Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Page 52
52 föstudagur 28. maí 2010 útlit Thelma Björk Jónsdóttir fatahönn- uður er þekkt fyrir hönnun sína á fallegum höfuðföt- um. Hún hefur í nokkur ár hannað spangir sem hafa vakið athygli á heimsvísu og und- anfarið hafa hattar skipað stærri sess í hönnun hennar. Thelma og Lou- ise á Seyðisfirði Thelma ákvað á dögunum að leggja land und- ir fót og setjast að í Seyðisfirði sumar- langt. „Ég hef alltaf verið hrifin af Seyð- isfirði en aldrei kom- ið þangað áður. Mig langaði að komast að- eins í burtu og Seyðisfjörð- ur varð fyrir valinu. Ég pakk- aði öllu mínu niður, sast upp í litla bílinn minn og keyrði af stað.“ Með í för var hundurinn hennar Thelmu, Louise, og litli bróðir hennar. „Í rauninni var eina planið hjá mér að gera engin plön.“ Hún segir Seyðisfjörð vera yndislegan stað. „Þetta er í raun önnur pláneta, mér hefur aldrei liðið jafn vel. Þetta er eins og að vera í hleðslu.“ Innblástur frá náttúrunni Á daginn vinnur hún á kaffihúsi en á kvöldin vinnur hún að nýrri línu. „Ég er í rannsókn- ar- og skissuvinnu og ætla að leyfa lín- unni að þróast hægt og rólega með mér inn í sumarið.“ Hún segist verða fyrir miklum áhrifum af nýju umhverfi sínu og það komi til með að vera innblástur fyrir nýju línuna hennar. „Ég skissa niður það sem verður fyrir sjónum mínum hér. Náttúran, húsin, litirnir, form og annað.“ Hattar í aðalhlutverki Línan sem Thelma vinnur að á kvöld- in hefur aðallega að geyma hatta. „Það verður eitt- hvað af spöng- um en þó aðallega hattar. Ég hef allt- af saumað hatta með en einblínt meira á spangirnar nema í síðustu línu sem ég gerði.“ Hún frumsýndi þá línu á Reykjavík Fashion Festival og hlaut mik- ið lof fyrir. Fyrir þá línu sótti Thelma áhrif í kven- ofurhetjur og skáta. „Ég og Guðjón vinur minn sem gerir lín- una „Go with Jan“ sýndum saman á RFF. Við eigum í leynilegu tísku- ástarsambandi og elskum að sýna vörurnar okkar saman. Við vildum búa til mikla sýningu og hafa „atti- tjúd“ í sýningunni.“ Þeim tókst það vel upp því þau fengu til liðs við sig stælt fitnessmódel sem sýndu hönnun- ina. Sú lína verður til sölu í Nakta ap- anum sem er ver- ið að opna aftur, nú á Laugavegi. Spangirnar hennar Thelmu er svo hægt að nálgast í Mýrinni í Kringlunni og GK Laugavegi. Strákalína í haust Það er ýmislegt í gangi hjá Thelmu. „Fyrir nýju línuna er ég í svipuðum hugleiðingum og ég var fyrir RFF. Ég er enn upptek- in af kvenofurhetjum og leyfi því að blandast inn í íslenska náttúru, eitt- hvert sveitalíf. Svo er ég líka að skoða að koma jafnvel með strákalínu eft- ir sumarið, þá strákahatta,“ segir Thelma og er greinilega innblásin af hugmyndum úr sveitaloftinu á Seyð- isfirði. „Ég ætla að leyfa þessu að rek- ast eitthvað inn í sumarið og fer svo í framleiðslu á nýju línunni beint í haust. Það er bara himnaríki á jörði að vera hérna. Fólkið hérna er svo einlægt og yndislegt.“ viktoria@dv.is Thelma Björk Jónsdóttir ákvað að setjast að á Seyðisfirði yfir sumarið. Þar vinnur hún að nýrri hattalínu og sækir innblástur í náttúruna, húsin, fólkið og formin allt í kringum sig. Hún hyggst stækka línuna sína og jafnvel koma með strákalínu eftir sumarið. Kvenofurhetjur og sveitin mætast í hönnun thelmu Fór út á land í leit að innblæstri Thelma hélt á vit ævintýranna með Louise og spókar sig nú um á strigaskóm á Seyðisfirði. Tískudrósin elísabet Alma Svendsen fatahönnunarnemi Hvað er nauðsynlegt í fataskáp- inn fyrir sumarið? Ökklasíður og léttur, sumarlegur blómakjóll, fallegur, munstraður samfestingur og fullt, fullt af litríkum sokkabuxum! mynd Saga SIg. Blómailmur frá Burberry Burberry-tískuhúsið var að senda frá sér nýjan ilm, Burberry Sport. Ilmur- inn fylgir sportlínu tískuhússins sem inniheldur ekki aðeins fatnað held- ur einnig gleraugu, töskur, fylgihluti, úr og nú ilm. Rautt gúmmíarmband fylgir líka hverri keyptri flösku. Ilm- urinn kemur bæði í dömu- og herra- útgáfu og er sá kvenlegi ferskur blómailmur á meðan karlmanns- ilmurinn er viðarkennd- ur sítrusilmur. Eins og nafnið gefur til kynna eru þeir báðir léttir og frísklegir. Nýir íslenskir húðdropar hafa vak- ið mikla athygli undanfarið. Verkun dropanna á húð hefur verið líkt við kraftaverk þar sem þeir bæði yngja og styrkja húðina. Þeir eru líka sagðir vera mjög góð- ir við þurri húð og húðsjúkdómum tengdum henni. Það er íslenska fyrir- tækið Sif Cosmetics sem á heiðurinn af þessari nýju húðvöru. Framleiðsl- an er íslensk og varan inniheldur engin rotvarnarefni, engin aukaefni og er ekki prófuð á dýrum. Sif Cos- metics sérhæfir sig í að þróa og selja snyrtivörur með sérvirk- um próteinum. Sérvirk prótein eru í líkaman- um en sum húðprótein minnka eða brotna niður með aldrinum. Dropunum er ætl- að að gefa húðinni aftur það sem hef- ur tapast með aldri og árum. Droparn- ir eru líka á mjög góðu verði sem ætti að vera viðráðan- legt flestum þeim sem vilja styrkja eða yngja upp húð sína. Íslenskir húðdropar gegn öldrun Kringlótt sólgleraugu í sumar Nú þegar sólin er farin að skína á okkur eftir langa vetrarmánuðina er mjög mikilvægt að eiga góð sól- gleraugu. Falleg sólgleraugu sem vernda augun fyrir sterkum sólar- geislunum eru nauðsynleg á hvert nef fyrir heita sumardaga. Þau eru líka sá fylgihlutur sem maður not- ar hvað mest yfir sumarmánuð- ina, og jafnvel fram á vetur. Líkt og undanfarin ár halda sólgleraugun áfram að vera stór en fara þó minnkandi miðað við undanfarin ár. Það allra heitasta þetta sumarið er kringlótt sólgler- augu í anda John Lennon – í alls konar útfærslum, stór og lítil, og í hinum ýmsu litum. Vintage gleraugu Carolina Herrera Ralph Lauren Sonia Rykiel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.