Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 64
64 föstudagur 28. maí 2010 helgarblað Ísland etur kappi við 24 aðrar þjóðir þegar Hera Björk Þórhalls- dóttir stígur á svið í Eurovision á laugardag. Keppendurnir eru fjölbreyttir að vanda en töluvert er um unga söngvara að þessu sinni. Heru er spáð góðu gengi en keppnin í ár þykir meira spennandi en undanfarin ár. DV tók saman helstu upplýs- ingar um andstæðinga Íslands þetta árið. albanía Juliana Pasha It’s All About You Poppað lag sem þessi þrítuga söngkona syngur. Hún hefur tvívegis tekið þátt í undankeppninni í Albaníu en komst alla leið í þeirri þriðju. hvíta rússland 3+2 Butterflies Róleg ballaða sem er mjög vel sungin. Nafn sveitarinnar kemur af því að í henni eru þrjár konur og tveir karlmenn. Hljómsveitin varð til í sjónvarps- þætti í heimalandinu. belgía Tom Dice Me And My Guitar Rólegt og hugljúft popplag sem Tom samdi sjálfur. Hann samdi sitt fyrsta lag tólf ára en hafnaði í öðru sæti í X-Factor í Belgíu. bosnía og hersegóvína Vukašin Brajic Thunder And Lightning Rokkað popplag með klisjukenndum texta. Vukašin er kallaður Leigumorðinginn eftir að hann sigraði óvænt í söngkeppni í sjónvarpsþættinum Operation Triumph. frakkland Jessy Matador Alllez Olla Olé Settu á þig sólgleraugun og klæddu þig í kynþokk- ann. Það er sumarsmellur frá Frakklandi í ár. Jessy hóf feril sinn sem dansari en hóf svo að syngja sjálfur árið 2008. Þýskaland Lena Satellite Poppsmellur um ástina. Sunginn af hinni ungu Lenu með sérkennilegum enskum hreim. Undirbún- ingstími hennar var nokkuð stuttur þar sem hún þurfti að einbeita sér að prófum í framhaldsskóla. grikkland Giorgos Alkaios & Friends OPA Af mörgum talið sigurstranglegasta lagið. Kraftmikill smellur frá honum Giorgos Alkaios sem er þekktur um allan heim. Til dæmis er hann vinsæll í Svíþjóð. Lag eftir hann er aðallag knattspyrnufé- lagsins Galatasaray. Moldavía Sunstroke Project & Olia Tira Run Away Taktfastur danssmellur þar sem fiðla og saxófónn eru áberandi. Söngkonan, Olia, er ung og fersk og gæti farið langt. Hún er stórstjarna í heimalandinu. Noregur Didrik Solli-Tangen My Heart Is Yours Páll Óskar sagði að þessi ungi maður vildi vera eins og Josh Groban og lagið eins og lag hans You Raise Me Up. Rólegt og vel sungið lag. Portúgal Filipa Azevedo Há Dias Assim Enn ein rólega ballaðan. Sungin af 18 ára söngkonu sem sló í gegn í heimalandinu 16 ára þegar hún sigraði í sjónvarpsþættinum Família Super Star. Kraftmikil rödd og gæti farið langt hitti hún á réttu tónana. rússland Peter Nalitch & Friends Lost And Forgotten Nokkuð sérstakt lag sem er sungið af Peter nokkrum Nalitch. Hann sló óvænt í gegn á myndbandavefnum Youtube. Hann gerði sitt eigið tónlistarmyndband sem vakti gífurlega athygli. serbía Milan Stankovic Ovo Je Balkan Kvenlegur og sérstakur í útliti syngur Milan popplag í Balkan-stíl. Eins og svo ótalmargir aðrir í þessari keppni sló Milan fyrst í gegn í hæfileikakeppni í sjónvarpi ekki ósvipaðri Idol. spánn Daniel Diges Algo Pequeñito Nokkuð vinsæll í heimalandinu og ein skærasta söngleikjastjarna landsins. Daniel er einnig leikari en hann syngur sérstakt lag þar sem hann bregður sér í hlutverk sirkusstjóra. bretland Josh That Sounds Good To Me Þeir verða sífelt yngri, keppendurnir í Eurovison, og Josh er einn þeirra. 19 ára piltur sem er umvafinn kynþokkafullum stúlkum. Hann syngur lag um hamingju og von undir þéttum danstakti. keppinautar he u í eurovision

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.