Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 4
HIRÐMENN DAVÍÐS n Ólafur Arnarson, bloggari og hagfræðingur, er ofarlega á óvin- alista Davíðs Oddssonar og hirð- manna hans. Varla líður sá dagur að amx. is reki ekki horn sín í álitsgjaf- ann. Venjulega fylgir Eyju- bloggarinn Skafti Harðar- son á eftir og Staksteinar Moggans reka gjarn- an lestina. Allt þetta lið hælir svo hvert öðru í kross. Nýverið hefur Davíð fært sig upp á skaftið og notar hann leiðara til að hæla hirðmönnum sínum. Fylgir þá gjarnan hringekjan á eftir og hæl- ir foringjanum. SJÁLFSHÓL FORINGJANS n Þótt Ólafur Arnarson, álitsgjafi og bloggari, búi að langlundar- geði kom sá tími að hann hjólaði af hörku í Davíð Oddsson, rit- stjóra og einn af höfuðpaur- um hrunsins. Ólafur skrifaði bloggfærslu á Pressuna sem er nístandi háð um gamla for- ingjann sem hann kallar við- kvæma og jafnvel brothætta sál. Fer Ólafur nokkrum orðum um sjálfshól hins fallna og smáða for- ingja sem einkennir leiðara, Stak- steina og Reykjavíkurbréf Mogg- ans. Hæst reis sjálfsupphafningin í Reykjavíkurbréfi þar sem Davíð birti með textanum þrjár myndir af sjálfum sér með mikilmennum á heimssviðinu. RÁÐHERRA GEGN YFIRLÆKNI n Þorsteinn Jóhannesson, yf- irlæknir á Ísafirði, er í slæmum málum eftir að DV upplýsti um greiðslur sem hann sjálf- ur ákvarðaði einkahlutafé- lagi sínu, Skurð- lækninum ehf. Félagið tók sjö milljónir á ári fyrir bakvakt- irnar í gegnum spítalann með góðfúslegu leyfi yf- irlæknisins sem sjálfur stóð vakt- irnar. Álfheiður Ingadóttir heil- brigðisráðherra hefur nú boðað rannsókn á framferði yfirlæknis- ins sem situr allt í kringum borðið og deilir út bitlingum. ÆVISAGA BÍTLAVINA n Tónlistarmaðurinn Jón Ólafs- son gerði það gott fyrir síðustu jól með ævisögu sinni um Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara sem féll frá langt um aldur fram. Nú vinn- ur Jón að ævisögu Rafns heitins Jónssonar tónlistarmanns sem lést í blóma lífsins eftir áralanga baráttu við MND-sjúkdóminn. Rafn og Jón voru miklir félagar en þeir stóðu meðal annars að Bítla- vinafélaginu. Ekki er ólíklegt að bókin um Rafn eigi eftir að verða í toppslagnum á jólabókamarkaði. SANDKORN 4 FRÉTTIR 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Dómsmálaráðherra vísar í skilgreiningar Europol á Hells Angels: Vítisenglar sagðir glæpasamtök Evrópulögreglan, Europol, skilgrein- ir alþjóðlegu mótorhjólasamtökin Hells Angels, Vítisengla, sem skipu- lögð glæpasamtök. Það kemur skýrt fram í nýlegri fréttatilkynningu Euro- pol um Vítisengla. Í þeirri von að útrýma skipulagðri glæpastarfsemi er Europol farið að beina sjónum sínum að alþjóðleg- um mótorhjólasamtökum, meðal annars Vítisenglum. Í tilkynningu lögreglunnar er fullyrt að samtök- in hafi af fullu afli tengst skipulagðri glæpastarfsemi af ýmsum toga, eink- um sölu fíkniefna. Þar er meðlimum lýst á þann veg að þeir telji sig alfarið hafna yfir öll lög og að samtökin hafi náð hraðri útbreiðslu á undanförn- um árum. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra kreppir nú hnefana og undirbýr löggjöf til að koma í veg fyrir að Vítisenglar nái fótfestu hér á landi. Forsvarsmenn Vítisengl- anna eru ósáttir og íhuga að leita réttar síns gagnvart ráðherra vegna ærumeiðandi ummæla í þá veru að flokka samtökin hérlendis sem glæpasamtök. „Það er að sjálfsögðu ekkert við það að athuga að menn leiti til dómstóla telji þeir á sér brotið. Það hefur hins vegar legið fyrir um árabil að sú starfsemi sem Hells Angels samtökin hafa stað- ið fyrir víða um heim er af erlend- um lögregluyfirvöldum flokkuð sem skipulögð glæpastarfsemi. Nú síðast kemur þetta fram í nýlegri fréttatilkynningu Europol frá 30. júlí síðastliðinn þar sem starfsemi Hells Angels vélhjólaklúbbsins er lýst,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir Segir Europol ekki hika við að skilgreina Hells Angels sem skipulögð glæpasamtök. Landsbankinn kveðst ekki hafa lánað Lyfjaþjónustunni 250 milljónir króna fyrir kaup- um á lyfjadreifingarfyrirtækinu Parlogis. Viðurkennt er að Landsbankinn afskrifaði að minnsta kosti einn milljarð vegna fyrirtækisins. Kristján Jóhannsson lektor við Há- skóla Íslands og viðskiptafélagar hans hafa nú tögl og hagldir í Icepharma og Parlogis. MILLJARÐUR AFSKRIFAÐUR Landsbankinn vísar á bug að óheið- arlega hafi verið staðið að sölu lyfja- dreifingarfélagsins Parlogis ehf. í lok júlí. Þá segist bankinn ekki hafa lán- að Lyfjaþjónustunni ehf. fyrir kaup- unum og ranglega sé haldið fram í frétt DV á mánudaginn var að afskrif- aðar hafi verið háar fjárhæðir við söl- una. Málsatvik eru þau að Landsbank- inn hóf sölumeðferð Parlogis við Krókháls í Reykjavík snemma í maí í vor. Vestia, dótturfélag Landsbank- ans (NBI) átti 80 prósent en Atorka 20 prósent í félaginu eftir gjaldþrot fyrri eigenda. Í raun fór Landsbank- inn með allt vald yfir félaginu þar sem bankinn er jafnframt stærsti kröfuhafinn í Atorku. Tapað fé Ljóst er að við söluna á Parlogis varð um það bil eins milljarðs afskrift af hálfu Landsbankans að veruleika. Skýringuna er að finna í ársreikn- ingi Parlogis fyrir árið 2009. Þar kem- ur fram að hlutafé félagsins hafi ver- ið aukið um 1.253 milljónir króna með skuldbreytingu. Þetta merkir að Landsbankinn ákvað eftir lang- vinna rekstrarerfiðleika fyrri eigenda Parlogis að breyta kröfum sínum í hlutafé. Þegar Kristján og fleiri stað- greiddu 250 milljónir króna fyrir fé- lagið í lok júlí hafði bankinn því end- anlega tapað og þar með afskrifað liðlega einn milljarð króna. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, segir að skuldbreytingin og þar með afskrift- in hafi farið fram fyrir löngu enda hafi það verið forsenda þess að halda Parlogis í rekstrarhæfu ástandi. „Það er engan veginn viðeigandi að kaup- endur hafi fengið Parlogis á silfur- fati,“ segir Kristján og bætir við að nýir eigendur taki við 1.100 milljóna króna skuldum. DV hélt því ekki fram að Landsbankinn hefði lánað Lyfjaþjónustunni 250 millj- ónir króna fyrir kaupunum en leiddi þó að því nokkr- ar líkur að svo hefði verið þar sem ný- lega birtar upplýs- ingar um önnur félög, sem tengjast Kristjáni Jóhanns- syni og fleiri mönn- um, virðast ekki hafa haft fé til að lána Lyfjaþjónustunni fé til kaup- anna. Þannig var til dæmis eigið fé Akureyjar ehf. í eigu Kristjáns og fleiri manna neikvætt um nærri 1,3 milljarða króna í árslok 2008. Akurey er að sínu leyti aðaleigandi Lyngs ehf. sem á Icepharma að öllu leyti. Mikilvægir samningar eru fyrir hendi millli Icepharma og Parlogis um sölu og dreifingu lyfja og tækja í heilbrigð- isþjónustu sem gera síðarnefnda fé- lagið háð Icepharma til ársloka 2011. Með kaupum Kristjáns og fleiri á Par- logis er því búið að koma á nánum eignatengslum milli Icepharma og Parlogis sem fer með um 30 prósent lyfjadreifingarinnar í landinu. Hjá Creditinfo var Kristján Jó- hannsson upphaflega einn skráður eigandi Lyfjaþjónustunnar ehf. sem er nýtt félag. Landsbankinn upplýsir nú að eigendurnir séu fleiri. Óútskýrt er því hvers vegna Kristján var upp- haflega einn skráður fyrir Lyfjaþjón- ustunni. Tengsl Inga Rósa Guðmundsdóttir lyfja- fræðingur hjá Lyfjastofnun var til- greind sem eigandi eignarhalds- félagsins Akureyjar ásamt Kristjáni en hún er tengdadóttir Kristjáns. Að- spurð kveðst hún ekki vera meðal eigenda Akureyjar lengur. Slíkt hefði enda getað bakað henni hagsmuna- árekstra og vanhæfi meðal annars vegna trúnaðarupplýsinga sem Lyfja stofnun býr yfir. „Þegar starfsmenn Lyfjastofnun- ar hefja störf þurfa þeir lögum sam- kvæmt að undirrita yfirlýsingu um að þeir eigi engra hagsmuna að gæta,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, í samtali við DV og bætir við að viðkomandi starfs- maður njóti fulls trausts. Kristján Jóhannsson er tekjuhæsti háskólamaðurinn í landinu sam- kvæmt álagningarskrám með um 2,2 milljónir króna á mánuði. Hann var framkvæmdastjóri AB-bókaforlags- ins þegar það varð gjaldþrota fyr- ir um 20 árum og starfaði þá með- al annars með Brynjólfi Bjarnasyni, núverandi forstjóra Skipta. Þess má geta að Gunnar Helgi Hálfdánarson, núverandi stjórnarformaður Lands- bankans, er aldavinur Kristjáns. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Þegar Kristján og fleiri stað- greiddu 250 milljónir króna fyrir félagið í lok júlí hafði bankinn því endanlega tapað og þar með afskrifað liðlega einn milljarð króna. Vel tengdur Kristján Jóhanns- son og félagar fengu ekki lánaðar 250 milljónir hjá Landsbankanum til kaupa á Parlogis Nátengd fyrirtæki Ósvarað er hvort einn eða fleiri aðilar hafi á endanum lagt fram skuldbindandi tilboð í Par- logis sem nú er í höndum eigenda Icepharma. Ekkert á silfurfati Kristján Kristjánsson segir að ekki sé um nýja afskrift að ræða við söluna á Parlogis. Hún hafi farið fram þegar bankinn tók við fyrirtækinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.