Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Page 35
28. maí 2010 föstudagur 35 Hin hliðin á oddvitunum Þakka fyrir að hafa snefil af samvisku. Þoli nefni- lega ekki við fyrr en ég bæti fyrir skaðann. Vil vera maður orða minna. Verstu ítrekuðu svikin felast í því að mæta of seint. Er að berjast við að bæta fyrir það með því að mæta tímanlega. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum? Ef já, hvernig? Já, hef alltaf átt erfitt með það en ekki þolað við án þess. Fyrir mér snýst afsökun- arbeiðni um að iðrast OG að bæta fyrir brot sitt. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Jón Gnarr er náttúrulega mjög fynd- inn en almennt hrífst ég mest af breskum húm- or í ætt við Monty Python og Fawlty Towers. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Slekk ljósin og kyssi konuna mína góða nótt. Er oftast síðastur í bælið. 24. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Ef ég vakna fyrstur er það yfirleitt með hálfsunginni kveðju til barn- anna: „Það er kominn dagur.“ 25. Hvert yrði fyrsta verk þitt í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Er þetta ekki lesið af börnum? 26. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Það fer alfarið eftir því hversu mikið fylgi við fáum til stuðnings bar- áttumálunum. 27. Hvað er það versta sem þér hefur tekist að fyrirgefa? Líklega voru það svik náins vinar. 28. Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið sem þú hefur farið í? Lífið. 29. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Fæð- ing barnanna minna og það að þau treysti mér fyrir sér á hverjum degi. Það er mér líka afar minnisstætt hvernig mér leið þegar ég gerði mér grein fyrir því að spennan sem ég hafði fyrir konunni minni var gagnkvæm. 30. Hver er þinn æðsti draumur? Að skapa hér samfélag sem byggir á trausti og gagn- kvæmri virðingu með fjöldahreyfingu fólks. Samfélag þar sem samfélagsleg ábyrgð er eðli- lega viðmiðið. Samfélag þar sem velmegun rík- ir en hefur jafnframt frábært velferðarkerfi fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda. Veltir sér nakinn upp úr dögginni Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar 1. Hvað gerðir þú síðasta laugardagskvöld? Ég borðaði yndislegan afmælismat með mömmu sem varð sextug. Á undan renndi ég austur fyrir fjall með Nicolai Wammen, borgar- stjóra Árósa, til að sjá eldgosið í Eyjafjallajökli. Hann var í Reykjavík til að gefa góð ráð gegn at- vinnuleysi sem þeim hefur tekist að vinna gegn í Árósum. Á meðan við vorum fyrir austan lauk gosinu. Við skulum vinna að því eftir öllum leiðum að eins fari fyrir atvinnuleysinu! 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Nýr dagur – hvar í ósköpunum lagði ég bílnum? 3. Hvað lýsir þér best? Hrokkinhærður. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Við gardínurnar í stofunni að bíða eftir að mamma kæmi heim úr búðinni – einn heima í fyrsta skipti. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti koss- inn? Bak við Árbæjarkirkju í frímínútum. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sælu- hroll? Ef já, hvenær og af hverju? Ég fæ alltaf sæluhroll þegar einhver klórar mér á bakinu. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Það væri nú varla villt ef ég væri tilbúinn að segja frá því í DV. 8. Hefur þú verið nakinn í óbyggðum? Það er ekkert sem jafnast á við að fara í heita læk- inn upp af Reykjadal og velta sér í dögginni á Jónsmessu. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Reykt hass? Nei, verið prinsipp frá unglingsárunum. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Telst ís- lenska fjármálaundrið með? 11. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég var handsamaður fyrir að ganga yfir golf- völlinn í Grafarholti tíu ára gamall. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Sjöunda himni. 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Sjá? Gera? Ég á algerlega eftir að ferðast um Afríku og Asíu. Á örugglega eftir að skrifa fleiri bækur þótt síðar verði eða taka upp þráð- inn í læknisfræðinni. Nú eiga hins vegar borgin og tækifæri hennar til framtíðar hug minn all- an. Annað verður að bíða. 14. Hver er besta stundin sem þú hefur upplifað? Algjör kyrrð og ekkert ljós á stjörnu- bjartri nótt. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Ég kyssi Örnu á hverjum degi. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers sem skiptir þig máli? Já, gleymdi sjálfum mér eitt árið og er sérlega gjarn á að gleyma Gauta bróður þó skömm sé frá að segja. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síð- ast? Hvaða barni? 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Næturútkall í hríðarbyl um miðjan janúar á heilsugæslustöðinni á Þórs- höfn. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? Þar er erfitt að gera upp á milli. Bæjar- ins besta er sú algengasta. 20. Hefur þú svikið einhvern? Já, en er allt- af að reyna að standa mig betur. 21. Biðst þú afsökunar á mistökum þín- um? Ef já, hvernig? Já, augliti til auglitis. 22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt? Steinar Gauta 4 ára segja kúka- brandara gegnum eigin hlátur. 23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa? Kíki inn til krakkanna. 24. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar þið vaknið á morgnana? Heilsa helst ekki, reyni að ná að fara í sturtu og klæða mig áður en ég hef krakkana til og kem þeim í leikskólann. 25. Hvert yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins kynsins ef það myndi breytast? Góð spurning. Versla föt? 26. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að þú getir staðið við? Ég er ekki maður margra kosningaloforða og reyni að segja ekki annað en ég get staðið við. 27. Hvað er það versta sem þér hefur tek- ist að fyrirgefa? Ég fyrirgef nú flest og er ekki langrækinn. 28. Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið sem þú hefur farið í? Brúðkaupsferðin. Þriggja mánaða bakpokaferðalag um Mexíkó, Gvate- mala, Hondúras (lærði köfun), Kostaríka og Belís (sigling). Verður varla toppuð. 29. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Að kynnast Örnu og eignast börnin okkar þrjú. En aldrei fagnaði ég þó rosalegar en þegar við urð- um fyrstu Íslandsmeistarar Fylkis í 4. flokki. 30. Hver er þinn æðsti draumur? Bæta mig. Gera betur. Alltaf betur. Dansaði magadans á marokkóskum veitingastað Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins 1. Hvað gerðir þú síðasta laugardagskvöld? Þá var kósíkvöld hjá okkur feðgum. Við vorum með hamborgara og franskar í matinn og svo horfðum við á mynd saman og fengum okkur popp og snakk með. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Á ég að ýta á snooze eða ekki? 3. Hvað lýsir þér best? Heiðarlegur og rétt- sýnn faðir, sem lætur verkin tala. 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Ég var fastur í lyftu. Hef sennilega verið þriggja ára. Þurfti að fara á sjöttu hæð en náði bara upp í takk- ann fyrir 1. hæð. Þannig að ég beið bara þangað til einhver kom í lyftuna og gat hjálpað mér. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti koss- inn? Ég man eftir kossum og læknisleik með Evu í næsta húsi upp úr sex ára aldri. Fyrsti alvöru kossinn var þegar ég var 14 eða 15 ára og stóð sennilega í 20 mínútur eins og kossar gera gjarn- an á þeim árum. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sælu- hroll? Ef já, hvenær og af hverju? Já, oft, til dæm- is á ferðum um landið. Þá hef ég fengið sæluhroll af hughrifum yfir landslaginu og umhverfinu. Ég fæ líka sæluhroll þegar ég er hvað stoltastur yfir sonum mínum. Svo eru það auðvitað stundir með henni Ástu kærustu minni sem ég fer ekki nánar út í. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Kannski að dansa magadans á marokkóskum veitingastað í Washington DC. Fékk 10 dollara fyrir frá konum á einhverju borði. 8. Hefur þú verið nakinn í óbyggðum? Já. Hef nokkrum sinnum baðað mig nakinn í heitum lindum á hálendinu og velt mér upp úr dögg- inni. Ég er líka búinn að lofa því að synda nakinn í Straumfirði á Mýrum verði ég kjörinn í borgar- stjórn. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Reykt hass? Ég hef einu sinni prófað hass. Gerði það í útskriftarferð í menntaskóla. Hef aldrei reykt á ævi minni, þannig að þessi smókur var erfiður. Ég hóstaði mikið. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Nei, aldrei. 11. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, einu sinni þegar ég hafði lokið prófum í upphafi háskólanámsins. Braut rúðu á skemmtistað og var tekinn af lögreglunni fyrir það. Svo hef ég ver- ið stöðvaður tvisvar fyrir hraðakstur. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Það væri gaman að stökkva inn í ver- öldina sem birtist í Stjörnustríðsmyndunum. 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Sjá? Gera? Í augnablikinu myndi ég helst vilja komast á HM í fótbolta í Suður-Afríku í sum- ar með sonum mínum og sjá fullt af leikjum. 14. Hver er besta stundin sem þú hefur upp- lifað? Stundirnar þegar synir mínir voru að fæð- ast, held að ekkert geti toppað það. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Í morgun kyssti ég hana Ástu, kærustuna mína. Það var mjög ljúft. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers sem skiptir þig máli? Já, hef til dæmis gleymt afmælisdeginum hennar mömmu. Það var ekki skemmtilegt. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síðast? Ég gleymdi að sækja yngsta son minn á fótbolta- æfingu í fyrra. Það var ekki góð tilfinning, en þjálf- arinn hringdi og beið með honum, sem betur fer. 18. Hver er einmanalegasta stund sem þú hefur upplifað? Þegar ég var einn á lestarferða- lagi um Evrópu var alltaf erfitt að kveðja þá sem ég hafði kynnst og halda áfram minni för. Yfirleitt tók þó bara nokkra klukkutíma að kynnast ein- hverjum öðrum. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? Kjötsúpan hennar ömmu í Botnsdal í Hvalfirði, eftir að ég hafði gengið einn yfir Leggj- arbrjót frá Þingvöllum sirka 1993. Ætlaði að koma henni og afa á óvart, en hún kom mér á óvart með því að hafa heita kjötsúpu tilbúna þegar ég kom um miðnætti. Sagðist hafa fundið það á sér að ég væri á leiðinni. Amma er auðvitað einstök. 20. Hefur þú svikið einhvern? Já, einu sinni var ég búinn að bjóða stúlku í leikhús, en hætti við klukkutíma fyrir sýningu, gaf frænda mínum miðana og fór frekar í partí. Hún varð auðvitað reið og við hittumst ekki aftur. framhald á næstu sÍÐu Ég hef einu sinni prófað hass. Gerði það í útskriftarferð í menntaskóla. Hef aldrei reykt á ævi minni, þannig að þessi smókur var erfið- ur. Ég hóstaði mikið. m yn d ir s ig tr yg g u r a ri KOsnInGar2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.