Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Qupperneq 30
30 föstudagur 28. maí 2010 viðtal Fjögur barnanna eru með SMA-sjúkdóminn, nánar tiltekið SMA-1. Elísabet og Frímann segja þennan hóp barna, með taugahrörnunarsjúk- dóma af þessu tagi, óvenju stóran. Samkvæmt tölfræðinni fæðist venjulega eitt barn með slíkan sjúkdóm á eins til tveggja ára fresti. Þarna verði hins vegar til sex barna grúppa á stuttum tíma, og eru engar vísbendingar fyrirliggjandi um hvað því valdi. Hófu umræðu um líknarmeðferð „Yfirleitt taka læknar að fyrra bragði upp umræð- una um líknandi meðferð, segir Frímann. „En þeir gerðu það ekki við okkur. Við vorum hins vegar reiðubúin í þær vangaveltur þarna upp úr áramótunum. Þá vorum við komin á þann stað að við þorðum að viðurkenna staðreyndir og tókum því þá umræðu við Pétur lækni.“ Frímann bætir við að það að taka upp þessa umræðu hafi gert fjölskyldunni mjög gott. „Það hjálpaði alveg geysilega. Margir halda, og þar á meðal ég áður en þarna var komið sögu, að líkn- andi meðferð sé nánast það sama og líknardauði eða líknarmorð, þar sem fólki er hreinlega hjálp- að að deyja. En líknandi meðferð er alls ekki það sama heldur snýst hún um verkjastillandi með- ferð og að grípa ekki inn í ástandið með nýjum aðferðum. Í staðinn eru notuð þau hjálpartæki og veitt sú aðstoð sem sjúklingurinn býr við þá stundina og engu fleira bætt við. Ef fólk er að velta líknandi meðferð fyrir sér er enginn efi í mínum huga um að það eigi að leita sér upplýsinga. Það versta sem fólk gerir er að loka sig af með slíkar pælingar.“ Elísabet segir þessa umræðu líka hafa ver- ið svo jákvætt skref með tilliti til hinna barnanna sem þau Frímann eiga. Hann á tvær dætur af fyrra sambandi, Sigríði Rósu átján ára og Ásdísi Rósu sextán ára, og Elísabet á tólf ára strák, Benedikt. Yngstur er sonur þeirra, Matthías, sem er tveggja ára. „Þarna fengum við tækifæri til þess að tala um þetta við hin börnin okkar sem var rosalega gott,“ segir Elísabet. Fyrst var rætt um meðferðina við læknana, sjúkrahúsprest og djákna. Í kjölfarið töl- uðu Elísabet og Frímann við prestinn í sókninni þeirra í Garðabæ, Jónu Hrönn Bolladóttur. „Í framhaldi af því að hafa rætt við þetta fólk ræddum við við krakkana okkar,“ segir Frímann. „Þá kemur í ljós að við Elísabet höfðum hugs- að mögulegt andlát Fanneyjar í okkar horni og börnin í sínu horni þar sem þetta var ekki uppi á borðum. Umræðan létti því á ástandinu og hjálp- aði mikið í framhaldinu og þegar að andlátinu kom. Það er gott þegar maður getur með opnum huga talað um það hvað við ætlum að gera daginn sem hún deyr, í hvaða föt við ætlum að setja hana þann dag og alls konar svona pælingar.“ margir undrast yfirvegunina Frímann segir þarna hafa verið myndað teymi af fólki - læknum, hjúkrunarfólki, sálfræðingum og sálgæslufólki – sem fjölskyldan hafi oft rætt við fram að fráfalli Fanneyjar. Seinnna meir komu svo aðrir fjölskyldumeðlimir og nánir ættingjar inn í umræðuna. „Allt styður þetta hvert annað og algjörlega nauðsynlegt mál að koma upp svona teymi sérfræðinga,“ segir Frímann. „Mörgum finnst skrítið að við séum svona róleg yfir þessu. En við vorum búin að undir- búa andlátið svo vel, og nokkuð langt síðan við gerðum okkur grein fyrir þessu,“ segir Elísabet. „Auðvitað var alltaf von innra með okkur um að það myndi gerast kraftaverk, að það myndi finn- ast einhver lækning, en vonin varð alltaf minni og minni eftir því sem Fanney Edda varð veikari. Henni fór líka svo mikið aftur á stuttum tíma. Hún var allt annað barn um síðustu jól miðað við um sumarið. Hún var reyndar eiginlega í stöðugri aft- urför frá jólunum 2008 og þar til yfir lauk.“ Þrátt fyrir undirbúninginn sem Elísabet og Frímann lýsa hófst hin líknandi meðferð fyr- ir Fanneyju í raun aldrei þar sem hún fór frekar snögglega. En undirbúningsvinnan auðveldaði fjölskyldunni samt til muna að takast á við áfallið. „Hugsunin var að ef Fanney Edda yrði mjög veik þá yrði hún hér heima. Hún fengi að deyja hér og við myndum öll vera viðstödd. En svo varð hún skyndilega mjög veik inni á spítalanum og gat ekki meir. Hún dó því á gjörgæsludeildinni. En af því að við höfðum tekið þessa umræðu vorum við betur undirbúin undir andlátið en við hefðum annars verið,“ segir Elísabet. Hún heldur áfram: „Þegar ljóst var að Fanney Edda gæti ekki meir fóru allir út af stofunni nema ég og Frímann. Við héldum svo á henni í fanginu á okkur á meðan hún átti síðustu augnablikin sín. Þetta var ótrúlega fallegt. Áður en undirbúningur- inn fyrir andlátið hófst vissi ég ekki að hægt væri að eiga svona fallega stund.“ fóru með fanneyju Heim eftir andlátið Fanney Edda lést klukkan hálf þrjú aðfaranótt 13. apríl. Frímann var hjá dóttur sinni til ellefuleytið kvöldið áður en fer heim þegar ein af stúlkunum sem þau Elísabet vorum með í vinnu við að ann- ast Fanneyju kemur niður á spítala. „Hún lætur okkur svo vita með sms skömmu síðar að henni finnist eitthvað undarlegt að ger- ast,“ lýsir Frímann. „Stuttu síðar segir hún okkur að það sé verið að fara með hana yfir á gjörgæslu. Þegar slíkt hafði gerst hingað til höfðum við þann háttinn á að annað okkar Elísabetar færi til henn- ar, en einhvern veginn af sjálfu sér gerist þarna að við förum bæði.“ „Samt var ekkert sem benti til þess að hún væri að fara að deyja,“ segir Elísabet. „En það var eitt- hvað sem sagði okkur að við ættum að fara bæði. Þegar við komum var svo algjört neyðarástand, það voru örugglega um tíu starfsmenn inni hjá henni. Í raun er engin skýring á því hvað gerðist. Hún gafst bara upp. Það fæst kannski skýring þeg- ar við erum búin að fá út úr krufningunni.“ Hin börn Elísabetar og Frímanns voru á leið- inni niður á spítala ásamt foreldrum Elísabetar þegar Fanney deyr. Þau spurðu læknana skömmu áður en hún dó hvort þau mættu taka Fanneyju með heim og. leyfa henni að eiga síðustu stund- irnar þar. „Þeim leist ekki vel á það þar sem hún var svo illa haldin og átti svo lítið eftir. En við feng- um leyfi til að taka hana heim eftir að hún dó,“ segir Elísabet. Aðspurð segist hún ekki vita til þess að það hafi verið leyft áður. eins og sofandi í rúminu Hún segir það vafalítið hafa hjálpað fjölskyldunni að fá að fara með Fanneyju heim eftir andlátið. „Með þessu gátum við þvegið henni sjálf, klætt hana, greitt hárið hennar og fleira,“ segir Elísabet. en rúmri klukkustund eftir að Fanney kvaddi voru þau komin heim með hana heim í Garðabæ. „Það var svo eðlilegt og friðsælt að sjá hana eins og sof- andi í rúminu sínu, loksins laus við allskyns snúr- ur og tæki,“ segir Frímann. „Allir voru svo afslapp- aðir og ófeimnir við hana, við og systkini hennar gátum öll haldið á henni í fanginu og kvatt hana á svo notalegan hátt.“ Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur fylgdi fjölskyldunni heim um nóttina og í morg- unsárið kom Jóna Hrönn til þeirra og fór með hugvekju. Fanney Edda var svo sótt af fólki frá útfararþjónustunni síðar um daginn. Elísabet lýsir yfir ánægju sinni með það hvernig staðið var að málum eftir að dóttir hennar lést. „Ég var fyrst búin að sjá fyrir mér að eftir að hún væri dáin væri þetta einhvern veginn búið. En maður fær að fylgja þessu eftir, heim- sækja hana í fallegt herbergi í líkhúsinu og sitja yfir henni, vera með í því að setja barnið sitt í kistuna, vera viðstaddur þegar henni er lok- að og fleira. Mér fannst það mjög gott og þetta allt vera svo fallegt og yndislegt. Og starfsfólk- ið sem vinnur við útfararþjónustuna var alveg yndislegt.“ Útförin var gerð frá Vídalínskirkju tíu dög- um síðar og er Fanney jarðsett í Fossvogskirkju- garði, við hlið móður Frímanns og systursonar hennar. „Það mættu um 300 manns í útförina sem var mjög falleg. Það var allt gert eftir okkar höfði og allar þær hugmyndir sem við höfðum gengu allar eftir,“ segir Elísabet en þar á með- al var að fá Pál Óskar Hjálmtýsson til að syngja tvö lög. Annað þeirra var samið af vinnufélög- um þeirra Frímanns hjá Flugfélagi Íslands og hljómsveitin Faxarnir, sem öll er skipuð flug- mönnum félagsins, hefur spilað lagið inn á disk með söng Páls Óskars. Lagið var reyndar samið og tekið upp fyrir andlátið þar sem það átti upphaflega að vera til styrktar fjölskyldunni í veikindabaráttu Fan- neyjar Eddu. Elísabet og Frímann hafa ákveðið að láta styrkinn renna til hálfs til Lyngáss, leik- skólans sem Fanney var á. kostnaðurinn aðallega í vinnutapinu Spurð út í fjárhagslegu hliðina á því að eiga svona alvarlega veikt barn segja Elísabet og Frímann kostnaðinn ekki vera jafnmikinn og margir kannski reikna með. „Fólk hér á landi er í raun í mjög góðum málum hvað þetta varðar miðað við mörg lönd,“ segir Elísabet. „Öll tæki og tól eru borguð, sérfæði er mikið niðurgreitt og fleira. Við þurftum í rauninni ekki að leggja neitt út fyrir neinu sem tengdist veikindum Fann eyjar, nema lyfjum. Hann var orðinn svolítið hár undir lokin.“ Kostnaðurinn felst meira í vinnutapinu að sögn Elísabetar, í því að geta ekki tekið til dæm- is aukavinnu til að auka tekjur heimilisins. „Svo hef ég ekkert unnið í heilt ár núna en er samt á launum. En þær viðbótartekjur sem hefði ver- ið hægt að hafa með auka- og yfirvinnu standa ekki til boða þegar aðstæður eru af þessu tagi.“ Frímann reyndi að stunda sína vinnu eins mik- ið og unnt var, en hann gat tekið veikindafrí nánast eftir hentugleika í veikindum dóttur sinnar. Eins og áður kom fram réðu Elísabet og Frí- mann starfsfólk heim til sín til að aðstoða við að annast Fanneyju allan sólarhringinn. Framan af þurftu þau að leggja út fyrir því en fengu síðar fjögur til fimm hundruð þúsund krónur á mánuði til að borga starfsfólkinu. vonast eftir vitneskju um sjúkdóminn Óbeinn kostnaður fólst líka í því fyrir fjölskyld- una að hún þurfti að skipta um húsnæði. Þar sem hún bjó í í Vesturbænum hentaði ekki með tilliti til veikinda Fanneyjar og þeirra hjálpartækja sem hún þurfti á að halda. Íbúðin þeirra var tveggja hæða en nauðsynlegt var að vera á einni hæð. Húsið sem þau búa nú í í Garðabæ eru þau með á leigu, en eigandinn er reyndar að flytja heim að utan og þurfa þau því að flytja út í júlíbyrjun. Fjöl- skyldan gerir ráð fyrir að flytja aftur í Vesturbæinn því þar líði þeim vel. Elísabet og Frímann bera þá von í brjósti að fá einhvern tímann að vita hvaða sjúkdómur það var sem lagði Fanneyju að velli. „Við vonum að krufningin leiði eitthvað í ljós og að á næstu árum í það minnsta komi svar,“ segir Frímann. „Okkur langar bæði að vita hvaða sjúkdómur þetta er, og hvort hann stafi af erfðagalla og þá hvort hægt sé að skima fyrir honum. Það er mjög mikilvægt upp á framtíð barnanna okkar.“ kristjanh@dv.is Líknarmeðferð samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er svohljóðandi: „Meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga sem eru með lífshættulega sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Meðferðin felst í að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu. Líknarmeðferð getur átt við snemma í veikindatímabilinu samhliða annarri meðferð sem notuð er til að lina einkenni en jafnframt að lengja líf.“ nokkrir punktar um líknarmeðferð n Linar verki og önnur erfið einkenni n Hefur hvorki í hyggju að lengja né stytta líf n Notar þverfaglega teymisvinnu til að takast á við þarfir sjúklinga og fjölskyldunnar n Varðveitir lífið en lítur á dauðann sem eðlileg þáttaskil n Styður sjúklinginn til að lifa eins innihaldsríku lífi og hægt er fram í andlátið n Bætir lífsgæði og getur mögulega haft áhrif á gang sjúkdómsins n Samþættir líkamlega, andlega og sálræna umönnun n Styður fjölskylduna og hjálpar henni að komast af á sjúkdómstímabilinu og í sorgarúrvinnslu eftir andlát Heimild: Hrund Helgadóttir og samtök um líknarmeðferð, lsl.is um líknarmeðferð n ella dís laurens er fjögurra ára stúlka sem barist hefur við óskil- greindan taugahrörnunarsjúkdóm líkt og Fanney Edda gerði. Einkennin sem komu fram í veikindabaráttu Fanneyjar Eddu voru að mestu leyti þau sömu og hjá Ellu Dís, að sögn Elísabetar og Frímanns. Læknar segja hins vegar ekki hægt að fullyrða að um sama sjúkdóm sé að ræða. Ella Dís fæddist í janúar 2006 og hafði ekkert bent til þess að eitthvað væri óeðlilegt á meðgöngunni. Þegar hún var átján mánaða fór að bera á lömun í höndum sem læknum þótti benda til að hún væri með einkenni hrörnunarsjúkdómsins SMA, eins og í tilviki Fanneyjar Eddu. Rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Enn í dag er Ella Dís ósjúkdóms- greind. Móðir Ellu Dísar, ragna erlendsdóttir, sagðist í viðtali við DV í júlí 2008 ætla að leita allra leiða til að finna lækningu fyrir dóttur sína. Ella Dís gekkst undir stofnfrumumeðferð í Ísrael í febrúar síðastliðnum og hefur sýnt framfarir síðan þá. Ragna vinnur nú að því að fjármagna aðra stofnfrumumeðferð fyrir Ellu Dís. framfarir hjá ellu dís glaðbeitt Fanney Edda tæplega eins árs í maí 2008. Þarna var fyrstu einkenna sjúkdómsins orðið vart. mynd úr einkasafni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.