Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 FRÉTTIR
„Skrokkurinn er ekki alveg tilbúinn
fyrir átök. Ása þarf að jafna sig bet-
ur en þetta kemur allt saman. Ég hef
enga trú á öðru,“ segir Þorsteinn Ás-
mundur Waltersson, faðir Ásu Sig-
urjónu sem liggur í öndunarvél á
Landspítalanum eftir alvarlegt um-
ferðarslys á Suðurnesjum fyrir tæp-
um tveimur vikum.
Ásu Sigurjónu er enn haldið
sofandi eftir bílslysið sem varð við
Mánagranda á Suðurnesjum laugar-
daginn 24. apríl síðastliðinn. Fjögur
ungmenni voru í bílnum þegar hann
hafnaði á ljósastaur og valt í kjölfar-
ið. Tvær vinkonur létu lífið í slysinu,
Unnur Lilja og Lena Margrét. Báð-
ar voru þær átján ára en þeim hafði
verið haldið í öndunarvél eftir slysið
og létust þær daginn eftir slysið. Ása
Sigurjóna liggur enn þungt haldin á
Landspítalanum en ökumaðurinn
slapp ómeiddur en hann var sá eini
sem var í bílbelti.
Vakin tvívegis
Ásu Sigurjónu hefur fram til þessa
verið haldið sofandi í öndunarvél
en fyrsta tilraun til að vekja hana
var gerð um miðja síðustu viku. Það
gekk vel og vöktu viðbrögð hennar
með sér von í huga foreldra henn-
ar. „Hún Ása er svo yndisleg stelpa,
bæði lífsglöð og skemmtileg. Ég
skynja það á læknunum að það sé
von og við foreldrar hennar lifum í
voninni að hitta aftur frábæru stelp-
una okkar,“ sagði Þorsteinn þá í
samtali við DV.
Á föstudag var svo gerð önnur til-
raun og Ása vakin í smá tíma. Sam-
kvæmt upplýsingum frá foreldrum
hennar greina læknar batamerki á
henni í bæði skiptin sem hún hefur
verið vakin en þar sem líkami henn-
ar sé laskaður eftir slysið er ekki talið
ráðlegt að vekja hana til lengri tíma
alveg strax.
Vonin til staðar
Þorsteinn segir það í senn hafa ver-
ið ákaflega erfiða stund þegar lækn-
arnir vöktu dóttur hans í síðustu
viku, því bæði hafi það verið erfitt
og á sama tíma gleðilegt að upplifa
þá von sem kviknaði. Hann vonast
til að hitta stelpuna sína aftur sem
fyrst. „Vonin er til staðar og það er
léttir fyrir okkur foreldrana. Þetta
gengur hægt og sígandi. Það gekk
ágætlega að vekja hana, hún hreyfði
hendur, fætur og höfuð og reyndi að
tjá sig. Henni er enn haldið sofandi
í öndunarvél og ekki er búið að taka
ákvörðun um hvenær hún verður
vakin aftur,“ segir Þorsteinn.
„Ég skynja það að það sé von. Þá
von berum við foreldrarnir í brjósti,
eftir að hafa séð hana vakna, og lif-
um í voninni um að sjá stelpuna
okkar aftur. Hún er sofandi ennþá,
og mun sennilega verða það eitt-
hvað áfram. Allt sem við erum að
sjá er af hinu góða, tíminn vinnur
með henni.“
Ása Sigurjóna Þorsteinsdóttir berst áfram fyrir lífi sínu í öndunarvél eftir sviplegt um-
ferðarslys á Suðurnesjum fyrir tæpum tveimur vikum. Tvær vinkonur hennar létu lífið í
slysinu en foreldrar hennar eygja von á að sjá yndislega dóttur sína aftur. Ásu er enn hald-
ið sofandi á Landspítalanum þar sem líkami hennar er ekki talinn reiðubúinn undir átök.
„TÍMINN VINNUR
MEÐ HENNI“ Ása þarf að jafna sig betur en þetta kemur allt saman. Ég hef enga trú á öðru.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Enn haldið sofandi Læknar hafa
tvívegis vakið Ásu Sigurjónu og hefur
það gefið vísbendingar um að von sé
til þess að hún nái sér eftir slysið.
Gísli Marteinn Baldursson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er
einn þeirra stjórnmálamanna sem
þáðu hvað mest í styrki frá stórfyr-
irtækjunum á árunum fyrir banka-
hrunið. Undanfarna daga hefur
blaðamaður DV reynt að fá við-
brögð frá honum við styrkjamál-
unum, en hávær krafa hefur verið
uppi um að stjórnmálamenn geri
grein fyrir því hverjir styrktu þá í
framboðsbaráttu sinni. Gísli Mart-
einn hefur hins vegar hvorki svar-
að símtölum né skilaboðum. Gísli
Marteinn fékk um 10,5 milljónir
króna í styrki árið 2006, þar af lið-
lega 8 milljónir króna frá fyrirtækj-
um sem ekki eru nefnd í gögnum
Ríkisendurskoðunar.
Mikillar óánægju hefur gætt á
meðal almennings með stjórn-
málamenn sem þáðu háar fjár-
upphæðir frá einkafyrirtækjum
árin fyrir hrunið. Undanfarnar vik-
ur hefur fólk meðal annars mót-
mælt fyrir utan heimili stjórnmála-
manna og krafist afsagnar þeirra.
Gísli Marteinn hefur verið gagn-
rýndur fyrir að hafa sumarið 2007
þegið boðsferð á vegum Glitnis í
Ponoi-laxveiðiána á Kólaskaga í
Rússlandi. Borgarfulltrúinn var
í hópi 60 til 80 góðra viðskipta-
vina og starfsmanna Glitnis sem
var boðið í hollum í nokkrar veiði-
ferðir til Rússlands þetta sum-
ar. Samkvæmt heimildum DV
var Gísla Marteini boðið í ferðina
vegna vinatengsla hans við fram-
kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs
Glitnis, Einars Arnar Ólafssonar,
sem einnig var í ferðinni meðal
annarra.
jonbjarki@dv.is
Gísli Marteinn Baldursson lætur fjölmiðla ekki ná í sig vegna styrkjamálsins:
Gísli Marteinn svarar ekki
Enginn heima Gísli Marteinn
lætur ekki ná í sig til þess að
ræða um styrki sem hann þáði
til að fjármagna framboð sitt.
Safna fé
Rúmlega sextíu fyrirtæki innan Sam-
taka ferðaþjónustunnar hafa tek-
ið höndum saman og safnað 43
milljónum króna í markaðsátaki á
tveimur dögum í kjölfar eldgossins í
Eyjafjallajökli. Fram kemur í tilkynn-
ingu að Icelandair hafi lagt fram 125
milljónir króna og Iceland Express
50 milljónir króna til átaksins. „Um
er að ræða einstakt átak innan raða
samtakanna þar sem litlir sem stórir
aðilar hafa lagst á eitt um þátttöku í
markaðsátakinu, enda brýnt að snúa
vörn í sókn í kjölfar þess mikla tjóns
sem orðið hefur.“
Umferðarbrot í
Vestmannaeyjum
Lögreglan í Vestmannaeyjum kærði
alls sjö ökuþóra fyrir brot á umferð-
arlögum í síðustu viku. Samkvæmt
frétt af vef lögreglunnar í Vestmanna-
eyjum er um að ræða hraðaksturs-
brot, stöðubrot, vanrækslu á að nota
öryggisbelti og akstur þar sem talað
var í farsíma. Þá voru tvö umferðar-
óhöpp tilkynnt til lögreglu í vikunni.
Hvorugt var þó alvarlegt og engin slys
urðu á fólki, en í öðru tilfellinu var
bíllinn óökufær.
Aðgerðarleysi
meirihlutans
Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam-
fylkingarinnar í borgarstjórn, segir
að slæm staða Orkuveitunnar og
aðgerðaleysi í fjármálum fyrirtækis-
ins varpi skugga á viðunandi stöðu
borgarsjóðs. Hann bendir á að fjár-
málaskrifstofa borgarinnar birti
skýrslu með þungvægum ábending-
um sem hægt sé að skilja sem harða
gagnrýni á afneitun og aðgerðaleysi
núverandi meirihluta í málefnum
Orkuveitunnar.
Askan hefur áhrif á
Indlandi
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur haft
neikvæð áhrif á hagkerfi Indlands.
Nokkrum dögum áður en Eyjafjalla-
jökull tók upp á því að spúa ösku
út í loftið, höfðu forsvarsmenn ind-
verska flugfélagsins Air India lýst því
yfir að tekist hefði að bjarga rekstri
félagsins. Eldgosið hafði hins vegar
í för með sér mikið tekjutap fyrir
flugfélagið. Þá telja indversk yfirvöld
að útflutningsiðnaðurinn í Indlandi
hafi tapað um 28 milljörðum króna
vegna flugbannsins.