að afla fylgis samstarfsflokksins við frumvarp sem laut að því að flytja erlendar eignir lífeyrissjóðanna til landsins og virkja gjaldeyris- eign þeirra til að mæta aðsteðjandi vanda þjóðarbúsins eða einstakra fyrirtækja. Leitað hefur verið eftir nákvæmri lýsingu á erindi þing- mannanna hjá Sigurði Kára en án árangurs. Þannig er ekki vitað hvaða tryggingar þingmennirnir vildu veita lífeyrissjóðunum gegn því að þeir losuðu um eignir sín- ar erlendis. Eins og ástatt var á er- lendum mörkuðum var líklegt að eignir hefðu verið seldar með af- föllum. Hugmyndir Bjarna og Sigurð- ar Kára hlutu dræmar undirtektir meðal Samfylkingarmanna sam- kvæmt heimildum DV. Það er mat sérfróðra, sem DV hefur borið málið undir, að ef áð- urgreint frumvarp um heimild lífeyrissjóðanna til lánveitinga í verðbréfum hefði náð fram að ganga vorið 2008, sé hætt við að tap lífeyrissjóðanna hefði orðið enn meira en raunin varð í banka- hruninu. Raunverulegt tap þeirra hefur verið að skýrast að undan- förnu og enn neyðast lífeyrissjóðir til þess að skerða greiðslur til við- skiptavina sinna.   FRÉTTIR 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 11 því að mönnum kunnugum málefn- um lífeyrissjóðanna hafi ekki litist á blikuna og beitt sér gegn heimildum þeim til handa til að lána verðbréf fyrir allt að 400 milljarða króna. Skorað á lífeyris- sjóði að fjárfesta Athyglisvert er að liðlega hálfum mánuði áður en umrætt nefndar álit er lagt fram hvöttu forsvarsmenn Icelandair lífeyrissjóðina til þess að fjárfesta í félaginu. Hvatningin virtist sprottin af þeim rótum að óheppilegt væri að útlendingar eignuðust hlut í félaginu. Í Fréttablaðinu 7. maí 2008 ræddi Björn Ingi Hrafnsson, viðskiptarit- stjóri blaðsins, við Björgólf Jóhanns- son, þáverandi forstjóra Icelandair, og Gunnlaug M. Sigmundsson, þá- verandi stjórnarformann félagsins. Umfjöllunin var á forsíðu Frétta- blaðsins og var fyrirsögnin: „Skorar á lífeyrissjóði að fjárfesta í félaginu.“ Björgólfur segir í blaðinu að mjög hollt væri að hafa að minnsta kosti sjálfan flugreksturinn áfram í eigu Ís- lendinga. „Ég vil þess vegna skora á okkar sterku lífeyrissjóði að koma að rekstri þessa félags og tryggja þannig að það verði áfram í eigu lands- manna.“ Gunnlaugur M. Sigmundsson tekur í sama streng í blaðinu: „Ný- SÓTTU Í LÍFEYRI ALMENNINGS Lífeyrissjóðir og skortsala „Ég tek undir það með háttvirtum tveimur síðustu ræðumönnum að það þarf að fara mjög varlega í þessu efni. Ég vil hins vegar benda á að þessi heimild snýr ekki bara að skortsölu. Það er fleira sem þarna hangir á spýtunni og annars konar viðskipti sem hægt er að eiga með verðbréf en þau sem snúa að skortsölu. En vissulega væri það hluti af því sem þarna kæmi til greina. En við verðum þá að horfast í augu við það að skortsölur eiga sér stað í dag. Þarna væri verið að setja lífeyrissjóðunum, sem eru sennilega stærstu fjárfestar þjóðarinnar, skilyrði um það hvernig ætti að standa að þessu og þetta ætti að fara um skipulagðan mark- að þar sem tilteknir aðilar sæju um að skipuleggja. Þetta mundi því örugglega hvetja til þess að slíkur markaður yrði til þannig að skortsölur yrðu mun ljósari en þær eru í dag.“ n Árni M. Mathiesen í andsvari við ræðu Ögmundar Jónassonar, VG, 7. apríl 2008 um möguleg lán lífeyrissjóða á verðbréfum. Milestone á brauðfótum n Það er niðurstaða skýrslu Ernst & Young um Milestone að félagið hafi verið ógjaldfært í ársbyrjun 2008. Í skýrslunni segir: „Samkvæmt þeim útreikningum gat Milestone ehf. ekki staðið við skuldbindingar sínar í kringum áramót 2007/2008 og á árinu 2008.“ n Eins og DV hefur greint ítarlega frá var þetta ástæða þess að Milestone byrjaði að seilast ótæpilega í sjóði Sjóvár og einnig í sjóði Glitnis á árinu 2008. Skýrsla Ernst & Young staðfestir það sem áður hefur komið fram, að allt árið 2008 hafi Milestone reynt til hins ítrasta að kaupa sér fresti til þess að bjarga félaginu. Skýrsla Ernst & Young sýnir einnig að Milestone leitaði árangurs- laust til tuga erlendra banka eftir fyrirgreiðslu sumarið og haustið 2007 til þess að mæta afborgunum og skuldbindingum sem standa þurfti skil á árið 2008. Þar á meðal var endurfjármögnun á láni sem Milestone hafði fengið hjá Morgan Stanley-bankanum til að kaupa hlutabréf í Glitni með Einari og Benedikt Sveinssonum í eignar- haldsfélaginu Þætti International. n Vorið 2008 höfðu ráðandi eigendur Icelandair, Wernerssynir, Engeyjarbræður og Gunnlaugur M. Sigmundsson, augljósa ástæðu til þess að skoða möguleika á að virkja lífeyrissparnað í þágu félags- ins, „sem eru sennilega stærstu fjárfestar þjóðarinnar“ eins og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði í umræðum um möguleg verðbréfalán þeirra á þingi í apríl 2008. Ljóst er hins vegar að félögin sem stóðu að Icelandair voru á þessum tíma í afar erfiðri stöðu og sennilegast ekki gjaldfær. Hér erum við að tala um það sem kallað hefur verið skort- staða, þegar einstakl- ingur eða fyrirtæki selur eitthvað sem það ekki á. Stjórnarformaðurinn Gunnlaugur M. Sigmundsson var stjórnarformaður Ice- landair og vildi að lífeyrissjóðir fjárfestu í Icelandair. Gunnlaugur stýrði félaginu í nafni Milestone, Engeyjarbræðra og sinna félaga. Skoraði á lífeyrissjóðina Björgólfur Jóhannsson var forstjóri Icelandair fjórum mánuðum fyrir bankahrun. Hann skoraði á lífeyrissjóðina að fjárfesta í félaginu. Formaðurinn Fjölskylda Bjarna Bene- diktssonar var ráðandi afl í Icelandair þegar forsvarsmenn félagsins hvöttu lífeyrissjóði til þess að fjárfesta í félaginu vorið 2008. Varaþingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson og Bjarni Benediktsson fóru á þingflokksfund hjá Samfylkingunni daginn eftir hrun og vildu afla fylgis við frumvarp um lífeyrissjóði og erlendar eignir þeirra. Brask með hlutabréf „Við erum í rauninni að tala hérna um heimildir til að braska með verðbréf. Hugsunin er þá sú að aðili fái lánuð bréf lífeyrissjóðanna í þessu tilviki, selji þau en skuldbindi sig til að skila þeim aftur,“ sagði Ögmundur Jónasson í apríl 2008. Lífeyrissjóðina í skortsöluna Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármála- ráðherra, lagði fram frumvarp 5 mánuð- um fyrir bankahrun sem heimila átti lífeyrissjóðum að lána fjórðung eigna sinna í formi verð- bréfa. Frumvarpið gufaði upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.