Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Side 10
10 mánudagur 31. maí 2010 fréttir
SOFFANÍAS STEFNIR
LANDSBANKANUM
Útgerðarfyrirtækið Soffanías Cecilsson hefur stefnt Landsbankanum vegna hlutabréfakaupa félagsins í
honum árið 2007 og 2008. Bankinn fjármagnaði kaupin. Forsvarsmenn félagsins telja að hlutabréfakaup-
in hafi ekki staðist lög og eru ósáttir við að sitja uppi með skuldina.
Útgerðarfyrirtækið Soffanías Cec-
ilsson hf. á Grundarfirði hefur
stefnt Landsbanka Íslands vegna
hlutabréfakaupa félagsins í bank-
anum árið 2007 og 2008. Félagið
keypti 0,72 prósenta hlut í Lands-
bankanum á þessum árum og var
stærsti hluti þeirra keyptur í jan-
úar árið 2008.
Hluturinn var metinn á um 1,6
milljarða króna við bankahrunið
árið 2008 og tapaði félagið honum
með falli bankans. Landsbankinn
lánaði Soffaníasi fyrir stærstum
hluta bréfanna og var veðið fyrir
láninu í bréfunum sjálfum. Sam-
tals námu lán frá Landsbankan-
um til félagsins um 4,9 milljörðum
króna, samkvæmt skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis, en félag-
ið fjárfesti einnig í peningamark-
aðssjóðum bankans fyrir lánsféð.
Fjallað er nokkuð ítarlega um
þessi viðskipti í rannsóknarskýrsl-
unni.
Nokkur óvissa hefur ríkt um
framtíð útgerðarfyrirtækisins frá
bankahruninu út af skuldsetningu
félagsins vegna hlutabréfakaup-
anna. Um fimmtíu manns starfa
hjá Soffaníasi Cecilssyni. Félagið
hefur ekki skilað ársreikningi síð-
an árið 2007.
Telja hlutabréfakaupin lögbrot
Stjórnarformaður Soffaníasar Cec-
ilssonar, Rúnar Sigtryggur Magnús-
son, staðfestir að félagið hafi stefnt
Landsbankanum en vill ekki ræða
málið efnislega. „Þetta er ekkert
orðin frétt strax. Það er ekki búið að
taka þetta fyrir eða neitt. Ég held að
það sé okkur ekki til framdráttar að
vera að ræða þetta mikið í fjölmiðl-
um. Þetta er svolítið viðkvæmt mál,“
segir Rúnar en lögmaður Soffanías-
ar er Ragnar Aðalsteinsson hæsta-
réttarlögmaður.
Málið er meðal annars viðkvæmt
vegna þess að Soffanías Cecilsson er
fjölskyldufyrirtæki og var langt í frá
einhugur meðal eigenda og stjórn-
enda félagsins um kaupin. Deilt hef-
ur verið um viðskiptin innan fjöl-
skyldunnar frá því þau áttu sér stað.
Meðal annars út af þessu vilja að-
standendur Soffaníasar lítið ræða
um málið við fjölmiðla.
Heimildir DV herma að ástæð-
urnar fyrir stefnunni séu þær að for-
svarsmenn Soffaníasar telja hluta-
bréfakaupin hafa verið lögbrot. Einn
af heimildarmönnum DV, sem ekki
vill láta nafns síns getið, segir að
stefnan snúist um „samskipti félags-
ins við Landsbankann“. „Í sem fæst-
um orðum gengur þetta út á það
að kanna hvort hlutabréfaviðskipti
Soffaníasar Cecilssonar hafi verið í
samræmi við lög. Hvort hlutabréfa-
kaupin hafi verið skuldbindandi eða
ekki,“ segir heimildarmaðurinn en
ágreiningurinn við bankann snýst
um það hvort Soffanías Cecilsson
eigi að greiða skuldina við Lands-
bankann til baka. „Það er ágreining-
ur um þessa skuld,“ segir heimildar-
maðurinn en reikna má með því að
skuldin við Landsbankann sé mikil
byrði á félaginu og að framtíð þess
snúist um það hvort það verði dæmt
til að greiða skuldina eða ekki.
Ósætti um hlutabréfakaupin
Mikið ósætti kom upp hjá Soffaníasi
Cecilssyni út af hlutabréfakaupun-
um þar sem einn af stjórnarmönn-
unum þremur, Magnús Soffaní-
asson, var á móti fjárfestingunni í
Landsbankabréfunum.
Í viðtali við DV í fyrra sagði Magn-
ús að hann hefði litið á Soffanías
Cecilsson sem útgerðarfélag en ekki
fjárfestingarfyrirtæki. Hann höfð-
aði mál gegn framkvæmdastjóra fé-
lagsins, Sigurði Sigurbergssyni, og
meirihluta stjórnar út af hlutabréfa-
kaupunum því hann taldi að meiri-
hluti stjórnarinnar hefði ekki haft
umboð til að skuldbinda fyrirtækið
með slíkum hlutabréfakaupum.
Í september árið 2008 féll dóm-
ur í héraðsdómi Vesturlands sem
var Magnúsi í hag og var sá dómur
staðfestur í Hæstarétti í september
í fyrra. Samkvæmt dómnum hafði
meirihluti stjórnarinnar ekki heim-
ild til að veita framkvæmdastjóran-
um umboð til að skuldbinda félagið
í viðskiptunum við Landsbankann.
Í viðtalinu við DV í fyrra sagði
Magnús, þegar hann var spurð-
ur um stöðu útgerðarfyrirtækisins:
„Fyrirtækið er einn stærsti vinnu-
veitandinn í bænum og auðvitað
hafa menn áhyggjur en við vitum
ekki ennþá hvernig við stöndum. Á
næstu vikum munum við komast að
því hvort fyrirtækið verði byggt upp
aftur eða hvort það verður lagt nið-
ur út af þessari fjárfestingu,“ segir
Magnús en reikna má með að mála-
ferlin gegn Landsbankanum snúist
meðal annars um að reyna að svara
þessum spurningum um framtíð fé-
lagins.
DV hefur ekki heimildir fyr-
ir því hvenær mál Soffaníasar gegn
Landsbankanum verður tekið fyrir
í dómskerfinu en ljóst er að það er
mjög mikilvægt fyrir Grundarfjörð
þar sem félagið er einn stærsti at-
vinnurekandinn í bænum.
ingi f. vilhjálmSSon
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Í sem fæstum orðum gengur
þetta út á það að kanna
hvort hlutabréfavið-
skipti Soffaníasar Cecils-
sonar hafi verið í sam-
ræmi við lög.
Telja gerninginn lögbrot Stefna Soffaníasar Cecilssonar
á hendur Landsbankanum byggist á því að hlutabréfavið-
skiptin hafi verið lögbrot. Hér sjást höfuðstöðvar Soffaníasar
Cecilssonar á Grundarfirði.
Stefnir fyrir Soffanías Ragnar
Aðalsteinsson er lögmaður
Soffaníasar Cecilssonar sem
stefnt hefur Landsbankaum út af
hlutbréfakaupum félagsins í honum
á árunum 2007 og 2008.
Bankanum stefnt Stefna
Soffaníasar Cecilssonar beinist
gegn Nýja-Landsbankanum
en er vegna viðskipta sem áttu
sér stað í bankanum fyrir hrun.
Sigurjón Árnason var banka-
stjóri Landsbankans fyrir hrun
og Ásmundur Stefánsson tók
við eftir hrun.
n „Soffanías Cecilsson hf. sótti um og
fékk samþykkt nokkur lán í Landsbanka
Íslands hf. og er megintilgangur með
lántökunum sá að kaupa hlutabréf
í Landsbankanum ásamt peningabréf-
um útgefnum af sama banka. Í mars
2007 (afgreitt milli funda) fær félagið
3 milljarða kr. lán sem verja á til kaupa
á peningabréfum og hlutabréfum
í Landsbankanum. Lánið var kúlulán til
þriggja ára og í erlendri mynt. Í ágúst
2007 (afgreitt milli funda) fær félagið 1,5 milljarða kr. kúlulán og er lánið til þriggja
ára. Í apríl 2008 er afleiðurammi félagsins vegna skuldastýringar hækkaður um
400 milljónir kr. og verður 800 milljónir kr. Ástæða hækkunarinnar var veiking ISK
og tap á samningum sem félagið hafði gert m.a. vegna hlutabréfakaupa. Samtals
nema lánveitingar Landsbankans vegna verðbréfakaupa 4,9 milljörðum kr.
Ofangreindar ákvarðanir voru allar teknar af lánanefnd Landsbanka Íslands hf.“
Úr skýrslu rannsóknarnefndar