Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 10
10 fréttir 13. ágúst 2010 föstudagur Reykjavík Geothermal hefur fundið jarðhita sem hægt er að nýta til upp- byggingar kælikerfis í Masdar í Abu- Dhabi. Boraðar voru þrjár rannsókn- arholur og hefur fyrirtækið skilað þeim öllum af sér. Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri fyrirtækisins, segir verkefnum fyrirtækisins í Masdar þar með lokið. Eftir á að gera frekari rannsóknir á holunum og virkja þær. Að öllum líkindum verða þær nýttar í kælikerfi borgarinnar. Masdar er borg í mót- un, en markmiðið er að notast að- eins við endurnýjanlega orkugjafa til að halda henni gangandi. „Þessum áfanga verkefnisins er lokið. Það er búið að finna jarðhitann og sanna að hann er til staðar,“ segir Guðmundur. Guðmundur var forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur og síðar Reykjavík Energy Invest þar til hann hætti störf- um þar í kjölfar REI-málsins svokall- aða. Hann stofnaði síðan Reykjavík Geothermal árið 2008. Hjá fyrirtæk- inu vinna nú ellefu manns. Fyrirtæk- ið er með skrifstofu í Abu-Dhabi þótt höfuðstöðvar þess séu í Reykjavík. Í Abu-Dhabi eru líka höfuðstöðvar Al- þjóðastofnunarinnar um endurnýj- anlega orkugjafa. Guðmundur segir fyrirtækið nú vera með ýmis verkefni í Afríku í píp- unum, þar á meðal í Kenía. Í Afríku sé mikill áhugi á að nýta jarðhita til orkuframleiðslu. Ætla megi að hægt sé að búa til um fjórtán þúsund megavött af raforku í Afríku með nýt- ingu jarðhita. Í Kenía sé möguleiki á að virkja fjögur þúsund megavött. Þá hefur Reykjavík Geothermal einnig verið með verkefni í undirbúningi í Rússlandi og Indlandi. „Staðan (fyr- irtækisins: innskot blaðamanns) er ágæt. Við skiluðum hagnaði á síðasta ári og þetta ár lítur vel út,“ segir Guð- mundur. Fjöldi fyrirtækja í útrás Reykjavík Geothermal er aðeins eitt af mörgum félögum sem stofnuð hafa verið utan um verkefni í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa erlendis. Geysir Green Energy hefur verið um- svifamikið í ýmiss konar verkefnum á erlendum vettvangi, einkum í Kína og Bandaríkjunum. Meira að segja opinbera fyrirtækið Landsvirkjun stofnaði félagið Hydrokraft Invest utan um vatnsaflsverkefni hennar erlendis. Þá hefur verkfræðistofan Mannvit sótt í auknum mæli verk- efni út fyrir landsteinana vegna þess hversu mikið þeim hefur fækkað hér- lendis. Í maí skrifuðu svo átta fyrir- tæki í jarðhitanýtingu undir sam- starfssamning um að vinna saman að verkefnum erlendis. Þetta voru Orkuveita Reykjavíkur og Íslensk- ar orkurannsóknir auk arkitekta- og verkfræðistofanna EFLU, Mannvits, Verkís, T.ark – teiknistofu og Lands- lags. Orkuveita Reykjavíkur hefur meðal annars leitað eftir samstarfi við japanska banka og þróunarsjóði um að þeir komi að fjármögnun jarð- hitaverkefna í þróunarríkjum. Þetta er síðasta útrás íslenskra fyrirtækja þótt hún verði kannski ekki sú síð- asta. Útrásin er í samræmi við þá stefnu sem stjórnvöld hafa markað á síðustu árum um að íslenskar verk- fræðistofur og orkufyrirtæki vinni að verkefnum um nýtingu endur- nýjanlegra orkugjafa til orkuvinnslu í útlöndum. „Hér er einnig óhjá- kvæmilegt að nefna möguleika á að nýta íslenska jarðhitaþekkingu á er- lendri grundu því ef verkefnaskort- Mannvit hannaði hitaveitu í Ungverjalandi Á annan tug starfsmanna hefur starfað fyrir Mannvit úti í Ungverjalandi. Hér sést Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra ásamt starfsmönnum Mannvits. Pál Kovács, vararáðuneytisstjóri þróunar- málaráðuneytis Ungverjalands, og Márk Gyõrvári, borgarstjóra Szentlőrinc, þegar hornsteinn var lagður að byggingu hitaveitu í Szentlőrinc. Reykjavík Geothermal, fyrirtæki Guðmundar Þóroddssonar, hefur fundið jarðhita sem getur nýst til upp- byggingar kælikerfis í borginni Masdar í Abu-Dhabi. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa einsett sér að borgin notist aðeins við endurnýjanlega orkugjafa í framtíðinni. Íslenskar verkfræðistof- ur hafa í auknum mæli sótt verkefni út fyrir landsteinana, einkum í jarðhitageiranum. Bandaríkin og kanada Reykjavík Energy Invest á ásamt tveimur bandarískum félögum í Ice- land America Energy. Félagið veit- ir ráðgjöf til fyrirtækja í orkuiðnaði. Geysir Green Energy átti í tveimur orkufyrirtækjum vestanhafs, West- ern Geopower og Ram Power, sem unnu að uppbyggingu jarðhitavirkj- ana í Kaliforníu- og Nevada-fylkj- um Bandaríkjanna. Þá vann Glitnir, síðar Glacier Partners, með ýmsum orkufyrirtækjum í Bandaríkjunum og Kanada. El Salvador Íslenskar orkurannsóknir vinna að verkefni með LaGeo í El Salvador. Samstarfið felur meðal annars í sér að Íslenskar orkurannsóknir fari yfir rannsóknir á San Vicente-jarðhita- svæðinu. Íslenskar orkurannsóknir hafa meðal annars veitt fyrirtækinu ráðgjöf um borun rannsóknarhola. Vonir standa til að Íslenskar orku- rannsóknir komi að fleiri rannsókn- um í Mið-Ameríku með þessu verk- efni en þar eru miklir möguleikar á nýtingu jarðhita til orkuvinnslu. níkaragva Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Íslenskar orkurannsóknir sam- einuðu krafta sína í jarðhitaverk- efni í Níkaragva sem stendur yfir til ársins 2012. Samkvæmt samningn- um munu Íslenskar orkurannsóknir veita sérfræðiaðstoð á sviði jarðhita. Verkefnið er hluti af þróunaraðstoð Íslands. Þess má geta að orkufyr- irtækið Ram Power, sem var í eigu Geysis Green Energy, vann einnig að jarðhitaverkefni í Níkaragva í sam- starfi við Magma Energy, núverandi eiganda HS-Orku. FrönSku vEStur-indíaEyjar Reykjavík Energy Invest vann að rannsóknum á jarðhitatækifærum í Bouillante á Frönsku Vestur-Indía- eyjum í Karíbahafinu. Einnig vann fyrirtækið að þróun verkefna á eldri nýtingarsvæðum. SílE og Suður-amEríka Glitnir hafði mikinn áhuga á jarð- hitaverkefnum í Suður-Ameríku. Geysir Green Energy kannaði mögu- leikann á að ráðast í slík verkefni í Argentínu. Íslenskar orkurannsókn- ir stofnuðu ásamt verkfræðistofunni Verkís félagið Geothermhydro utan um ráðgjöf vegna jarðhitaverkefna í Síle. Stjórnvöld þar höfðu lagt aukna áherslu á að nýta jarðhita til orku- vinnslu vegna hækkandi olíu- og gasverðs á heimsmarkaði. Mannvit hefur einnig verið með starfsemi í landinu vegna lághitaverkefna. djíBútí Reykjavík Energy Invest undirritaði samning um uppbyggingu jarðhita- virkjunar á Assal Rift-svæðinu í Djí- bútí. Reykjavík Energy Invest hefur unnið alla forvinnu vegna málsins og er bygging virkjunarinnar nú í undirbúningi. Vonast er til þess að fyrsti hluti virkjunarinnar verði tek- inn í notkun árið 2014. aBu-dhaBi Reykjavík Geothermal, félag Guð- mundar Þóroddssonar, hefur verið leiðandi í jarðhitaverkefni í Masdar í Abu-Dhabi. Þar stendur til að nota aðeins endurnýjanlega orkugjafa í framtíðinni. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, var hvatamað- ur að því að ráðist var í verkefnið. Reykjavík Geothermal hefur samið við alþjóðlega fjárfestingarsjóðinn Ambata Capital Partners um fjár- mögnun verkefna fyrirtækisins. kEnía Íslenskar orkurannsóknir hafa unn- ið að jarðhitaverkefnum með Jarð- hitaskólanum og KenGen í Ken- íu. Meðal annars hafa verið haldin námskeið í yfirborðsrannsóknum á jarðhitakerfum. Verkefnið er liður í þróunaráætlun Íslands og framlagi þess til þúsaldarmarkmiða Samein- uðu þjóðanna. rúanda Fulltrúar Íslenskra orkurannsókna og Orkustofnunar hafa fundað með stjórnvöldum í Rúanda um mögu- SíðaSta út Si RóbeRt hlynUR baldURsson blaðamaður skrifar: rhb@dv.is sjálfbær borg Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa sett sér háleit markmið um uppbyggingu í borginni Masdar. Hér sést framkvæmdastjóri verkefnis- ins, Al-Jaber, kynna verkefnið fyrir George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í janúar árið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.