Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 FRÉTTIR Betra loft betri líðan Airfree lofthreinsitækið • Eyðir frjókornum og svifryki • Vinnur gegn myglusveppi og ólykt • Eyðir bakteríum og gæludýraflösu • Er hljóðlaust og sjálfhreinsandi Hæð aðeins 27 cm Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is „Mér finnst svakalega leitt að hafa lent í þessu en aðstæður voru þannig að ég taldi mig ekki geta neitt annað. Það er búið að dæma mig réttilega fyrir að framvísa röngum pappírum og ég tek út mína refsingu fyrir það,“ segir Krist- inn Pétur Benediktsson skurðlæknir sem var ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hafa reynt að koma ungum filipps eyskum dreng til Íslands á föls- uðum pappírum. Málinu lauk nýverið með dómsátt þar sem Kristinn Pétur játaði brot sín greiðlega fyrir dómi og gekkst við sekt. Kristinn Pétur var dæmdur fyr- ir svokallað sifskaparbrot, að kenna barnið við ranga foreldra, fölsun skjala og brot gegn útlendingalög- um. Pappírunum framvísaði hann hjá Þjóðskrá í þeirri von að hann og kona hans yrðu skráð sem foreldrar drengsins og fyrir vikið fengist vega- bréfsáritun í kjölfarið. Grunsemd- ir vöknuðu um að ekki væri allt með felldu, málið var tilkynnt til lögreglu og síðan endaði það á borði ríkissak- sóknara sem gaf út ákæru. Auglýst í útvarpi Kristinn Pétur á filippseyska eiginkonu og drenginn unga fengu þau í hend- urnar eftir útvarpsauglýsingu á Fil- ippseyjum. Hann segir allt þetta hafa verið gert í góðri trú með hag barnsins að leiðarljósi en engu að síður finnst honum leiðinlegt að hafa endað fyr- ir dómstólum. „Við vorum í ættleið- ingarhugleiðingum þegar drengurinn beinlínis barst upp í hendurnar á okk- ur. Það var fyrir einskæra tilviljun að konan mín heyrði auglýst í útvarpinu að drengurinn fengist gefins ella yrði hann borinn út þar sem móðirin gat ekki séð honum farborða. Til að koma í veg fyrir það gaf hún sig fram og stóð allt í einu með 5 daga gamlan dreng í fanginu,“ segir Kristinn Pétur. „Þá sagði móðirin að annaðhvort tækjum við hann á staðnum eða drengurinn yrði skilinn eftir einhvers staðar. Við urðum að ákveða okkur á stundinni og vorum allt í einu með barn í höndunum. Það er víðtekin venja í svona málum á Filippseyjum að þá erum við bara skráð sem for- eldrar barnsins þó svo það sé ekki samkvæmt lögum.“ Björguðu barninu Aðspurður segir Kristinn Pétur strák- inn nú orðinn tveggja ára og þau hjónin í ættleiðingarferli sem vonast er til að ljúki í sumar. Hann bendir á að þótt pappírarnir hafi verið ólög- legir á Filippseyjum líti yfirvöld þar þannig á að barni hafi verið bjargað. „Okkur fór strax að þykja vænt um barnið og vildum fá fyrir drenginn vegabréfsáritun þannig að við gætum farið með hann heim. Við fundum hvergi móðurina og þetta voru einu pappírarnir sem við höfðum, því lét- um við á þetta reyna. Okkur var síð- an ráðlagt að sækja um í Þjóðskrá og gerðum við það,“ segir Kristinn Pétur. „Ég gerði náttúrlega rangt en gat ekkert annað. Það vill svo skemmti- lega til að við höfum fundið móður- ina og því erum við komin í löglegt ættleiðingarferli. Það tekur sinn tíma og allan tímann, hátt í tvö ár, höfum við verið aðskilin og það er erfitt. Það hefur verið erfiður tími en við von- umst til að þessu lykti farsællega og hann verði orðinn löglega ættleiddur í sumar. Það er góð tilhugsun.“ Eftir að hafa heyrt auglýsingu í útvarpinu stóð Kristinn Pétur Benediktsson skurð- læknir skyndilega með 5 daga gamalt filippseyskt barn í höndunum. Móðirin hugðist annars bera barnið út og sá hann lítið annað í stöðunni en að taka barnið að sér og skrá sig sem foreldri. Með þá pappíra var hann stöðvaður hjá Þjóðskrá og sóttur til saka. LÆKNIR FALSAÐI FAÐERNI BARNS TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Það var fyrir ein- skæra tilviljun að konan mín heyrði aug- lýst í útvarpinu að dreng- urinn fengist gefins ella yrði hann borinn út. Bíða eftir að geta ættleitt Kristinn og kona hans fengu skyndilega ungbarn í fangið og höfðu aðeins falsaða pappíra í höndunum. Tveggja ára Drengurinn er nú orðinn tveggja ára og vonast hjónin til að ættleiðingin gangi í gegn í sumar. Kjartan Broddi Bragason, eigandi eignarhaldsfélagsins Consensus, hefur ekki látið ná í sig síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaða- manns DV til að ná af honum tali. Consensus fjárfesti í framvirkum skuldabréfum FL Group í gegnum Glitni fyrir 8 milljarða króna á ár- inu 2008, samkvæmt skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis, og hefur nefndin bent ríkissaksóknara á að fjárfestingin geti flokkast sem refsi- verð háttsemi. Ríkissaksóknari mun skoða Consensus-málið. FL Group var, sem kunnugt er, stærsti hluthaf- inn í Glitni árið 2008. Kjartan Broddi hefur ekki tjáð sig um fjárfestingu Consensus í skuldabréfunum og því liggur ekki ljóst fyrir af hverju félagið fjárfesti í bréfunum. Rannsóknarnefnd Al- þingis lætur í það skína að Cons- ensus hafi fjárfest í skuldabréfun- um svo Glitnir gæti lánað FL Group meiri peninga. Í skýrslunni segir: „Með því að fá viðskiptavini sína til þess að gera framvirka kaupsamn- inga um skuldabréf Glitnis var hægt að lána FL Group þessa 12 millj- arða þar sem áhættan var formlega á félögunum sem gerðu framvirku samningana við bankann.“ Mágur Kjartans, Knútur G. Hauksson sem var varamað- ur í stjórn Consensus, sagði í DV á föstudaginn að hann vissi ekki af hverju félagið hefði fjárfest í skuldabréfunum. Hann sagði að Kjartan yrði að svara því. Fyrrver- andi kona Kjartans, Aðalheiður Björt Guðmundsdóttir sem jafn- framt átti félagið með honum þar til 2007, gat heldur ekki svarað fyrir fjárfestinguna. Hún sagðist ekkert vita um hana. Spjótin beinast því að Kjartani. ingi@dv.is Eigandi Consensus, Kjartan Broddi Bragason, lætur ekki ná í sig: Huldumaður FL í felum Lætur ekki ná í sig Kjartan Broddi Bragason hefur ekki látið ná í sig þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns DV til að ná í hann. Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson stýrðu FL Group. Ekki í eigu FL Group Morgunblaðið greindi frá því á þriðjudag að allt benti til að reikn- ingurinn hjá Kaupþingi í Lúxem- borg, sem 3 milljarðar fóru inn á af reikningi FL Group árið 2005, hefði ekki verið í eigu FL Group. Ragnhild- ur Geirsdóttir hætti sem forstjóri FL Group árið 2005 því að hún fékk ekki upplýsingar um millifærsluna. Í frétt Morgunblaðsins er bent á að reglur um bankaleynd séu svipað- ar í Lúxemborg og hér á landi. Ragn- hildur hefði því átt að geta fengið allar upplýsingar sem hún vildi um reikninga í eigu FL Group. Ragnhildur hefur sagt að hún telji að milljarðarnir hafi farið inn á reikning Fons og telur Morgunblaðið að frétt sín styrki mögulega þá túlkun. Krónan og Hagkaup sektuð Neytendastofa hefur sektað mat- vöruverslanirnar Hagkaup og Krón- una fyrir að fara ekki að tilmælum um að bæta verðmerkingar í versl- unum sínum. Starfsmenn Neytendastofu könnuðu hvernig verðmerkingum væri háttað í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í tveimur verslunum Hagkaupa og í einni verslun Krón- unnar. Neytendastofa beindi þeim tilmælum til verslananna að þær bættu úr þessu en það var ekki gert. Sekt Kaupáss hljóðar upp á 350 þúsund krónur og sekt Hagkaupa upp á 700 þúsund. Borgarsjóðurinn rekinn með hagnaði Borgarsjóður var rekinn með 3,2 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Hins vegar nam tap samstæðu- reiknings Reykjavíkurborgar 1.650 þúsundum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 sem lagður var fram á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Af þessu tilefni sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í tilkynningu sem send var á fjöl- miðla. „Þetta eru mikil og góð tíð- indi fyrir Reykvíkinga.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.