Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 37
28. maí 2010 föstudagur 37
áfengi? Reykt hass? Ég hef prófað allt sem
Obama hefur prófað.*
10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Nei,
sem betur fer ekki.
11. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?
Já, en yfirleitt bara í góðu.
12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar
væri það? Í Kardimommubæ.
13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja
prófa? Sjá? Gera? Gera Reykjavík fallega og
skemmtilega heimsborg.
14. Hvað er besta stundin sem þú hefur
upplifað? Þegar ég kynntist konunni minni.
Sú stund varir enn.
15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast?
Son minn þegar ég kvaddi hann í leikskólan-
um.
16. Hefur þú gleymt afmælisdegi ein-
hvers sem skiptir þig máli? Já.
17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu
síðast? Ég man það ekki.
18. Hver er einmanalegasta stundin sem
þú hefur upplifað? Ég er ekki til í að deila því.
19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur
fengið? Mér finnst allur matur ágætur.
20. Hefur þú svikið einhvern? Ekki vilj-
andi. Það stríðir gegn eðli mínu.
21. Biðst þú afsökunar á mistökum þín-
um? Ef já, hvernig? Já, en ég geri aldrei mis-
tök, en þegar ég geri þau þá er ég fyrstur
manna til að biðjast afsökunar.
22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur
séð eða heyrt? Pétur Jóhann Sigfússon.
23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á
kvöldin áður en þú ferð að sofa? Loka aug-
unum.
24. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þeg-
ar þið vaknið á morgnana? Með gleði.
25. Hvað yrði þitt fyrsta verk í hlutverki
hins kynsins ef það myndi breytast? Ganga í
Besta flokkinn.
26. Hversu mörg kosningaloforð telur þú
að þú getir staðið við? Það fer eftir kosningu.
27. Hvað er það versta sem þér hefur tek-
ist að fyrirgefa? Mannlegir breyskleikar.
28. Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið
sem þú hefur farið í? Asoreyjar 2001.
29. Hver er stærsta stundin í þínu lífi?
Dagurinn í dag.
30. Hver er þinn æðsti draumur? Að láta
eitthvað verulega gott og skemmtilegt af mér
leiða.
* Hass og kókaín
Hefur aldrei
svikið fjallkonuna
Ólafur F Magnússon, oddviti framboðs
um heiðarleika og almannahagsmuni
1. Hvað gerðir þú síðasta laugardagskvöld? Ég
sat í sólskálanum heima og hlustaði á „Freyju“
Magnúsar Þórs Sigmundssonar.
2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Að
koma mér á fætur og hefja stórhreingerningu á
heimili mínu.
3. Hvað lýsir þér best? Víkingaeðlið.
4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Þeg-
ar ég horfði lengi framan í karlinn í tunglinu, frá
heimili mínu í Washington D.C.
5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti kossinn?
Það var eftir gagnfræðaskólaball alllöngu eftir að
Hljómar kyrjuðu um efnið.
6. Hefur þú einhvern tímann fengið sælu-
hroll? Ef já, hvenær og af hverju? Já, þegar ég
horfði sigri hrósandi yfir hina ginnhelgu Eyja-
bakka af tindi Snæfells, sumarið 2000.
7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Þeg-
ar ég fór með Agli syni mínum í öll villtustu tækin
í Universal Studios í Hollywood í fyrrasumar.
8. Hefur þú verið nakinn í óbyggðum? Nei.
9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi?
Reykt hass? Að sjálfsögðu ekki.
10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Nei.
11. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?
Nei.
12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar
væri það? Í heimi ása og jötna.
13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja
prófa? Sjá? Gera? Koma í veg fyrir fleiri niður-
greidd náttúruspjöll á Íslandi.
14. Hver er besta stundin sem þú hefur upp-
lifað? Fæðingar barna minna.
15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Kær-
ustuna mína.
16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers
sem skiptir þig máli? Já.
17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síð-
ast? Ég gleymi ekki börnunum mínum, né börn-
um yfirleitt.
18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú
hefur upplifað? Þegar ég upplifði það að vera
orðinn eini náttúruverndarsinninn í Sjálfstæð-
isflokknum árið 2001.
19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur
fengið? Það voru rjúpumáltíðirnar á jólunum í
gamla daga.
20. Hefur þú svikið einhvern? Vafalaust, en
ekki Fjallkonuna og framtíð Íslands.
21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum?
Ef já, hvernig? Já, ég geri það oft, enda er ég fyrst
og fremst vandvirkur læknir fremur en stjórn-
málamaður.
22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð
eða heyrt? Það þegar framsóknarmenn segjast
„trúa á hið góða í manninum“.
23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöld-
in áður en þú ferð að sofa? Hringi í 118 og bið
um vakningu.
24. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar
þið vaknið á morgnana? „Jæja, eigum við ekki
að fara á fætur núna?“
25. Hvað yrði þitt fyrsta verk í hlutverki
hins kynsins ef það myndi breytast? Ég get ekki
ímyndað mér hvernig ég myndi höndla það að
öðlast yfirburði hins kynsins.
26. Hversu mörg kosningaloforð telur þú að
þú getir staðið við? Ég stend ávallt við orð mín,
engin undantekning finnst á því.
27. Hvað er það versta sem þér hefur tekist
að fyrirgefa? Ég er lítið fyrir að fyrirgefa þeim
sem hafa eyðilagt framtíð barnanna okkar.
28. Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið
sem þú hefur farið í? Það var ferð um „undra-
veröld Jöklu og Kringilsárrana“ sumarið 2004.
29. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Sig-
urinn í Eyjabakkadeilunni og fæðing barnanna
minna.
30. Hver er þinn æðsti draumur? Að Ísland
siðvæðist og komið verði lögum yfir þá sem vís-
vitandi eyðilögðu tækifærin sem við áttum.
Aldrei eins einmana
og í New York
Sóley Tómasdóttir, oddviti
Vinstri-grænna
1. Hvað gerðir þú síðasta laugardagskvöld?
Planið var að hafa það gott með fjölskyldunni
en ég steinsofnaði því miður um níuleytið.
2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? Ætli
það séu nýjar fréttir af eldgosinu?
3. Hvað lýsir þér best? Ætli það séu ekki for-
eldrar mínir og systur. Að alast upp í svona kraft-
mikilli fjölskyldu hefur gert mig að því sem ég er.
4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Ferða-
lag með ömmu og afa til Kanaríeyja þegar ég
var þriggja ára. Afi bar sjó í lekum plastpoka svo
við gætum búið til hallir úr sandinum á strönd-
inni. Veit ekki hvort ég man þetta í alvörunni eða
hvort síendurteknar sögur ömmu og afa gera
þetta svona ljóslifandi fyrir mér.
5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti koss-
inn? Í Færeyjum, ég var 13 ára, ljómandi fínn
bara. Næstu spurningu takk.
6. Hefur þú einhvern tímann fengið sælu-
hroll? Ef já, hvenær og af hverju? Ég fæ oft
sæluhroll. Til dæmis þegar Svandís Svavars-
dóttir kjarnakona og vinkona mín settist í stól
umhverfisráðherra og ég áttaði mig á því að við
vinstri-græn værum komin í stöðu til að breyta
samfélaginu.
7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert?
Það er varla prenthæft, en mér detta margar
skemmtilegar aðgerðir með grasrótarsamtök-
um í hug.
8. Hefur þú verið nakin í óbyggðum? Ójá.
Hefði ég annars rétt á að kalla mig hippa?
9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi?
Reykt hass? Já, ég prófaði að reykja hass einu
sinni þegar ég var 18 ára. Mæli ekki með því.
10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Það er
spurning sem allir Íslendingar geta svarað ját-
andi eftir það sem á undan er gengið.
11. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Ég
hef reyndar ekki verið handtekin, en var marg-
dregin með valdi frá tollhliðinu á Keflavíkur-
flugvelli þegar ég var ásamt Suður-Afríkusam-
tökunum að reyna að koma í veg fyrir brot á
viðskiptabanninu. Það var fyrir tuttugu árum
og gaman að segja frá því að baráttan um allan
heim skilaði fullnaðarsigri stuttu síðar.
12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar
væri það? Heimur friðar og réttlætis.
13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja
prófa? Sjá? Gera? Ferðast um Afríku.
14. Hver er besta stundin sem þú hefur
upplifað? Á tvær ógleymanlegar stundir – þeg-
ar börnin mín, Anna og Tommi, fæddust. Það
verður ekki toppað.
15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Ég
kyssti manninn minn Aart síðast í morgun. Það
er alltaf jafn gaman.
16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers
sem skiptir þig máli? Ójá ... Til hamingju með
afmælið Fífa!
17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síð-
ast? Ætli fólk komist ekki næst því að gleyma
börnunum sínum í kosningabaráttu. Það vill til
að börnin mín eru sjálfstæð og dugleg og eiga
stóra og góða fjölskyldu sem passar þau vel á
lokadögunum fyrir kosningarnar.
18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú
hefur upplifað? Að vera ein í heila viku á risa-
stórri ráðstefnu í New York þar sem ég þekkti
engan. Það er svo merkilegt að vera einmana í
fjölmenni.
19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur
fengið? Við hjónin erum miklir ástríðukokkar
og toppum okkur reglulega í matseldinni. Gæti
til dæmis nefnt nýlega máltíð með lambalund-
um, bernaise, sultuðum lauk og dýrindis salati.
Humarsúpa okkar Ljósvellinga er líka dásemd,
en sennilega eru rjúpurnar sem eldaðar eru
samkvæmt uppskrift langalangömmu minnar á
hverjum jólum það besta sem fæst.
20. Hefur þú svikið einhvern? Já, því miður.
21. Biðst þú afsökunar á mistökum þínum?
Ef já, hvernig? Já. Ég reiðist auðveldlega en er
jafnsnögg að jafna mig. Þessi eiginleiki kallar á
hæfni til að ræða málin til enda og hreinsa and-
rúmsloftið. Það gerist iðulega.
22. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð
eða heyrt? „You had to be there“ – eins og allt-
af með verulega fyndnar uppákomur. Þegar vin-
kona mín hélt ræðu heima hjá mér og það mátti
bara grípa framm í með söng um umræðuefn-
ið hverju sinni. Í veislunni var sérstaklega hug-
myndaríkt fólk sem tókst að syngja framm í fyrir
henni þannig að ræðan entist í hátt í klukkutíma.
23. Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöld-
in áður en þú ferð að sofa? Loka augunum.
24. Hvernig heilsar þú fjölskyldunni þegar
þið vaknið á morgnana? Best er að eiga tíma til
að knúsa hvert og eitt þeirra vel og lengi.
25. Hvað yrði þitt fyrsta verk í hlutverki hins
kynsins ef það myndi breytast? Klóra mér í
pungnum á almannafæri.
26. Hversu mörg kosningaloforð telur þú
að þú getir staðið við? Kosningaloforð okkar
vinstri-grænna eru skotheld, enda snúast þau
um að vinna í þágu hugmyndafræði flokksins
og koma borginni í gegnum þá erfiðu tíma sem
fram undan eru með félagslegt réttlæti að leið-
arljósi.
27. Hvað er það versta sem þér hefur tekist
að fyrirgefa? Allt sem ég hef raunverulega fyrir-
gefið er gleymt og grafið.
28. Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið
sem þú hefur farið í? Ætli afdrifaríkasta ferðalag
mitt hafi ekki verið til Umeå í Svíþjóð þar sem
ég dvaldi sem skiptinemi í hálft ár. Ég kynntist
manninum mínum eftir nokkurra daga dvöl og
hef verið með honum síðan.
29. Hver er stærsta stundin í þínu lífi? Sama
svar og við spurningu 14.
30. Hver er þinn æðsti draumur? Réttlátt
samfélag þar sem öllum líður vel.
KOSNINGAR2010