Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 15
NEYTENDUR 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 15 ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ Nú er tími vorverkanna. Blómaval býður áhugasömum upp á ókeypis námskeið um allt það sem þarf að gera í garðinum. Næsta námskeið verður á morgun, 6. maí. Umfjöllunarefnið að þessu sinni er fjölbreyttur gróður, tré runnar og fjölæringar. Hægt er að skrá sig á blomaval.is. Fjallað verður um sígrænar og lauffallandi tegundir trjáa, runna og fjölæringa. Sagt verður frá hversu harðgerð þau eru og sérkennum þeirra með mismunandi notkun í huga, að því er segir á heimasíðunni. Auður Jónsdóttir leiðbeinir. ÓDÝRT Í DRESSMANN Dressmann auglýsir mikla útsölu þessa dagana. Í auglýsingunum segir að verið sé að rýma til áður en nýjar vörur komi, stefnt sé að því að tæma allar búðirnar, eða því sem næst. Því ætti að vera hægt að gera góð kaup fyrir sumarið í Dressmann, sem býður vörur fyrir karlmenn jafnan á góðu verði. Á tímum verðbólgu og óhagstæðs gengis ætti útsalan að koma sér vel. HÆTTURNAR Á FACEBOOK vinur óþekktra einstaklinga kom- ast þeir yfir upplýsingar sem þeir geta selt fyrirtækjum sem nýta sér þær í markaðslegum tilgangi. „Um leið og þú samþykkir einhvern sem vin fær hann allar upplýsingar um þig,“ segir Finnbogi en aðgangar að tölvum er oft á tíðum seldur aðilum sem geta jafnvel stýrt tölvunum utan frá. „Smituð tölva verður svokölluð „zombie“ og verður hluti af fyrirbæri sem er kallað „botnet“. Það er síðan selt á milli fyrirtækja sem geta gert það sem þau vilja við upplýsingarnar sem þau komast yfir,“ úskýrir hann. Falskar vírusvarnir Finnbogi segir nokkuð algengt að þegar óprúttnir aðilar hafa náð yfir- ráðum yfir tölvum búi þeir til lítil for- rit sem séu falskar vírusvarnir. Þá er látið líta svo út að forritið finni fullt af vírusum sem einungis sé hægt að laga ef forritið er keypt. „Þá byrjar tölvan að kvarta yfir því að þú sért smitaður af hinu og þessu. Til að hreinsa þetta út þurfir þú að kaupa vöruna þeirra. Þetta er ekkert ann- að ein stórt peningasvindl sem get- ur verið gríðarlega umsvifamikið. Svona starfsemi veltir jafnvel tug- milljörðum dala,“ segir Finnbogi. Hann segir aðspurður að uppfærð- ar og traustar vírusvarnir séu besta vörnin gagnvart smitun. Frí víru- svarnarforrit geti verið ágæt en þá sé þjónustunni yfirleitt ábótavant auk þess sem bolmagn þeirra til rann- sókna sé lítið. „Flest fyrirtæki sem framleiða vírusvarnir eru farin að þróa fram- virkar greiningar en í þeim felst að forritið þekkir veirurnar áður en þær verða til. Við þekkjum margar veir- urnar án þess að hafa fengið þær í hendurnar,“ segir hann. Finnbogi ráðleggur fólki að sækja einnig Anti-Spyware-forrit sem finni og eyði trójuhestum. Spurður um muninn á vírusvörnum og Anti- Spyware-forritum segir Finnbogi að vírusvarnirnar leiti eftir ítarlegum gagnagrunni að sýkingum í öllum skrám vélarinnarar en Anti-Spyware- forrit athugi einungis hvort ákveðnar skrár (af listum sem þau hafi í gagna- grunni) sé að finna í vélinni. Á því sé grundvallamunur. Selja aðgang að tölvum Nokkuð algengt er, að sögn Finn- boga, að notendur á Facebook hjálpi óprúttnum aðilum að dreifa varasömum skilaboðum með bein- um hætti. „Stundum er fólk að setja á vegginn sinn fjöldapósta og við- varanir um hættulegan vírus. Þá er fólki sagt að finna einhverja skrá og henda út úr tölvunni. Í þeim tilvik- um eru skilaboðin sjálf vírusinn. Ef þú fylgir leiðbeiningunum getur það skemmt tölvuna,“ útskýrir Finn- bogi og bætir við að þeir sem fylgi þessum leiðbeiningum geti skemmt stýrikerfin sín. Hann segir hins veg- ar aðspurður að vírusar, sem gangi út á það að skemma hluti, séu á undanhaldi. Það hafi fæstir hag af því að skemma skjöl. „Það sem er verðmætt er upplýsingar um fólk. Það geta auðvitað verið kreditkorta- númer en algengast er að upplýs- ingar um hegðun fólks séu það sem sóst er eftir. Þetta er fyrst og fremst gróðabrask,“ segir hann. Fleiri geta séð upplýsingarnar Hann ráðleggur fólki að gera ráð fyr- ir því að allt sem það setur inn á net- ið sé aðgengilegt öllum. „Ég myndi ganga út frá þeirri grunnreglu að allt sem þú setur á netið verður þar og ratar til miklu fleiri en þú ætlar þér í upphafi. Þú nærð kannski, með tak- mörkunum á „prófíl“, að loka fyr- ir einhverja hópa en uppsetningin á Facebook-síðunni er flókin þannig að erfitt getur verið að loka á alla,“ útskýrir hann og bætir við að auðvelt sé að ruglast þannig að fleiri hafi að- gang að upplýsingunum. „Maður á að haga sér eins og um opin prófíl sé að ræða,“ segir hann. Með því að gerast vinur óþekktra einstaklinga komast þeir yfir upplýs- ingar sem þeir geta selt fyrirtækjum sem nýta sér þær í markaðslegum tilgangi. Láttu ekki blekkjast Blekkingarstarfsemi á borð við falskar vírusvarnir og vafasama tengla veltir tugmilljörðum dala, að sögn Finnboga. Samkvæmt Facebook n Ríflega 400 milljónir virkra notenda. n Helmingur þeirra notar Facebook á hverjum degi. n Meðalnotandi á 130 vini. n Notendur verja samtals 500 milljörðum mínútna á mánuði á Facebook. n Meira en 25 milljarðar mynda og tengla eru settir inn á vefinn á hverjum mánuði. n Meðalnotandi setur inn 70 linka og myndir á mánuði. n Facebook er til á 70 tungumálum. Sjö af hverjum tíu notendum búa ekki í Bandaríkjunum. n 300.000 manns hafa hjálpað við þýðingar á vefnum. n 100 milljónir manna eru virkir notendur á Facebook í gegnum síma. Þrír af hverjum fjórum á Facebook Capacent spurði íslenska netnotend- ur undir lok ársins 2009 hversu oft þeir heimsækja Facebook. Þess má geta að 94 prósent Íslendinga eru netnotendur. Af þeim sögðust rúm 44 prósent nota Facebook daglega og tveir þriðju nota vefinn í hverri viku. 77 prósent íslenskra netnot- enda nota Facebook í einhverjum mæli. Þess má geta að árið 2008 notuðu 54 prósent aldrei Facebook, svo aukningin er gríðarleg. n 23,0% Oft á dag n 21,3% Daglega n 11,8% 4 til 6 í viku n 10,1% 1 til 3 í viku n 6,0% 1-3 í mánuði n 4,6% Sjaldan n 22,8% Aldrei Tölfræðin Hætturnar eru margar Uppfærðar vírusvarnir, Anti-Spyware-hugbúnaður og tortryggni eru gott veganesti ef maður vill forðast vírusa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.