Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Side 26
Þó lokatölurnar líti vel út var 4-0 sigur Íslands á Andorra í æfingaleik á Laug- ardalsvellinum allt annað en falleg- ur. Það var þó ekki strákunum okkar að kenna, heldur vildi svo til að KSÍ hafði óvart boðið í heimsókn leiðin- legasta liði Evrópu, og eflaust þó víð- ar væri leitað. Andorra-menn virtust á köflum hafa lítinn áhuga á fótbolta en þeir lögðu allt sitt kapp á að brjóta illa á íslenska liðinu, tefja leikinn meira að segja tveimur til þremur mörk- um undir og færðu sig varla fram yfir miðju. Íslensku strákarnir réðu þó ekkert við verkefnið í fyrri hálfleik sem olli gríðarlegum vonbrigðum. Með tvo spennandi sóknartengiliði, Gylfa Þór Sigurðsson og Birki Bjarnason, vonað- ist maður eftir leiftrandi sóknarleik en hvorugur gerði mikið af viti í fyrri hálf- leik þó Birkir hafi sýnt ágætis takta. Markið kom ekki fyrr en á 32. mínútu og það úr vítaspyrnu sem var kolrang- ur dómur. Ísland heppið að hafa skor- að í fyrri hálfleik. Forystan var tvöfölduð snemma í seinni hálfleik þegar fyrirliði dagsins, Heiðar Helguson, skoraði sitt annað mark með glæsilegum skalla. And- orra-menn urðu svo manni færri tut- tugu mínútum fyrir leikslok en seinni mörkin tvö komu ekki fyrr en nokkr- um mínútum fyrir leikslok. Það síð- asta frá Kolbeini Sigþórssyni var eink- ar laglegt. Sigurinn var heilt yfir ágætis þolin- mæðisverk gegn hundleiðinlegu liði Andorra. Með jafntekníska og léttleik- andi stráka og spiluðu leikinn mátti auðveldlega gera kröfu á betri og hraðari fótbolta. Oft hefur Ísland þó fallið á prófinu að klára svona leiki en gerði það ekki í dag. Stórt spurninga- merki verður þó að setja við hvað ís- lenska liðið fær út úr svona leik gegn jafnslökum og leiðinlegum mótherj- um. Sigurinn stendur þó og var góður. „Leikurinn var vissulega ekki sá fallegasti og það tekur okkur tíma að brjóta svona lið niður,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Okkur gekk illa í fyrri hálfleik að komast í gegnum þá, við vorum svolítið staðir og lítil hreyfing á liðinu. Boltinn gekk hægt og illa. Svo lagaðist það í seinni hálfleik og hann var betri þó hann hafi ekki verið neitt sérstakur. Ég er ánægður með að við náðum að halda þolinmæðinni og kláruðum leikinn. Við fórum ekki út í eitthvað kæruleysi og stæla,“ sagði Ólafur sem var ánægður með leik ungu piltanna í leiknum. „Mér fannst ungu strákarnir sýna mér fína takta. Þetta eru strákar sem eru í fínu lagi,“ sagði Ólafur. tomas@dv.is Ísland lagði Andorra örugglega, 4-0, á Laugardalsvelli: Góður siGur á vondu liði Úthýst vegna eurovision Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri Íslands á Andorra og skoraði eitt mark úr víti. Veigar leikur með Stabæk í Noregi sem hefur ekki haft heimavöll síðastliðinn mánuð þar sem höllin þeirra, Telenor Arena, hefur verið heimavöllur Eurov- ision-keppninnar. Þegar DV spurði Veigar eftir leik hvort liðinu hafi einfaldlega verið sagt að Hera Björk og félagar væru að mæta og Stabæk þyrfti að fara annað svaraði framherjinn með bros á vör: „Já, eig- inlega.“ Stabæk hefur þess í stað spilað heimaleiki sína á Ulleval, þjóðarvelli Noregs. „Við erum taplausir þar, með tvo sigra og eitt jafntefli, þannig að þetta hefur ekki verið svo slæmt,“ segir hann en eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Stabæk verið að rífa sig upp. „Okkur gengur miklu betur núna. Með bikar- leiknum um daginn erum við búnir að vinna fimm í röð. Þetta er allt á uppleið,“ segir Veigar Páll. UMSJóN: TóMAS Þór ÞórðArSON, tomas@dv.is 26 mánudaGur 31. maí 2010 sport MoLar ætlar að halda sér í hópnum n „Við sýndum alls ekki okkar besta fótbolta en það er ekki hægt að kvarta yfir 4-0 sigri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska liðs- ins, eftir sigur- inn á Andorra. Kolbeinn kom inn á í seinni hálfleik og skor- aði gott mark, hans annað í þremur lands- leikjum. Hann stefnir á það að vera í hópnum í haust þegar undan- keppni Evrópumótsins hefst. „Það er mitt markmið að halda mér inni í þessu og vonandi hef ég náð að sýna Óla eitthvað,“ segir Kolbeinn sem leikur með hollenska liðinu AZ Alk- maar eins og annar landsliðsmað- ur, Jóhann Berg Guðmundsson. KlessuKeyrði félaGann n Lewis Hamilton á McLaren fékk sigurinn í tyrkneska kappakstrin- um á silfurfati á sunnudaginn þeg- ar hann vann sitt fyrsta mót á árinu. Red Bull-félagarnir Mark Webber og Sebastian Vettel leiddu keppn- ina og stefndi allt í tvöfaldan sigur þeirra. Vettel reyndi þá framúr- akstur á Webb- er en klessti á dekk á bíl hans og hringsner- ist sjálfur út af brautinni. Webber þurfti að fá nýja trjónu á bílinn á viðgerð- arsvæðinu og á meðan stungu McLaren-mennirn- ir, Hamilton og Button, af og höfðu tvöfaldan sigur. Webber var þriðji og heldur forystunni í stigamótinu. mátti reyna framúraKstur n Eftir atvikið milli Vettel og Webb- er fórnuðu þeir báðir höndum liðs- stjóri Red Bull, Christian Horner, og tæknistjórinn, Adrian Newey. Hinn margreyndi Formúluspeking- ur BBC, Eddie Jordan, sagði þó um atvikið í beinni útsendingu. „Þetta er ekki svona svart og hvítt eins og yfirmenn Red Bull halda. Það var greinilega eitthvað að hjá Webb- er og því mátti Vettel alveg reyna framúrakstur. Mistökin voru þó að ógna honum fyrst þannig að Webb- er setti sig í varnarstellingar. Sökin er algjörlega Vettels en hann var í fullum rétti að reyna þetta.“ „Það var fagnað vel og lengi og þær áttu það svo sannarlega skilið,“ seg- ir Júlíus Jónasson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, en stelpurnar tryggðu sér sæti í loka- keppni EM á laugardagskvöldið í Austurríki. Þær töpuðu leiknum með þremur mörkum, 26-23, en höfðu betur í innbyrðis viðureignum lið- anna og fylgja því Frakklandi í úr- slitakeppnina. Þetta er í fyrsta skiptið sem íslenska kvennalandsliðið leikur á lokakeppni stórmóts. Fá Íslending- ar því algjöra handboltaveislu um og eftir áramót en stelpurnar leika á EM í Danmörku og Noregi í desember og svo hefja strákarnir leik í janúar á næsta ári á HM í Svíþjóð. Mótlætið gerði þetta sætara Íslensku stelpurnar fóru vel af stað í leiknum og leiddu snemma í seinni hálfleik með tveimur mörkum, 17-15. Hlutirnir fóru þá að snúast í höndun- um á þeim og þegar rétt ríflega mínúta var eftir hafði Austurríki yfir, 26-23. Ís- lensku stelpurnar héldu þó hreinu síðustu mínútuna og tryggðu sér far- seðilinn með frábærri vörn og mark- vörslu en Berglind Íris Hansdóttir fór á kostum í leiknum og varði 20 skot. „Spennustigið var alveg mjög gott og stelpurnar voru sallarólegar, það var ekki málið. Við lentum aftur á móti mikið í tveggja mínútna brottvísun- um og þær koma Austurríki inn í leik- inn. Það var líka eðlilega mikill hávaði í höllinni og allir á móti okkur. Dóm- ararnir voru heldur ekkert alveg okk- ar megin en allt þetta gerði sigurinn bara enn sætari. Stelpurnar voru alveg svellkaldar allan tímann og spiluðu eins og við lögðum upp,“ segir Júlíus hæstánægður. Leika nú við stóru stelpurnar Júlíus tók við landsliðinu fyrir fjórum árum og var strax sett langtímamark- mikið að komast á stórmót. „Við byrj- uðum á því að yngja hópinn. Síðan þá hefur verið markmiðið að koma liðinu á stórmót. Það eru tvö ár síðan við spiluðum við Rúmeníu umspil- sleiki um sæti á HM sem við töpuð- um reyndar sannfærandi. Þar fundum við aðeins lyktina af þessu og vildum virkilega reyna að komast á stórmót,“ segir Júlíus en þessi árangur skilar Ís- landi mun lengra en bara á EM. „Þetta er í raun og veru eins og að fara úr 1. deild upp í úrvalsdeild. Nú fáum við miklu fleiri möguleika hvað varðar mótaval og okkur verður boðið á sterkari mót. Andstæðingarnir verða sterkari og við munum upplifa betri umgjörð í kringum leikina. Þetta eiga stelpurnar líka skilið. Þær eru bara al- gjörar hetjur,“ segir Júlíus stoltur. Keppa í mekka handboltans EM í desember fer áður eins og áður hefur komið fram í Danmörku og Nor- egi. Þar hafa verið ein langsterkustu landslið undanfarinna áratuga og segir Júlíus að mótið ætti að vera hið glæsilegasta. „Þetta er ekki bara ein- hver úrslitakeppni á EM. Við erum að fara að keppa í mekka handboltans, ekki Litháen eða Hvíta-Rússlandi. Þarna verða fullar hallir og allt alveg ógeðslega flott. Þetta er ekki ósvipað því þegar strákarnar spiluðu í Þýska- landi 2007,“ segir Júlíus. „Við hittumst ekkert fyrr en í sept- ember aftur,“ bætir hann við aðspurð- ur að lokum um undirbúninginn. „Ég er samt farinn að leggja inn orð hjá stelpunum um að fara að undirbúa sig fyrir þetta. Það hefur verið mark- viss og þrotlaus vinna að koma okk- ur svona langt og nú bíður enn meira spennandi verkefni handan hornsins,“ segir fyrsti maðurinn til þess að koma íslenska kvennalandsliðinu á loka- keppni stórmóts, Júlíus Jónasson. Blað Brotið í austurríki Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik skrifaði nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á laugardaginn þegar það tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu sem fram fer í Dan- mörku og Noregi í desember. Aldrei áður hefur kvennalandsliðið leikið í lokakeppni stórmóts. „Þetta eru algjörar hetjur,“ segir landsliðsþjálfarinn. tóMAS þór þórðArSoN blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Flogið í úrslit Stelpurnar okkar verða í Danmörku og Noregi 6.- 19. desember í lokakeppni EM. MyNd róBert reyNiSSoN Glæsimark Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt annað mark í þremur landsleikjum með glæsilegu skoti á 89. mínútu. MyNd toMASz KoLodzieJSKi  

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.