Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Side 2
2 mánudagur 31. maí 2010 fréttir Flokkarnir liFa á landsbyggðinni Fjórflokkurinn er við hestaheilsu í flestum sveitarfélaga lands- ins. Í sextán af tuttugu og sjö sveitarfélögum héldu sömu meiri- hlutar og voru kosnir til áhrifa árið 2006 velli þótt margir þeirra töpuðu fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sterka kosningu í sín- um höfuðvígjum. Framsóknarflokkurinn sækir á. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur halda velli eða eru í sókn í sveitarstjórnakosningunum í átta af þeim tuttugu og sjö sveitarfélögum sem DV fór yfir niðurstöður kosning- anna í. Ný framboð fá brautargengi í flestum þeirra sveitarfélaga sem þau bjóða fram í. Í sex sveitarfélög- um náðu þau góðri útkomu. Vinstri- græn ná sér ekki fyllilega á flug í kosningunum og Samfylking nær aðeins ásættanlegri kosningu í sex af þeim sveitarfélögum sem skoðuð voru. Í sextán af þeim tuttugu og sjö sveitarfélögum sem DV fór yfir héldu meirihlutar velli þrátt fyrir að sum- ir þeirra hefðu misst fulltrúa yfir til annarra framboða. Í minni sveitarfé- lögum landsins virðist fjórflokkurinn vera við betri heilsu en í þeim stærri og þá einkum í Reykjavík. Athyglisvert er hversu slæma út- reið fjórflokkurinn fær í nokkrum af sveitarfélögum landsins. Þar er Reykjavík auðvitað í brennidepli þar sem Besti flokkurinn kom sá og sigr- aði og fékk sex fulltrúa kjörna. Fram- sóknarflokkurinn þurrkaðist út í borg- inni og Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og vinstri-græn töpuðu öll fulltrúum. Í Kópavogi náðu tvö ný framboð inn fulltrúum, Næstbesti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa. Stórtíðindi sveit- arstjórnarkosninganna eru þó ef til vill úrslitin á Akureyri. Þar fékk L-list- inn sex fulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hræðilega útreið þar þegar hann missti þrjá fulltrúa af fjórum í bæjar- stjórn. Vígi Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli og hreinum meirihluta í fjórum sveit- arfélögum í nágrenni Reykjavík- ur. Þetta eru Seltjarnarnes, Garða- bær, Reykjanesbær og Hveragerði. Sjálfstæðisflokkurinn heldur einnig hreinum meirihluta í Snæfellsbæ og Vestmannaeyjum. Í Ölfusi, Árborg, Vesturbyggð og á Seyðisfirði tapar Sjálfstæðisflokkurinn niður hreinum meirihlutum. Á Akranesi bauð enginn flokk- ur sig fram sem var utan hins hefð- bundna fjórflokks. Þar má sjá einar mestu sviptingar á fylgi hinna hefð- bundnu flokka í sveitarstjórnarkosn- ingunum ásamt Árborg. Þar tapar Sjálfstæðisflokkurinn í báðum tilvik- um mönnum yfir til annarra fram- boða fjórflokksins. Framsóknarflokkurinn stenst veðrið Framsóknarflokkurinn fær nokkuð góða útkomu víðs vegar á landsbyggð- inni og þá sérstaklega norðanlands og austan. Í sveitarfélaginu Skagafirði og Norðurþingi fær Framsóknarflokkur- inn fjóra fulltrúa í hvoru sveitarfélagi. Í Hornafirði nær Framsóknarflokkur- inn hreinum meirihluta. Samfylkingin fær sína verstu út- reið í Hafnarfirði þar sem flokkurinn tapar miklu fylgi yfir til Sjálfstæðis- flokksins. Best kemur flokkurinn út úr kosningunum á Akranesi þar sem flokkurinn hefur verið í fararbroddi í myndun nýrrar bæjarstjórnar með Framsóknarflokknum og vinstri- grænum. Helst er það fylgi Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar sem verður fyrir skakkaföllum á landsvísu. Það er ekki nóg að Steinunn Valdís Óskarsdóttir segi af sér. „Efasemdafólkið í baklandi ríkisstjórnarinnar hefur fengið vatn á sína myllu og þetta auðveldar ekki kattasmölun þeirra Steingríms og Jóhönnu,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður nýafstaðinna sveitarstjórnakosn- inga. Birgir segir niðurstöðurnar til marks um kröfu almennings um að breytingar verði gerðar á íslensku stjórnmálalífi. Þrátt fyrir það segist Birgir ekki taka undir þau sjónarmið að fjórflokkurinn sé í andarslitrunum eins og leitt hefur verið líkum að í kjölfar sveitar- stjórnakosninganna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins að niðurstöðurnar boðuðu upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins. „Flokkakerfið og fjórflokkurinn er eins og olíuskip. Hann er svolítið seinn að snúa sér en það mun gerast skipulagslega, forystulega og stefnulega þar sem starfsaðferðir þeirra verða endurskoðaðar til að mæta kröfum almennings. Fjórflokkurinn er ekki dauður en hann mun ganga í endurnýjun lífdaga. Það er ekki nóg að Steinunn Valdís Óskarsdóttir segi af sér. Það þarf einhverja endurnýjun á starfsaðferðum og stefnumálum til þess að kerfið virki og verði trúverðugt,“ segir Birgir. Birgir segir sértækar aðstæður ráða för í hverju sveitarfélagi fyrir sig þar sem miklu muni milli sveitarfélaga. „Stjórnmálamenn keppast við að finna staði þar sem þeim hefur gengið vel. En það geta allir fundið staði þar sem vel hefur gengið, eins og Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði eða Samfylkingunni á Akranesi,“ segir Birgir. Aðspurður hvort það hafi komið Birgi á óvart að vinstri-græn hafi ekki sótt betur í sig veðrið í kosningunum þar sem hann hafi verið með hreint blað í hruninu, segir hann allar kannanir hafa bent til slæms gengi flokksins. „Allar kannanir bentu til að vinstri-græn væru í sömu óhreinatauskörfunni og hinir. Í kosningunum var öllu hent í þvotta- vélina. Þetta sýnir ekki aðeins andstöðu við hrunið sjálft heldur líka hvernig ríkisstjórnin er að taka á málinu,“ segir Birgir. Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri: „Auðveldar ekki kattasmölunina“ Birgir Guðmundsson Segir niðurstöður kosninganna þrýsta á um allsherjar endurskoðun stjórnmálaflokkanna. RóBeRt hlynuR BalduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Besti flokkurinn, sigurvegari borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík með sex fulltrúa kjörna, hefur hafið formlegar meirihlutaviðræður við Samfylkinguna. Fulltrúar Besta flokksins sátu á löngum fundi í gær þar sem næstu skref voru kortlögð. Samkvæmt heimildum DV hefur flokkurinn lagt áherslu á að breyt- ingar verði gerðar á stjórnarháttum borgarinnar og endurnýjun. Viðræðunum verður fram haldið í dag. Jón Gnarr hefur sagt að hann geri enn kröfu um að verða borgarstjóri. Hann segir að með viðræðunum í gær hafi hann viljað eyða því óöryggi sem hafi sprottið upp gagnvart honum. Jón segir að Dagur hafi ekki fylgst með þáttaröðinni The Wire og að hann mælist til þess að Dagur geri það. Samkvæmt heimildum DV hafa einnig einhver samskipti átt sér stað milli Sjálfstæðisflokks og Besta flokksins. Besti flokkurinn vill endurnýjun: Ræða við Samfylkinguna Mikil gleði á kosningavöku Kátt var á hjalla hjá Besta flokknum í Iðusölum aðfaranótt sunnudags. Sigrún Björk Jakobsdóttir Fyrrverandi bæjarstjórinn var eini sjálfstæðismaðurinn sem var inni eftir kosningarnar á Akureyri. lúðvík Geirsson Bæjarstjórinn var í baráttusæti hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði en náði ekki kjöri. Gunnar Birgisson Lenti aftarlega á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri hans fyrir kosningar en náði inn í kosningunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.