Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 20
Valtur formaður
n Staða Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar, formanns Framsóknar-
flokksins, er afleit eftir að flokkurinn
féll í rústir í þétt-
býlinu. En þrátt
fyrir augljóst áfall
hefur Sigmund-
ur verið einkar
brattur og kennt
öllum öðrum
um en sjálfum
sér. Guðmundur
Steingrímsson,
þingmaður og flokksbróðir hans, er
á öðru máli og hefur beinlínis lúskr-
að á formanninnum. Þykir einsýnt
að Guðmundur undirbúi að hjóla í
formanninn og setjast sjálfur í stól-
inn. Hann er þannig þriðji ættliður-
inn til forystu í flokknum. Afi hans,
Hermann Jónasson, var forsætisráð-
herra líkt og Steingrímur Hermanns-
son, faðir Guðmundar.
KVöldsett hjá degi
n Dagur B. Eggertsson, varaformað-
ur og oddviti Samfylkingar, stendur
á brauðfótum eftir afhroð í Reykja-
vík. Horft hefur
verið til Dags sem
arftaka Jóhönnu
Sigurðardóttur
á formannsstóli.
Nú má ljóst vera
að hann er út úr
þeirri mynd. Með
sigri í Reykjavík
hefði Dagur tekið
flugið til æðstu metorða. En nú blasir
við að það húmar að kveldi í hans
pólitíska lífi.
örVænting sóleyjar
n Nokkra athygli vakti hversu mik-
ið vinstri græn í Reykjavík notuðu
Steingrím J. Sigfússon, formann
flokksins, í baráttunni fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar í Reykjavík. Á
föstudag sáust Sóley Tómasdóttir og
Þorleifur Gunnlaugsson, efstu menn
á lista vinstri grænna í borginni,
spássera um Austurvöll með Stein-
grím J. uppi á arminn. Á laugardag
var svo auglýsing með Steingrími J.
og Katrínu Jakobsdóttir framarlega
í Fréttablaðinu þar sem verið var að
kynna framboð VG í sveitarstjórna-
kosningunum. Töluvert aftar í blað-
inu var svo auglýsing með mynd af
frambjóðendum vinstri grænna í
Reykjavík. Ekkert annað framboð
notaði leiðtoga sína í landsmála-
pólitíkinni. Þótti þetta benda til ör-
væntingar vinstri grænna í Reykjavík
vegna lélegs árangurs í skoðana-
könnunum.
ellý og sambýlis-
maðurinn
n Ellý Ármannsdóttir, fyrrverandi
þula, var í Ósló dögum saman til að
fylgjast með Eurovision-keppninni
fyrir hönd 365 miðla Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar. Fyrir nokkru hætti
Ellý í fússi sem blaðamaður á visir.
is eftir samskipti við Óskar Hrafn
Þorvaldsson, þáverandi frétta stjóra.
Vakti brotthvarfið nokkra athygli
enda höfðu klámskotnar fréttir
hennar á Vísi verið mjög til umræðu.
Eftir að Óskar Hrafn hætti störfum
skaust Ellý aftur inn á ljóshraða og
var umsvifalaust send til Óslóar. Þess
má geta að sambýlismaður hennar,
Freyr Einarsson, fer nú með það vald
sem Óskar hafði áður.
Svarthöfði fylgdist auðvitað með sveitarstjórnakosning-unum um helgina af áhuga líkt og aðrir Íslendingar. Ein
helstu tíðindin eftir kosningarnar
eru auðvitað þau hversu laskaðir
leiðtogar margra flokkanna eru eftir
slælegt gengi og telur Svarthöfði að
nokkrir þeirra muni ekki bera sitt
barr aftur eftir skellinn. Reyndar var
það svo að strax á kosninganóttina
var byrjað að kalla eftir endurnýjun í
efstu sætunum innan úr flokkunum
sjálfum.
Þannig telur Svarthöfði til dæmis að það sé alveg ljóst að Dagur B. Eggertsson muni að öllum líkindum
ekki leiða lista Samfylkingarinnar
aftur í næstu borgarstjórnarkosn-
ingum í Reykjavík. Hann hefur nú
fengið tvö tækifæri í borgarstjórnar-
kosningum sem oddviti Samfylking-
arinnar en á enn eftir að bíða kosn-
ingasigur. Flokkur hans missir tvo
borgarfulltrúa, fer frá fimm og niður
í þrjá, og ýmislegt bendir til þess að
Dagur hafi verið strikaður nokkuð út
í kosningunum.
Tap Dags og kallið eft-ir breytingum á flokks-forystunni í borginni sást einna best á því að fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Samfylk-
ingarinnar, Karl Th. Birgisson, sagði
það á sjálfa kosninganóttina að end-
urnýjunar væri þörf hjá Samfylk-
ingunni í borginni. Orð Karls mátti
skilja sem beina gagnrýni á oddvit-
ann hrokkinhærða og má ætla að
þessi skoðun sé nokkuð útbreidd
meðal flokksmanna þar sem Karl
er áhrifamaður innan hans. Dagar
Dags sem leiðtogi Samfylkingarinn-
ar í borginni eru því líklega senn á
enda.
Annar leiðtogi sem beið enn meira afhroð en Dagur er aumingja Einar Skúlason, vinalega góð-
mennið úr Framsóknarflokknum
sem átti eftirminnilegasta slagorð-
ið í kosningabarátunni. Einar náði
ekki einu sinni að slefa í þriggja
prósenta fylgi og var langt frá því að
komast inn í borgarstjórn. Ljóst er
að Einar er langt frá því að höfða til
kjósenda og mun líklega þurfa að
finna sér annan starfsvettvang en
stjórnmál. Ósigur Einars er senni-
lega sá mesti hjá leiðtogunum í
borginni ef undan er skilið fram-
boð Ólafs F. Magnúsar sem rétt svo
komst á blað með nokkur hundruð
atkvæði.
Fjórði leiðtoginn sem senni-lega mun ekki leiða aftur lista í borgarstjórnarkosn-ingum í Reykjavík er Sóley
Tómasdóttir, oddviti vinstri grænna,
en flokkurinn hennar tapaði einum
manni frá því í síðustu kosningum
og situr hún nú ein í borgarstjórn.
Sóley stendur afar veikt sem leiðtogi
vinstri grænna í borginni og voru
margir úr hennar eigin flokki fullir
efasemda um að hún væri heppi-
legur fyrsti maður á lista, meðal
annars út af öfgafullum skoðunum.
Kosningarnar hafa sannað að þær
áhyggjur voru réttmætar og mun
Sóley líklega ekki fá annað tækifæri
hjá VG í borginni.
Svarthöfði telur einnig að staða Hönnu Birnu Kristjáns-dóttir hafi veikst eftir kosn-ingarnar þar sem Sjálfstæð-
isflokkurinn tapar tveimur mönnum
en þó er hennar staða talsvert betri
en hinna leiðtoganna og stendur
hún enn nokkuð sterk sem leið-
togi sjálfstæðismanna í borginni.
Hanna Birna mun hugsanlega fá
annað tækifæri í næstu kosningum
til að leiða lista sjálfstæðismanna í
borginni.
Á meðan allir þetta fólk sleik-ir kosningasár sín sér Svart-höfði hvar spéfuglinn Jón Gnarr stendur og glottir út
í annað og þegir. Enginn veit hvar
Jón Gnarr stendur í stjórnmálum
eða hvað hann ætlar að gera ef hann
verður borgarstjóri en ljóst er að
hann lagði keppinauta sína með því
að ræna af þeim fylginu og fulltrú-
unum. Eftir standa laskaðir leiðtogar
í Reykjavíkurborg og telur Svart-
höfði að fáir þeirra muni snúa aftur í
næstu kosningum út af gamansamri
leikfléttu Jóns Gnarr.
LASKAÐIR LEIÐTOGAR
„Já, það hefur alltaf verið
stefnan og við ætlum
ekkert að hvika frá því,“
segir Karl sigurðsson,
nýkjörinn borgarfull-
trúi Besta flokksins.
Eitt mest áberandi
stefnumál Besta
flokksins var að fá
ísbjörn í Húsdýragarð-
inn. Nú er komið að
flokknum að standa
við stóru loforðin.
Fáum vIÐ íSbjöRn í
HúSdýRAGARÐInn?
„Ég hef prófað
allt sem Obama
hefur prófað.“
n Jón Gnarr aðspurður hvort hann hafi prófað
fíkniefni. Obama hefur viðurkennt að hafa neytt
kannabis og kókaíns á sínum yngri árum.
Helmingur oddvita flokkanna í Reykjavík
sögðust hafa reykt hass. -DV.
„Þarna er rosa-
lega gott dæmi
um skaðsemi
staðalímynda.“
n Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafé-
lags Íslands, um kynjaskiptingu nemenda í
Auðarskóla. Stelpurnar fóru á snyrtinámskeið og
fengu fyrirlestur um ótímabæra þungun en
strákarnir fóru á fyrirlestur hjá Eve Online. -DV.
„Amma segir að
ég sé líkur Ben
Affleck.“
n Alfreð Finnbogason
leikmaður Breiðabliks um hvaða
fræga einstaklingi hann líkist mest. -DV.
„...þar sem fyrirtækið
berst fyrir því að spilavíti
verði leyfð.“
n Davíð Þór Rúnarsson pókerspilari um að það
skjóti skökku við að Icelandair hafi ekki viljað
styrkja góðgerðarpókermót sem hann
skipulagði fyrir fjölskyldu drengsins sem lést
nýverið í slysi í leiktæki. Fyrirtækið vildi ekki
láta bendla sig við póker. -DV.
„Það held ég að
hljóti að gerast.“
n Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, þingflokksformaður
Samfylkingarinnar, um að
aðrir þingmenn sem þáðu
styrki hljóti að endurskoða
stöðu sína eftir afsögn
Steinnunnar Valdísar
Óskarsdóttur.
-RÚV
Alls konar aumingjar
Sigur Besta flokksins í Reykjavík felur í sér einhver stærstu tíðindi lýðveldissögunnar. Leikarinn og
skemmtikrafturinn Jón Gnarr gerði sér
lítið fyrir og dró með sér fimm borgar-
fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur und-
ir slagorðinu „Alls konar fyrir aumingja“.
Besti flokkurinn kom eins og stormsveip-
ur inn á sviðið og lagði í rúst stóran hluta
af gamla, íslenska flokkakerfinu. Fram-
sóknarflokkurinn þurrkaðist út í Reykja-
vík. Samfylking og vinstri grænir urðu
fyrir stóráfalli. Og Sjálfstæðisflokkurinn
missti meirihluta með því að tapa manni
og samstarfsflokknum í heild sinni. Jón
Gnarr er ekki sekur um að hafa lofað gulli
og grænum skógum. Hann sagðist í upp-
hafi vera að leita sér að þægilegri inni-
vinnu sem borgarstjóri. Og hann ætlar að
koma með ísbjörn í Húsdýragarðinn.
Besti flokkurinn vann ekki kosninga-
sigur sinn út á loforðin. Hann vann sig-
ur sinn vegna þess að allir kjósendur
hans eru að dæma stjórnmálastéttina
í Reykjavík. Mörgum er ofboðið vegna
síðasta kjörtímabils sem reis hæst með
þeim ósköpum að Ólafur F. Magnússon
var gerður að borgarstjóra til þess eins
að Sjálfstæðisflokkurinn héldi völdum.
Sigur Besta flokksins er þó ekki síst til-
kominn vegna ríkisstjórnar sem er ein sú
lélegasta í lýðveldissögunni. Undir forsæti
Jóhönnu Sigurðardóttur er lítið aðhafst og
æpandi kyrrstaða ríkir. Samstarfsflokk-
urinn logar í illdeilum og ráðamönnum
þar er líkt við ketti. Þetta ástand varir á
sama tíma og þjóðin þarfnast leiðtoga
sem sameinar krafta stjórnmálanna til
að koma Íslendingum úr djúpum dal
kreppunnar. Og það hefur fátt lagast hvað
varðar spillingu í mannaráðningum. Rík-
isstjórnin hefur ráðið tugi manna án aug-
lýsingar og gæðingar hennar raða sér á
garðann. Ríkisstjórn jöfnuðar og yfirlýsts
heiðarleika hefur krossbrugðist. Sigur
Besta flokksins varpar skýru ljósi á það að
innan fjórflokksins eru alls konar aum-
ingjar sem þriðjungur kjósenda vill senda
út í hafsauga. Svo mikil er reiðin að þús-
undir þeirra kjósa óskrifað blað. Það er
tilraunarinnar virði að gera Besta flokk-
inn að ráðandi afli í Reykjavík. Og það er
algjörlega ljóst að leifar fjórflokksins geta
ekki útilokað Jón Gnarr frá meirihlutan-
um. Menn verða að horfast í augu við orð-
inn hlut. Vonin er sú að Jón verði eftir allt
saman góður borgarstjóri og fólkið á lista
hans muni siðvæða stjórnmálin.
REYnIR TRAuSTASOn RITSTjóRI SKRIFAR. Leifar fjórflokksins geta ekki útilokað Jón Gnarr.
20 mánudagur 31. maí 2010 umræða
sandkorn
LyNgHáLs 5, 110 REykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja skaftadóttir
framkvæmdaStjóri:
Bogi Örn Emilsson
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
dv á netinu: Dv.Is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
leiðari
spurningin
svarthöfði
bókstaflega