Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 26
Svarthöfði er mikill stuðnings-maður þess að hæfileikamenn fái vinnu þar sem þeir njóta sín. Hann er því mjög ánægð- ur með að ráðamenn Íslands passa vel upp á snillinginn Einar Karl Har- aldsson. Sá góði maður hefur verið áberandi undanfarna áratugi. Hann er einn af bestu vinum forsetans okk- ar og átti sinn þátt í að koma honum á Bessastaði. Þá hefur hann verið áber- andi í starfi sínu innan Þjóðkirkjunn- ar. Reyndar má segja að Einar Karl hafi um tíma gengið á Guðs vegum og forsetans og látið gott af sér leiða hvar sem hann fór. Um tíma var Einar Karl ekki aðeins náinn ráð-gjafi forsetans. Hann var hægri hönd og ræðu- skrifari Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings. Þannig átti hann sinn þátt í að efla útrásina með glöggskyggni sinni og dómgreind sem svo margir sækjast eftir. Það ert þannig með snill-inga að það þarf að finna þeim farveg. Einar Karl á ekki heima í einkageiran- um þótt hann hafi verið notadrjúg- ur í aftursæti einkaþotu Sigurðar Einarssonar. Snilld hans nýtur sín betur í almannaþágu. Það þýðir að hann er ríkissnillingur. Og sem betur fer eru ráðamenn með skiln- ing á því og nota hann óspart. Þetta sjá forkólfar Samfylk-ingar sem hver um annan þveran hafa keypt af hon-um þjónustu. Um tíma var hann aðstoðarmaður iðnaðarráð- herra. Seinna varð hann fjölmiðla- fulltrúi forsætisráðherra. Þá lá leið hans á Landspítalann. Ekki vegna veikinda, heldur til að rétta af ímynd spítalans. Sú lækning tók hann örskamma stund og hann snéri aftur í faðm forsætisráðherra. Það hefur verið regla að auglýsa ekki þau störf sem falla að hæfileikum Ein-ars enda gæti slíkt truflað framgang vinnu hans og árangur. Þegar ákveðið var að leggja 700 milljónir króna í að rétta af öskugráa ímynd Íslands, undir slagorðinu Inspired by Iceland, var Einar Karl auðvitað kallaður til að stýra því hvert peningarnir fóru. Ljóst er að ferðamenn hafa streymt til lands- ins í sumar. Það er ábyggilega því að þakka að ríkisstjórnin er ins- pired by Einar Karl. Gæfa íslenskr- ar þjóðar veltur á svona mönnum. Og það þarf að fara óhefðbundnar leiðir til að virkja þá. InspIred by eInar Karl „Vilt þú ekki bara koma þér út af lóðinni, stubbur.“ n Margrét Íris Baldursdóttir, eiginkona Magnúsar Ármann, við blaðamann DV sem hafði knúið á dyr á Fjölnisvegi 11 í leit að Hannesi Smárasyni. - DV „Einhleyp og 24 ára gömul jómfrú, gæti lífið verið betra!“ n Vala Grand um sambandsslit hennar og unnustans, Baldvins, á Facebook-síðu sinni. -Facebook „Ég hef alltaf litið svo á þegar ég hef höndlað með háar fjárhæðir í eigin þágu að ég geti ekki gengið frá viðskiptunum án nokk- urra persónulegra eftirmála ef og þegar allt fer á versta veg. Annað finnst mér óeðlilegt.“ n Björgólfur Thor Björgólfsson í fréttatilkynningu sem hann sendi út á dögunum um uppgjör fjárfestingafélags síns, Novators. - Fréttablaðið „Ég er vön að vera dæmd út frá útliti.“ n Heiða Rún Sigurðardóttir, fyrirsæta og leikkona um leikprufur en hún landaði nýverið hlutverki í bíómynd með Anne Hathaway. - DV Svikabrella Jóhönnu Stjórnarflokkarnir eru á flótta frá flestum þeirra loforða sem þeir gáfu við upphaf samstarfsins. Velferðar-stjórnin svokallaða er á pappírunum sett á laggirnar í þágu venjulegs fólks. Skjald- borg um heimilin og uppræting illræmds kvótakerfis með fyrningu aflaheimilda eru dæmi um mál sem slík stjórn þykist veita brautargengi. Í stjórnarsáttmálanum er ein- mitt kveðið skýrt á um þessi tvö stórmál. Nú er staðan sú að ríkisstjórnin hyggst láta undan þrýstingi útgerðarmanna og hyggst hlaupast frá loforðinu um að fyrna veiðiheim- ildir. Stjórnin er nú með aðstoð hjálparkokka sinna að detta niður á snilldarleið til þess að svíkja loforðin en geta þó haldið því fram að hún hafi staðið við stjórnarsáttmálann. Ekki verður gripið til yfirlýstrar stefnu um fimm prósenta fyrningu árlega. Jóhanna Sigurðar- dóttir og kónar hennar ætla að innkalla allan kvótann og standa þannig við loforðið. Það munu ekki heyrast nein ramakvein frá útgerðinni. Lausnin er nefnilega fólgin í því að gera illa fengið góssið upptækt en út- hluta því síðan aftur til sömu aðila. Eins og DV greinir frá í dag er það nið- urstaða starfshóps að „langlíklegast“ sé að farin verði leið eitt af þremur mögulegum. Sú leið gerir ráð fyrir þeirri brellu sem að framan greinir og horfið er frá áformum um beina fyrningu. Samið hefur verið við stórútgerðina í bak- herbergjum um stórkostlegt sjónarspil. Eftir „þjóðnýtingu“ kvótans fá útgerðarmennirn- ir nýtingarrétt í 20 til 30 ár. Þetta þýðir að sú kynslóð sem nú er á miðjum aldri mun lifa áfram við óbreytt kerfi sægreifanna. Rétt- lætið mun ekki ná fram að ganga. Jóhanna mun reyna að troða þessu máli ofan í kok al- mennings. Til þess að óþverrinn gangi betur niður mun hún líklega draga upp úr töfra- hatti sínum loforð um að eignarhald þjóð- arinnar á fiskistofnunum verði skilgreint í stjórnarskrá. Af svikasögu ríkisstjórnarinnar eru verstu svikin nú í uppsiglingu. Jóhönnu er ekkert heilagt. Hún er verðugur fulltrúi okurfyrirtækja og stórútgerðar. reynIr TrausTason rITsTjórI sKrIfar. Samið hefur verið við stórútgerðina. leiðari svarthöfði bókstaflega Fordæmdir flokkar Um daginn heyrði ég á tal tveggja strákhnokka, annar tjáði sig fjálglega og sagði: -Kellvíkingar geta ekkert en þykjast kunna allt. Ef drengurinn hefði verið að tjá sig um stjórnmál en ekki fótbolta þá gat ég svosem verið honum hjartanlega sammála, því lengi hef ég lýst aðdáun minni á samfélagi sem treystir sjálf- stæðismönnum til verka. Ég tala nú ekki um, þegar flokkurinn sá er bú- inn að leggja samfélagið fullkomlega í rúst. Reyndar sé ég ekki að það skipti nokkru máli hverjum nöfnum stjórn- málaflokkar nefnast. Ef einungis er litið yfir íslenska stjórnmálaflóru þá blasir illgresið við. Sjálfstæðisflokkur- inn mærður af Davíðstíðindum hefur það eitt að markmiði að tryggja pen- ingamönnum auð og völd. Davíðstíð- indi, í eigu kvótadrottningar, ætla að vernda þá fáu og vellauðugu kvótaeig- endur sem enn eru til. Framsóknar- flokkurinn er spillingarbæli og meira í ætt við glæpasamtök en stjórnmála- hreyfingu. Samfylkingin er samtrygg- ingarafl og VG er ósamstæð fylking flokkseigendaklíku og fólks sem von- ast eftir brauðmylsnu og bitlingum. Aðrir flokkar hafa ekki komist í þá aðstöðu að verða hugarrotnun spill- ingu að bráð. Ég held að eina leiðin til að bjarga lýðræðinu sé sú, að banna stjórn- málaflokka. Já, hreinlega banna stjórnmálahreyfingar með lögum; þær eru mesti bölvaldur sem hugsast getur og verða aldrei annað en gróðr- arstía spillingar. Flokkarnir koma í veg fyrir það að stjórnmálamenn geti far- ið að sinni sannfæringu – hindra þá í að sinna þeim skyldum sem sam- félagið treystir þeim fyrir. Tiltekinn stjórnmálaflokkur hefur eiðsvarið að standa vörð um kvótakerfi, útvegar frambjóðendum peninga frá kvóta- kóngum og bannar þeim að opinbera eitthvað annað en það sem flokkur- inn telur best og réttast. Flokkur þessi eyðir heiðarleika frambjóðenda sinna með flokksaga. Ef okkur langar að skara framúr í samfélagi þjóðanna, þá eigum við Íslendingar að verða fyrsta þjóð ver- aldarsögunnar sem bannar alla starf- semi stjórnmálaflokka. Með þeirri aðgerð gætum við lyft lýðræði, heið- arleika, ábyrgðarhlutverki og sjálfs- ákvörðunarrétti stjórnmálamanna á stall. Þá fengjum við kannski stjórn- málamenn sem okkur þætti í lagi að líta upp til. Það má jafnvel hugsa sér að við gætum losnað við hrokafullar lyddur, andlegar haugsugur, bitlinga- þega og afætur í embættismannastétt. Öllum flokkum fylgir smán, fals og lygi manna. Hugsið ykkur heiminn án heimsku stjórnmálanna. kristján hreinsson skáld skrifar „Ég held að eina leiðin til að bjarga lýðræðinu sé sú, að banna stjórnmála- flokka.“ skáldið skrifar 26 umræða 23. júlí 2010 föstudagur Slagur SyStkinanna n Svo var að skilja að uppnám væri í samskiptum systkinanna jóns ás- geirs jóhannessonar og kristínar jóhannesdótt- ur. Jón Ásgeir mun hafa sagt lögmönnum sín- um í Bretlandi að Kristín hefði falsað nafn hans til ábyrgðar. Þetta rataði inn í greinargerð lög- mannanna og þaðan í Ríkisútvarp- ið. Aðspurð sagði Kristín að Jón Ás- geir segði ekki satt um þetta mál. Nú er komið á daginn að undirskrift- in skiptir engu máli þar sem greitt hefur verið upp það sem ábyrgðin snéri að. Eftir stendur að systkinin eru væntanlega ósátt sem ekki mun vera í fyrsta skipti. lifibrauð HalldórS n Á Ísafirði velta menn nú fyrir sér hvað halldór halldórsson, fyrrver- andi bæjarstjóri, taki sér fyrir hend- ur eftir að hann missti starfið í hendur faglega ráðins bæjar- stjóra. Kenn- ingar eru uppi um að hann hafi hætt vegna ótta við að verða felldur. Halldór er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er fremur lágt launað embætti. Kenningar eru uppi um að því embætti verði breytt í fullt starf með feitum launum til að útvega Halldóri lifibrauð. formaður í vinning n Framsóknarflokkurinn á fremur erfitt fjárhagslega eftir að flokkur- inn hreinsaði sig af spillingarfólki sem gjarnan gat látið fé af hendi rakna. sig- mundur Davíð Gunnlaugsson formaður þarf nú að leggja sitt af mörkum til að útvega pen- inga í staðinn. Sú frumlega hugmynd kom því upp að efna til happdrættis á meðal vel- unnara flokksins. Einn stærsti vinn- ingurinn var gönguferð og kvöld- verður með formanninum. Ekki var mikill spenningur fyrir vinningn- um þótt úr rættist á seinustu metr- unum. Einhver situr því uppi með formanninn eina kvöldstund eða svo. vatnSkóngur Styrkir ómar n Helgarviðtal DV við Ómar ragn- arsson, skemmtikraft og náttúru- unnanda, vakti gríðarlega athygli. Þar lýsti Ómar því að hann væri nánast öreigi eftir að hafa lagt allt undir við gerð heimildarmynda um íslenska náttúru. Veitingamað- urinn Friðrik Weisshappel brást skjótt við og efndi til söfnunar fyrir Ómar á Facebook. Sjálfur lagði Frið- rik honum til 100 þúsund krónur. Fjöld fólks fylgdi í kjölfar hans. Einn þeirra er vatnskóngurinn jón Ólafs- son sem gaf hundrað þúsund. Það stefnir nú allt í að Ómar nái að rétta úr kútnum fjárhagslega. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.