Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 32
32 viðtal 23. júlí 2010 föstudagur
Það er á hlýjum sólríkum degi sem blaðamaður hittir Þorstein í mið-bænum en hann býr í Þingholtun-um ásamt fjölskyldu sinni. Hann er með gamaldags hatt úr tweed efni
sem minnir á hatta sem Sinatra og félagar í Rat
Pack báru gjarnan.
„Mamma mín gaf mér derhúfu á dögunum
úr Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar sem
passaði mér ekki alveg nógu vel, svo ég skipti á
henni og þessum hatti, mér finnst hann svolítið
skemmtilegur.“
Þjóðin þekkir Þorstein einna helst sem grínista
og Fóstbróður en honum er margt til lista lagt og
lagði nú síðast lokahönd á kvikmyndahandrit að
mynd sem tekin verður upp í haust og væntanlega
frumsýnd í febrúar á næsta ári.
„Þetta er í raun og veru handrit sem ég er bú-
inn að vera að þvælast með í kvikmyndasjóði í
bráðum 10 ár, örugglega 8 ár.
Þetta er hugmynd sem kviknaði út frá pistlum
sem ég var með á Rás 2 einu sinni sem fjölluðu
um svona brjálæðing sem var með sumarhúsa-
félag og var alltaf uppi í sumarbústað að rífa kjaft
og þetta þróaðist út frá því. Síðan fjallar þetta um
allt annað núna en er búið að velkjast um rosalega
lengi í kerfinu,“ segir Þorsteinn.
„Núna erum við loksins að fara að skjóta hana
í næsta mánuði. Reynir Lyngdal er leikstjórinn
og fyrirtækið sem framleiðir hana heitir Ljós-
band. Það eru tvær konur sem hafa verið lengi
í bransanum sem eru í raun að fara af stað með
nýtt fyrirtæki, Hrönn Kristinsdóttir og Anna María
Karlsdóttir. Þær voru með myndina hans Hilm-
ars Oddsonar í fyrra, Desember, og fleiri mynd-
ir. Núna erum við bara að ráða í hlutverk, Bryn-
hildur Guðjóns leikur á móti mér og í myndinni
verður fjöldinn allur af góðum leikurum, Lilja
Guðrún Þórðardóttir og Laddi, Hilmir Snær og
María Heba. Svo ætluðum við einmitt að senda
út fréttatilkynningu í dag um að við séum að leita
að 12 ára strák. Þannig að nú hefst leitin að næstu
stjörnu.“
Þorsteinn leikur sjálfur aðalhlutverk í mynd-
inni og spaugar með að þannig fái hann bara hlut-
verk í bíómynd.
„Það er eini sénsinn fyrir mig, það er að skrifa
þau sjálfur,” segir hann og hlær. „Make your own
opportunities. En þetta þróaðist bara þannig.“
Miðaldra róMeó og Júlía
Þorsteinn segist tengja vel við persónuna sem
hann túlkar í Okkar eigin Osló og í raun varla
þurfa að leika mikið.
„Ég leik voða venjulegan mann. Mann sem
vinnur hjá Marel og er dálítið akkúrat gæi. Er samt
einstæður og pínulítið félagslega til baka. Þetta
er maður sem leggur mikið upp úr því að rækja
skyldur sínar og halda sumarbústað föður síns
við. Kynnist svo konu í Osló í hálfgerðri skemmti-
ferð. Svo fjallar myndin um það þegar þau koma
aftur til Íslands og eru að reyna að hefja einhvers
konar ástarsamband. Þetta er svona nánast mið-
aldra Rómeó og Júlía. Svo þarna er líka einhver
rómantík. Rómantík venjulega fólksins mætti
segja.
Það er svo ofsalega margt sem ég skil í hans
fari. Það er alveg heilmikið. Ég er dálítill tréhestur,
þrjóskur gæi þótt ég sé kannski ekki á sama stað
í lífinu og þessi maður. Ég veit ekki hvort ég þarf
nokkuð að leika í myndinni, ég held að ég geti
bara verið í búningi og látið hina leika í kringum
mig. Ég held að þetta verði ekki átakamikið.“
Fékk tiltal Frá klerk
vegna Föður thug
Það vakti athygli á dögunum þegar Þorsteinn lék
í umdeildum þætti grínistans Steinda á Stöð 2 en
þátturinn snerist um siðlausan og ruddalegan
prest sem reynist vera glæpakóngur og fyllibytta.
Hann segir samstarfið hafa verið skemmtilegt og
nýju grínkynslóðina til fyrirmyndar.
„Ég hafði eitthvað heyrt af honum, séð skets
á Monitor og svo hafði hann unnið með bróð-
ur mínum sem var hópstjóri í unglingavinn-
unni í Mosfellsbæ. Steindi var þar prakkarinn
í hópnum.
Við tókum upp Faðir Thug og gerðum allt vit-
laust. Þetta var í rauninni bara yndislegt. Hann
hringdi og ég fór og hitti þá strákana á kaffihúsi
og mér leist vel á allt hjá þeim, nema ég gerði eina
litla athugasemd við handritið og við breyttum
því og kýldum svo á þetta.
Ég vissi alveg að þetta yrði mál, þetta víd-
eo. Og það var mál. Það var ónefndur prestur
sem hringdi í mig og við áttum tvö mjög fal-
leg klukkustundarlöng samtöl um lífið og til-
veruna en ég er ánægður með þessa vinnu.
Skammast mín ekkert fyrir það. Það þarf
stundum að hrista upp í fólki og mér finnst
strákarnir í kringum hann Steinda og Steindi
sjálfur alveg til fyrirmyndar. Það var enginn
vafi á því í mínum huga að ég vildi leggja þeim
lið,“ segir Þorsteinn og leggur áherslu á að efn-
ið sem komi frá hópnum sé bæði frumlegt og
skemmtilegt.
„Mér líst mjög vel á þá, frábærlega vegna þess
að það koma bylgjur í öllu, kvikmyndum, bók-
menntum og gríni, mismunandi landslag. Það
sem er að koma núna finnst mér vera mjög ori-
ginal. Þetta er þeirra húmor og þeirra sýn á hlut-
ina. Þeirra stíll, bæði í uppistandinu og í þessum
þáttum.
Ég samsvara mig svolítið í þessu því ég hef oft
verið að reyna að gera svolítið svona persónulega
hluti. Þannig að ég skil þá mjög vel. Ég á miklu erf-
iðara með að skilja fólk sem kemur með eitthvað
sem virkar á mig eins og að fólk sé að apa eitthvað
eftir öðrum.
Mér finnst það ekki skemmtilegt.“
Jón gnarr eins og david Bowie
Þorsteinn skipaði 14. sætið á lista Besta flokksins
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en dró sig í
hlé nýverið.
„Ég ætlaði mér aldrei neitt í sveitarstjórnarpól-
itík. Ég tók þátt í þessu verkefni til að taka þátt í
einhverju skemmtilegu og ég treysti Jóni svo vel
til góðra hluta. Síðan er ég alveg búinn að draga
mig út úr þessu núna. Ég var ósáttur í máli sem
hefur mikið verið fjallað um, á öndverðum meiði
við þennan hóp. Það viðkemur ráðningu stjórn-
arformanns Orkuveitunnar. Ég treysti mér ekki til
þess að vera í hópi sem styður við það og þá bara
lét ég mig hverfa,“ segir Þorsteinn og bætir við að
persónulegt samband hans við hópinn hafi í engu
breyst.
„Það munar engu hvorki fyrir mig né aðra því
ég var ekkert virkur í þessum málum. Þetta hefur
enginn áhrif á minn vinskap við þetta fólk og við
Jón erum fínir vinir þannig að það breytir engu.“
Þorsteinn og Jón Gnarr hafa verið vinir í fjölda
ára og hann er bjartsýnn á framtíð Reykjavíkur-
borgar undir forystu Jóns.
„Ef frá er talið þetta mál sem ég er ósáttur við,
þá líst mér mjög vel á þetta og hluti ástæðu þess
að ég var með í þessu var í raun og veru að ég vildi
hrista upp í þessari stétt pólitíkusa. Það er orðið
fólk sem er einhvern veginn komið með áskrift-
armiða að því að stjórna í nafni fólksins og fólk
held ég hafi verið mjög fegið að geta kosið bara
einhverja aðra. Í raun og veru var þetta svona öðr-
um þræði bylting og uppreisn almennings. Fólkið
sem er þarna inni er í raun og veru almenning-
ur, þótt margir segi að þetta séu listamenn, lista-
menn eru líka almenningur. Mér líst vel á fram-
tíðina.”
Aðspurður hvort Besti flokkurinn hafi í upp-
hafi verið fyndinn gjörningur viðurkennir Þor-
steinn að svo hafi verið frá hans bæjardyrum séð.
„Að minnsta kosti af minni hálfu. Ég var… ég
var bara að djóka, lengi framan af. Svo sá ég að
það hljóp alvara í þetta. En það getur vel verið
að Jón hafi verið með þetta í huga alveg frá byrj-
un. Það er hans að svara fyrir það. Hann er dálítið
ótrúlegur gæi.
Hann er dálítið svona David Bowie sem slær
í gegn sem einhver karakter og kemur svo með
nýja tísku og svona. En mín reynsla af Jóni er sú að
þó hann skipti um karakter þá er hann alltaf mjög
sannur í því sem hann gerir. Þannig að það er ekki
þannig að hann sé að plata neinn. Það er ekki mín
tilfinning.“
Ætlaði aldrei að verða grínisti
Þorsteinn er fæddur í Reykjavík og ólst upp í Foss-
voginum.
„Mamma og pabbi keyptu þarna lítinn sumar-
bústað innan um öll einbýlishúsin við götu sem
heitir Undraland,“ segir hann og lætur svipinn á
blaðamanni ekki koma sér á óvart.
„Það var alltaf svona brandari þegar maður
fór heim með leigubíl, hvað segir Lísa gott?“ segir
hann kíminn.
„Þarna ólst ég upp hjá mömmu og tveimur
bræðrum mínum, pabbi fór annað fljótlega eftir
að við fluttum.
Ég gekk í Fossvogsskóla og síðan Réttó. Síðan
Leikarinn Þorsteinn Guðmundsson er að undirbúa tökur á sinni fyrstu kvik-
mynd, Okkar eigin Osló, en hann bæði skrifaði handritið og leikur sjálfur í myndinni.
DV ræddi við Þorstein um upprunann, föðurhlutverkið, pólitíkina og listina.
EnGinngrínpabbi
Það var ónefndur prestur sem hringdi
í mig og við áttum tvö
mjög falleg klukkustund-
arlöng samtöl um lífið og
tilveruna.
Fyrsta kvikMyndin
Þorsteinn undirbýr nú tök-
ur á sinni fyrstu kvikmynd,
Okkar eigin Osló.
Mynd hörður sveinsson