Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 21
föstudagur 23. júlí 2010 fréttir 21 Ríkið gRípi inn í stöRf skilanefnda Smám saman og eftir því sem líður á vinnuna hlýtur verkefnum að fækka og starfsemi búsins að minnka. hluta,“ segir Vigdís og bendir á að þar eigi margir íslenskir lífeyrissjóð- ir meðal annars hagsmuna að gæta. Vígdís segir vanta útskýringar frá kröfuhöfum og stjórnvöldum á því hvers vegna skilanefndirnar séu enn að störfum. Fjármálaeftirlitið virðist vera óvirkt í sínum störfum og þykir Vigdísi ótækt að Gunnar Þ. Andersen hafi ekki vikið tíma- bundið sem forstjóri stofnunarinn- ar á meðan rannsókn á þætti hans í viðskiptum LB Holding fer fram. LB Holding var félag Landsbankans í Guernsey sem gerðist gervieigandi að bréfum í Kaupþingi árið 2001, þegar Gunnar var forstöðumaður alþjóðasviðs Landsbankans. Vigdís segir að í raun hafi eng- inn eftirlit með skilanefndunum nema þær sjálfar og kröfuhafar þeirra. „Skilanefndir og slitastjórn- ir hafa upplýsingaskyldu gagnvart Fjármálaeftirlitinu en það virðist ekki ganga á eftir því. Ráðherrann sem fer með þessi mál gagnvart þinginu hefur sagt þar að hann fái engar upplýsingar innan úr Fjármálaeftirlitinu sem hann hafi aðgang að. Skilanefndirnar séu bundnar trúnaði. Þá erum við farin að tala um að þær séu ríki í ríkinu sem lúti engum reglum samkvæmt íslenskri lögsögu. Það er eitthvað sem er ekki hægt að sætta sig við,“ segir Vigdís. Farið yfir dóm Hæstaréttar Innan bankanna er nú farið yfir hvaða áhrif dómur Hæstaréttar hafi á eignasafn gömlu bankanna og þar með kröfuhafa í þrotabú þeirra. Sumar þessara eigna voru fluttar yfir í nýju bankana þegar þeir voru settir á fót. Nú hefur komið í ljós að fulltrú- ar margra kröfuhafa hafa áhyggjur af því hvaða áhrif dómur Hæstarétt- ar hafi á eignasafnið. Fram hefur komið að fulltrúar Deutsche Bank, stærsta kröfuhafans í þrotabú Kaup- þings, íhugi sína stöðu vegna hugs- anlegrar eignarýrnunar. Samkvæmt úttekt Fjármálaeftir- litsins á áhrifum dóms Hæstaréttar geta fjármögnunarfyrirtæki orðið af um tvö til þrjú hundruð milljörð- um króna í versta falli. Talið er að ríkið gæti þurft að leggja hundrað milljarða aukalega inn í fjármála- kerfið vegna þessa. Gylfi Magnús- son viðskiptaráðherra hefur sagt að þetta gæti reynst óhjákvæmi- legt vegna eignarhalds ríkisins á Landsbankanum og í öðrum fjár- málafyrirtækjum. Hann hefur sagt fráleitt eigi samningsvextir einir að gilda á lánunum. Bankakerfið of stórt Vigdís segist hafna þessum hug- myndum og telur ótækt að ríkið beri ábyrgð á ólöglegri starfsemi. „Ríkið er búið að leggja þessum fjármálastofnunum til það sem til þurfti til að endurreisa þær. Lána- söfn hafa verið færð yfir með vitund lánastofnana um að þau gætu ver- ið ólögleg. Þá sitja kröfuhafar uppi með það en ekki íslenska þjóðin,“ segir Vigdís og vísar til þess að það standist ekki lög að breyta vöxtum afturvirkt. Vigdís segir viðurkennt að ís- lenskt bankakerfi sé helmingi of stórt fyrir íslenskt samfélag. Hún segir að verði það til þess að fjár- málastofnanir þurfi að leggja upp laupana verði svo að vera. „Ef ís- lenska ríkið á að leggja til fjármála- stofnunum sem geta ekki rekið sig hér á landi fé, þá stöndum við frammi fyrir þjóðargjaldþroti. Ríkið á ekki að vera styrktaraðili til þraut- arvara,“ segir Vigdís. Upplýsa ekki um áhrif á eignasöfn Skilanefndir bankanna vilja ekki gefa upp hvaða áhrif dómurinn hafi á eignasafn gömlu bankanna, en segja að þær niðurstöður verði lík- lega kynntar í lok ágúst þegar hálf- sársuppgjör verði kynnt kröfuhöf- um. Samkvæmt svörum þeirra er talið að áhrifin verði óveruleg en þó er viðurkennt að kröfuhafarnir hafi áhyggjur af stöðu mála. Talið er að dómurinn hafi minnst áhrif á eignasafn Landsbankans. Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi skilanefndar Landsbank- ans, segir að frá hruni hafi verið talað um að það tæki fimm til sjö ár að vinda ofan af búinu. „Smám saman og eftir því sem líður á vinn- una hlýtur verkefnum að fækka og starfsemi búsins að minnka,“ segir Páll. Landsbankinn n Lárentsínus Kristjánsson, einn eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur. n Einar Jónsson, lögmaður. Úr stjórninni n Lárus Finnbogason, hætti fyrirvaralaust 30. júní 2009. Einn eigenda Deloitte og var eitt sinn stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. n Ársæll Hafsteinsson, gert að hætta í ágúst 2009 og varð þá ráðgjafi nefndar- innar. Var áður framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og útlánaeftirlits bankans. n Sigurjón Geirsson, gert að hætta í ágúst 2009 og varð þá ráðgjafi nefndarinn- ar. Var áður innri endurskoðandi bankans. Í slitastjórn n Kristinn Bjarnason, sat í stjórn FL Group og varamaður í stjórn Glitnis. Kom að málum Hannesar Smárasonar. n Halldór Backman, lögmaður. n Herdís Hallgrímsdóttir, lögmaður. kaupþing n Steinar Þór Guðgeirsson, einn eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur. n Knútur Þórhallsson, endurskoðandi. n Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður. n Theodór Sigurbergsson, endurskoðandi. Úr stjórninni n Bjarki Diego, hætti í lok árs 2008. Var áður framkvæmdastjóri útlánasviðs Kaupþings. n Guðný Arna Sveinsdóttir, hætti í lok árs 2008. Var áður fjármálstjóri Kaup- þings. n Finnur Sveinbjörnsson, var bankastjóri Icebank en var gerður að bankastjóra Nýja Kaupþings. n Guðni Níels Aðalsteinsson, hætti í ágúst 2009. Var áður framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings og hafði fengið 417 milljónir króna að láni hjá Kaupþingi til hlutabréfakaupa í bankanum. Í slitastjórn n Ólafur Garðarsson, einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur. Í sumar greindi DV frá því að Ólafur hefði meðal annars reynt að komast yfir íbúðir á Seltjarnarnesi sem Arion banki hafði leyst til sín. n Davíð B. Gíslason, lögmaður. n Feldís L. Óskarsdóttir, lögmaður. gLitnir n Árni Tómasson, endurskoðandi og fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans. n Heimir Haraldsson, endurskoðandi. n Þórdís Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður Úr stjórninni n Sverrir Örn Þorvaldsson, hætti í nóvember 2008 og var ráðinn til Íslands- banka. n Steinunn Guðbjartsdóttir, hætti þegar hún varð formaður slitastjórnar Gltinis. n Kristján Óskarsson, gert að hætta í ágúst 2009 og varð framkvæmdastjóri skilanefndar. n Erla S. Árnadóttir, hætti nýverið. Lögmaður hjá Lex. n Ágúst Hrafnkelsson, var innri endurskoðandi Glitnis, hætti í október 2008 og var ráðinn innri endurskoðandi Íslandsbanka. Í slitastjórn n Steinunn Guðbjartsdóttir, lögmaður. n Páll Eiríksson, var starfsmaður á lögfræði- og fjármálasviði Íslandsbanka og er bróðursonur Árna Tómassonar. Þau gera upp bú bankanna Vill breytingar Vigdís Hauksdóttir hyggst leggja fram þingsályktunartillögu í haust um að störf skilanefndanna verði rannsökuð. Þar eru störf rannsóknarnefndar Alþingis höfð til hliðsjónar. Hún vill að skilanefndirnar verði leystar upp fyrir áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.