Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Qupperneq 17
FRÉTTIR 31. maí 2010 MÁNUDAGUR 17 Breski lottóvinningshafinn, Mich- ael Carroll, hefur snúið aftur í sitt gamla starf sem ruslakarl eftir að hafa eytt rúmlega 18 milljarða vinningi á átta árum. Hinn 26 ára Caroll eyddi peningunum í eitur- lyf, veðmál og þúsundir vændis- kvenna og var alsæll þegar hann var ráðinn aftur í ruslatínslu ná- lægt heimili sínu í Norfolk í Bret- landi. Í viðtali við The People sagðist Carroll ánægður með um- skiptin og að hann „gæti ekki beð- ið eftir að komast í eðlilegt starf aftur“. Hann sagðist einnig von- ast til þess að hitta sína gömlu vini aftur og að hann væri leiður á að vera umkringdur sníkjudýrum sem hefðu bara áhuga á pening- um hans. Carroll lifði hratt í þau átta ár sem vinningurinn dugði honum en lífsstíllinn varð til þess að hann missti eiginkonu sína og dóttur. Carroll viðurkennir að vinningurinn hafi breytt honum þannig að ekkert nema eiturlyf, kynlíf og gull hafi lengur vakið áhuga hans. Carroll, sem skreytti sig með miklum gullhálsfestum eftir að hann vann, montaði sig reglulega af því að sofa hjá fjórum vændiskonum daglega. „Með hjálp dópsins gat ég haldið áfram svo dögum skipti - svo ég eyddi bæði nóttum og dögum í hórurnar. Partíinu er nú lokið og ég er feginn. Nú sný ég aftur í raunveruleikann og á ekki krónu með gati og þannig vil ég hafa það. Mér reynist auðveldara að lifa á 42 pundum en milljónum punda.“ Breskur lottóvinningshafi sóaði rúmlega 18 milljörðum í dóp, veðmál og hórur: Milljarðamæringur aftur í ruslið Í rusli Michael Carroll er feginn að partíinu sé lokið og að honum gangi betur að lifa af á klinki en milljörðum. Móðir morðingja týnd Breska lögreglan leitar nú að móður Stephan Griffiths, sem var í síðustu viku handtekinn í tengslum við morð á þremur vændiskonum, en Moira Griffiths virðist hafa horfið af yfirborði jarðar. Stephan hefur ver- ið ákærður fyrir að hafa myrt þær Suzanne Blamires, 36 ára, Shelley Armitage, 31 árs, og Susan Rush- worth, 43 ára. Lögreglan fann fleiri líkamshluta í ánni þar sem konurn- ar fundust og þarf því að ræða við Moiru. Sögusagnir um að hún hafi sjálf starfað sem vændiskona á árum áður fara nú fjöllum hærra. Dennis Hopper látinn Hollywood-leikarinn og leikstjórinn Dennis Hopper er látinn, 74 ára að aldri. Hopper hafði barist við krabbamein í blöðruhálskirtli og varð að láta í minni pokann fyrir sjúkdómnum á sunnudagsmorgun en Hopper lést á heimili sínu í Kaliforníu. Hann er líklega best þekktur fyrir leik sinn í myndinni Easy Rider en kvikmyndaferill hans nær aftur til ársins 1950. Aðrar þekktar myndir Hoppers eru Apocalypse Now, Rumbl Fisk og Blue Velvet. Dennis Hopper var einn af villingum Hollywood en hann hafði háð baráttu við áfengis- og fíkniefnadjöfulinn. Sofnaði og sonur- inn brann Breska mamman sem skildi fimm mánaða gamalt barn sitt úti í steikj- andi sólinni segist hafa orðið ofur- ölvi af einum bjór. Cosmo Wilson varð fyrir alvarlegum bruna á yfir 40% líkama síns þegar móðir hans lét hann liggja óvarinn á einum heitasta degi ársins en hitastigið fór upp í 27 gráður. Móðir hans, Anna Wilson, segist viti sínu fjær vegna atburðarins. „Við faðir hans viljum bara ala son okkar upp og gleyma þessari skelfilegu martröð.“ Faðirinn var ekki viðstaddur þegar sonurinn brann en hann segist fullviss um að kona hans hafi ekki verið að drekka sig fulla. „Þetta var slys. Hún ætlaði að byggja kastala með Cosmo en sofnaði eftir að hafa drukkið eina bjórdós.“ SAMFEÐRA KÆRUSTUPAR á lífinu árið 1980. Eftir nokkra daga ástarsamband slitnaði upp úr hjá þeim en ekki fyrr en Carmel hafði orðið ófrísk. Hún sagði ekki Tom frá James og var komin í samband með Vincent áður en hann fæddist. Tom frétti fyrst að syninum þegar James var fjögurra ára og fór í forræðisdeilu sem hann tapaði. James man lítið frá þeim tíma en rámar sálfræðiviðöl og dómsmál. „Ég man eftir að hafa þurft að benda á pabba minn, sem á þeim tíma var Vincent, í dómsal og veit núna að dómarinn var að ákveða hvort það væri skynsamlegt að bjóða nýjum pabba inn í líf mitt. Ég vildi fá að hitta þennan dómara í dag og spyrja hann hvort hann væri ánægður með störf sín.“ James og Tom höfðu strax náð vel saman og James segist hafa öfundað Mauru af því að eiga svona gott samband við pabba sinn. „Tom finnst að við eigum ekki að vera saman og því höfum við þurft að slíta öllu sambandi við hann. Ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður. Hann vissi af mér þarna úti en gat ekki fengið að vera pabbi minn. Svona lagað getur gerst ef feður fá ekki jafnan rétt á við mæður.“ Fjölskylda James og Maura halda nöfnum sínum leyndum. Þau ætla að gifta sig og eignast fleiri börn þrátt fyrir að vera hálfsyskini.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.