Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Qupperneq 6
6 föstudagur 28. maí 2010 fréttir
gísli hræddur við
Besta flokkinn
n Gísli Marteinn Baldursson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skelfur
á beinunum þessa dagana af ótta við
að hann muni
missa starf sitt í
sveitarstjórna-
kosningunum
um helgina. Ótti
borgarfulltrúans
við atvinnuleysi
mun meðal
annars beinast að
Besta flokknum
en sá flokkur hefur mælst stærstur
í síðustu skoðanakönnunum. Gísli
Marteinn er í fimmta sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í borginni og
er tæpur að ná inn í borgarstjórn út
af uppgangi Besta flokksins. Gísli
mun meðal annars hafa látið þessa
óánægju sína í ljós við einhverja í
Besta flokknum og barmað sér sáran
yfir framboði þeirra.
dýrasta ráðning
íslandssögunnar?
n Talan 11.000 drynur nú hátt ofan úr
Hádegismóum en traustar heimildir
herma að svo margir áskrifendur hafi
sagt upp blaðinu
í kjölfar ritstjóra-
skiptanna í fyrra
þegar Davíð
Oddsson tók við
starfinu af Ólafi
Stephensen.
Mikið hefur verið
skrafað upp um
hversu margir
hafi hætt að kaupa Morgunblaðið í
áskrift eftir ritstjóraskiptin en þessi
tala mun vera sú rétta. Reiknast
mönnum svo til að áskrifendafækk-
unin þýði tekjumissi hjá útgáfufélagi
Morgunblaðsins upp á um 600
milljónir króna á ári. Ef Davíð
Oddsson verður ritstjóri í þrjú ár þýðir
það að ráðning hans mun hafa kostað
útgáfufélagið um 1.800 milljónir
króna. Segja sumir að ráðning Davíðs
kunni því að vera ein sú dýrasta í
Íslandssögunni.
deilur Mogga-
ritstjóra
n Ólafur Stephensen fékk reyndar
ekki aðeins að finna til tevatnsins
eftir að Morgunblaðið komst í hendur
nýrra eigenda
og honum var
sparkað út úr
Hádegismóum
fyrir að vera ekki
með réttar skoð-
anir á Evrópu-
málum. Sagan
segir nefnilega
að skömmu eftir
að Ólafur tók við ritstjórastarfinu af
Styrmi Gunnarssyni árið 2008 hafi
fyrirrennari hans sent honum pillu
sem varla er hægt að skilja nema sem
hótun. Þá sagði Styrmir við Ólaf, eftir
að sá síðarnefndi hafði látið hann vita
að blaðið hefði ekki efni á að kaupa af
honum vikulega pistla fyrir morð fjár,
að hann yrði þá ekki lengi ritstjóri
Morgunblaðsins fyrst hann neitaði
honum um greinarnar og aurinn fyrir
þær. Styrmir mun svo hafa unnið
gegn Ólafi á laun vegna þessa.
Björgólfur
góður við styrMi
n Ástæðan fyrir því að Styrmir mun
hafa sótt það hart að skrifa pistlana
dýru í Moggann er sú að hann var
fjárþurfi en al-
kunna er hversu
bág fjárhagsstaða
hans hefur verið
síðustu ár þrátt
fyrir rífandi
tekjur um langt
skeið. Þannig
segir sagan að á
meðan Styrmir
stýrði Mogganum hafi hann fengið
lífeyrinn sinn greiddan út tvisvar. Í
seinna skiptið mun eigandi Morgun-
blaðsins, Björgólfur Guðmundsson,
hafa séð aumur á honum og borgað
honum út lífeyri jafnvel þótt hann
hafi ekki þurft þess, enda er gjafmildi
Björgólfs alkunn þótt hann megi
gagnrýna fyrir ýmislegt annað.
sandkorn
Hallgrímur Kjartansson, heimilis-
læknir á Þingeyri og einn eigenda
fyrirtækisins Álfsfells, segir ástæð-
una fyrir mikilli skuldsetningu fyr-
irtækisins vera vegna kaupa á afla-
heimildum. „Við erum búin að
kaupa mikinn kvóta og allan kvóta
sem við eigum höfum við keypt,“
segir Hallgrímur en hann kom inn
í fyrirtækið árið 2002. „Til þess að
geta rekið útgerðina allt árið var
annaðhvort að kaupa kvóta eða
gera ekkert. Við völdum að veðja á
það að reyna að byggja það upp og
kaupa veiðiheimildir fyrir lánsfé.
Það var engin leið önnur en að taka
erlend lán fyrir þessum kaupum,“
segir Hallgrímur, en tólf til fimmtán
manns vinna hjá Álfsfelli og fyrir-
tækið á um 540 tonna kvóta í þorsk-
ígildum talið. Það gerir út bátinn
Lúkas og rekur einnig þorskeldi.
Fyrningarleið myndi skaða
Hallgrímur er sambýlismaður
Birnu Lárusdóttur, forseta bæjar-
stjórnar Ísafjarðarbæjar og ann-
ars varaþingmanns Sjálfstæðis-
flokksins, fyrir Norðurland vestra.
Hann segir sambýliskonu sína ekk-
ert koma nálægt rekstri fyrirtækis-
ins. „Hún á ekki neitt í þessu fyrir-
tæki.“ Spurður hvort hann telji það
skarast að sambýliskona hans sé í
pólitík og dyggur stuðningsmaður
kvótakerfisins, en Birna hefur talað
mjög gegn fyrningarleið aflaheim-
ilda. „Nei, ég sé það nú ekki,“ seg-
ir Hallgrímur og bætir við. „Það er
alveg ljóst að fyrningarleið myndi
grafa undan mínu fyrirtæki og öll-
um fyrirtækjum reyndar. Þessi um-
ræða hefur staðið nokkuð lengi
og við höfum reynt að sýna fram á
það að hagsmunirnir til dæmis hjá
þessu fyrirtæki eru víðar en bara
hjá eigendum þess.“
Talað opinberlega
„Það er engin pólitísk hlið eða teng-
ing í þessu við sambýliskonu mína.
Við höfum talað opinberlega fyr-
ir hagsmunum þessa fyrirtækis og
mjög sterkt gegn breytingum á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu sem nú hafa
verið ræddar. Þær munu allar grafa
undan rekstri fyrirtækisins og þeirri
uppbyggingu sem hefur átt sér stað
í því. Allt sem við höfum gert frá
byrjun höfum við gert á löglegan og
heiðarlegan hátt,“ segir Hallgrímur.
Leigir mun meira frá sér
Þegar tölur frá Fiskistofu eru skoð-
aðar varðandi Álfsfell kemur í ljós
að fyrirtækið hefur leigt frá sér tæp-
lega eitt þúsund tonn af þorski frá
fiskveiðiárinu 2007 til 2008. Tölurn-
ar sýna að fyrirtækið er að leigja
meiri afla frá sér en til sín. Hall-
grímur segir ástæðuna vera þá að
útgerðinni hafi vantað aðrar teg-
undir og þá sérstaklega steinbít.
„Við höfum hins vegar alltaf leigt
frá okkur þorsk en til okkar steinbít,
ýsu og aðrar tegundir eftir því sem
báturinn þarfnast. Þannig að mest
af þessu eru skipti á tegundum,“
segir Hallgrímur.
Í tölunum frá Fiskistofu kem-
ur fram að fyrirtækið leigir á þess-
um árum frá sér tæplega 60 tonn af
ýsu en til sín leigir fyrirtækið tæp-
lega 490 tonn af ufsa og tæplega
280 tonn af steinbít. Spurður hvort
Hallgrímur hafni því að þarna sé
um kvótabrask að ræða svarar
hann: „Já, algjörlega. Þetta sveifl-
ast til og frá. Eitt árið erum við að
láta meira frá okkur. Þetta ár mun-
um við taka meira til okkar. Ef mað-
ur reynir ekki að nota það rými sem
fiskveiðikerfið bíður upp á, þá nátt-
úrlega gengur þetta ekki. Maður
verður að reyna að hámarka þetta
eins og mögulegt er.“
Mikill ávinningur
Að sögn Hallgríms lét fyrirtæk-
ið smíða bát sem tók lengri tíma
en áætlað var. Af þeim sökum hafi
fyrirtækið leigt meira frá sér en til
sín. Spurður hvort ekki sé einfald-
lega verið að leigja frá sér dýra fisk-
inn og leigja til sín þann ódýra seg-
ir Hallgrímur það ekki vera. „Þegar
þú ert að veiða kemur alls konar
fiskur í land og þú þarft þá að miðla
tegundum þarna á milli. Af því allur
okkar kvóti er í þorski þá verðurðu
að leigja hann frá þér til þess að
borga innkaupin á hinum tegund-
unum og til að borga af hlutfalls-
lega hærra láni en annars hefði ver-
ið,“ segir Hallgrímur og vísar til þess
að það hafi bitnað illa á fyrirtækinu
þegar kvótinn var skertur um nærri
þriðjung. „Þú notar ekki þessa pen-
inga sem fást fyrir útleigu til að
borga arð út úr fyrirtækinu. Þess-
ir peningar fara beint í bankann,“
segir Hallgrímur en samkvæmt töl-
um Fiskistofu um útgerð Álfsfells
sést að ávinningur fyrirtækisins af
útleigu á þorski getur verið á bilinu
150 til 175 milljónir króna frá fisk-
veiðiárinu 2007 til 2008. Peningar
sem að sögn Hallgríms hafa runn-
ið til bankans. Sem dæmi leigir fyr-
irtækið frá sér kvóta árið 2007 fyrir
tæpar 60 milljónir samkvæmt árs-
reikningi, en til sín fyrir rúmar sex
milljónir. Ávinningurinn á árinu
2007 var því um 54 milljónir króna.
Miklar skuldir
Heildarskuldir Álfsfells eru um tveir
milljarðar króna og segist Hall-
grímur vera í viðræðum við Kaup-
þing sem er stærsti lánardrottinn
fyrirtækisins. Spurður hvort hann
sé bjartsýnn á að það takist að
semja um skuldir fyrirtækisins seg-
ist hann vera það. „En ég veit ekkert
hvort það tekst. Hins vegar er fyrir-
tækið vel rekið og á eins hagkvæm-
an hátt og hugsast getur. Við bræð-
urnir sem rekum fyrirtækið höfum
sáralítinn arð tekið út úr fyrirtæk-
inu og engan eftir hrun bankakerf-
isins.“
Sem dæmi leigir fyrirtækið frá
sér kvóta árið 2007 fyrir
tæpar 60 milljónir sam-
kvæmt ársreikningi, en
til sín fyrir rúmar sex
milljónir.
jÓhanneS Kr. KriSTjánSSOn
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is er eðlilegt að þú sért í pólitík með þessa hagsmuni?
„Ég er náttúrlega ekki eigandi að þessu fyrirtæki, ég sit ekki
í stjórn og kem ekki að daglegum rekstri fyrirtækisins.“
en hagsmunirnir eru klárir? „Klárlega eru hagsmunir
í húfi - ég er alveg sammála þér í því. Það er hægt að telja
upp ýmis dæmi þess að stjórnmálamenn séu hagsmuna-
tengdir og svo fremi sem það er öllum ljóst sé ég ekkert því
til fyrirstöðu, á meðan að maður er ekki að gera einhverjar
tilraunir til að hylma yfir þau hagsmunatengsl. Það hefur
alltaf legið fyrir, fyrir hvað ég stend í pólitík og það er öllum
ljóst hvernig ég tengist inn í sjávarútveginn.“
Þannig að þér finnst það ekkert skaða trúverðugleika þinn að þetta sé
svona? „Mér finnst það ekki en aðrir verða bara að eiga það við sig ef þeim finnst
það. Ég hef eins og ég segi alltaf gert grein fyrir þessum hagsmunatengslum.
Hafi einhver mál til dæmis komið inn á borð bæjarstjórnar þar sem sérstaklega
þarf að taka afstöðu til mála, en fyrir það fyrsta eru þessi mál ekki inni, formlega
á borðum sveitarstjórna en þetta er auðvitað til umræðu, og sé eitthvað til
ákvarðanatöku sem tengist sjávarútvegi hef ég ávallt vikið af fundum.“
en er þetta ekki óheppilegt? „Vafalaust kann einhverjum að þykja það. Ég get
ekkert dregið dul yfir það hver ég er eða hverjum ég tengist í atvinnulífi í sveitar-
félaginu mínu. Ég held nú að það sé leitun að stjórnmálamönnum sem tengjast
ekki með einum eða öðrum hætti einhverju sem að getur orðið hagsmunatengt
inn á borði sveitarstjórna - nefnum sem dæmi verkalýðshreyfinguna. Ég efast um
að þú finnir mjög marga sem ekki tengjast með einhverjum hætti einu eða öðru.“
en hvað með siðferðilegu hliðina? „Mér finnst ég nú eiginlega bara vera búin
að svara því. Ég tel mig alla tíð hafa verið fullkomlega innan allra siðferðismarka í
störfum í pólitík.“
Birna LáruSDÓTTir:
aldrei falið tengslin
„Klárlega hags-
munir í húfi“
Útgerðarfyrirtækið Álfsfell á Ísafirði skuldar um tvo milljarða króna vegna kvóta-
kaupa. Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og annar varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins, er sambýliskona eins eigenda fyrirtækisins. Hún hefur
talað mjög gegn fyrningarleið í sjávarútvegi. Sambýlismaðurinn segir fyrningarleið
skaða fyrirtækið.
Ísafjörður Útgerðarfélagið
Álfsfell á Ísafirði skuldar um
tvo milljarða króna eftir hrun
og eru skuldirnar tilkomnar
vegna kvótakaupa.
MynD SiGurður GunnarSSOn
Læknirinn Hallgrímur Kjartansson segir
sambýliskonu sína ekki koma nálægt
rekstrinum á Álfsfelli. Hann segir allt uppi
á borðum hjá fyrirtækinu.
MynD BB.iS