Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 36
börnin verða vitni að svona. Þá voru fjölmiðl-
arnir ekki eins og þeir eru í dag. Í dag yrði
þetta örugglega forsíðumál en það varð ekki
þá. Þetta var alveg ömurleg reynsla.“
„Hvað viltu mér?“
Eftir þetta hefur Bubbi verið laus við mjög al-
varlega áreitni. „En það eru samt bara þrjú ár
síðan Hrafnhildur opnaði fyrir manni. Hann
sagðist vera vinur minn og sagði að hann
þyrfti að eiga við mig orð. Hún hleypti honum
inn þannig að hann var kominn inn á gafl hjá
okkur þegar ég hitti hann. Þetta var bara veik-
ur maður sem taldi sig eiga erindi við mig.“
Bubbi beitti lagni til þess að ná manninum
út. „Ég þurfti að lempa hann. Ég fronta fólk
sem gerir svona. Ég spyr: „Hvað viltu mér?“
„Hvað ertu að gera hér?“ Hvað ætlastu fyrir?“
„Hvað viltu frá mér?“ Menn svara og þá kemur
ýmislegt í ljós.
Ég sýni engan ótta. Ég sýni ekkert annað
en fyllstu elsku. Ég garga ekki á manninn og
ég ógna honum ekki. Með lagni reyni ég að
ná honum út. En ég fer í menn. Þú veist aldrei
hvað er í gangi. Er hann með hníf? Er hann
með byssu? Hvað ætlar hann sér? Þannig að
ég reyni að vera fljótur til þess að komast eins
nálægt og hægt er, svo ég geti brugðist við. Þú
veist aldrei hvenær þú þarft að taka mann-
inn niður. Það er alls óvíst hvað gerist. Þetta
er mjög veikt fólk. Það er enginn heilbrigður
maður sem gerir svona.
Þegar ég var að byrja í bransanum voru
stundum unglingsstúlkur að elta mig á rönd-
um af því að þær vildu komast í rúmið með
mér. Það var allt öðruvísi og viðráðanlegra.“
alls konar grillur
Á meðan Bubbi bjó í bænum bankaði reglu-
lega einhver upp á. Oftast mjög skrýtið fólk.
En eftir að hann flutti í sveitina hefur hann
aðeins einu sinni fengið óvæntan og ókunn-
ugan gest. Sá bankaði upp á hjá honum eina
nóttina.
„Það hafa eflaust margir í minni stöðu lent
í þessu. Svo er önnur tegund af eltihrellum
sem þjáist af afbrýðisemi. Þá eru ofsóknirnar
af öðrum toga en þegar það er verið að áreita
frægt fólk.“
Allir sem hafa ofsótt Bubba eiga það sam-
eiginlegt að hafa fengið einhver skilaboð út
úr tónlistinni hans. „Fólk fær alls konar grill-
ur. Það er til dæmis mjög algengt að menn
haldi að einhverjar söngkonur elski þá eftir að
hafa hlustað á þær syngja. Haldi að það eina
sem þeir þurfi að gera sé bara að ná í þær og
þá muni þau giftast. Fólk fær alls konar hug-
myndir.“
Eins og maðurinn sem taldi sig fá þau
skilaboð út úr lögunum að hann þyrfti að
drepa Bubba.
Hélt að BuBBi væri djöfullinn
Hann hélt að Bubbi væri djöfullinn. Af því að
hann er fæddur 6. júní 1956, 666. „Hann hélt
að hann þyrfti bara að opna á mér hausinn til
þess að sanna mál sitt. Þegar hann væri búinn
að því myndi fólk sjá að hann hefði rétt fyrir
sér. Ég væri í raun djöfullinn. Þetta var mjög
veikur maður.“
Læknar mannsins fengu fregnir af því að
hann væri á leiðinni til Bubba og létu lögregl-
una vita. Lögreglan brást fljótt við, hringdi í
Bubba og lét hann vita að hann mætti alls ekki
opna dyrnar heima hjá sér ef það yrði bank-
að eða dinglað á bjölluna. Fjölskyldan var öll
heima en Bubbi lét ekkert uppi við þau.
„Hann var svo stoppaður af þegar hann
var á leiðinni til mín til að sanna mál sitt. Sem
betur fer fyrir hann og kannski fyrir mig líka
varð ekkert úr því. Honum var svo komið fyrir
á viðeigandi stofnun þar sem hann fékk hjálp.“
Óttaðist ekkert
Ótrúlegt en satt þá óttaðist Bubbi ekki mann-
inn. „Ég veit ekki hvort þú trúir því eða ekki,
en ég óttaðist ekki neitt. Ég tel mig fullfæran
um að kljást við svona menn. Sérstaklega ef ég
fæ tíma til þess að undirbúa mig, eins og ég
fékk þarna. En það treysta sér ekki allir til þess
að slást við fólk.
Málið er bara að þú getur ráðið því sjálf-
ur hvort þú verður óttasleginn eða ekki. Ef þú
verður óttasleginn getur þú sigrast á óttanum
með því að horfast í augu við hann. Þá hörfar
óttinn. Ef þú leyfir óttanum að ná tökum á þér
stigmagnast hann. Þetta er mjög einfalt, bara
eins og störukeppni. Ef þú horfist í augu við
óttann lítur hann undan. Alltaf. En það þarf
kjark til þess að horfast í augu við óttann og
það getur verið erfitt. En það er bara spurn-
ing um það hvort þú ætlar að leyfa honum að
halda þér í heljargreipum eða ekki. Ég lærði
þetta af gömlum aðferðum í hnefaleikunum.
Þetta virkar fyrir mig og þetta virkar fyrir alla.
En börnin hafa verið mjög hrædd. Þá hef
ég reynt að tala við þau og útskýra fyrir þeim
hvað er að gerast. Þau skilja að þetta er veikt
fólk. Þau hafa séð suma af þessum einstakl-
ingum þegar þeir hafa komið heim og sjá það
á þessu fólki og af hegðun þess að það er mjög
veikt.
Og oft er erfitt að koma þessu fólki út úr
húsinu. Eins og þessum manni sem mætti al-
veg brjálaður heim til mín. Hann og sá fyrsti
sem ég lenti í voru alvarlegustu tilfellin af því
að þeir voru líklegastir til þess að skaða mig.“
eltur af eltiHrelli
Flestir eltihrellarnir fylgdust með Bubba
og oftar en einu sinni hefur fólk elt Bubba á
röndum. „Þegar ég fór út á morgnana sá ég
manneskjuna kannski standa fyrir utan hjá
mér eða hinum megin við götuna. Hún lá
kannski á glugganum hjá mér. Ég er ekki viss
um að þetta fólk hugsi með sér að nú sé það
vísvitandi að ógna Bubba. Þetta er veikt fólk
sem hefur sennilega aðrar hugmyndir um það
hvað það er að gera þarna. Það gerir sér ekki
grein fyrir því sem það er að gera. Það veit ekki
að hegðun þess er ógnvekjandi. En þetta hafði
áhrif á mig. Ég var að vísu alltaf stoned á þess-
um tíma þannig að ég var kannski paranojað-
ur. Að sama skapi var ég kannski líka slakur.
En það er ekkert skemmtilegt að lenda í
þessu. Það hefur enginn áhuga á því að taka
á móti svona fólki. Eða fá sendingar með hót-
unum, snörum, byssukúlum eða litlum lík-
kistum á dyrapallinn heima hjá sér.“
ÁHrif Á sÁlarlífið
„Fyrst og fremst er þetta truflun. Þetta er trufl-
un á daglegu lífi. Truflun á einkalífinu. Trufl-
un á því að getað lifað í friði. Truflun á ró. Þetta
er ein tegund ofbeldis. Svipað ofbeldi og blöð-
in beita fólk stundum. Stundum hafa blöðin
tekið menn fyrir og lagt þá í einelti. Þetta er
svipuð tilfinning.
Á meðan á þessu stendur verður röskun á
daglegu lífi. Þetta hefur líka áhrif á sálarlífið
og ég finn fyrir þessu. Þetta er ekki eitthvað
sem ég humma bara fram af mér, heldur hef-
ur þetta áhrif á mig. Þegar ég fer út úr húsi á
morgnana horfi ég í kringum mig og skima
eftir því hvort það sé einhver að fylgjast með
mér. Þegar ég er á gangi lít ég við til að athuga
hvort einhver sé að fylgjast með mér. Þegar ég
kem heim á daginn lít ég til hægri og vinstri
áður en ég fer inn. Hægt og rólega verður
maður, kannski ekki hræddur, en var um sig
og óöruggur.“
ingibjorg@dv.is
36 viðtal 23. júlí 2010 föstudagur
stundum var hún búin að klippa út
stafi og raða þeim saman
þannig að þeir mynduðu
morðhótanir.
stunginn af ÓBoðnum gesti
Bubbi var stunginn í lærið af óboðn-
um gesti á heimilinu. Sá var ógnandi
í framkomu þannig að Bubbi reyndi
að koma honum út með þessum
afleiðingum. Börnin horfðu á.
mynd ÞÓrHallur jÓnsson
djöfull í mannsmynd Einu sinni var
veikur maður þess fullviss að Bubbi væri djöf-
ullinn í mannsmynd og hann þyrfti bara að
opna á honum hausinn til þess að sanna það.
Sá var stöðvaður af lögreglunni þar sem hann
var á leiðinni til Bubba til að sanna mál sitt.
mynd jÓnatan grétarsson