Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 9
Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á sérstaka fyrirgreiðslu Sparisjóðabankans:
Lánaði FL milljarða eftir hrun
Rannsóknarnefnd Alþingis bendir
á það í skýrslu sinni að af einhverj-
um ástæðum hafi Sparisjóðabanki
Íslands lánað eignarhaldsfélaginu
Stoðum, áður FL Group, rúmlega 3
milljarða króna eftir bankahrunið í
október 2008. Þegar þetta var stóð
félagið illa enda var það stærsti ein-
staki hluthafinn í Glitni. Sparisjóða-
bankinn virðist hafa lánað millj-
arðana til félags sem var tæknilega
gjaldþrota
Í skýrslunni segir, í 2. bindi:
„Aukning fyrirgreiðslu til Stoða í
Sparisjóðabankanum á sér öll stað
síðast á árinu 2008 eða í byrjun árs
2009. Vekur það nokkra athygli, sér
í lagi í ljósi erfiðrar stöðu félags-
ins á þeim tíma en Stoðir óska eftir
greiðslustöðvun í september 2008,
eftir að ríkið ákvað að taka yfir stóran
hluta af Glitni.“
Rannsóknarnefndin reynir ekki
að svara því af hverju Sparisjóða-
bankinn tók ákvörðun um að lána FL
Group svona mikla peninga þrátt fyr-
ir erfiða stöðu félagsins. Bent er á það
í skýrslunni að lánveitingin falli ekki
beinlínis undir verksvið nefndar-
innar þar sem lánveitingin hafi verið
veitt á mánuðunum eftir hrunið.
Þar kemur hins vegar fram að
veðið fyrir láni Sparisjóðabankans til
FL Group hafi verið hlutabréf í fast-
eignafélaginu Landic Property en FL
var stærsti hluthafi þess.
DV náði ekki í Agnar Hansson,
fyrrverandi bankastjóra Sparisjóða-
bankans, til að ræða við hann um
lánið. Engar skýringar hafa því enn
komið fram á lánveitingunni.
Sparisjóðabankinn var tekinn yfir
af Fjármálaeftirlitinu í mars í fyrra og
hefur bankanum verið stýrt af skila-
nefnd síðan.
ingi@dv.is
Fjórar tilraunir bæjarstjórnar Mosfells-
bæjar til að leggja leigulóðir Kaupfélags
Kjalarnesþings undir sig hafa runn-
ið út í sandinn. Í síðustu viku staðfesti
Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykja-
víkur sem hafnað hafði kröfu um að
kaupfélagið yrði borið út af lóðunum
við Háholt 16, 18 og 22.
Kaupfélag Kjalarnesþings hefur haft
lóðirnar á leigu frá árinu 1998. Reyndar
hafði kaupfélagið haft umræddar lóð-
ir á leigu fyrir þann tíma um áratuga-
skeið. Á tveimur lóðanna, við Háholt 18
og Háholt 22, eru byggingar.
Haldreipi bæjarstjórnarinnar er
ákvæði í leigusamningnum en þar seg-
ir að hvenær sem bæjarstjórn telji þörf
á að taka lóðina í sínar hendur sé leigu-
taka skylt að láta leigurétt sinn og lóð-
ina af hendi. Fyrir byggingar og önnur
mannvirki á lóðinni skal bæjarsjóður
greiða leigutaka eftir mati, nema öðru-
vísi semjist.
Bæjaryfirvöld höfðu boðið Kaupfé-
lagi Kjalarnesþings tæpar 50 milljónir
króna fyrir byggingarnar á umræddum
lóðum.
Stjórnarskrárbrot?
Ástæða þess að Mosfellsbær vill nú fá
lóðirnar til ráðstöfunar er að þær eru
á miðbæjarsvæði Mosfellsbæjar. Sam-
kvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að
á svæðinu rísi meðal annars menn-
ingarhús og framhaldsskóli auk nýrra
íbúðarhúsa og verslunar- og þjónustu-
bygginga, en eldri byggingar víki. Bæj-
aryfirvöld hafa gengist fyrir samkeppni
um skipulag á hinu umdeilda landi og
þegar greitt 8 milljónir króna fyrir verð-
launatillögur.
Bæjaryfirvöld hafa sakað forsvars-
menn kaupfélagsins um ósveigjanleika
og að kröfur þeirra séu óraunhæfar.
Kaupfélagsmenn segja á móti að þeir
hafi einungis krafist þess að kaupfé-
lagið verði ekki svipt réttindum sínum
bótalaust og krafist viðræðna um sann-
gjarnt endurgjald fyrir lóðirnar í heild
sinni. Því hafi bæjaryfirvöld hafnað.
Í gögnum málsins er vísað til þess
að kaupfélagið sé þinglýstur rétthafi að
umræddum lóðum og sé réttur hans
verndaður af stjórnarskrá. Þannig væri
einhliða ákvörðun bæjaryfirvalda um
að bera kaupfélagið út ekki aðeins brot
á ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi
eignarréttar heldur einnig brot gegn
ákvæðum lóðaleigusamninga, með-
alhófsreglu stjórnsýslulaga og ákvæða
skipulags- og byggingarlaga. Þannig
geti ofangreint ákvæði í leigusamn-
ingnum ekki gengið framar lögum og
reglum.
Ágreiningur í bæjarstjórn
Ágreiningur kom upp í bæjarstjórn
Mosfellsbæjar um áfrýjun málsins til
Hæstaréttar í síðastliðnum mánuði.
Marteinn Magnússon, Framsóknar-
flokki, lagði til að áfrýjun málsins til
Hæstaréttar yrði dregin til baka. Til-
laga Marteins var felld. Hann lét þá
færa til bókar að bæjaryfirvöld yrðu að
gæta meðalhófs og jafnræðis og heppi-
legra væri að leita samninga. Í bókun
Marteins er einnig minnt á að lóða-
leiguréttur í landi Hulduhóla hafi ver-
ið seldur fyrir 148 milljónir króna. Þar
sé um að ræða skyld lóðaviðskipti og
það sama eigi við um kaupfélsgslóð-
irnar sem bærinn hyggist nú taka með
útburði.
Meirihluti sjálfstæðismanna og
VG gagnbókaði. Áður en til þess kom
vék Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
af fundi því áðurgreind lóðasala úr
Hulduhólalandi tengist fjölskyldu
hans.
Enginn ávinningur – ekkert tjón
Þann 19. nóvember á síðasta ári bókaði
bæjarráð Mosfellsbæjar um sama mál
eftir opinbera umfjöllun fyrr á árinu
um meint brask með Hulduhólalandið
í krafti aðstöðu.
Í bókuninni segir að bæjarráð hafi
skoðað gögn um deiliskipulag sem
náði meðal annars til Hulduhólalands-
ins. „Þessi skoðun bæjarráðs hefur leitt
í ljós að ekki var rétt staðið að málum
við uppskiptingu lands samkvæmt
deiliskipulagi á þessu svæði. Sam-
kvæmt fyrirliggjandi gögnum er ekki að
sjá að málsaðilar hafi haft af því ávinn-
ing né Mosfellsbær orðið fyrir tjóni
vegna þessa.“
Bæjarráðið taldi að ekki væri
ástæða til að aðhafast frekar í málinu.
Marteinn fjallaði um málið á bloggi
sínu. „Það er ekki langt um liðið síðan
seldur var hluti úr leigulandi bæjar-
ins að Hulduhólum fyrir 148 milljónir
króna og það meira að segja um það bil
ári áður en bæjarstjórn hafði heimilað
uppskipti landsins.“
FRÉTTIR 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 9
Tilraunir bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ til að bera út Kaupfélag Kjalarnesþings í
hjarta bæjarins hafa allar farið út um þúfur. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins
telur að menn njóti ekki jafnræðis.
Á besta stað Bæjaryfirvöld í
Mosfellsbæ vilja bera út Kaupfélag
Kjalarnesþings af þremur lóðum við
Háholt og greiða 50 milljónir í bætur.
Staðurinn fellur nú undir miðbæinn.
VILJA BERA ÚT
KAUPFÉLAGIÐ
Árangurslausar tilraunir Bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins telur að Haraldur
Sverrisson verði að sýna jafnræði.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Bæjaryfirvöld hafa gengist fyr-
ir samkeppni um skipu-
lag á hinu umdeilda
landi og þegar greitt
8 milljónir króna fyrir
verðlaunatillögur.
Milljarðar eftir hrun Sparisjóðabankinn lánaði FL Group rúma 3 milljarða eftir
hrunið um haustið 2008. Agnar Hansson var bankastjóri Sparisjóðabankans.
Eiður Smári
hneykslar
Breska götublaðið Daily Star birti á
þriðjudaginn mynd sem náðist af
Eiði Smára úti á lífinu í Bretlandi um
helgina. Á myndinni virðist Eiður
vera að heilsa að nasistasið. Þetta er
ekki talið til heilla fyrir Eið, meðal
annars vegna þess að stjórnarfor-
maður Tottenham, Daniel Levy, er
gyðingur. Þá segir í grein Daily Star
að stór hópur stuðningsmanna Tot-
tenham-liðsins sé af gyðingaættum.
Vinur Eiðs, sem var með honum
umrætt kvöld, segir hins vegar að
Eiður hafi verið að segja sóðalegan
brandara um Mexíkóa sem endar
á að hann þefar af puttunum á sér.
Þess vegna sé af og frá að Eiður hafi
verið að heilsa að nasistasið.
Jón Gnarr gleyminn
Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins,
kannast ekki við að vera stuðnings-
maður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
alþingismanns. Þó er mynd af Jóni
inni á síðu Guðlaugs þar sem hann
er titlaður stuðningsmaður hans.
Jón telur það þó ekkert ólíklegt að
hann hafi stutt hann þó hann muni
ekki eftir því. Hann segist hafa stutt
einhvern úr öllum flokkum nema
Framsóknarflokknum. Hann hafi oft
kosið fólk sem hann þekki í greiða-
skyni.
Höfuðstóll
lána lækki
Samkvæmt frumvarpi Árna Páls
Árnasonar, félags- og trygginga-
málaráðherra, munu þeim sem eru
með bílalán bundin í erlendu gengi,
bjóðast að skilmálabreyta lánunum.
Þá mun höfuðstóllinn verða reikn-
aður líkt og um verðtryggt lán hefði
verið að ræða.
Nái frumvarpið fram að ganga
má telja líklegt að höfuðstóll flestra
lánanna lækki um 20 til 35 prósent.
Hera Björk
í neðsta sæti
Samkvæmt vefsíðunni wiwibloggs.
com mun Ísland lenda í neðsta sæti
í Eurovison-keppninni þetta árið.
Tæplega 17 þúsund manns tóku þátt
í kosningunni sem vefsíðan stóð
fyrir. Spánn hlaut flest atkvæði, eða
um 43 prósent, en Ísland og Slóvakía
fæst atkvæði, um 0,04 prósent.
Undanúrslitin eru þann 25. og 27.
maí næstkomandi og úrslitakeppnin
fer fram 29. maí.