Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 28
28 umræða 23. júlí 2010 föstudagur Það er greinilega allt um það bil að falla í ljúfa löð á Íslandi. Og vandamálum fer snarlega fækk- andi, ha? Eiginlega bara öngvar sérstakar áhyggjur lengur, er það nokkuð? Svo mætti að minnsta kosti ætla af þeirri staðreynd að í sum- um bæjarfélögum á Íslandi virð- ast ekki vera önnur vandamál meira aðkallandi en það sem nú er kallað „lausaganga katta“. Á Selfossi mun bæjarfélag- ið vera búið að samþykkja regl- ur sem banna þennan ófögnuð, lausagöngu þessara hættulegu skepna. Og Kópavogur mun vera á góðri leið að gera slíkt hið sama. Á ógæfu Kópavogsbúa aldrei að linna? Var Gunnar Birgisson ekki nóg? Mér sýnist að þessi skyndilegi áhugi á að setja köttum strangar reglur sé hvorki byggður á raun- verulegum áhuga fyrir velferð katta (sem vilja fara sínar eig- in leiðir) né heldur eigi rót í ein- hverju „tjóni“ sem kettir valdi með „lausagöngu“ sinni. Það „tjón“ er vægast sagt fáfengilegt, og hlægi- legt ef fólk ræður ekki við slíkt. Nei, mér sýnist að regluverkið um kettina sé einfaldlega sprottið af óviðráðanlegri þörf sumra fyrir æ meira regluverk, og æ strangari kvaðir um líf sitt og annarra. Slíkt er ríkara í Íslendingum en við vilj- um oft vera láta. Og svo þykjast Ís- lendingar þess umkomnir að hafa þungar áhyggjur af „reglugerða- fargani“ Evrópusambandsins! Sem setji smásmugulegar regl- ur um hvaðeina milli himins og jarðar. En ætla svo sjálfir að neita köttum um sjálft eðli sitt! Ég hef átt ketti svo að segja alla mína ævi. Sú saga hófst þegar við systkinin fluttum í Vesturbæ- inn árið 1968 og fórum að skoða kettlinga sem fæðst höfðu í húsi þar skammt frá. Við heilluðumst af einum svarthvítum kettlingi sem malaði sérkennilega hátt, og okkur fannst hljóðin minna á lít- inn vélbát. Við linntum ekki lát- um fyrr en mamma leyfði okkur að eignast kettlinginn og vegna malsins kölluðum við dýrið Trillu. Trilla var hinn alúðlegasti köttur en ekkert fram úr hófi kelin samt. Og hún framleiddi kettlinga í stríðum straumum. Sem betur fór var hún frekar smávaxin, svo kett- lingarnir voru aldrei mjög margir í hvert sinn. Eftir ég man ekki hvað mörg ár, þá hvarf Trilla. Við vissum aldrei hvað um hana varð, auðvitað gæti hún hafa orðið fyrir bíl. HEIMSÓKNIR ÁSTSJÚKRA FRESSA Síðan hef ég á flestum skeiðum æv- innar átt ketti og oft fleiri en einn. Það hefur vissulega stundum kostað ýmis óþægindi. Ég hef þurft að þola heimsóknir ástsjúkra fressa sem vilja heilla mínar læður með því að spræna upp um veggi. Ég hef þurft að þrífa bæði hland og skít, og sópa upp kattarhárum eflaust í tonnatali. Ég hef þrifið upp kattamat, sullað niður vatni handa þeim, ygglt mig yfir lyktinni af niðursoðnu dýrafæð- inu, skrúbbað upp þornaðar fisk- leifar kringum matardalinn – og svo framvegis. Ég hef þurft að koma út kettlingum í tugatali og langsam- lega oftast hefur það nú bara tek- ist ótrúlega vel að finna þeim góð heimili. Upp á síðkastið hef ég svo þurft að muna eftir því að gefa læð- unni pillu á réttum degi – einmitt til að koma í veg fyrir þessa kettlinga- fjöld. En ég hef líka þurft að fara með ketti til dýralæknis sem hefur svæft þá svefninum langa – og það eru alltaf mjög erfiðar stundir. Þegar tveir ráðsettir gamlir fressar þurftu að kveðja, þeir Grettir og Scott, þá þótti mér sem sorgir mínar nálguð- ust það að vera þungar sem blý. Af þessu mætti ætla að það væri eintómt vesin að halda kött eða ketti á heimili sínu. En samt læt ég mig nú hafa það, af því það er eitt- hvað við þessar skepnur sem ger- ir að verkum að manni fellur vel að hafa þær nálægt sér. Ég hef reyndar aldrei heillast sérstaklega af kött- um sem krefjast of mikillar athygli, vilja láta mann sínkt og heilagt vera að klappa sér og strjúka – svoleiðis finnst mér eiginlega ekki að kettir eigi að vera. Kettir eiga að fara sín- ar eigin leiðir, þeir eiga að minna mann sífellt á að þeir eru dýr, lif- andi alvöru dýr með eigið eðli, sem hvarflar ekki að mér að reyna að stjórna. Kettir eru ekki tuskudúkk- ur. Því finnst mér út í hött þegar fólk kemur sér upp inniköttum sem fá aldrei að fara út. Víst geta kettir van- ist slíkri tilveru, en maður veit samt alltaf, þegar maður sér innikött, að það blessað dýr hefur ekki fengið að kynnast nema helmingnum af eðli sínu – hinn helmingurinn hefur ver- ið bældur niður af eigandanum. Sama er uppi á teningnum ef Sel- fyssingar ætla virkilega að gera al- vöru úr því að venja ketti sína á að ganga um í bandi. Jújú, það er kannski hægt að venja greyin á slíkt – að minnsta kosti í sumum tilfellum. En þar með er kötturinn ekki lengur kött- ur. Því þótt það geti verið notalegt að hafa kött sem malandi keludýr, sem nuggar sér upp við mann með blíðuhótum, þá er það ekki nema hálfur köttur. Og mér er gersamlega fyrirmun- að að skilja til hvers fólk vill eiga hálfan kött. HAMINGJUSAMI FLÆKINGS- KÖTTURINN Þeir sem krefjast þess að settar séu strangar reglur um ketti og katta- hald, þeir halda því gjarnan fram að það sé köttunum fyrir bestu. Ef kettir ganga lausir, þá leiðist þeir út í afbrot og verði hundeltir. Eða þeir týnist, eða vont fólk fari illa með þá. Í versta falli liggi þeir úti og kveljist. Ekki skal ég efast um að til sé fólk sem fari illa með ketti, því miður. Ég er hins vegar ekki viss um að það sé fremur fólk sem leyfi köttunum sínum að ganga lausir úti, en hinir sem geymi þá inni eins og stofustáss þegar best lætur – en sem stuðpúða fyrir eigin vandamál allskonar þegar verst lætur. Í hverfinu mínu býr flækings- köttur. Hann er líklega einn af þeim fáu sem eftir eru – í mínu ungdæmi voru þeir að minnsta kosti miklu fleiri úti um allt. Þetta er stæðileg- ur fress, kolsvartur og sterklegur. Hann lítur út af fyrir sig vel út, nema hann er með stóra brúna klepra í hárinu á bakinu. Þessi fress fer sín- ar reglulegu eftirlitsferðir um hverf- ið, til að líta eftir ríki sínu, og þeg- ar hann hefur grun um að læðan á heimilinu hafi áhuga á kettlingum, þá verður hann nokkuð þaulsætinn úti í garði. Sjaldnast þó þannig að til leiðinda sé. Samkvæmt hinum sjálfskipuðu sérfræðingum í sálfræði katta, þá verður að bjarga þessum stolta fress frá sjálfum sér. Jafnvel með því að fyrirkoma honum. Því honum hlýt- ur að líða svo illa. En sannleikurinn er sá að ef yfir- leitt er hægt að leggja einhvers kon- ar mannlegan hamingjumælikvarða á dýr – sem er í sjálfu sér vafasamt – þá er ég eiginlega viss um að þessi flækingsköttur er mun sælli með hlutskipti sitt en margur innikött- urinn sem liggur á mjúkum beði og lepur rjóma daginn út og inn. trésmiðja illuga Og mér er gersam- lega fyrirmunað að skilja til hvers fólk vill eiga hálfan kött. Illugi Jökulsson hneykslast ógurlega á því að nú skuli eiga að setja hinum frjálsu köttum skorður. Til hvers að eiga hálfan köTT? (Framhald úr síðasta helgarblaði) Félagar mínir gengu á undan að eins konar móttökuborði þar sem annar álíka þybbinn maður stóð. Honum á hægri hönd voru tröppur sem lágu niður að dökkri hurð sem var víst inngangurinn að hinum meinta súlustað. Mér og öðrum vina minna leist allt í einu ekki alveg á blikuna en sá þriðji, sem er meiri svona „beint í þetta“- týpa, var fyrirvaralaust bú- inn að borga pundin fimm sem kostaði inn samkvæmt skilti á borðinu. Ekki var því annað í stöðunni en að láta þann aur ekki fara til spillis. Áhyggjubróðir minn hrifsar í framhaldinu upp fimm punda seðil og réttir mót- tökuklerkinum. Meðan ég vandræðast við að taka upp veskið og leita að fimm pundara ganga samferðamennirnir niður stigann. Ég finn bara tuttugu punda seðil, lít niður snarbrattar tröpp-urnar þar sem ég sé í hnakka tvímenninganna á meðan ég bíð eftir afganginum og lít svo aftur á manninn fyrir framan mig. Hann segir allt í einu „Go in, go in,“ um leið og hann handfjatlar fimm punda seðil. Þegar ég spyr hvort ég eigi ekki að fá afgang veifar hann fimm pundaranum framan í mig og segir „No change, go in“ með sinni rámu röddu. Þar með var ljóst að ég hafði fallið fyrir bragði sem finna má ofarlega á blaðsíðu tvö í Svikarabókinni: „Þegar sakleysislegur táningur borgar þér með seðli sem er nokkuð hærri en upphæðin sem um ræðir, skiptu þá seðlinum eldsnöggt út fyrir lægri seðil á meðan táningurinn lítur af peningunum.“ Ekkert stoðaði fyrir mig að reyna að andmæla þessari gerð glæponsins. Svarið „You can sit in front all night“ var það næsta sem ég komst því að fá pundin mín fimmtán til baka, ég hristi því bara óþroskaðan haus minn í forundran og hóf tröppuganginn bratta. Vegna þessa vandræðagangs á mér voru hinir táningarnir komnir inn um dyrnar með dökku hurðinni þeg- ar þarna var komið sögu. En svo skiptir engum togum að þegar ég á nokkrar tröppur eftir koma félagar mínir nánast stökkvandi út um dyrn-ar, með svip sem samanstóð eiginlega bæði af skelfingu og gleði. Þeir sáu nefnilega fljótt að stúlkurnar þarna inni voru afskaplega lítið í súludansi, og reyndar ekki neitt þar sem engin var súlan eða sviðið þarna inni. Samkvæmt þeirra lýsingu voru þarna bara dökkir sófar og hægindastólar og svo dimmur gangur inn eftir rýminu sem komið var inn í. Eini karlmaðurinn á staðnum sat í einum sófanum á spjalli við tvær stúlkur. Hinar tíu kvensurnar eða svo, aðallega íklæddar samfellum - sumar þó svo dannaðar að vera í gegnsæjum náttkjól yfir - horfðu tælandi augnaráði á Íslendingana ungu. Þeir voru ekki jafn dannaðir þegar þeir tilkynntu mér ástæð-una fyrir því að ég ætti að snúa mér rakleitt við og skunda upp stigann. „Þetta er hóruhús! Þetta er fokking hóruhús!“ Nú gruna mig örugglega einhverjir um að hagræða sann- leikanum, og að þarna hafi hinn meinti súlustaður ekki verið yf- irgefinn í snatri heldur þjónustan sem þar var í boði keypt eins og um hvern annan borðdans eða IKEA-borð væri að ræða. En ég sver það við alla guði sem til eru að svo var ekki. Þó ég hafi ekki sagt mömmu allan sannleikann um það sem mér fannst mest spennandi við Lundúnaferð, þá var ferð á hóruhús ekki eitt af því sem ég hafði í huga. Hvorki móttökuritarinn né samstarfsfélagi hans voru sjáan-legir þegar við komum hér um bil hlaupandi upp stigann. Sem frekar saklausir ungir menn frá Íslandi datt okkur ekki í hug að leita að þeim til þess að krefjast endurgreiðslu. Og eftir þessa upplifun fannst okkur eitthvað ónotalegt við það að vera í Soho mikið lengur og örkuðum því í staðinn rösklega út úr hverfinu og inn á knæpu í grennd við hótelið þar sem hlegið var óstjórnlega að hóruhúsasenunni. Þegar ég fræddi auk þess félag- ana um það að ég hefði borgað fjórfalt verð fyrir inngöngu á þetta hóruhús sem ég gekk svo aldrei inn á, þá hélt ég hreinlega að þeir myndu missa geðheilsuna af hlátri. Þrátt fyrir að við hefðum eytt minni pening þetta kvöld en stefndi í – borð- og einkadans kostar jú sitt þótt ekki sé það jafndýr þjónusta og sú sem eigendur Revue Bar sérhæfðu sig í – þá tókst okkur þremenningunum að eiga rétt svo fyr- ir lestinni upp á flugvöll á brottfarardaginn, tveimur dögum eftir kvöldið eftirminnilega. En peningurinn fyrir ilmvatninu hennar mömmu sem kaupa átti í Leifsstöð var kyrfilega geymdur í lok- uðum vasa á veskinu mínu. Ég hefði frekar dansað strippdans á brautarpallinum til að fjármagna miðakaupin en að nota hluta af ilmvatnsaurnum í það. Mamma var líka mjög ánægð þegar litli strákurinn hennar kom aftur til Íslands eftir fyrstu utanlandsferð- ina á eigin vegum, með ilmvatnið góða í hendinni, túristamynd- irnar á filmunni og frásagnirnar af fallegu dýrunum og vaxdúkk- unum á vörunum. BEsta litla HóruHúsið í london? krisTján h. guðmundsson skrifar helgarpistill – sEinni Hluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.