Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 14
„Veirusmituð tölva þefar uppi hvort
notandinn sé innskráður á Facebook
eða ekki. Á meðan hann er innskráð-
ur nýtir veiran sér aðganginn hjá
þeim sem er skráður inn og send-
ir einkaskilaboð á alla vini þess sem
er innskráður, oft með tengil á ein-
hverjar vafasamar síður,“ segir Finn-
ÓDÝRAR GOLF-
KÚLUR
Netverslunin Golfkúlur.is tók
nýlega í notkun nýja vefsíðu þar
sem hægt er að kaupa golfkúl-
ur frá öllum helstu framleið-
endum heims á frábæru verði,
að því er segir í tilkynningu.
Golfarar skríða nú úr fylgsnum
sínum og taka settin úr geymsl-
unni. Þeir sem þurfa að bæta á
boltabirgðirnar geta keypt 12
Top Flite kúlur á 1.490 krónur,
svo dæmi sé tekið. Boltarnir eru
endurnýjaðir [e. refinished] og
eru því sem nýir. „Endurnýjað-
ar golfkúlur eru fyrsta flokks
vatnaboltar sem búið er að setja
í gegnum háþróað ferli þar sem
kúlurnar eru hreinsaðar og síð-
an eru upprunalegar merking-
ar prentaðar á þær aftur,“ segir
enn fremur í tilkynningunni.
n Lastið fær Latabæjar-
fyrirtækið fyrir að selja
ódýrar vörur, merktar
Latabæ, rándýrt.
Óánægður kaupandi
hafði keypt tennisspaða
frá fyrirtækinu í
sumargjöf handa barni sínu.
Þegar dýr pakkinn var opnaður
kom í ljós að þetta var ódýr
fjöldaframleidd vara sem nærri
gaf sig í
fyrstu tilraun.
n Lofið fá stjórnendur Bónusverslan-
anna fyrir að gefa starfsfólki sínu frí á
alþjóðlegum degi verkalýðsins, 1.
maí síðastliðinn. Allar verslanir
fyrirtækisins, um allt land,
voru lokaðar þann daginn og
gátu starfsmenn þannig sótt
kröfugöngu verkalýðsfélaga og
barist fyrir bættum
kjörum.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
DÍSILOLÍA
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 209,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 207,5 kr.
Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 210,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 208,2 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 212,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 222,9 kr.
BENSÍN
Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 210,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 208,1 kr.
Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 210,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 208,2 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 212,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 210,5 kr.
UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is
el
d
sn
ey
ti
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
14 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 NEYTENDUR
FAGNA UM-
BOÐSMANNI
„Neytendasamtökin fagna því
að umboðsmanni skuldara
sé ætlað að taka við erind-
um og ábendingum skuldara
um ágalla á lánastarfsemi og
að gæta hagsmuna skuldara
og bregðast við þegar brotið
er á þeim,“ segir á heimasíðu
samtakanna um þá ákvörðun
félagsmálaráðherra að setja á
laggirnar embætti umboðs-
manns skuldara. Hins vegar
telja samtökin að ekki komi
nægilega vel fram hvernig um-
boðsmanni sé ætlað að sinna
þessum verkefnum.
HÆTTURNAR Á FACEBOOK
Tölvuþrjótar nota Facebook til að dreifa vírusum og ná yfirráðum yfir tölvum. Fölsk
skilaboð frá vinum og vafasamir tenglar eru á meðal aðferða sem eru notaðar. Upp-
lýsingarnar selja þeir fyrirtækjum sem nota þær. Finnbogi Ásgeir Finnbogason hjá
Friðriki Skúlasyni ehf. nefnir hér helstu hætturnar sem þarf að varast á Facebook.
bogi Ásgeir Finnbogason, þjónustu-
stjóri hjá Friðriki Skúlasyni ehf. sem
frá árinu 1993 hefur sérhæft sig víru-
svarnarforritum.
Blekkingarleikir
Finnbogi segir að Facebook sé mik-
ið notað af óprúttnum aðilum sem
dreifikerfi forrita sem safna upplýs-
ingum um það sem fólk gerir á net-
inu. „Stundum eru þetta tenglar á
falskar youtube-síður sem þykjast
þurfa „flash update“ til að spila eitt-
hvað myndband. Þá kemur á skjá-
inn niðurhal á setup-skrá sem fólk
hleður inn. Þannig er fólk blekkt til
að smita eigin tölvur,“ segir Finnbogi.
Hann segir að vírusar finnist sjaldn-
ast á sjálfu Facebook heldur noti þeir
samskiptavefinn til að dreifa sér og
stundi blekkingarleiki til að plata
notandann í að smita sig sjálfan.
Fölsk skilaboð
Aðspurður segir Finnbogi að þessi
aðferð sé ekki ósvipuð þeirri sem not-
endur spjallforritsins MSN þekkja,
þar sem skilaboð, oftast á ensku,
spretti upp eins og um skilaboð frá
vinum sé að ræða. Spurður hvernig
hægt sé að þekkja þessi fölsku skila-
boð segir Finnbogi að fyrsta ein-
kennið sé að skilaboðin eru á ensku
og innihaldi oftar en ekki orð eins og
„cool“ eða „lol“ og annað enskt net-
mál. Oft fylgi tengill sem leiði fólk út
af Facebook-síðunni eða MSN-spjall-
forritinu. „Ef tengillinn virðist vera
eitthvað bull er það góð vísbending
um eitthvað misjafnt. Það er alltaf
góð regla að spyrja þann sem sendi
hvort þetta sé eitthvað sniðugt. Ef
viðkomandi kannast ekki við að hafa
sent skilaboðin er líklega um smit
að ræða,“ segir Finnbogi og heldur
áfram: „Þá er um að gera að tilkynna
tengilinn á Facebook og láta vita af
því að hann sé varasamur. Facebook
er með leiðir til að taka við svoleið-
is tilkynningum og merkja þær sem
varasamar þannig að fólk fái viðvör-
un um að einhverjum Facebook-not-
endum þyki tengillinn hættulegur,“
útskýrir Finnbogi. Hann segir að-
spurður að það geti verið auðvelt
að falla fyrir svona skilaboðum, sér-
staklega þar sem þau komi frá fólki
sem maður treystir. „Þetta er að plata
reyndustu menn í tölvum. Ég veit um
mjög marga tölvuvísa menn sem láta
gabbast af svona skilaboðum,“ segir
hann.
Hvaða tölva sem er
Finnbogi bendir á að auðvelt sé að
smitast af vírusum þegar fólk skrá-
ir sig inn á Facebook í vélum sem
margir nota; eins og til dæmis í há-
skólum og á kaffihúsum. „Ef þú sest
við háskólatölvu þar sem tölvan er
smituð og skráir þig inn á Facebook
ert þú sjálfur farinn að senda skila-
boð með vírusum á aðra, án þess að
vita af því,“ segir Finnbogi.
Á Facebook er hægt að hlaða nið-
ur alls kyns viðbótum eða „applicat-
ions“. Það geta verið leikir eða annað
slíkt. Spurður hvort þar sé maðkur í
mysunni segist Finnbogi ekki hafa
rekist á það sjálfur. Hann segir þó að
lítið mál sé að búa til viðbætur með
falskan tilgang eða dreifi vírusum.
Hann segir þó að Facebook fylgist vel
með sínum vef og þeir væru fljótir að
loka á slíkar viðbætur.
Önnur leið sem óprúttnir aðilar
fara til að afla sér seljanlegra upplýs-
inga um fólk á Facebook sé að búa
til falskan notanda þar sem mynd-
ir af aðlaðandi einstaklingum eru
notaðar til að fólk samþykki frek-
ar vinabeiðnir. Með því að gerast
n Gættu þess að smella ekki á óvanalega langa tengla með óþekktum vefsíðum.
n Ekki setja á vegginn þinn viðvaranir um vírusa eða leiðbeiningar um hvernig
eyða skuli vírusi úr tölvunni.
n Varastu að nota Facebook í tölvum sem hver sem er getur notað.
n Tortryggðu vídeó sem krefjast uppfærslu á flashplayer eða einhverjum
forritum til að spila.
n Gerðu ráð fyrir því að allir geti séð það sem þú setur á Facebook.
Varaðu þig á þessu