Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 6
björgólfur og afi n Tíðindin af því hversu mjög Björg- ­ólfur­Thor lagði upp úr því að halda húsinu á Fríkirkjuvegi 11 minna nokkuð á aðra sögu sem tengist eignum langafa hans, Thors­Jen- sen. Skrifað hefur verið um það að Björgólfur hafi slegið eign sinni á gamalt skrifborð sem Thor Jensen átti af skrifstofum Eimskipa félagsins eftir að fjárfestirinn eignaðist skipa- félagið. Björgólfur réttlætti gjörðir sínar með því að segja: „Hann var afi minn!“ og þótti það víst nægjan- leg réttlæting fyrir því að hann tæki skrifborðið. Nú hefur Björgólfur enn og aftur sýnt hvað honum er mikið í mun að halda í eigur afa síns. réð mann björgólfs n Ein áhugaverð frétt í vikunni sem ekki fór hátt var ráðning Orra­Hauks- sonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Davíðs­Odds- sonar og náins samstarfsmanns Björgólfs­Thors, í stöðu fram- kvæmdastjóra Samtaka iðnað- arins. Björgólf- ur Thor á ennþá mikilla hags- muna að gæta í ýmsum fyrirtækj- um hér á landi, svo sem eins og CCP, Nova og gagnaveri Verne Holdings. Eflaust hafa einhverjir hugsað sem svo að ákveðin hætta skapaðist á því að Orri hygldi sínum gamla vinnu- veitanda og vini í framkvæmdastjóra- stöðunni enda eru þeir félagarnir nánir eins og myndir sem DV hefur birt sýna. Pr-guðinn róbert n Fréttir DV af málefnum Róberts­ Wessmann og Háskólans í Reykjavík vöktu athygli í vikunni. Samkvæmt þeim hyggst Ró- bert ekki greiða skólanum til fulls þann milljarð króna sem hann hét honum árið 2007. Róbert hlaut mikið lof fyrir „gjöfina“ í fjöl- miðlum og keppt- ust menn við að lofa hann fyrir fram- takið og kölluðu hann „góðjöfur“. Hins vegar var minna talað um það að Róbert varð hluthafi í skólanum fyrir vikið og var gerður að formanni háskólaráðs. Því var það alls ekki svo að Róbert fengi ekkert fyrir sinn snúð. Ljóst er af tíðindum vikunnar að sjaldan hefur einn maður búið til eins vel smurða og áhrifaríka PR-aðgerð og þessa „gjöf“ Róberts. Vonbrigði sVöfu n Sú sem hóf Róbert­Wessmann til vegs og virðingar innan Háskólans í Reykjavík var rektor skólans, Svafa­ Grönfeldt. Svafa og Róbert höfðu starfað sam- an hjá Actavis þar sem Róbert var yfirmaður hennar. Svafa var hins vegar ekki lengi að fá Róbert til liðs við skólann til að styðja áframhaldandi uppbyggingu hans á árunum fyrir hrunið. Svafa mun hafa orðið leið á því að stýra skólanum vegna þess að hún taldi að það líktist því meira að stýra fyrirtæki á markaði. Og þegar við bættist að veruleg hætta var á því að hún yrði tekin fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna setu sinnar í bankaráði Landsbank- ans mun Svafa hafa forðað sér úr skólanum. Nú er Svafa aftur kominn í lyfjabransann með Róberti enda mun henni ekki hafa þótt spennandi að stýra góðærisskóla eins og HR í kreppu. Svafa er því aftur komin á sinn heimavöll. sandkorn 6 fréttir 23. júlí 2010 föstudagur Björgólfur­Thor­Björgólfsson verður áfram eigandi Fríkirkjuvegar 11 í kjölfar skulda- uppgjörs við lánardrottna. Lánardrottnar hans hafa hins vegar leyst til sín aðrar fast- eignir í hans eigu hér á landi, meðal annars hús við Fjölnisveg og sumarhús á Þing- völlum. Talsmaður Björgólfs segir að fjárfestirinn hafi lagt mikla áherslu á að halda húsinu við Fríkirkjuveg en langafi hans byggði það fyrir rúmum 100 árum. SAMDI UM AÐ HALDA FRÍKIRKJUVEGI 11 Björgólfur Thor Björgólfsson samdi um það í skuldauppgjörinu við lán- ardrottna sína að hann fengi að halda húsi langafa síns, Thors Jen- sen, á Fríkirkjuvegi 11. Á sama tíma hafa lánardrottnar hans leyst til sín hús sem Björgólfur Thor á við Fjölnisveg auk þriggja sumarhúsa á Þingvöllum. Þetta segir Ragnhild- ur Sverrisdóttir, talsmaður Novators fjárfestingarfélags Björgólfs Thors. „Húsið við Fjölnisveg er núna farið og sömuleiðis sumarhús á Þingvöll- um,“ segir hún. Björgólfur keypti húsið af Reykja- víkurborg á 650 milljónir króna í maí árið 2008. Ragnhildur segir að öf- ugt við hinar húseignirnar sé Björ- gólfur ennþá eigandi að Fríkirkju- vegi11 á meðan lánardrottnar hafi leyst hinar eignirnar til sín um miðja vikuna. „Björgólfur er ennþá skráð- ur eigandi Fríkirkjuvegar 11. Það er veðsett mjög mikið, eiginlega upp í rjáfur eins og maður segir gjarnan um hús,“ segir Ragnhildur en líkt og DV hefur greint frá hvíla fimm veð- skuldabréf að upphæð samtals 250 milljónir króna á húsinu samkvæmt ársreikningi félagsins sem á húsið, Novator F11. Novator F11 er svo aftur í eigu eignarhaldsfélagsins Novator ehf. Novator ehf. er svo í eigu eignar- haldsfélagsins BeeTeeBee Ltd. sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Því má segja að Fríkirkjuvegur 11 sé í eigu félags á Bresku Jómfrúaeyjum. Reynt­að­létta­veðunum­af­ húsinu Ragnhildur segir að Björgólfur hafi lagt mikla áherslu á að halda hús- inu á Fríkirkjuvegi 11 og muni leggja alla áherslu á að borga upp skuld- irnar sem á því hvíla. „Hann lagði mikla áherslu á að halda húsinu og mun leggja alla áherslu á að borga upp skuldirnar á því og gera það veðbandalaust í komandi framtíð. Þetta er hundrað ára gamalt hús og getur alveg beðið í nokkur ár. Hann segir það sjálfur að hann verði ekki í rónni fyrr en hann verði búinn að af- létta þessum veðum og borga þess- ar skuldir og fari að sinna þessu húsi með sóma,“ segir Ragnhildur og bæt- ir því við að uppgjör skuldanna á húsinu sé hluti af heildaruppgjörinu sem hann hafi gert við lánardrottna sína. Hún segir að veðunum verði aflétt af húsinu þegar lánardrottnar Björgólfs meti það svo að hann hafi borgað upp áhvílandi skuldir. Hluti af ástæðunni fyrir því af hverju Björgólfi er svo mikilvægt að halda húsinu er ábyggilega sá að langafi hans, Thor Jensen, byggði húsið í upphafi síðustu aldar og bjó þar um árabil ásamt langömmu Björgólfs, Margréti Þorbjörgu. Húsið gæti því haft mikið gildi fyrir Björgólf vegna þessa. Eitt sem styrkir þessa túlkun er að Björgólfur greiddi margfalt yf- irverð fyrir húsið á sínum tíma og getur nær örugglega ekki selt húsið fyrir þær nokkur hundruð milljón- ir króna sem hvíla á því vegna þess að enginn kaupandi myndi finnast. Lánardrottnar hans eru því eiginlega í þeirri stöðu að geta ekki annað en tapað ef þeir taka húsið af Björgólfi og selja það á markaði. Hagsmun- ir þeirra felast því í því að Björgólf- ur greiði þær himinháu skuldir sem hvíla á húsinu. Safn­verði­í­húsinu Talsmaður Björgólfs segir að Björ- gólfur vilji að í framtíðinni verði safn í húsinu á Fríkirkjuvegi, líkt og ráð- gert hefur verið, en Björgólfur get- ur ekki selt húsið eða ráðstafað því á nokkurn annan hátt fyrr en hann hefur gert upp við lánardrottna sína sem eiga veð í því. „Hann leggur mik- ið upp úr því að í framtíðinni verði sú starfsemi í húsinu sem hann vill sjá þar, safn og annað slíkt. En þetta þarf að bíða. Húsið stendur aftur á móti ekki autt á meðan. Í húsinu hefur verið nýsköpunarnám, Listaháskól- inn hefur kennt í húsinu, Listahá- tíð barna var þarna í vor þannig að það er reynt að finna hin og þessi góð verkefni sem fá þarna inni,“ seg- ir Ragnhildur en af máli hennar að dæma mun Fríkirkjuvegur 11 sitja nokkuð á hakanum á forgangslista Björgólfs á meðan hann ræður fram úr öðrum málum sínum. inGi­f.­vilHJálmSSOn fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Hann segir það sjálfur að hann verði ekki í rónni fyrr en hann verði búinn að af- létta þessum veðum. Ekki­fríkirkjuvegurinn­Fríkirkjuvegur- innverðuráframíeiguBjörgólfsThorsá meðanlánardrottnarhanshafaleysttilsín aðrarfasteignirsemeruíhanseigu,meðal annarshúsviðFjölnisvegogsumarhúsá Þingvöllum. vildi­halda­húsi­langafa­LangafiBjörgólfs, ThorJensen,byggðihúsiðáFríkirkjuvegi11á árunum1907-1908.RagnhildursegirBjörgólf hafalagtmiklaáhersluáaðhaldaþeirrieign. Samstarfsnefnd Garðabæjar og Álftaness vegna hugsanlegrar sam- einingar sveitarfélaganna hefur verið skipuð og kom saman til fyrsta fund- ar þann 15. júlí. Þar eiga þrír fulltrú- ar sæti fyrir hönd Garðabæjar og þrír frá Álftanesi. Frá Garðabæ eiga þar sæti Erling Ásgeirsson, sem var kjörinn formað- ur nefndarinnar, Stefán Snær Kon- ráðsson og María Grétarsdóttir. Frá Álftanesi tóku sæti í nefndinni Snorri Finnlaugsson, Kjartan Örn Sigurðs- son og Einar Karl Birgisson. Nefndin kemur aftur saman í ágúst og hefur óskað eftir því að fulltrúi samgöngu- ráðuneytisins verði þar viðstaddur. Boðað var til aukabæjarstjórnar- fundar í Garðabæ í byrjun mánað- arins þar sem erindi Álftaness um sameiningarviðræður var tekið fyr- ir. Þar var sett fram sú krafa af hálfu bæjarfulltrúa í Garðabæ að greitt yrði úr fjárhagsvanda Álftaness eins og kostur væri. Þar væri mikilvægt að ríkisvaldið kæmi að málinu. Þá sé nauðsynlegt að setja verkefninu eðli- leg tímamörk. Á fundinum í ágúst verður rætt hvort jöfnunarsjóður geti komið að málinu. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitar- félaga hefur haft rekstur Álftaness í gjörgæslu frá áramótum og er unn- ið hörðum höndum að fjárhagslegri endurskipulagningu þess. Til stend- ur að Ríkisendurskoðun kynni úttekt á rekstri sveitarfélagsins nú í þess- um mánuði. Hana átti upphaflega að kynna í júní. Drög að efni skýrsl- unnar hafa verið send öllum helstu hagsmunaaðilum sem málið varða. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir hvort fjárhagsvanda sveitarfélags- ins megi rekja til ákvarðana innan stjórnsýslunnar. Erling Ásgeirsson, formaður bæj- arráðs, segir erindið um sameining- arviðræður hafa verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í bæj- arstjórn og að mikill einhugur hafi verið meðal bæjarfulltrúa um að hefja viðræður. Fulltrúar Garðabæj- ar gangi að fullum heilindum til við- ræðnanna en vilji einnig sjá að ríkis- valdið komi að málefnum Álftaness. rhb@dv.is Garðbæingar samþykkja að hefja sameiningarviðræður við Álftanes: Viljaaðkomuríkisvaldsins Skulda­meira­en­Garðbæingar­ÞráttfyriraðÁlftnesingarséuaðeinsfjórðunguraf íbúafjöldaGarðabæjarerheildarskuldþeirrahærri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.