Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Blaðsíða 26
TÍUNDU MARAÞON-
TÓNLEIKARNIR
Tíundu Maraþontónleikar Kárs-
neskóranna fara fram í Salnum á
laugardaginn. Um fjögur hundruð
börn standa fyrir samfelldri söng-
dagskrá frá klukkan níu að morgni til
klukkan fjögur um daginn og ljúka
þannig 35. starfsári kórsins. Þetta
er í níunda sinn sem kórarnir efna
til Maraþontónleika en þeir eru
haldnir annað hvert ár og hafa notið
mikilla vinsælda hjá bæjarbúum og
öðrum velunnurum kóranna. Verð
aðgöngumiða er 2.000 krónur og
eru kaffiveitingar innifaldar í verð-
inu. Ókeypis er fyrir þrettán ára og
yngri í fylgd með fullorðnum.
UM HELGINA
OPINSKÁIR BRÆÐUR Dansverkið Bræður var frumsýnt á
Listahátíð í gær en síðari sýningin fer fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld, föstudag.
Verkið er um karlmenn þar sem dans, leikur, tónar og sjónlist mætast með
djörfum og kraftmiklum hætti, segir í tilkynningu. Samskipti kynjanna og
kynhlutverk eru sýnd í óvenjulegu og opinskáu samhengi þar sem meðal
annars er fjallað um erjur og ástríður, trú og tungumál, sátt og sundurlyndi.
Bræður er hugverk Ástrósar Gunnarsdóttur, Láru Stefánsdóttur og
Hrafnhildar Hagalín.
HOLLENSKT
DAUÐAROKK
Hollensku goðsagnirnar í Pesti-
lence spila á Sódómu Reykjavík í
kvöld, föstudag. Pestilence heyrir
til þeirra sveita sem eiga öruggt
sæti í Hall of Fame dauðarokks-
ins, segir í tilkynningu. Bandið
var stofnað 1986 og gaf út nokkr-
ar verulega áhrifaríkar plötur á
árunum 1989 til 1993. Sveitin
kom saman eftir langt hlé fyrir
tveimur árum og gaf út plötu í
fyrra sem heitir Resurrection
Macabre. Í kjölfarið hefur sveitin
verið bókuð til að spila á stærstu
þungarokkshátíðum heims en
hún kemur við á Íslandi á leið
sinni til Bandaríkjanna þar sem
hún túrar í maí og júní. Tónleik-
arnir byrja klukkan 23, miðaverð
er 2.000 krónur.
26 FÖSTUDAGUR 28. maí 2010
Leikritið Klæði eftir Berg Ebba Benediktsson frumsýnt:
UNGIR LISTAMENN SAMEINAST
BENEDIKT Á
GLJÚFRASTEINI
Benedikt Erlingsson fjallar um
leikgerð Þjóðleikhússins á Íslands-
klukkunni eftir Halldór Laxness á
Gljúfrasteini á sunnudaginn. Ís-
landsklukkan í leikgerð Benedikts
var frumsýnd í apríl síðastliðnum.
Hann mun gefa tæknilega sýn inn
í þá vinnu sem leikhús og leikstjór-
ar þurfa að vinna til þess að koma
skáldverki á svið. Benedikt ætl-
ar einnig að fjalla um hefðbundin
vinnubrögð vestræns leikhúss og
hvernig þessum vinnubrögðum var
beitt við nýja leikgerð Íslandsklukk-
unnar.
Spjallið hefst klukkan 16, að-
gangseyrir er 800 krónur.
Það eru margir ungir og kraftmiklir
listamenn sem koma að leikverkinu
Klæði sem frumsýnt er á sunnudag í
nýja leikhúsinu Norðurpólnum sem
er úti á Seltjarnarnesi. Bergur Ebbi
Benediktsson er höfundur verks-
ins en Halldór Halldórsson, bet-
ur þekktur sem Dóri DNA, leikstýr-
ir því. Þeir félagar eru ekki ókunnir
hver öðrum en þeir eru partur af
uppistandshópnum Mið Íslandi sem
hefur gert það gott undanfarið.
Þá eru margir ungir og efnilegir leik-
arar sem fara með hlutverk, þau
Hjörtur Jóhann Jónsson, Ólafur Ás-
geirsson, Sara Margrét Nordahl og
Snorri Engilbertsson. Snorri lék eitt
af aðalhlutverkunum í vinsælustu
mynd landsins árið 2007, Astrópíu,
en hann hefur einnig verið að gera
það gott í þáttunum Steindinn okk-
ar sem nú er sýndur á Stöð 2 ásamt
Hirti Jóhanni. Þá kannast eflaust
flestir landsmenn við Söru Margréti
úr kvikmyndinni Bjarnfreðarson og
undanförum hennar, Nætur-, Dag-
og Fangavaktinni. Þar fór hún með
hlutverk Ylfu Daggar, eiginkonu
Daníels.
Að lokum er það svo Snorri Helga-
son sem sér um tónlistina í verkinu
en hann er söngvari hinnar vinsælu
hljómsveitar Sprengjuhöllin.
Miðasölu og nánari upplýsingar er
að finna um verkið á midi.is.
ÆTLUM EKKI Á KENNITÖLUFLAKK
Plötuútgáfan Geimsteinn í Keflavík er
elsta starfandi plötuútgáfa landsins. Sjö
diskar koma út á vegum útgáfunnar í sum-
ar, þar á meðal nýjasta plata hljómsveitar-
innar Deep Jimi and the Zep Creams en
forsprakki hennar, Júlíus Guðmundsson,
er jafnframt einn þriggja starfsmanna
Geimsteins. Hann segir fyrirtækið hafa
haft sömu kennitölu í 34 ár og ætlunin sé
að halda því þannig.
„Við ákváðum að fá öndverðan pól í
þetta með okkur og fengum því Þor-
vald Bjarna Þorvaldsson til þess að
klára plötuna með okkur. Útkom-
an er mjög góð. Þetta er gott rokk og
ról,“ segir Júlíus Guðmundsson, einn
meðlima hljómsveitarinnar Deep
Jimi and the Zep Creams.
Á dögunum kom út fjórða plata
bandsins og eins og Júlíus lýsir
tóku félagarnir aðeins annan vink-
il í gerð hennar en á fyrri plötum.
Hann segir aðspurður að aðkoma
Þorvaldar Bjarna að pródúksjón-
inni skili sér að einhverju leyti í
hljómnum. „Já, þetta er svona ekki
alveg jafnhrátt og við erum þekktir
fyrir. Það er hráleiki og rokk þarna,
en þetta er svona fágaðra.“ Eftir sem
áður semja hljómsveitarmeðlimir
lögin sjálfir án íhlutunar Þorvald-
ar. „Hann hafði samt hönd í bagga
með að velja lög á plötuna. Við tók-
um upp fleiri og hann valdi svo úr í
samstarfi við okkur. Eftir sitja ellefu
lög sem allir voru sammála um, og
hvergi veikan blett að finna,“ segir
Júlíus í léttum dúr.
Titill plötunnar er Better when We
are Dead sem jafnframt er nafn eins
laganna ellefu sem sluppu í gegnum
nálaraugað. Að sögn Júlíusar er ekki
þunglyndistónn í plötunni þrátt fyr-
ir að heiti hennar gæti bent til ann-
ars. „Það má segja að við séum und-
erground-hljómsveit, alla vega ekki
beint mainstream. Það er oft með
svoleiðis hljómsveitir að þegar þær
loks hætta fer fólk að uppgötva þær.
En maður veit ekki hvað gerist,“ segir
Júlíus sposkur. „Annars má leika sér
endalaust að skýringum á þessum
orðaleik, en það er allavega hægt að
hafa gaman af þessari skýringu.“
Sjö platna sumar
Júlíus er ekki einungis forsprakki
Deep Jimi and the Zep Creams
heldur líka einn þriggja starfs-
manna plötuútgáfunnar Geimsteins
í Keflavík, elstu starfandi plötuút-
gáfu á landinu. Foreldrar Júlíus-
ar, Rúnar Júlíusson og María Bald-
ursdóttir, stofnuðu Geimstein árið
1976 og hafa í kringum tvö hundruð
og fimmtíu plötur komið út undir
merkjum útgáfunnar síðan þá. Auk
nýja disksins með Deep Jimi eru sex
diskar væntanlegir frá útgáfunni
í sumar. Þar á meðal er plata með
Bjartmari Guðlaugssyni og Bergris-
unum, diskur með hljómsveitinni
Klassart sem skipuð er tveimur syst-
kinum úr Sandgerði og vakti nokkra
athygli fyrir nokkru með laginu Ör-
lagablús, og diskur frá Erpi Eyvind-
arsyni sem er hans fyrsta sólóplata.
Síðastnefnda platan mun með-
al annars innihalda lög sem notið
hafa nokkurra vinsælda undanfarin
misseri, þar á meðal Viltu dick? og
Stórasta land í heimi.
Einnig gefur Geimsteinn út tvær
nýjar frumraunir. Annars vegar með
hljómsveitinni Lifun þar sem Lára
Rúnarsdóttir er söngkona en þess
má einnig geta að bróðursonur Júlí-
usar er í bandinu. Hin frumraunin er
frá hljómsveitinni Valdimar úr Kefla-
vík. „Ef maður sér þessa hljómsveit
spila gleymir maður því ekkert. Hún
á pottþétt eftir að vekja athygli,“ full-
yrðir Júlíus og lýsir tónlistinni sem
þróaðri og um leið áheyrilegri með
flottum og einlægum textum. Þá er
ónefnd fyrsta hljóðversplata hljóm-
sveitarinnar Breiðbandsins sem
skipuð er þremur keflvískum piltum
með mikinn húmor.
Kollvörpum ekki
hugmyndafræðinni
Júlíus segir Geimstein hafa gef-
ið út sex til sjö plötur á ári þegar
mest hefur látið. Aðeins minna
umfang var í útgáfunni á síðasta
ári en árin þar á undan sem helg-
ast fyrst og fremst af andláti Rún-
ars, föður Júlíusar, í lok árs 2008.
Af þeim diskum sem komu út í
fyrra má nefna upptöku af tónleik-
unum sem haldnir voru til minn-
ingar um Rúnar og endurútgáfu á
fyrstu sólóplötu hans.
Júlíus Guðmundsson Hefur nóg að gera við að gefa út
sjö diska undir merkjum Geimsteins í sumar auk þess að
fylgja eftir útgáfu disks með hljómsveit sinni, Deep Jimi
and the Zep Creams. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
Bergur, Dóri og Snorri Eru meðal
þeirra sem koma að leikverkinu Klæði.