Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Síða 31
...sjónvarps- þættinum Cougar Town Konungleg skemmtun. ...myndinni Get Him to the Greek Stórskemmti- leg og krassandi grínmynd. ...myndinni Snabba Cash Mjög góð glæpamynd með sterka raunveruleika- tengingu ...handbókinni um Heims- meistara- keppnina 2010 Grátlegt að sjá hve illa er farið með gott efni í þýðingu bókarinnar. föSTudaGur n 1 árs afmæli Spot Skemmtistaðurinn Spot í Kópavogi fagnar eins árs afmæli á föstudag. Fjölbreytt dagskrá verður fram á nótt en fram koma meðal annars hljómsveit- irnar Dalton, Íslenska sveitin, meðlimir Hunangs og Spútnik. n Jónsvaka á Nasa Tónlistarhátíðin Jónsmessa stendur yfir fimmtudag, föstudag og laugardag á Nasa. Hægt er að kaupa miða og nálgast frekari upplýsingar á midi.is. Föstudags- kvöld koma fram Foreign Monkeys, For A Minor Reflection, Mammút, Agent Fresco, Seabear og Ensími. Húsið er opnað klukkan tíu og aldurstakmark er 20 ára. n Afrískt ball í Iðnó Afríka 20:20 stendur fyrir afrísku balli í Iðnó. Húsið er opnað klukkan 22.00 og klukkan 22:30 munu trommarar frá Gíneu stíga á svið ásamt afródönsurum. Aðgangseyrir er 1000 kr.  lauGardaGur n Herraklúbburinn Fancy á 800 Bar Herraklúbburinn Fancy heldur skemmti- kvöld á 800 Bar á Selfossi á laugardag. Fram koma Steindi Jr., Blaz Roca og Bent, Bobbinn og fleiri góðir. Húsið er opnað klukkan 23.00 og er miðaverð 1000 krónur. Ýmislegt annað verður á dagskrá eins og listasýning hjá hinum unga og upprennandi listamanni Ílan. n Klaufaball á Flúðum Hið árlega Klaufaball verður á Flúðum um helgina. Ef þú ert óheppinn verður þú að mæta. Heimamenn eru beðnir um að mæta í gúmmítúttum. n Jónsvaka á Nasa Tónlistarhátíðin Jónsmessa stendur yfir fimmtudag, föstudag og laugardag á Nasa. Hægt er að kaupa miða og nálgast frekari upplýsingar á midi.is. Laugardagskvöld koma fram Hudson Wanye, Sudden Wether Change, Kimono, Hjaltalín og Bloodgroup. Húsið er opnað klukkan hálf ellefu og aldurstakmark er 20 ára.   n Bílaball á Delludögum Bílaball verður haldið í fyrsta sinn á Sel- fossi um helgina í tilefni af Delludögum en þeir eru haldnir af bílaáhugamönnum á Suðurlandi sem eru jú nokkrir. Miðaverð er 2000 krónur en félagsmenn í akstursmannaklúbbunum á svæðinu fá 500 króna afslátt. Hvað er að GERAST? Pabbar gætu grátið Addi er á leið að heiman í háskóla og er hættur að leika sér með leik- föngin sín. Í stað þess að fara á háaloftið enda leikföngin fyrir mis- skilning á barnadagheimili, þar sem þau hitta fyrir stóran hóp leik- fanga, þar á meðal dúkkuna Ken (Michael Keaton) og bleika kær- leiksbjörninn Lotso (Ned Beatty). Þó er ekki allt með felldu í nýju heimkynnunum og ákveða leik- föng Adda að flýja. Það er þó langt frá því að vera auðvelt. Eins og nafnið gefur sterklega til kynna er þetta þriðja myndin í Toy Story-bálknum. Fyrsta myndin var frumsýnd árið 1994 og þótti bylt- ingarkennd á sínum tíma, enda fyrsta tölvuteiknimyndin í fullri lengd. Hún fékk, ásamt framhalds- myndinni sem frumsýnd var 1999, einróma lof gagnrýnenda og eru væntingar til þriðju myndarinnar þar af leiðandi í algjöru hámarki. Það er óhætt að segja að Toy Story 3 standist allar þær væntingar og jafnvel meira en það. Leikraddir eru að mestu eins og í fyrri myndunum. Tom Hanks og Tim Allen eru sem fyrr góðir sem Viddi og Bósi og Ned Beatty er frábær sem illi og þjáði kær- leiksbjörninn Lotso. Þar að auki er Michael Keaton ótrúlega fyndinn sem Ken, sem verður strax ástfang- inn af Barbí á dagheimilinu. Söguþráðurinn spennandi og frumlegur en myndin byrjar á frá- bæru atriði og eftir það er ekki aft- ur snúið. Myndin heldur athygli manns og áhuga allan tímann og missir aldrei dampinn eða verð- ur leiðigjörn á nokkurn hátt. Upp- byggingin er svo þægileg að maður gleymir algjörlega stund og stað. Karakterarnir eru lifandi og fjölbreyttir og fyrir löngu orðnir að heimilisvinum hjá mörgum. Til- finningaríkir áhorfendur munu berjast við tárin og jafnvel mestu karlmenni munu klökkna undir lokin þegar langri sögu leikfang- anna og Adda er lokað á smekkleg- an hátt. Toy Story 3 er frábær mynd og enn ein rósin í hnappagat Pixar, sem enn hefur ekki tekist að gera slæma mynd. Allt í myndinni virk- ar. Hún hefur frábæran söguþráð, persónurnar eru vel skrifaðar og talsetningin virkilega góð. Þar fyr- ir utan er hún alveg ótrúlega fynd- in. Þetta er sannarlega mynd fyrir alla. Jón Ingi Stefánsson ...myndinni The a-Team Hraður og hávær Holly- wood-hasar sem flestir ættu að geta skemmt sér yfir. ...myndinni The losers Stórskemmtileg föstudagsmynd fyrir þá sem vilja slökkva aðeins á heilanum í lok vikunnar. föstudagur 25. júní 2010 fókus 31 toy story 3 Leikstjóri: Lee Unkrich. Leikraddir: Tom Hanks, Tim Allen, Joan Cusack, Ned Beatty og Michael Keaton. kvikmyndir Úlfur í sauðagæru? Lotso sýnir leikföngunum nýju heimkynnin. Í Sömu aðSTæðum oG aðalperSónan og ímynda sér eina kvöldstund að það þeir séu í útlöndum. „Þetta er til dæmis ágætis kvöldstundarferð fyr- ir Íslendinga á Íslandi. Svona dálítið eins og þeir séu í útlöndum. Þetta er snilld fyrir hjón,“ segir Þórunn á léttu nótunum. Verkið er ekki það eina sem Þór- unn leggur til ferðamannabransans í ár því hún ætlar einnig að syngja fyrir ferðamenn í sumar. „Ég er í samstarfi við Valgeir Guðjónsson. Við erum með prógramm sem verður á dag- skrá fyrir erlenda ferðamenn,“ seg- ir Þórunn sem er einnig þekkt fyrir sönghæfileika sína. Valgeir er ásamt eiginkonu sinni að opna sal í Slippn- um þar sem verða hinar ýmsu menn- ingarlegu uppákomur ásamt því að bjóða upp á léttar veitingar. Saman ætla þau Þórunn og Valgeir að syngja þekkt íslensk þjóðlög fyrir ferðamenn og því nóg að gera hjá Þórunni í sum- ar. „Þetta er svona hálfgert ferða- mannasumar hjá mér, meðan ég er í fríi. Maður vonar bara að eldfjöll- in haldi sér í skefjum,“ segir Þórunn kímin. Skemmtilegra að brosa Þórunn segist hafa lært mikið af hlutverkinu sem hún leikur í Selló- fón. „Að leika þetta hlutverk hefur kennt mér rosalega mikið. Það hefur sýnt mér að það er miklu skemmti- legra að fara í gegnum lífið bros- andi.“ Ég fæ líka afskaplega mikla út- rás fyrir blótþörf í verkinu, persónan sleppir sér öðru hverju,“ segir Þór- unn og hlær. Það er nóg fram undan hjá Þór- unni. Í haust heldur hún áfram að leika í Þjóðleikhúsinu þar sem hún er samningsbundin. Þar mun hún leika áfram í Íslandsklukkunni sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda auk þess að leika í nýju finnsku verki sem nefnist Finnski hesturinn. „Það er mjög kómískt og jafnframt djúpt verk,“ segir Þórunn spennt og bætir við: „En það er ekki fyrr en í haust, þangað til ætla ég að njóta sumarsins og ferðast um allt land og tjalda með fjölskyldunni,“ segir þessi brosmilda leikkona að lokum. viktoria@dv.is ÞóruNN LáruSDóttIr Getur speglað sig að vissu leyti í verkinu. MYND HÖrÐur SVEINSSON Þetta er að mestu leyti spegill á útivinnandi konu sem hefur mik- ið að gera og ætlar að standa sig vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.