Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Qupperneq 42
42 föstudagur 28. maí 2010 helgarblað Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 Hulda fæddist í Vestmannaeyjum en ólst upp í Kópavogi. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Kópavogi, prófum frá Verslunarskóla Íslands, hjúkrunarprófi frá Hjúkrun- arskóla Íslands 1974, stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 1985 og B.Sc.-prófi í almennum hjúkrun- arfræðum frá Vardhögskolan í Lundi 1989. Hulda var hjúkrunarfræðingur á lyflækninga- og gjörgæsludeild Land- spítalans 1974-75, var hjúkrunar- forstjóri á Húsavík 1975, hjúkrunar- fræðingur á Sjúkrahúsi Selfoss 1976, á Heilsugæslustöð Selfoss 1977-78, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1978, hjá SÁÁ 1979, Heilsugæslustöð Sel- foss 1979-83 og við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um árabil frá 1983 en varð síðar hjúkrunarfræðingur við geð- deild Landspítala Háskólajsúkrahúss frá 2008. Þá kenndi Hulda við Fjölbrauta- skóla Suðurlands nokkrar annir. Hulda sat í stjórn Suðurlandsdeild- ar Hjúkrunarfélags Íslands 1986 og var formaður þar 1987-88, sat í stjórn Hjúkrunarfélags Íslands 1987-88, sat í fræðslunefnd Hjúkrunarfélags Ís- lands og í fræðslunefnd Sjúkrahúss Suðurlands og sat í ritstjórn Hjúkr- unar, tímarits hjúkrunarfræðinga 1996-98. Hún var formaður umhverf- isnefndar Selfoss 1982-86, sat í bygg- ingar- og skipulagsnefnd Selfoss 1986- 90, í stjórn Félags sjálfstæðiskvenna í Árnessýslu 1979-83 og formaður þess 1993-95, sat í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna 1984-88 og í fram- kvæmdastjórn 1986-88 og átti sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins. Fjölskylda Hulda var í sambúð á sínum yngri árum með Tryggva Jakobssyni en þau skildu. Sonur Huldu og Tryggva er Hrafn Tryggvason, f. 8.3. 1970, en dóttir hans og Hildu Jönu Gísladóttur er Hrafn- hildur Lára, f. 9.1. 1997. Hulda giftist 27.6. 1976 Brynleifi H. Steingrímssyni, f. 14.9. 1929, fyrrv. lækni við Sjúkrahús Suðurlands. Þau skildu 2002. Sonur Huldu og Brynleifs er Stein- grímur, f. 30.3. 1977. Hulda giftist í september 2006, eft- irlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Guðmundssyni, f. 28.9. 1946, vélstjóra. Dætur Sigurðar eru Málfríður, Þór- dís og Birna. Alsystkini Huldu: Björn Guð- björnsson, f. 10.6. 1955, læknir, kvænt- ur Kolbrúnu Albertsdóttur; Hrafn- hildur Soffía Guðbjörnsdóttir, f. 5.5. 1962, læknir, gift Kristjáni Kárasyni. Hálfsystkini Huldu, samfeðra, eru Jóhanna Guðbjörnsdóttir, f. 13.7. 1946, gift Skúla Guðmundssyni; Sveinbjörn Dagnýjarson guðfræðingur, kvæntur Þorgerði Sigurðardóttur. Foreldrar Huldu: Guðbjörn Guð- jónsson, f. 21.6. 1925, d. 6.6. 2000, stór- kaupmaður í Reykjavík, og Hrafnhild- ur Helgadóttir, f. 3.4. 1932, hótelstjóri og síðar lífeindafræðingur. Ætt Guðbjörn var sonur Guðjóns Júlíusar, málarameistara á Akranesi Jónssonar, formanns á Akranesi Jónssonar. Móð- ir Guðjóns var Halldóra Guðlaugs- dóttir. Móðir Guðbjörns var Anna Björns- dóttir, skipstjóra og síðar seglasaum- ara á Akranesi Sveinssonar, og Guð- rúnar Klemensdóttur, frá Saltvík á Kjalarnesi. Hrafnhildur er dóttir Helga Guð- mars, vélstjóra í Vestmannaeyjum, bróður Magnúsar, afa Magnúsar Gauta kaupfélagsstjóra. Systir Helga var Rósa, móðir Magnúsar Péturs- sonar píanóleikara. Helgi var son- ur Þorsteins, b. á Upsum í Svarfaðar- dal Jónssonar, sjómannafræðara og hákarlaskipstjóra á Mínervu Magn- ússonar. Móðir Þorsteins var Rósa Sigríður, systir Snjólaugar, móður Jó- hanns Sigurjónssonar skálds og Snjó- laugar, ömmu Magúsar heitins Magn- ússonar, dagskrárgerðarmanns á BBC, og Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra HAFRÓ. Rósa var dóttir Þorvalds, b. á Krossum Gunnlaugssonar, ættföð- ur Krossaættar Þorvaldssonar. Móðir Helga var Anna Björk Benediktsdótt- ir, b. í Miðsamtúni Jónssonar. Móðir Önnu var Hólmfríður Þorkelsdóttir. Móðir Hrafnhildar var Hulda Guð- munsdóttir, vélstjóra í Vestmannaeyj- um, Ólafssonar, og Soffíu Þorkelsdótt- ur. Útför Huldu fór fram frá Grafar- vogskirkju sl. miðvikudag. minning Hulda Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur Fædd 27.12. 1951, Dáin 16.5. 2010 Filippus fæddist á Núpsstað í Skaftár- hreppi og ólst þar upp í foreldrahús- um við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hann stundaði sjómennsku frá Vestmannaeyjum á fjölda vertíða á mótorbátnum Þristi VE. Þá stundaði hann vegavinnu í nokkur vor á sínum heimaslóðum. Filippus stundaði þó lengst af landbúnaðarstörf á Núpsstað hjá for- eldrum sínum og síðan hjá Eyjólfi, bróður sínum, og hefur lengst af verið búsettur á Núpsstað. Fjölskylda Systkini Filippusar eru Margrét, f. 15.7. 1904, búsett í Reykjavík, en hún verður hundrað og sex ára eftir einn og hálfan mánuð; Dagbjört Hann- esdóttir, f. 29.10. 1905, d. 7.4. 1998, var búsett á Bíldudal; Eyjólfur Hann- esson, f. 22.6. 1907, d. 23.6. 2004, var bóndi á Núpsstað; Margrét Hannes- dóttir, f. 23.12. 1910, d. 8.10. 2006, var búsett á Keldunúpi á Síðu og síðan á Kirkjubæjarklaustri; Jón Hannesson, f. 14.11. 1913, búsettur í Svíþjóð; Mál- fríður Hannesdóttir, f. 17.12. 1914, d. 5.5. 2002, var búsett í Reykjavík; Sig- rún Hannesdóttir, f. 7.1. 1920, d. 1.6. 1982, var búsett á Húsavík; Jóna A. Hannesdóttir, f. 30.3. 1924, búsett í Reykjavík; Ágústa Þ. Hannesdóttir, f. 4.8. 1930, búsett í Hafnarfirði. Alls urðu systkinin tíu talsins. Foreldrar Filippusar voru Hann- es Jónsson, f. 13.1. 1880, d. 29.8. 1968, bóndi og landpóstur á Núpsstað í Vestur-Skaftafellssýslu, og k.h., Þór- anna Þórarinsdóttir, f. 14.5. 1886, d. 8.9. 1972, húsfreyja. Ætt Hálfsystir Hannesar landpósts, sam- feðra, var Ásta, amma Davíðs Odds- sonar Morgunblaðsritstjóra. Hann- es var sonur Jóns, b. og landpósts á Núpsstað Jónssonar, b. á Svínafelli Jónssonar. Móðir Jóns á Svínafelli var Steinunn Oddsdóttir, systir Guðríðar, langömmu Jóns, afa Jóns Helgason- ar ráðherra. Móðir Hannesar var Val- gerður Einarsdóttir. Þóranna var dóttir Þórarins Ólafs- sonar, sem drukknaði í sjómennsku frá Eyrarbakka. minning Filippus Hannesson búsettur á núpsstað Fæddur 17. 6. 1914 - Dáinn. 6. maí 2010 merkir íslendingar Jónas Árnason rithöfundur og alþingismaður f. 28.5. 1923, d. 5.4. 1998 Jónas fæddist á Vopnafirði, sonur Árna Jónssonar frá Múla, alþm. og ritstjóra í Reykjavík, og k.h., Ragn- hildur Jónasdóttir frá Brennu. Bróðir Jónasar var Jón Múli, tónskáld, út- varpsþulur og jazzáhugamaður. Jónas lauk stúdentsprófi frá MR 1942 og stundaði nám við HÍ og í Bandaríkjunum. Hann var blaða- maður við Fálkann og Þjóðviljann, ritstjóri Landnemans, sjómað- ur 1953-54, gagnfræðaskólakenn- ari í Neskaupstað, í Flensborg og í Reykholti 1953-65 og alþm. fyrir Alþýðubandalagið 1949-53 og 1967- 79. Síðast en ekki síst var Jónas þó skemmtilegur rithöfundur, prýðilegt leikritaskáld og óborganlegur texta- höfundur. Meðal bóka eftir Jónas eru Fólk; Sjór og menn; Fuglinn sigursæli; Veturnóttakyrrur; Tekið í blökkina; Sprengjan og pyngjan; Undir fönn, Halelúja, að ógleymdri ævisögu Jóns Sigurðssonar kadetts: Syndin er læ- vís og lipur, 1962. Jónas er þó þekktastur fyrir leikrit sín og texta við lög Jóns Múla, bróður síns, s.s. eins og í Deleríum Búbón- is og Járnhausnum. Meðal leikrita hans eru Þið munið hann Jörund, ; Skjaldhamrar og Valmúinn spring- ur út á nóttinni. Viðtalsbók við hann sem Rúnar Ármann Arthúrsson tók saman kom út 1986. Jónas var góður drengur og frábær húmoristi sem tók lífið ekki allt of alvarlega. Pétur Eggerz sendiherra f. 30.5 1913, d. 12.5. 1994. Pétur var af þekktum stjórnmála- mannaættum, sonur Sigurðar Egg- erz, ráðherra Íslands 1914-15, og Solveigar, dóttur Kristjáns, alþm., dómstjóra og ráðherra Íslands 1911- 12. Bræður Kristjáns voru Pétur, alþm. og ráðherra, og Steingrímur alþm., en systir þeirra var Rebekka, móðir Haralds Guðmundssonar ráðherra, og hálfsystir þeirra, Sigrún, var móðir Steingríms Steinþórsson- ar forsætisráðherra. Þessi systkini voru börn Jóns Sigurðssonar, alþm. á Gautlöndum. Sigurður Eggerz var hins vegar bróð- ir Guðmundar alþm. og Ragnhildar, móður Kristjáns Thorlaciusar alþm. Pétur var í hópi skemmtilegustu starfsmanna utanríkisráðuneytis- ins á löngum starfsferli þar. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1933 og embættisprófi í lögfræði við HÍ 1939. Hann var ríkisstjóraritari 1941-44, sá fyrsti og síðasti, fyrsti forseta- ritarinn 1944-45, sendiráðsritari í London 1945-50, sendiráðunautur í Washington og síðan í Þýskalandi og fastafulltrúi í Evrópuráðinu og hjá alþjóðakjarnorkumálastofnun- inni i Vín. Þá var hann protokollmeistari ut- anríkisráðuneytisins og skipaður sendiherra1975. Pétur skrifaði bráðskemmtilegar endurminningar: Endurminningar ríkisstjóraritara, 1971; Létta leiðin ljúfa, 1972, og Hvað varstu að gera öll þessi ár?, 1975
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.