Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR „Við erum bara á hrakhólum hjá vinafólki núna en komumst ekkert heim,“ segir Brynja Scheving, íbúi í Aratúni í Garðabæ, sem varð ásamt fjölskyldu sinni fyrir aðkasti frá ná- grönnum sínum síðastliðinn sunnu- dag og þurfti í kjölfarið að flýja heim- ili sitt. Brynja segir að undanfarin ár hafi árásirnar á hana og fjölskyldu hennar farið stigvaxandi og í sum- ar sprautuðu nágrannarnir meðal annars piparúða á tveggja ára barn þeirra hjóna og gengu í skrokk á þeim. Brynja á nú erfitt með svefn og spyr hvort engin úrræði séu til staðar í slíkum málum. Nágrannar Brynju sem um ræðir vilja ekki ræða málið við DV. Langþreytt „Ég hef búið þarna í tólf ár,“ segir Brynja en lengi vel voru samskipt- in á milli fölskyldu Brynju og ná- grannanna á kurteislegum nótum. Það breyttist hins vegar eftir að deil- an hófst fyrir fjórum árum. Það var í kjölfar þess að fjölskyldan sótti um leyfi til að byggja bílskúr á lóð sinni. DV hefur fengið upplýsingar frá nokkrum aðilum sem þekkja til málsins og ber sögunum öllum sam- an. Þannig var að allir íbúar götunnar samþykktu breytinguna nema um- ræddir nágrannar. Hjónin komu með tillögu að því að byggja lægri bílskúr og var það samþykkt af hálfu bæjar- yfirvalda og gefið út nýtt bygging- arleyfi. Það gátu nágrannarnir hins vegar ekki sætt sig við og hafa þeir látið andlegt og líkamlegt ofbeldi dynja á heimilisfólkinu með því að kalla þau öllum illum nöfnum, en nú í sumar færðist ofbeldið yfir á annað og alvarlegra stig þegar nágrannarnir gengu í skrokk á þeim, inni á þeirra lóð. Undanfarið hafa þau engan frið fengið fyrir aðkasti frá nágrönnun- um. Brynja segist vera orðin lang- þreytt á ástandinu og tekur fram að það eina sem fjölskyldan vilji nú sé friður. Sefur illa „Fólk skilur ekki hvernig maður getur búið við þetta, en vegna skipu- lagsdeilunnar var ekkert auðvelt að selja húsið,“ segir Brynja. Hún segir að með tímanum hafi andrúmsloft- ið svo orðið sífellt meira þrúgandi og alvarlegt. Þá hafi verið komin kreppa og erfitt að selja. Nú sé svo komið að þau geti ekki flutt, en samt sem áður sé þeim ekki vært á heimili sínu. Brynja segir nauðsynlegt að eitthvað verði gert í málinu, en lögreglan hef- ur sagt að hún geti ekkert aðhafst þar sem orð standi gegn orði. Brynja, sem gistir hjá vinafólki sínu þessa dagana, segir að hún hafi átt erfitt með svefn undanfarnar nætur, hún hrökkvi upp við minnsta þrusk. Hún segir að í raun sé nágranna þeirra trúandi til alls, enda hafi það sýnt sig með atburðum liðinnar helgar. Þorir ekki með börnin sín heim Brynja staðhæfir að fyrr í mánuðin- um hafi fjölskyldufaðirinn, sem var svo ósáttur við breytingarnar, ráð- ist að eiginmanni hennar og skall- að hann í jörðina, og það þótt hann héldi á ungu barni í fanginu. Því til viðbótar greip dóttir nágrann- ans til piparúða og sprautaði fram- an í Brynju, mann hennar, og í augu tveggja ára gamals barns þeirra. Fjöl- skyldan fór á neyðarmóttökuna og fékk áverkavottorð og staðfestingu á því að um piparúða hefði verið að ræða. Brynja lýsir því að á seinasta sunnudag hafi nágrannarnir, fjöl- skyldufaðirinn og sonur hans, geng- ið í skrokk á henni og manni hennar, þar sem hún reyndi að taka mynd- band af fúkyrðaflaumnum sem þeir létu yfir þau ganga. Tóku þeir mynd- bandsupptökuvélina af henni og þegar hún fékk hana loks til baka nokkrum dögum seinna var búið að taka minniskortið úr henni. Komið hafði til stympinga á milli mannanna og fóru feðgarnir aftur inn í húsið sitt en heimilisfaðirinn kom alblóðugur til baka og sakaði Brynju og mann hennar um að hafa skorið sig. „Það er eiginlega þetta atvik sem gerði mig svo hrædda,“ segir Brynja og tek- ur fram að eftir þetta hafi mælirinn hreinlega verið orðinn fullur og fjöl- skyldan taldi sig ekki eiga annan kost en að yfirgefa heimili sitt. „Ég þori ekki lengur að vera með börnin mín þarna,“ segir hún. Stoppistöð „Mér líður bara eins og ég sé á ein- hverri stoppistöð, maður veit ekki hvort síðasti vagninn sé farinn, maður veit ekki neitt,“ segir Brynja sem hefur ekkert heyrt frá lögregl- unni um það hvernig rannsókn málsins miðar. Heimilisfaðirinn sem réðst á þau hefur sagst ætla að leggja fram kæru vegna líkamsárás- ar. Brynja og fjölskylda sjá ekki fram á að geta komist heim til sín næstu daga eða vikur. „Nei, ég er að flýja ákveðnar aðstæður og ég kemst ekk- ert til baka fyrr en þær hafa breyst, og ef þær aðstæður breytast ekkert, þá breytist mín afstaða ekki neitt,“ segir hún. Þangað til eitthvað breyt- ist ríkir algjör biðstaða hjá Brynju og fjölskyldu. Þá hefur Brynja far- ið fram á það við lögreglu að leit- að verði að piparúðanum á heimili nágrannanna en þrátt fyrir ítrekaða beiðni Brynju þess efnis hefur það ekki verið gert. ÞORIR EKKI MEÐ BÖRNIN HEIM Ég þori ekki leng-ur að vera með börnin mín þarna. Brynja Scheving íbúi í Aratúni í Garðabæ þorir ekki með börnin sín heim eftir atburði síðustu viku. Eftir að nágranni hennar réðst, að hennar sögn, á hana og manninn hennar flúðu þau til vina- fólks. Brynja á erfitt með svefn og segir atburðina líkasta hrollvekju. Nágrannar Brynju sem um ræðir vilja ekki ræða málið við fjölmiðla. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Aratún í Garðabæ Deilurnaráttu sérstaðíAratúniíGarðabæ. Þorir ekki heim Brynja segistekkiþoraheim meðbörninsín. MYNDIN ER SVIÐSETT OG TENGIST EFNI FRÉTTARINNAR EKKI. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.