Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 25
Hnefaleikaaðdáendum var kippt snögglega aftur niður á jörðina á mánudaginn þegar Manny Pacqui- ao neitaði því að hafa gengið að kröfum Floyds Mayweather Jr. Haft var eftir Pacquiao í blaði einu að hann hefði fallist á það að ganga undir ólympískt lyfjapróf að beiðni Mayweathers en Filippseyingur- inn sagði það af og frá á heimasíðu sinni. Talsmaður Pacquiao, Mi- chael Konz, sagði við Boxing Scene: „Pacquiao talaði aldrei við þennan blaðamann, hann hefur ekki einu sinni heyrt minnst á hann.“ Vegna fréttarinnar héldu margir að draumabardaginn milli Pacquia- os og Mayweathers Jr. yrði að veru- leika en svo virðist ekki vera. May- weather lúbarði Shane Mosley í Las Vegas um helgina og sagði í við- tali eftir bardagann að eina leiðin fyrir fólkið að sjá hann berjast við Pacquiao væri ef hann myndi gang- ast undir lyfjapróf en Mayweather hefur miklar áhyggjur af steranotk- un hnefaleikakappa. „Ég vil bara keppa á sama leik- velli og aðrir. Shane Mosley átti við sín vandamál að stríða í fortíðinni en hann er hættur þessu og var til- búinn að fara í prófið. Ég mun ekki berjast gegn Pacquiao nema hann taki prófið líka,“ sagði Mayweather. Pacquiao er lítið að hugsa um hnefaleika þessa dagana en hann er í framboði í heimalandinu. Talsmað- ur hans segir að ekki komi til greina að ganga að kröfum Mayweathers. „Við munum berjast við Mayweath- er eða hvern sem er hvenær sem er. Þegar við berjumst förum við að öllum reglum þess hnefaleikasam- bands sem heldur bardagann, ekki reglum Mayweathers.“ tomas@dv.is Ólíklegt að draumabardaginn verði að veruleika: Pacquiao samþykkti aldrei lyfjaprófið RIGNING Í BARCELONA Formúla 1 færist loks- ins til Evrópu um helgina þegar ökuþórarnir þeysast um hina fornfrægu Barcelona-braut. Hingað til hafa mótin verið á allt annað en kristilegum tíma fyrir íslenska áhorfendur en tímabilið hefst á keppnum í Barein, Ástralíu, Malasíu og Kína. Veðurspá- in er samt ekki góð. Spáð er úrhellis rigningu um helgina sem hefur reyndar oft sett skemmtilegan svip á keppnina í Barce- lona. Hingað til hafa keppendur ekki þurft að viðra regndekkin þannig að eitthvað mjög áhugavert gæti gerst um helgina. VILL HALDA WILSHERE Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, vill ólmur halda Jack Wilshere, hinum unga leikmanni Arsen- al sem kom til liðsins á láni í janúar. Wilshere sló algjörlega í gegn hjá Bolton og ætlar Coyle að gera hvað hann getur til þess að fá hann aftur næsta tímabil. Það gæti þó reynst þrautin þyngri. „Jack vill ólmur spila með Arsenal. Það skil ég vel og þess vegna elska ég hann. Hann vill verða nægilega góður til þess að spila með bestu liðunum. Ef það tekst ekki held ég samt að það væri best fyrir mig, hann og Arsenal að ég fái í það minnsta aðra sex mánuði með honum næsta vetur,“ segir Coyle. SPORT 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 25 MOLAR ATLI HÆTTUR MEÐ STJÖRNUNA n Atli Hilmarsson er hættur að þjálfa kvennalið Stjörnunnar í Garðabæ en hann hefur stýrt því síðan í október 2008. Hann tók þá við starfinu þegar Aðal- steinn Eyj- ólfsson yfirgaf Garðabæinn fyr- ir þjálfarastarf í Þýskalandi. Undir stjórn Atla varð Stjarnan Íslands- og bikar- meistari í fyrra en á þessu tíma- bili var liðið einu skrefi á eftir Val og Fram sem skiptu titlum ársins bróðurlega með sér. Vísir.is greindi frá því að Stjarnan hefði áhuga á Ragnari Hermannssyni sem eftir- manni Atla. ALFREÐ OG FÉLAGAR MÆTA CIUDAD REAL n Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, mæt- ir spænska stórveldinu Ciudad Real í undanúrslitum Meistaradeildar- innar í hand- bolta en dregið var í vikunni. Þessi lið hafa mæst í úrslitum síðustu tvö tíma- bilin og hafði þá Ólafur Stefáns- son og félagar í Ciudad betur í bæði skiptin. Hinn undanúrslita- leikurinn verður á milli rússneska liðsins Medvedi og Barcelona. Leikið er eftir „Final Four“-fyrir- komu lagi í ár, það er að undanúr- slitaleikirnir fara fram í Köln 29. maí og úrslitaleikurinn á sama stað daginn eftir. ARON MISSIR ÞJÁLFARANN n Chris Coleman, knattspyrnu- stjóra Coventry, hefur verið vikið úr starfi fyrir slakt gengi á tímabilinu. Liðið var lengi vel í baráttunni um umspilssæti en á endasprett- inum hrundi allt og endaði liðið nálægt fallsvæð- inu. Skömmin var svo algjör þegar Coventry tapaði lokaleik ársins á heimavelli gegn Watford, 4-0. Með Covent- ry leikur Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður en hann mun nú fá nýjan þjálfara. Það var Colem- an sem keypti Aron til Coventry en hann hefur ætíð haft mikla trú á honum. VAR MEÐ SAMNING VIÐ MEISTARANA n Guðmundur Steinarsson, fram- herji Keflavíkur, segir í viðtali við Fótbolta.net að honum hafi boðist samningur hjá bandarísku meist- urunum í MLS-deildinni, Real Salt Lake, síðasta sumar. Í stað- inn ákvað hann að koma heim til Keflavíkur eftir sneypuförina til Vaduz í Liechtenstein. „Ég var með samning frá Real Salt Lake í MLS-deildinni kláran á borðinu sem ég ákvað að taka ekki. Ég hefði bara þurft að hoppa upp í flugvél og byrja að spila en kýldi ekki á það tækifæri,“ segir Guð- mundur í við- talinu. Vill enga stera á móti sér Floyd Mayweather Jr. berst ekki við Manny Pacquiao nema hann gangist undir ólympískt lyfjaeftirlit. MYND AVP Alls léku átta íslenskir leikmenn í Championship- deildinni í ár, þeirri næstefstu á Englandi. Gylfi Þór Sigurðsson var án efa allra manna bestur með Reading. Eitt Íslendingalið féll, tvö önnur voru í fallbaráttu og eitt enn hrundi á lokakafla mótsins. ARON EINAR GUNNARSSON COVENTRY Akureyringurinn ungi sem sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í fyrra með Coventry átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Hann var fúll út í liðið fyrir að bjóða honum ekki nýjan samning og skilaði sú fýla sér inn á völlinn. Það entist þó ekki lengi og eftir stutta viðveru á varamannabekknum var hann aftur farinn að byrja alla leiki með liðinu. Coventry-liðið hrundi þó undir lokin í deildinni og endaði í 18. sæti. Fyrir vikið var Chris Coleman, stjóra liðsins, vikið frá störfum og er því spurning hvað Aron gerir í sumar. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum. KÁRI ÁRNASON READING Sumarið hjá Kára Árnasyni var erfitt þar sem hann vantaði lið til að spila með eftir að ljóst var að AGF hafði ekki lengur áhuga á honum. Eftir einn æfingaleik og stuttan æfingatíma með Plymouth kepptist liðið við að fá Víkinginn og landaði honum á endanum. Kári var ekki í byrjunarliðinu í fyrstu þremur leikjunum en lék alla leiki eftir það þegar hann var heill. Hann lék alls 32 leiki fyrir liðið í nýrri stöðu sem miðvörður en frammistaða hans borgaði sig með landsliðssæti. Plymouth féll þó á endanum og hefur Kári því sumarið til að ráða í framtíð sína. EMIL HALLFREÐSSON READING Kantmaðurinn knái úr Hafnarfirði fór nokkuð óvænt á láni til Barnsley. Emil átti við smá meiðsli að stríða á tímabilinu sem hann kláraði reyndar ekki vegna þeirra. Hann lék 23 leiki og skoraði fjögur mörk. Emil var notaður í nýrri stöðu, inn á miðri miðjunni, þar sem þjálfara liðsins fannst kraftar hans nýtast betur. Hingað til hefur Emil verið hugsaður sem vængmaður. Emil lék á tímabilinu draumaleik gegn Englandsmeisturum Manchester United í deildarbikarnum sem liðið tapaði, 3-0. Emil fór aftur til Reggina en mun væntanlega yfirgefa liðið í sumar. HEIÐAR HELGUSON READING Framherjinn stóri og sterki frá Dalvík hóf tímabilið með QPR. Hann mætti í landsleik gegn Noregi á Laugardalsvelli í lok ágúst í fyrra og sneri aldrei aftur til QPR, heldur var hann lánaður til síns heittelskaða Watford. Hann stimplaði sig rækilega inn í fyrsta leik og skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli gegn Leicester, liði sem á endanum komst í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Eina markið sem hann skoraði í leikjunum þremur fyrir QPR var sigurmark gegn Kára Árnasyni og félögum í Barnsley. Watford var í mikilli fallhættu en með hjálp Heiðars bjargaði liðið sér á endanum. Hann lék 29 leiki fyrir Watford og skoraði ellefu mörk. Heiðar vill vera áfram í herbúðum Watford.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.