Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 40
Benedikt fæddist að Hvilft við Ön- undarfjörð en ólst upp í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943, BA-prófi í sagnfræði frá Harvard University í Bandaríkjunum 1946 og stundaði framhaldsnám í Ox- ford á Englandi 1947. Benedikt var íþróttafréttarit- ari og jafnframt blaðamaður öðru hvoru við Alþýðublaðið 1938-43, fréttastjóri þar 1946-50 og ritstjóri þar 1959-69, ritstjóri Samvinnunn- ar 1951-58 og jafnframt forstöðu- maður fræðsludeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga síðari ritstjóraárin þar, forstjóri Fræðslu- myndasafns ríkisins 1969-78, ut- anríkisráðherra 1978-79, forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins 1979-80, sendiherra í Stokkhólmi 1982-87, sendiherra í Austurlönd- um 1987-89 og sendiherra hjá SÞ í New York 1989-91. Benedikt sat í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir Alþýðuflokkinn 1950-54, var landskjörinn alþm. Al- þýðuflokksins 1956-59, alþm. Vest- urlands 1959-78, og alþm. Reyk- víkinga 1978-82. Hann var fyrsti varaforseti neðri deildar Alþingis 1959-71, var fulltrúi á allsherjar- þingum og hafréttarráðstefnu SÞ, sat í stjórn þingmannasambands NATO 1956-59 og sótti einnig fundi þeirra 1962-65, 1968, 1970, 1975 og 1977, var skipaður í nýbýlastjórn, síðar landnámsstjórn 1959-74, í endurskoðunarnefnd vegalaga 1961 og í nefnd til að endurskoða lög um veitingasölu, gistihúsahald o.fl. 1964, í nefnd til að semja frum- varp um landgræðslu, var kosinn í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis 1966, í endur- skoðunarnefnd hafnalaga 1966, í endurskoðunarnefnd laga um ut- anríkisþjónustu 1968, í endurskoð- unarnefnd laga um friðun Þing- valla og um náttúruvernd 1968 og í endurskoðunarnefnd útvarpslaga 1969. Benedikt sat lengur í Útvarps- ráði en flestir aðrir frá 1956-71, var mikill baráttumaður fyrir íslensku sjónvarpi, var formaður undirbún- ingsnefndar íslensks sjónvarps og formaður Útvarpsráðs 1957-59 og 1960-71 og því formaður er íslenskt sjónvarp tók til starfa, 1966, sat í Rannsóknaráði ríkisins 1956-71, í stjórn Framkvæmdastofnunar rík- isins 1971-78 og í bankaráði Seðla- banka Íslands 1981-82. Benedikt sat í miðstjórn Al- þýðuflokksins 1949-80, var vara- formaður Alþýðuflokksins 1952-54 og 1965-74 og formaður flokksins 1974-80. Fjölskylda Benedikt kvæntist 11.8. 1947, Heidi Jaeger Gröndal, f. 13.4. 1922, bóka- verði og húsmóður. Hún er dóttir Werners Jaeger, prófessors við Har- vard, og Theodoru Jaeger húsmóð- ur sem bæði eru látin. Börn Benedikts og Heidi eru Jón, f. 26.4. 1949, kennari í Reykja- vík, kvæntur Dórótheu Emilsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn, Hauk Geir Gröndal, f. 1976, Heiðu Gröndal, f. 1980, og Benedikt Karl Gröndal, f. 1986; Tómas, f. 27.5. 1955, nú látinn, var lektor í Gauta- borg, kvæntur Milví Link Grön- dal verslunarkonu; Einar, f. 25.6. 1960, háskólakennari í San Diego í Bandaríkjunum, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur húsmóður. Systkini Benedikts: Sigurlaug, f. 8.5. 1926, fyrrv. læknafulltrúi í Reykjavík; Halldór, f. 15.10. 1927, d. 23.7. 2009, sóknarprestur í Reykja- vík; Ragnar, f. 17.7. 1929, fyrrv. verslunarmaður í Reykjavík; Þórir, f. 8.5. 1932, forstjóri og ræðismaður í Flórída í Bandaríkjunum; Ragn- heiður, f. 20.9. 1934, fyrrv. lækna- fulltrúi í Reykjavík; Gylfi, f. 17.4. 1936, d. 29.10. 2006, rithöfundur í Kópavogi. Foreldrar Benedikts: Sigurður Gröndal, f. 3.11. 1903, d. 6.6. 1979, rithöfundur og hótelstjóri að Val- höll á Þingvöllum, síðar yfirkenn- ari í Reykjavík, og Mikkelína María Sveinsdóttir, f. 9.1. 1901, d. 30.11. 1999, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Benedikts Gröndal, skálds og skólastjóra, sonar Gunnlaugs, pr. í Hvammi Stefánssonar, prófasts í Stafholti, bróður Þuríðar, langömmu Vig- dísar Finnbogadóttur. Önnur syst- ir Stefáns var Sigríður, langamma Önnu, móður Matthíasar Johann- essen skálds, föður Haralds ríkis- lögreglustjóra. Þriðja systir Stef- áns var Guðrún, langamma Helga Hálfdánarsonar þýðanda og Hann- esar Péturssonar skálds, en hálf- systir Stefáns var Rannveig, lang- amma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar, ráðherra og formanns Alþýðuflokksins, föður Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráð- herra og Þorvalds hagfræðipróf- essors. Stefán var sonur Þorvalds, pr. og skálds í Holti Böðvarsson- ar, pr. í Holtþingum Högnason- ar, prestaföður á Breiðabólstað Sigurðssonar. Móðir Benedikts Gröndal, skálds og skólastjóra var Valborg Elísabet, systir Sigríðar, móður Magnúsar Bjarna Blöndal, skálds og ritstjóra Reykjavíkur, og Björns Blöndal læknis, langafa Helgu Kjaran, móður Birgis Ár- mannssonar alþm. Bróðir Valborg- ar Elísabetar var Benedikt Grön- dal yngri, skáld og rithöfundur í Reykjavík. Valborg Elísabet var dóttir Sveinbjarnar, skálds og rekt- ors Latínuskólans Egilssonar, b. í Innri-Njarðvík Sveinbjarnarson- ar. Móðir Sveinbjörns var Guðrún Oddsdóttir. Móðir Valborgar Elísa- betar var Helga Benediktsdótt- ir Gröndal, skálds og yfirdómara. Móðir Sigurðar Gröndal var Sigur- laug Guðmundsdóttir, sjómanns í Ólafsvík Guðmundssonar og Sig- ríðar Bjarnadóttur. Mikkelína María er dóttir Sveins, b. í Hvilft í Önundarfirði Árnasonar og Rannveigar, systur Örnólfs í Skálavík, afa Haraldar J. Hamar ritstjóra. Rannveig er dóttir Hálfdáns, hreppstjóra í Meirihlíð í Bolungarvík Örnólfssonar. Andlát Benedikt Gröndal fyrrv. forsætisráðherra Sigurður Thoroddsen verkfræðingur - f.24.7. 1902, d. 29.7. 1983 Sigurður Thoroddsen var án efa í hópi virtustu og þekktustu verkfræðinga þjóðarinnar á sinni tíð. Hann var ekki einn um það í sínum frændgarði að vera vel þekktur. Það átti eins við um foreldra hans, sum systkinin, börn hans og ýmsa aðra niðja. Sigurður fæddist á Bessa- stöðum á Álftanesi, sonur Skúla Thoroddsen, alþm. og ritstjóra, og k.h., Theódóru Thoroddsen skáldkonu. Meðal systkina Sigurðar voru Bolli Thoroddsen verkfræðing- ur, Katrín, alþm. og læknir, Skúli, alþm. og lögmaður, Jón, skáld og lögfræðingur sem dó ungur, Unnur, móðir Skúla Halldórs- sonar tónskálds, og Guðmund- ur læknaprófessor, faðir Þránd- ar kvikmyndagerðarmanns. Föðurbræður Sigurðar voru einnig þjóðþekktir menn, þeir Þorvaldur náttúrufræðingur, Sigurður verkfræðingur, faðir Gunnars Thoroddsen forsæt- isráðherra, og Þórður, alþm. og læknir, faðir Emils Thoroddsen tónskálds. Meðal barna Sigurðar má nefna Dag Sigurðarson skáld og Signýju sálfræðing, móður Katr- ínar Jakobsdóttur menntamála- ráðherra. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MR, cand.phil.-prófi frá HÍ og prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1927. Sigurður stofnaði verkfræði- stofu 1932 og starfrækti hana til 1961 en stofnaði þá, ásamt sam- starfsmönnum sínum, Verk- fæðistofu Sigurðar Thorodd- sen sf. og var framkvæmdastjóri hennar til 1974. Sigurður hafði mikil áhrif á sviði mannvirkjagerðar, gerði uppdrætti og áætlanir fyr- ir fjölda stórframkvæmda, s.s. dráttarbrautir, hafskipabryggj- ur, vatnsveitur, holræsagerð og fjölda virkjanaframkvæmda. En hann var einnig listfengur eins og margir frændur hans og hélt m.a. fjölda myndasýninga. Merkir ÍslendingAr Fæddur 7.7. 1924 - Dáinn 20.7. 2010 40 minning 23. júlí 2010 föstudagur Í blaðaviðtali fyrir mörgum árum var Benedikt Gröndal spurður hvernig hann vildi að hans yrði minnst. Hann svaraði eitthvað á þessa leið: „Ég vil að mín verði minnst sem heiðarlegs manns, sem aldrei, vísvitandi, gerði á hlut nokkurs annars manns.“ Það er sannfæring mín, að þannig verði Bene- dikts best minnst. Hann var ekki stór- yrtur né fór hann fram með ofsa. Þvert á móti var hann hæglátur í allri fram- göngu og einstaklega prúður maður. Hann var fyrst og fremst maður sátta og samninga og kom þannig í verk fjöl- mörgum hagsmunamálum íslenskr- ar alþýðu. Hann var forsætisráðherra í nokkra mánuði í minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins og sagði sjálfur, að það eitt hefði réttlætt þá ríkisstjórn, að hún leiddi í lög mikilvæg réttindi eldri borg- ara og lífeyrisþega. Í samstarfi við Benedikt á Alþýðu- blaðinu, í Alþýðuflokknum og á Al- þingi lærði ég að meta mannkosti hans. Hann blandaði aldrei saman störfum sínum fyrir flokkinn og persónulegum hagsmunum. Völd sín og áhrif mis- notaði hann aldrei. Hann var einarður jafnaðarmaður, sem barðist fyrir marg- víslegum stjórnkerfisbreytingum, sem lutu að auknu frelsi, þátttöku og áhrif- um almennings við ákvarðanatöku í mikilvægum málaflokkum. Tillögur sínar um stjórnkerfisbreytingar hygg ég að hann hafi sótt til Bandaríkjanna. Benedikt hafði mikil áhrif á til- urð sjónvarps á Íslandi og var dyggur stuðningsmaður Ríkisútvarpsins. Sjálf- ur varð hann þekktur útvarpsmaður, þegar hann stjórnaði vinsælum dæg- urmálaþætti í útvarpinu. Hann var fastlega þeirrar skoðunar, að hlutverk Ríkisútvarpsins á vettvangi menning- ar, upplýsingar og til varðveislu tung- unnar, væri svo veigamikið að einka- reknir fjölmiðlar gætu aldrei komið í stað þess. Benedikt var formaður Alþýðu- flokksins í hinum stóra kosningasigri flokksins 1978. Þá náði kjöri hópur ungra manna, sem voru vígreifir og ætluðu flokknum stórt hlutverk. Það var erfitt verkefni að stýra þessum kappsama hópi og svo fór fljótlega, að sigurinn rann út í sandinn og varð að litlu. Þessi niðurstaða varð Bene- dikt mikið áfall, enda var sigur flokks- ins 1978 einhver stærsta stundin í sögu hans. Benedikt var áhugamaður um vestræna samvinnu og skrifaði mikið um utanríkismál. Hann var einlægur stuðningsmaður Atlantshafsbanda- lagsins og hvatti til aukinna samskipta Íslendinga við aðrar þjóðir á sviði versl- unar og viðskipta. Hann var víðsýnn og laus við fordóma. Þessi heiðursmaður er nú látinn eft- ir langvinn og erfið veikindi. Ég minnist hans sem góðs og réttsýns manns, sem var heiðarlegur og vildi þjóð sinni vel. Í minningu Benedikts Gröndal eftir árna gunnarsson, fyrrv. alþm. og framkvæmdastjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.