Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 65

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 65
helgarblað 28. maí 2010 föstudagur 65 Viðurkenndar stuðningshlífar www.eirberg.is • 569 3100 Stórhöfða 25 Opið virka daga frá kl. 9 -18 Úrval af stuðningshlífum og spelkum fyrir ökkla. Góðar lausnir fyrir þá sem hafa tognað eða eru með óstöðugan ökkla. • Veita einstakan stuðning • Góð öndun • Henta vel til íþróttaiðkunar Ísrael Harel Skaat Milim Tregafull ballaða sem er sungin á móðurmálinu af hinum ísraelska Harel. Hann var aðeins fimm ára þegar leikskólakennarinn hans uppgötvaði að hann væri með einstaka rödd. danmörk Chanée & N’evergreen In A Moment Like This Popplag með snert af hetjurokki. Sungið af Christinu og Thomas en sá síðarnefndi hefur gert það gott með hljómsveit sinni í Rússlandi og Úkraínu. Danmörk gæti því fengið stig úr óvæntri átt í ár. aserbaídsjan Safura Drip Drop Kynþokkafull ballaða um ástina. Hera og félagar eru ekki einu Íslendingarnir í keppninni því einn af höfund- um Drip Drop er Íslendingur. Stefán Örn heitir hann. Úkraína Alyosha Sweet People Byrjar rólega en krafturinn er svo keyrður upp í takt við boðskap lagsins. Alyosha eða Olena Kucher samdi lag og texta sjálf enda er hún þekktust sem lagahöfundur. rúmenía Paula Seling & Ovi Playing With Fire Klisjukennt popp spilað á plastpíanó og sungið með bjöguðum enskum hreim. Ekta Eurovision. Írland Niamh Kavanagh It’s For You Niamh er goðsögn á Írlandi eftir að hafa fært Írum sigurinn 1993 á gullaldarárum þeirra í keppninni. Nú flytur hún þjóðlega ballöðu og syngur eins og engill. Kýpur Jon Lilygreen & The Islanders Life Looks Better In Spring Rólegt popplag sem á sér sérstaka sögu. Höfundar lagsins fundu flytjandann í gegnum netið, kveðja, Google. Jon Lilygreen er frá Wales. georgía Sofia Nizharadze Shine Steig fyrst á svið þriggja ára gömul. Hún syngur enn eitt rólega lagið í keppninni. Falleg rödd og fallegt andlit. Gæti gert góða hluti. tyrkland maNga We Could Be The Same Töffarar sem eru vinsælir í heimalandinu. Popplag með rokkuðu ívafi. Sveitin vann til verðlauna sem Besta evrópska sveitin á MTV Europe Music Awards í nóvember 2009. armenía Eva Rivas Apricot Stone Hin gullfallega Eva hefur röddina líka með sér enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna í Armeníu. Þjóðlegt popplag sem lyktar sterkt af Eurovision.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.