Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 20
39 ÞREP Í ÓPERUNNI Gamanleikurinn 39 þrep sem sýndur hefur verið hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur verður sýndur í Íslensku óperunni föstudag, laugardag og sunnudag. Verkið er eftir Patrick Barlow og er byggt á hinni þekktu kvikmynd Alfreds Hitchcock eftir samnefndri skáldsögu Johns Buchan. Einungis fjórir leikarar leika hlutverkin 139, þau Atli Þór Albertsson, Björn Ingi Hilmarsson, Jóhann G. Jóhannsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. Á MI ÐVIKUDEGI 20 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 FÓKUS GRANÍT SPILAR Á FLATEYRI Kristinn J. Níelsson og hljómsveitin Granít frá Vík í Mýrdal bjóða til tón- leika á Flateyri á sunnudag, nánar tiltekið á Sólbakka 6. Hljómsveitin og Kristinn, sem er skólastjóri Tón- listarskólans í Vík, fóru vestur í viku- byrjun til að taka upp efni í hljóðver- inu Tankinum á Sólbakka. Þeir verða við upptökur í tvær vikur og ætla að nýta tækifærið til að halda tónleika á hinu svokallaða „Æfingar-sviði“ í garðinum að Sólbakka 6 á sunnu- daginn klukkan 16. Allir velkomnir. ROKK ÁHUGA- LEIKSÝNING ÁRSINS Þjóðleikhúsið hefur valið sýn- inguna Rokk sem er eftir félaga í leikfélaginu Hugleiki athygl- isverðustu áhugaleiksýningu leikársins. Þetta er í sautjánda sinn sem leikhúsið stendur fyrir þessu vali. Eins og hefð er orðin fyrir verður útnefnd sýning sýnd í Þjóðleikhúsinu um miðjan júní. Leikstjóri Rokks er Þorgeir Tryggvason og höfundar þau Ásta Gísladóttir, Júlía Hannam, Sigurður H. Pálsson og Þórarinn Stefánsson. Níu leikfélög sóttu um með átta sýningar og var fjöldi þeirra leikfélaga sem tóku þátt nokkuð undir meðallagi. TÓNVERK MEÐ TEXTA HEIMS- LJÓSS Fimmtíu ára afmælistónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu fara fram næsta sunnudag og þriðjudag þar sem flutt verður nýtt og spenn- andi verk eftir Tryggva M. Baldvins- son, samið við texta úr Heimsljósi Halldórs Laxness. Verkið er í sex köflum, samið fyrir kór, hljómsveit og tvo einsöngvara. Á tónleikun- um verða einnig fluttir valdir kaflar úr nokkrum þeim stóru verkum sem Söngsveitin Fílharmónía hefur flutt á ferli sínum, meðal annars úr Carmina Burana og Þýsku sálu- messu Brahms. Einsöngvarar eru Ingibjörg Guðjónsdóttir og Snorri Wium. Sif Tulinius er konsertmeist- ari þrjátíu manna hljómsveitar og Magnús Ragnarsson stjórnar tón- leikunum. Miðar fást í versluninni 12 tónum, hjá kórfélögum og við innganginn. Iron Man eða Járnkarlinn er mættur aftur til leiks og sem fyrr er það Rob- ert Downey Jr. sem fer með hlutverk hins hrokafulla milljarðamærings Tonys Stark. Saga myndarinnar held- ur áfram hálfu ári á eftir þeirri fyrstu. Síðan að Tony tilkynnti heiminum að hann væri hinn eini sanni Iron Man hefur honum tekist að halda uppi röð og reglu. Honum hefur tekist að einkavæða heimsfrið eins og hann orðar það sjálfur. Á sama tíma gera yfirvöld hvað þau geta til að komast yfir þessa nýju tækni snillingsins en Tony er nú al- farið á móti vopnaframleiðslu og treystir því ekki að stjórnvöld muni nota tæknina skynsamlega. Hann fullvissar heiminn um að enginn sé nálægt því að fullkomna tækni hans og því muni hann geyma leyndar- málið um ókomna tíð. Annað kem- ur svo á daginn þegar rússneska illmennið Ivan Vanko skýtur upp kollinum en hann er leikinn af hin- um grjótharða Mickey Rourke. Það er skemmst frá því að segja að Iron Man 2 kemst aldrei með tærnar þar sem fyrri myndin hafði hælana. Ástæðan liggur einfaldlega í handrit- inu. Það er ekki næstum því jafngott og í fyrri myndinni. Öfgakenndur hasar, sprengingar og fleiri vélmenni verða útgangspunkturinn í staðinn fyrir þétta fléttu og persónudýpt líkt og í fyrri myndinni. Það sem Iron Man hafði var raunveruleg spenna, fjölbreytt flétta og frábært illmenni sem Jeff Bridges skilaði listilega vel. Rour- ke og Sam Rockwell, sem leikur Justin Hammer helsta keppinaut Tonys, eru báðir frábærir leikarar en þeir ná ekki sömu hæðum og Bridges gerði. Vegna þess að Rour- ke er bara of lítið í myndinni miðað við að skarta einni mest spennandi persónunni og Rockwell er meira hugsaður fyrir húmorinn. Þar sem hann stendur sig frábærlega eins og alltaf. Frammistaða leikaranna er annars heilt yfir góð. Enda stór- stjörnur og fagfólk í öllum hlut- verkum. Saga myndarinnar er mikið á reiki og of miklum tíma er eytt í þann hluta sögunnar þar sem Tony er „týndur“. Þegar hann loksins finn- ur sig og gerir enn eina snilldar upp- götvunina er það engan veginn út- skýrt nægilega vel. Útlit myndarinnar er, líkt og í þeirri fyrri, alveg frábært. Enda er útlit stórmynda í dag bara orðið að lágmarkskröfu. Flottar tæknibrellur og sjónræn tilþrif eru daglegt brauð í Hollywood nútímans og það eitt og sér heldur ekki uppi mynd nema að hluta til. En það er ekki öll nótt úti fyrir Járnkarlinn. Þriðja myndin mun án efa líta dagsins ljós og það er óskandi að aðstandendur hennar gefi sér nægan tíma til að vinna að handrit- inu en hugsi ekki bara um að hamra járnið á meðan það er heitt til að græða sem mestan pening. Ásgeir Jónsson Iron Man 2 Vonandi verður þriðja myndin meira í líkingu við þá fyrstu. IRON MAN 2 Leikstjóri: Jon Favreau Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Gwyneth Paltrow, Don Cheadle, Jon Favreau,Mickey Rourke, Sam Rockwell, Samuel L. Jackson, Scarlett Johansson KVIKMYNDIR JÁRNKARLINN FJARRI SÍNU BESTA Tímamót hjá Kvennakór Reykjavíkur: Sjö tungumál og nýr kórstjóri Tónar frá öllum heimshornum hljóma á vortónleikum Kvenna- kórs Reykjavíkur sem haldnir verða í Lindakirkju í Kópavogi á sunnudag- inn. Sungið verður á sjö tungumál- um: ensku, frönsku, ítölsku, þýsku, rússnesku, ungversku og íslensku. Tímamót eru nú hjá kórnum þar sem nýr stjórnandi, Ágota Joó, hef- ur tekið við stjórn kórsins. Þetta eru fyrstu tónleikar hennar með kórn- um og er efnisskráin að vanda fjöl- breytt; hátíðlegt fyrir hlé og síð- an slegið á léttari strengi eftir hlé. Eitt af verkunum sem flutt verða er Éjszaka, kórverk eftir ungverska tónskáldið József Karai. Kórinn mun ennfremur syngja hugljúf verk eft- ir eldri meistara, svo sem Rossini og Schumann, seiðandi tangó eft- ir Piazzolla og sveiflutónlist sem er nýrri af nálinni eftir Luis Prima, Aron Copland og John Davenport, svo nokkuð sé nefnt. Píanóleikari á tónleikunum verður Vignir Þór Stef- ánsson og einnig leikur með kórn- um tríó Vadim Fjodorov. Ágota Joó er fædd í Ungverja- landi. Hún útskrifaðist frá Franz Liszt-tónlistarháskólanum í Szeged sem píanókennari, tónfræðikennari og kórstjóri. Til Íslands flutti Ágota árið 1988, kenndi fyrst við Tónlistar- skóla Ísafjarðar og seinna við Tón- listarskóla Njarðvíkur. Hún var kór- stjóri Kvennakórs Suðurnesja og undirleikari Karlakórs Keflavíkur um nokkurra ára skeið. Ágota tók við stjórn Kvennakórs Reykjavíkur í ársbyrjun 2010. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Miðaverð í forsölu er 2.200 krónur, pantanir sendist á kvkor@mmedia.is eða í síma 896 6468 eftir klukkan 16. Ágota Joó Er nýr kórstjóri Kvennakórs Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.