Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Blaðsíða 58
Umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is
58 föstudagur 28. maí 2010
Jorge Campos það hefur ekki spilað
fótbolta litríkari markvörður en mexíkóinn jorge Campos. þessi smái en knái markvörður, sem er
aðeins 173 sentímetrar, varði mark mexíkóa á árunum 1999-2004, alls í 129 leikjum. Hans helsta
afrek var að vinna Álfubikarinn með mexíkó árið 1999. Campos lék lengst af með Pumas í heima-
landinu en var einnig partur af upphafi mLs-deildarinnar í Bandaríkjunum þar sem hann lék bæði
með Chicago Fire og Los angeles Galaxy. þegar ferlinum lauk árið 2004 gerðist hann aðstoðarþjálf-
ari mexíkóska landsliðsins en svo var hann orðinn sérstakur aðstoðarmaður liðsins á Hm í þýska-
landi árið 2006. Í dag sinnir hann skyndibitakeðjunni sinni, sportortas-Campos, duglega og nýtur
lífsins þess á milli. Hann verður einnig viðloðandi mexíkóska landsliðið á Hm í sumar.
HVAR ER HANN Í DAG?
um HElGiNA
Red Bull virðist vera liðið sem aðr-
ir þurfa að sigra í ár í Formúlu 1.
Að sex keppnum loknum eru öku-
menn liðsins, Mark Webber og Seb-
astian Vettel, efstir og jafnir með 78
stig en þeir hafa þriggja stiga forystu
á Fernando Alonso hjá Ferrari. Að
sama skapi leiðir Red Bull heims-
meistarakeppni bílasmiða en liðið
hefur tuttugu stiga forskot á Ferr-
ari. Og talandi um Ferrari. Brasilíu-
maðurinn Felipe Massa er án sigurs
á árinu en honum hefur ávallt lið-
ið mjög vel í Tyrklandi. Hann vann
keppnina 2006, 2007 og 2008 en
þurfti að lúta í gras fyrir Jenson Butt-
on í fyrra, eins og allir aðrir.
Fer að koma að sigri
„Mér hefur alltaf liðið vel í Tyrk-
landi, brautin hentar mér vel og
mér líður vel á henni,“ segir Fel-
ipe Massa, ökumaður Ferr-
ari. „Ég hef ekki farið nægi-
lega vel af stað en þó ég
sé sautján stigum á eft-
ir Red Bull-strákunum
er það ekki jafn dram-
atískt og áður vegna
nýju stigagjafarinn-
ar. Vissulega þurfa
þeir þá líka að
misstíga sig
aðeins þannig
að ég komist
nær toppn-
um en sig-
ur væri góð
byrjun á því
að koma mér
almennilega
inn í mótið,“ segir
Massa.
Liðsfélagi Massa, Fernando
Alonso, hefur farið töluvert betur af
stað og er aðeins sjö stigum frá Red
Bull-ökumönnum í þriðja sæti stiga-
töflunnar. Hann vonast eftir góðum
úrslitum í Tyrklandi. „Þetta hefur
svo sem aldrei verið mín braut en
Felipe hefur vanalega átt hana með
húð og hári. Vonandi verðum við
báðir ofarlega þannig að við söx-
um á forskot Webbers og Vettels.
Við erum með bílana og hæfileika
til þess að gera betur og það skal
enginn afskrifa okkur í
þessari keppni þótt Red
Bull aki vel núna,“ segir
Alonso.
Schum-
acher á
engan sigur
í Tyrklandi
Brautin í Istan-
búl í Tyrklandi
þykir ein af
skemmtilegri
brautunum
í Formúlunni
en hún er afar
sérstök. Ekið
er eftir henni
rangsælis og af
þeim sökum eru
mun fleiri vinstri
beygjur en gerist
og gengur í Form-
úlu 1. Slíkt reynir gífurlega á háls-
vöðva ökumanna. Beygja átta sem
er sérstaklega löng U-beygja er tal-
in ein sú skemmtilegasta á árinu.
Hún er mjög hröð og ekin í botni í
sjötta gír. Erfiðasta beygjan er þó sú
fyrsta sem er blind og ekin í þriðja
gír. Annað sem er mjög sérstakt við
brautina er að sjöfalda heimsmeist-
aranum Michael Schumacher tókst
aldrei að vinna í Istanbúl en á öllum
öðrum brautum sem hann keppti á
í Formúlu 1 vann hann að minnsta
kosti einu sinni eða tvisvar. Hann
er nú kominn aftur í Formúluna og
verður fróðlegt að sjá hvort í Tyrk-
landi verði keppnin þar sem hann
markar endurkomu sína af alvöru.
Stimplar
maSSa Sig inn?
Á Fullri Ferð Ferrari-liðið þarf
að gera ögn betur um helgina.
TómaS þór þórðarSon
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
eFSTur mark Webber leiðir stigamótið ásamt liðsfélaga
sínum, sebastian Vettel.
Kann vel við Sig í TyrKlandi
Felipe massa vann þrjú ár í röð í tyrklandi.
Sjöunda keppni ársins í Formúlu 1 fer fram um
helgina í Istanbúl í Tyrklandi. Felipe massa
hefur unnið þrisvar á síðustu fjórum árum í
Tyrklandi en hann hefur ekki sigrað í ár. Red
Bull-menn geta með góðum úrslitum farið
að stinga af í keppni ökuþóra og bílasmiða.
Hvergi eru fleiri vinstri beygjur á árinu
en í Tyrklandi en brautin er
í litlu uppáhaldi hjá
michael Schumacher.