Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 31
...sjónvarps- þættinum Cougar Town Konungleg skemmtun. ...myndinni Get Him to the Greek Stórskemmti- leg og krassandi grínmynd. ...myndinni Snabba Cash Mjög góð glæpamynd með sterka raunveruleika- tengingu ...handbókinni um Heims- meistara- keppnina 2010 Grátlegt að sjá hve illa er farið með gott efni í þýðingu bókarinnar. föSTudaGur n 1 árs afmæli Spot Skemmtistaðurinn Spot í Kópavogi fagnar eins árs afmæli á föstudag. Fjölbreytt dagskrá verður fram á nótt en fram koma meðal annars hljómsveit- irnar Dalton, Íslenska sveitin, meðlimir Hunangs og Spútnik. n Jónsvaka á Nasa Tónlistarhátíðin Jónsmessa stendur yfir fimmtudag, föstudag og laugardag á Nasa. Hægt er að kaupa miða og nálgast frekari upplýsingar á midi.is. Föstudags- kvöld koma fram Foreign Monkeys, For A Minor Reflection, Mammút, Agent Fresco, Seabear og Ensími. Húsið er opnað klukkan tíu og aldurstakmark er 20 ára. n Afrískt ball í Iðnó Afríka 20:20 stendur fyrir afrísku balli í Iðnó. Húsið er opnað klukkan 22.00 og klukkan 22:30 munu trommarar frá Gíneu stíga á svið ásamt afródönsurum. Aðgangseyrir er 1000 kr.  lauGardaGur n Herraklúbburinn Fancy á 800 Bar Herraklúbburinn Fancy heldur skemmti- kvöld á 800 Bar á Selfossi á laugardag. Fram koma Steindi Jr., Blaz Roca og Bent, Bobbinn og fleiri góðir. Húsið er opnað klukkan 23.00 og er miðaverð 1000 krónur. Ýmislegt annað verður á dagskrá eins og listasýning hjá hinum unga og upprennandi listamanni Ílan. n Klaufaball á Flúðum Hið árlega Klaufaball verður á Flúðum um helgina. Ef þú ert óheppinn verður þú að mæta. Heimamenn eru beðnir um að mæta í gúmmítúttum. n Jónsvaka á Nasa Tónlistarhátíðin Jónsmessa stendur yfir fimmtudag, föstudag og laugardag á Nasa. Hægt er að kaupa miða og nálgast frekari upplýsingar á midi.is. Laugardagskvöld koma fram Hudson Wanye, Sudden Wether Change, Kimono, Hjaltalín og Bloodgroup. Húsið er opnað klukkan hálf ellefu og aldurstakmark er 20 ára.   n Bílaball á Delludögum Bílaball verður haldið í fyrsta sinn á Sel- fossi um helgina í tilefni af Delludögum en þeir eru haldnir af bílaáhugamönnum á Suðurlandi sem eru jú nokkrir. Miðaverð er 2000 krónur en félagsmenn í akstursmannaklúbbunum á svæðinu fá 500 króna afslátt. Hvað er að GERAST? Pabbar gætu grátið Addi er á leið að heiman í háskóla og er hættur að leika sér með leik- föngin sín. Í stað þess að fara á háaloftið enda leikföngin fyrir mis- skilning á barnadagheimili, þar sem þau hitta fyrir stóran hóp leik- fanga, þar á meðal dúkkuna Ken (Michael Keaton) og bleika kær- leiksbjörninn Lotso (Ned Beatty). Þó er ekki allt með felldu í nýju heimkynnunum og ákveða leik- föng Adda að flýja. Það er þó langt frá því að vera auðvelt. Eins og nafnið gefur sterklega til kynna er þetta þriðja myndin í Toy Story-bálknum. Fyrsta myndin var frumsýnd árið 1994 og þótti bylt- ingarkennd á sínum tíma, enda fyrsta tölvuteiknimyndin í fullri lengd. Hún fékk, ásamt framhalds- myndinni sem frumsýnd var 1999, einróma lof gagnrýnenda og eru væntingar til þriðju myndarinnar þar af leiðandi í algjöru hámarki. Það er óhætt að segja að Toy Story 3 standist allar þær væntingar og jafnvel meira en það. Leikraddir eru að mestu eins og í fyrri myndunum. Tom Hanks og Tim Allen eru sem fyrr góðir sem Viddi og Bósi og Ned Beatty er frábær sem illi og þjáði kær- leiksbjörninn Lotso. Þar að auki er Michael Keaton ótrúlega fyndinn sem Ken, sem verður strax ástfang- inn af Barbí á dagheimilinu. Söguþráðurinn spennandi og frumlegur en myndin byrjar á frá- bæru atriði og eftir það er ekki aft- ur snúið. Myndin heldur athygli manns og áhuga allan tímann og missir aldrei dampinn eða verð- ur leiðigjörn á nokkurn hátt. Upp- byggingin er svo þægileg að maður gleymir algjörlega stund og stað. Karakterarnir eru lifandi og fjölbreyttir og fyrir löngu orðnir að heimilisvinum hjá mörgum. Til- finningaríkir áhorfendur munu berjast við tárin og jafnvel mestu karlmenni munu klökkna undir lokin þegar langri sögu leikfang- anna og Adda er lokað á smekkleg- an hátt. Toy Story 3 er frábær mynd og enn ein rósin í hnappagat Pixar, sem enn hefur ekki tekist að gera slæma mynd. Allt í myndinni virk- ar. Hún hefur frábæran söguþráð, persónurnar eru vel skrifaðar og talsetningin virkilega góð. Þar fyr- ir utan er hún alveg ótrúlega fynd- in. Þetta er sannarlega mynd fyrir alla. Jón Ingi Stefánsson ...myndinni The a-Team Hraður og hávær Holly- wood-hasar sem flestir ættu að geta skemmt sér yfir. ...myndinni The losers Stórskemmtileg föstudagsmynd fyrir þá sem vilja slökkva aðeins á heilanum í lok vikunnar. föstudagur 25. júní 2010 fókus 31 toy story 3 Leikstjóri: Lee Unkrich. Leikraddir: Tom Hanks, Tim Allen, Joan Cusack, Ned Beatty og Michael Keaton. kvikmyndir Úlfur í sauðagæru? Lotso sýnir leikföngunum nýju heimkynnin. Í Sömu aðSTæðum oG aðalperSónan og ímynda sér eina kvöldstund að það þeir séu í útlöndum. „Þetta er til dæmis ágætis kvöldstundarferð fyr- ir Íslendinga á Íslandi. Svona dálítið eins og þeir séu í útlöndum. Þetta er snilld fyrir hjón,“ segir Þórunn á léttu nótunum. Verkið er ekki það eina sem Þór- unn leggur til ferðamannabransans í ár því hún ætlar einnig að syngja fyrir ferðamenn í sumar. „Ég er í samstarfi við Valgeir Guðjónsson. Við erum með prógramm sem verður á dag- skrá fyrir erlenda ferðamenn,“ seg- ir Þórunn sem er einnig þekkt fyrir sönghæfileika sína. Valgeir er ásamt eiginkonu sinni að opna sal í Slippn- um þar sem verða hinar ýmsu menn- ingarlegu uppákomur ásamt því að bjóða upp á léttar veitingar. Saman ætla þau Þórunn og Valgeir að syngja þekkt íslensk þjóðlög fyrir ferðamenn og því nóg að gera hjá Þórunni í sum- ar. „Þetta er svona hálfgert ferða- mannasumar hjá mér, meðan ég er í fríi. Maður vonar bara að eldfjöll- in haldi sér í skefjum,“ segir Þórunn kímin. Skemmtilegra að brosa Þórunn segist hafa lært mikið af hlutverkinu sem hún leikur í Selló- fón. „Að leika þetta hlutverk hefur kennt mér rosalega mikið. Það hefur sýnt mér að það er miklu skemmti- legra að fara í gegnum lífið bros- andi.“ Ég fæ líka afskaplega mikla út- rás fyrir blótþörf í verkinu, persónan sleppir sér öðru hverju,“ segir Þór- unn og hlær. Það er nóg fram undan hjá Þór- unni. Í haust heldur hún áfram að leika í Þjóðleikhúsinu þar sem hún er samningsbundin. Þar mun hún leika áfram í Íslandsklukkunni sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda auk þess að leika í nýju finnsku verki sem nefnist Finnski hesturinn. „Það er mjög kómískt og jafnframt djúpt verk,“ segir Þórunn spennt og bætir við: „En það er ekki fyrr en í haust, þangað til ætla ég að njóta sumarsins og ferðast um allt land og tjalda með fjölskyldunni,“ segir þessi brosmilda leikkona að lokum. viktoria@dv.is ÞóruNN LáruSDóttIr Getur speglað sig að vissu leyti í verkinu. MYND HÖrÐur SVEINSSON Þetta er að mestu leyti spegill á útivinnandi konu sem hefur mik- ið að gera og ætlar að standa sig vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.