Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Side 13
Svona kerfi hafa aldrei náð tökum á
mér. Ég fór til dæmis í gegnum skóla-
kerfið algjörlega á mínum forsend-
um. Ég var ekkert að berjast gegn kerf-
inu eða láta illa. Ég bara tók ekki þátt í
því og gerði meira að segja fullt mjög
skemmtilegt.“
Það var strax augljóst að Jón ætl-
aði ekki bara að verða borgarfulltrúi
heldur stefndi hann beint á sjálfan
borgarstjórastólinn, sem nú hálfu ári
síðar er innan seilingar. „Það er miklu
meira spennandi en að vera borgar-
fulltrúi og ég yrði pottþétt besti borg-
arstjóri sem verið hefur. Þó að ég viti
ekkert hvað felst í því. Ég myndi ekk-
ert vera að gera eitthvað sem fólk væri
mjög ósátt við. Ég myndi gera eitthvað
sem fólk væri mjög glatt með.“
„Bráðgáfaður“
Jóhann G. Jóhannsson listamaður er
mágur Jóns og þekkir hann persónu-
lega. „Allt sem hann tekur sér fyr-
ir hendur verður að snilld. Það má í
raun segja að hann sé algjör snilling-
ur. Það er ótrúlegt með þetta framboð,
þetta er hugmynd sem poppar upp í
hausinn á honum í nóvember og
verður að veruleika í janúar. Í maí er
hann kominn með 34% fylgi og þetta
sýnir hversu frjór og mikill snilling-
ur hann er. Pólitíkusar tala mikið, en
það er bara ekki nóg að tala hratt og
tala rétt, Jón nær að gera hratt og gera
rétt. Allt sem hann hefur tekið sér fyrir
hendur, það leikur í hönunum á hon-
um,“ segir Jóhann.
Hann segir Jón langt frá því að
vera einhvern trúð í einkalífinu og sé
alls ekki alltaf að grínast. Það sé stutt
í grínið en hann sé enginn sprelligosi.
„Hann er bara ósköp venjulegur mað-
ur, bráðgáfaður og það er mjög gam-
an að tala við hann. Hann lætur sig
mál varða og hefur alltaf gert það í
gegnum alla sína tíð. Hann hefur ekki
bara girt niðrum sig fyrir grínið. Það
hefur alltaf verið einhver „agenda“ hjá
honum. Georg Bjarnfreðarson er ekki
bara ofsalega fyndin persóna. Það er
miklu meira og dýpra að baki og ein-
hverjar meiningar,“ segir hann.
Góður pabbi
Jón Gnarr á fimm börn og Jóhann G.
lýsir mági sínum sem miklum fjöl-
skyldumanni. „Heima við er hann
bara voðalega mikill heimalningur.
Hann er yndislegur pabbi og er að
sinna heilli kynslóð af börnum og ger-
ir það mjög vel. Hann sinnir börnum
og hundi og konu og þannig þekki ég
hann best, sem fjölskyldumann.“
Jón er sem sé faðir fimm barna á
öllum aldri og er giftur Jóhönnu Jó-
hannsdóttir, þau búa saman ásamt
börnum sínum í miðborg Reykjavík-
ur. Í yfirheyrslu í helgarblaði DV sagði
Jón að besta stund ævi sinnar hafi ver-
ið þegar hann kynntist konunni sinni.
Sú stund vari enn.
Jóhann G. segir hreint ótrúlegt að
vinna með Jóni. „Við höfum unnið að-
eins saman og hent hugmyndum okk-
ar á milli. Það er alveg ótrúlegt. Hann
er svo mikill snillingur, það er svo
gaman að vinna með honum, hann
er svo frjór. Um leið og maður kem-
ur með hugmynd, er hann strax kom-
inn með fjóra aðra vinkla. Það opnast
nýir heimar þegar maður spjallar við
hann,“ segir Jóhann G.
Maður fólksins
Jóhann Ævar Grímsson kynntist Jóni
árið 2006 þegar þeir voru að byrja
að skrifa handritið að Næturvakt-
inni. Þeir unnu svo saman í nokkur
ár við að skrifa framhaldsþáttarað-
irnar Dagvaktina, Fangavaktina og
að lokum kvikmyndina Bjarnfreð-
arson, ásamt leikurunum Jörundi
Ragnarssyni, Pétri Jóhanni Sigfússyni
og leikstjóranum Ragnari Bragasyni.
„Öll þau skipti sem ég hef umgengist
hann, þá er það eins og ævintýri og
lítil saga út af fyrir sig,“ segir Jóhann
Ævar, sem ber honum góða söguna.
„Ég hef bara kynnst því að hann sé
réttsýnn og mjög heiðarlegur, stund-
um of heiðarlegur. Það er ekki löst-
ur heldur kostur. Hann er með litla
þolinmæli fyrir rugli og óheiðarleika
annarra,“ segir Jóhann Ævar.
„Hann hefur skoðun á öllu og hik-
ar ekki við að tjá hana,“ segir Jóhann
Ævar, en aðspurður hvort eitthvað í
fari Jóns hafi bent til þess að hann ætl-
aði í pólitík, svarar hann neitandi. „Ég
sá þetta nú ekki fyrir. Jón er þannig
týpa að hann er til alls líklegur og ég
held að það hafi verið gegnumgang-
andi hjá honum, þegar hann segist
ætla að gera það, þá gerir hann það.“
Hvaða eiginleika telur Jóhann
Ævar að Jón Gnarr hafi til að verða
borgarstjóri? „Það er voðalega mik-
il klisja að segja að hann hugsi út úr
kassanum, en Jón hefur það. Ég veit
ekki hvað hann gerir og ég hlakka til
að vita það. Hann er maður fólksins,
hvar sem hann er staddur, sérstak-
lega við tökur á Vöktunum, þá held-
ur hann öllu gangandi með jákvæðni
og með því að taka þátt í lífi annarra,
ef honum tekst að færa þetta yfir á
stærri skala borgarinnar væri það
mjög gott.“
„Jón er enginn kjáni“
Þegar Jóhann Ævar er beðinn um
að leggja mat á hvort Jón Gnarr hafi
spilað kosningabaráttuna eftir eyr-
anu eða hvort hún hafi verið þaul-
skipulögð fyrirfram, svarar hann:
„Ég held að þetta sé sitt af hvoru
tagi. Hann sér oft fyrir hluti sem ég
viðurkenni að ég á engan sjens á að
sjá, til dæmis var hann alveg sann-
færður um vinsældir Vaktanna,“
segir Jóhann Ævar.
Hann nefnir að Jóni hafi margsinn-
ist tekist að enduruppgötva sjálfan
sig sem listamann. Þegar fólk verður
þekkt fyrir eitthvað sér almenning-
ur ekkert annað en það. Jóhann segir
að á öllum ferlinum hafi Jóni tekist að
brjóta sig út úr hverju mótinu á fætur
öðru og enduruppgötva sig.
En hvers vegna tókst Jóni að brjóta
upp gamla valdakerfið þegar eng-
um öðrum hefur tekist það? „Það er
þessi leiðtogahæfileiki. Hann á auð-
velt með að fá fólk með sér í lið og það
smitar út frá sér til hinna. Ég veit ekki
hvernig ég á að túlka það sem hefur
gerst, mér finnst það alveg jafnótrú-
legt og öðrum, en ef einhver hefði get-
að gert það þá er það Jón.“
Hann telur að Jón geti sinnt starf-
inu vel. Blendnar tilfinningar hljóti að
bærast í brjósti Jóns yfir þessari nýju
áskorun. „Ég held að hann sé bæði
í bland stressaður og rólegur. Hann
hefur þennan eiginleika að geta farið
í stresstímabil og meitlað þau á sinni
áætlun. Ég held að þú þyrftir að vera
kjáni til að vera ekki mjög stressaður
fyrir þessu og Jón er enginn kjáni.“
fréttir 31. maí 2010 mánudagur 13
„SMALI SEM STUGGAR HJÖRÐINNI“
Hann hefur ekki bara girt niðrum
sig fyrir grínið. Það hef-
ur alltaf verið einhver
„agenda“ hjá honum.
Það opnast nýir heimar þegar
maður spjallar við hann.
Jón Gnarr „Hirðfífl og trúður
eins og Jón, hann þekkir
andlit lyginnar og hann er
sérfræðingur í að skoða lygina.
Það er hans vinna. Þannig
leiðtoga þurfum við,“ segir
Benedikt Erlingsson um Jón.