Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Page 7
31. maí 2010 MÁNUDAGUR 7 OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - FRÉTTIR „Vissulega finnst mér sárt að réttlætið nái ekki fram að ganga því drengurinn þarf hugsanlega hjálp, annars óttast ég að hann endurtaki leikinn,“ segir móð- ir sextán ára stúlku sem sakar 14 ára gamlan vin sinn um að hafa nauðgað sér. Sökum eðlis málsins vill hún ekki láta nafns síns getið og hið sama á við um dótturina. Nauðgunina segja mæðgurnar hafa átt sér stað fyrir tæpu ári á heimili þeirra í Hafnarfirði. Móð- irin var þá heima og varð ekki vör við neitt. Mæðgurnar leit- uðu ásjár neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítalanum og í kjölfarið segir móðirin að mál- ið hafi farið á borð barnavernd- aryfirvalda í bænum. Þaðan til lögreglu, sem eftir skýrslutökur ákvað að fella nauðgunarkæru niður sökum þess að hinn meinti fjórtán ára nauðgari væri ekki sakhæfur. „Erfiðasta sem getur komið fyrir mann“ „Mér skilst að drengurinn hafi játað allt saman í skýrslutöku hjá lögreglu. Síðan frétti ég ekki neitt fyrr en málið var fellt niður hjá lögreglu sökum þess að hann er ekki sakhæfur. Það er vont. Ég er ofsalega reið yfir þessu og dóttir mín er alveg niðurbrotin,“ segir móðirin. Í samtali við DV tekur dóttirin undir orð móður sinnar og lýsir sárum vonbrigðum með þá nið- urstöðu að vinur hennar fyrrver- andi sleppi með verknaðinn. „Að vera nauðgað er örugglega það erfiðasta sem getur komið fyrir mann. Þetta er ofboðslega sárt og miklu verri líðan af því að þetta var vinur minn sem gerði þetta. Hann sagði mér sjálfur að ég væri besta vinkona hans og ég hélt ég gæti treyst honum. Það gerir þetta svo sárt og mér finnst órétt- látt að hann fái enga refsingu. Þó hann hafi verið fjórtán ára, þá framdi hann fullorðinsglæp. Hann eyðilagði líka uppáhalds- lagið mitt, Thriller með Michael Jackson, en undir því gerðist þetta. Nú heyri ég það lag alls staðar og þá fer mér að líða illa,“ segir dóttirin. Mamman var heima Aðspurð segir móðirin bæði skýrslutökur lögreglu og áverka- vottorð neyðarmóttöku styðja framburð dóttur sinnar en þrátt fyrir það falli málið niður sök- um aldurs drengsins. „Þetta hef- ur tekið verulega á okkur, eink- um þar sem hún var hrein mey og henni þótti það mikilvægt að velja sér þá sérstöku stund. Það var þarna tekið af henni og það er ofboðslega sárt að vita til þess að það var gert af þáverandi góðum vini hennar. Það er alveg skelfi- legt,“ segir móðirin. „Morguninn eftir fór ég með hana á neyðarmóttökuna og þar fengum við frásögn hennar stað- festa með alls konar sýnum. Í kjölfarið fór málið til barnavernd- arnefndar og síðar lögreglu. Þar fengum við svo þau svör að þessi kæra myndi ekkert þýða því hann væri svo ungur, þrátt fyrir að ekk- ert í skýrslutökum hjá lögreglu benti til þess að frásögn hennar væri tilbúningur.“ Of ungur Hjá kynferðisbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu fékkst það staðfest að málið barst deildinni frá barnaverndaryfir- völdum í Hafnarfirði sumarið 2009. Þar var það rannsakað að fullu og síðan sent til ríkissak- sóknara. Á þeim bæ var ákveðið að fella málið niður vegna þess að drengurinn var ósakhæfur sökum aldurs og málið endaði því aftur í meðferð barnavernd- aryfirvalda. Hér á landi telst einstaklingur ekki sakhæfur fyrr en hann hef- ur náð fimmtán ára aldri. Börn- um yngri en fimmtán verður því ekki refsað samkvæmt almenn- um hegningarlögum, ólíkt því sem tíðkast til dæmis á Englandi þar sem börn teljast sakhæf eftir tíu ára aldur. Engu að síður get- ur lögregla komið að rannsókn sakamála þar sem ósakhæf börn eiga í hlut en þá ekki í þeim til- gangi að leiða til ákæru heldur sem aðstoð við barnaverndaryf- irvöld. Meydómur og traust horfið „Fyrir móður er hrikalegt að upp- lifa þetta og lengi vel var ég í al- gjöru sjokki. Ég sjálf var í húsinu þegar þetta gerðist, það er of- boðslega erfitt að vita til þess. Við gerðum það besta í stöð- unni, fluttum af landinu og erum að vinna úr þessu þar því dóttir mín er svo hrædd eftir þetta. Ég er bara að gera mitt besta til að halda utan um hana og vernda hana eftir áfallið,“ bætir móðirin við. Aðspurð segist dóttirin hafa misst allt traust til annars fólks og bendir á að sökum hræðslu óttist hún að aðrir komi nálægt sér. „Ég er hrædd við alla. Ég get engum treyst enn þá í dag og það er svo erfitt þegar þessi atburður kem- ur aftur upp í hugann. Það gerist mjög reglulega. Ég á ekki eftir að geta fyrirgefið þetta og held að ég muni aldrei geta gleymt þessu, meydómurinn minn var mér svo dýrmætur og það vissi hann,“ segir dóttirin. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Fjórtán ára drengur sleppur undan ásökunum vinkonu sinnar um nauðgun sökum ungs aldurs þar sem lögregla taldi ekki hægt að fara með málið lengra eftir kæru. Nauðgunina segir hún hafa átt sér stað á heimili hennar í Hafnarfirði og á meðan móðir hennar var heima. Stúlkan unga telur sig aldrei fyllilega komast yfir atburðinn því með honum hafi meydómurinn og allt traust til annarra manneskja horfið. Hræðileg upplifun Unga stúlkan segir upplifunina hafa verið hræðilega enda um einstakling að ræða sem hún taldi vera góðan vin sinn. SVIÐSETT MYND OF UNGUR FYRIR DÓM Vinirnir Hannes Hólmsteinn og Frið- björn Orri svara engu. Benda báðir á Þorvald Gylfason Friðbjörn Orri Ketilsson, ritstjóri fréttavefjarins AMX, svarar engu til um eignarhald sitt á félaginu Con- ferences and Ideas ehf. sem á bras- ilískt rannsóknar- og fræðisetur í borginni Rio de Janeiro. Þrátt fyr- ir ítrekaðar fyrirspurnir DV til rit- stjórans svarar hann engu. Samkvæmt ársreikningum fé- lagsins eignaðist félag í eigu Frið- björns Orra, Skipaklettur ehf., rannsóknarsetrið og eignarhalds- félag þess árið 2008. Setrið er verð- lagt á tæpar 25 milljónir en það var áður í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Svo virðist sem vinur Hannesar, rit- stjórinn Friðbjörn Orri, hafi tek- ið við eignarhaldinu árið 2008 en hvorugur þeirra svarar nokkru til um ástæðu þessara breytinga. DV hefur ítrekað óskað svara hjá Friðbirni Orra en engin fengið. Hannes hefur aðeins svarað því til að hann hafi fyrir nokkru áttað sig á því að betra væri að láta aðra sjá um sín fjármál og að hann reyni að eiga ekki neitt. „Ég hef reynt að eiga ekki neitt og láta aðra, sem eru til þess færari, sjá um mín fjármál. Ég hef komist að því sem gamall grísk- ur spekingur, Bíon frá Borisþenes, sagði“: „Hann hefur ekki eign- ast auð; auðurinn hefur eignast hann,““ sagði Hannes Hólmsteinn í samtali við DV. Á sama tíma og hvorugur þeirra svarar spurningum um brasilíska rannsóknarsetrið og félagið Con- ferences and Ideas ehf. hafa þeir báðir bent á að meira tilefni sé til að skoða málefni Þorvalds Gylfa- sonar, prófessors í hagfræði við Há- skóla Íslands. Á meðan fjallað er um Hannes finnst þeim félögum ósanngjarnt að Þorvaldur sleppi. trausti@dv.is Smjörklípa? Á sama tíma og félagarnir Hannes og Friðbjörn svara engu um sín mál benda þeir báðir á að meira tilefni sé til að skoða málefni Þorvalds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.