Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Page 18
18 föstudagur 28. maí 2010 fréttir
Býr sig undir stríð
Grunnt er á því góða hjá nágrönnunum á Kóreuskaganum. Leiðtogi Norður-Kóreu ku hafa fyrirskipað
her landsins að búa sig undir styrjöld ef til innrásar af hálfu Suður-Kóreu kemur. Mikil spenna hefur
ríkt á milli þjóðanna allt frá vopnahléssamningi sem gerður var í Kóreustríðinu 1953, en ástandið hefur
aldrei verið eins alvarlegt að mati sérfræðinga.
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kór-
eu, hefur fyrirskipað her landsins
að búa sig undir stríð ef svo kæmi
til að nágrannar landsins í suðri
gerðu árás. Mikil spenna hefur
ríkt á milli Norður- og Suður-Kór-
eu vegna ásakana þeirra síðar-
nefndu um að Norðurkóreumenn
hafi sökkt Cheonan, herskipi Suð-
ur-Kóreu, í mars með þeim afleið-
ingum að 46 manns fórust.
Hópur alþjóðlegra sérfræðinga
skýrði frá því í fyrri viku að það
væru yfirgnæfandi vísbendingar
um að Norður-Kóreumenn hefðu
sökkt herskipi Suður-Kóreu, en
stjórnvöld í Norður-Kóreu vísa því
alfarið á bug.
Ekki viljugir til stríðs
Fréttaveita Reuters hefur eftir
ónafngreindum heimildarmönnu-
um að O Kuk Ryol, hershöfðingi og
náinn aðstoðarmaður Kim Kong-
il, hafi lesið upp fyrirskipunina.
„Við æskjum ekki stríðs en ef Suð-
ur-Kórea, með fulltingi Bandaríkj-
anna og Japans, reynir að ráðast á
okkur hefur Kim Jong-il fyrirskipað
okkur að ljúka sameiningunni sem
ekki var lokið í … [Kóreu] stríðinu,“
er haft eftir O Kuk Ryol.
Samkvæmt Reuters hafa suður-
kóreskir embættismenn ekki getað
staðfest þessi tíðindi og yfirmenn
suðurkóreska hersins hafa sam-
kvæmt Reuters ekki orðið varir við
aukin umsvif hers Norður-Kóreu.
Það er mat stjórnmálaskýrenda að
hvorugur aðilinn sé áfjáður í stríð
vegna ótta um of mikinn fórnar-
kostnað, en skýrendur telja engu
að síður að hætta á smávægilegum
róstum sé til staðar.
Áróðursstríð
Í vikubyrjun hóf her Suður-Kór-
eu að nýju að útvarpa áróðri yfir
landamæri ríkjanna eftir sex ára
hlé. Útvarpað var fréttum, vest-
rænni tónlist og samanburði á
stjórnmálalegu og efnahagslegu
ástandi í ríkjunum tveimur. Einn-
ig er í bígerð að nota blöðrur til að
varpa áróðursbæklingum yfir til
Norður-Kóreu.
Talið er að Norður-Kóreumenn
muni ekki taka sálfræðihernaði af
hálfu Suður-Kóreumanna þegj-
andi, enda hafa þeir hótað að
skjóta á hverja þá aðstöðu á hlut-
lausa svæðinu sem nýtt verði til
dreifingar áróðurs. Suður-Kóru-
menn hyggjast hins vegar setja upp
hátalara og auglýsingaskilti við
landamærin í von um að valda lið-
hlaupi hjá norðurkóreska hernum.
Bandaríkjamenn láta ekki sitt
eftir liggja því samkvæmt The Gu-
ardian munu þeir í samvinnu við
Suður-Kóreu standa að sameigin-
legum sjóheræfingum á Gulahafi
þar sem Cheonan sökk í mars.
Erkiglæpamenn
Kóresku ríkin hafa löngum eld-
að grátt silfur síðan samið var um
vopnahlé í Kóreustríðinu sem
varði frá 1950 til 1953, en spennan
nú er talin sú alvarlegasta. Norð-
urkóresk yfirvöld hafa sakað rík-
isstjórn Suður-Kóreu um tilbún-
ing vegna hins sokkna herskips,
að hluta til til að hjálpa stjórnar-
flokki landsins í komandi kosn-
ingum sem eru mikilvægar til að
festa forseta landsins, Lee Myung-
bak, í sessi á síðari hluta fimm ára
kjörtímabils hans.
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu,
KCNA, hefur eftir norðurkóreska
dagblaðinu Rodong Sinmun að
„strengjabrúðurnar [í ríkisstjórn
Suður-Kóreu] séu hinir eigin-
legu erkiglæpamenn sem ættu að
greiða hátt gjald fyrir að hafa sökkt
herskipinu“.
Fáir fýsilegir kostir
Á miðvikudaginn, á sama tíma og
erlendar ríkisstjórnir reyndu að
finna lausn á máli Cheonan, léku
suðurkóresk herskip og norðurkór-
eskir kafbátar kött og mús á Jap-
anshafi.
Hillary Clinton, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sem nýverið
var í Kína, er nú stödd í Seoul í Suð-
ur-Kóreu. Þar hvatti hún alþjóða-
samfélagið til að taka höndum
saman í hefndaraðgerðum gegn yf-
irvöldum í Norður-Kóreu sem sök-
uð hafa verið um ábyrgð á dauða
þeirra sem fórust þegar Cheonan
var sökkt.
Hillary Clinton fór þó ekki út í
smáatriði þeirra aðgerða sem grípa
ætti til gegn Norður-Kóreu, sem
þykir undirstrika hve fáir mögu-
leikar eru til staðar.
Neitunarvald Kína
og Rússlands
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa til-
kynnt að þau muni taka upp
mál hins sökkta herskips í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna,
en þar gæti verið við ramman
reip að draga. Stjórnvöld í Kína,
helstu bandalagsþjóð Norður-
Kóreu, og stjórnvöld í Rússlandi,
sem bæði hafa neitunarvald í ör-
yggisráðinu, hafa nú þegar gefið
til kynna að þau séu ekki fylgj-
andi staðfastri fordæmingu í
garð Norður-Kóreumanna.
Yu Myung Hwan, utanríkis-
ráðherra Suður-Kóreu, sagði á
miðvikudaginn að mikilvægast
væri að upplýsa um staðreynd-
ir málsins þegar málið yrði lagt
fyrir öryggisráðið. „Ég er þeirrar
skoðunar að staðreyndirnar skuli
lagðar til grundvallar. Það kann
að taka tíma en ég trúi því að
Kína og Rússland geti ekki borið
brigður á staðreyndirnar,“ sagði
Yu Myung Hwan.
KolbEiNN þoRstEiNssoN
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
n JaNúaR 1967 - Ráðist á suður-
kóreskt herskip, 39 sjóliðar féllu.
n JaNúaR 1968 - Ráðist inn í
forsetahöllina í Seoul í Suður-Kór-
eu, 71 drepinn.
n DEsEmbER 1969 - Suðurkór-
eskri flugvél rænt og henni flogið
til Norður-Kóreu. Í janúar 1970 er
39 farþegum sleppt úr gíslingu,
ekki er vitað um afdrif 12 farþega.
n Ágúst 1974 - Eiginkona Park
Chung-hee, forseta Suður-Kóreu,
lætur lífið í morðtilræði gegn
forsetanum.
n oKtóbER 1983 - Sprengum
varpað að hótel í Rangoon í Mjan-
mar þar sem forseti Suður-Kóreu
hélt til, 21 drepinn.
n NóvEmbER 1987 - Suðurkóresk
flugvél sprengd, 115 fórust
n maRs 2010 - Ráðist á herskipið
Cheonan, 46 sjóliðar fórust.
…hefur Kim Jong-il fyrir-
skipað okkur að ljúka
sameiningunni sem
ekki var lokið í …
[Kóreu] stríðinu.
Hluti af tundurskeyti skoðaður
Alþjóðleg nefnd telur lítinn vafa leika á
sök Norður-Kóreu
suðurkóreskir aðgerðasinnar
Leiðtogi Norður-Kóreu hefur skipað
her landsins í viðbragðsstöðu.