Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Qupperneq 12
12 fréttir 13. ágúst 2010 föstudagur
SAFNAÐU
ÁHEITUM
hlaupasty
rkur.is
Skemmtileg leið til
að safna áheitum
Ef þú ætlar að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu
getur þú búið til skemmtilegt myndband af þér á
hlaupastyrkur.is. Myndbandið getur þú sent til vina
og vandamanna með tölvupósti, á Facebook eða
Twitter og vakið athygli á þinni áheitasöfnun.
Skráðu þig strax til leiks og byrjaðu að safna áheitum.
- Stoltur bakhjarl hlaupsins síðan 1997
borgin stofni
banka fólksins
Jón Þór Ólafsson er í vinnuhópi um úrbætur á fjármálakerfi Íslands. Hann mun hitta Jón Gnarr borgarstjóra
á næstu dögum og kynna fyrir honum hugmynd um að Reykjavíkurborg stofni banka – sem ber vinnuheitið
„Besti bankinn“ – sem bæri hag borgarbúa fyrir brjósti og sparaði borgarsjóði háar fjárhæðir. Hugmyndin
er sótt til Norður-Dakóta í Bandaríkjunum.
Jón Þór Ólafsson, meðlimur í vinnu-
hópi um úrbætur á fjármálakerfi Ís-
lands, segir að hugmynd hópsins um
stofnun banka í eigu borgaryfirvalda í
Reykjavík hafi mælst vel fyrir hjá borg-
arstjórnarmeirihlutanum. Bankinn
hefur hlotið vinnuheitið „Besti bank-
inn“. Að sögn Jóns Þórs er hugmyndin
að mörgu leyti fengin frá Norður-Da-
kóta-fylki í Bandaríkjunum en þar hef-
ur fylkisstjórnin starfrækt banka, Bank
of North Dakota, í yfir níutíu ár. Hann
segist vongóður um að borgarfulltrú-
ar muni fara vandlega yfir þessar hug-
myndir sem gætu orðið að veruleika
innan skamms.
Banki sem hygli borgarbúum
„Í stuttu máli er vandamálið sem borg-
arbanki leysir það að borgarsjóður get-
ur ekki tekið lán í Seðlabankanum. Í
reglum Seðlabankans segir að einung-
is fjármálafyrirtæki hafi þau forréttindi
að eiga viðskipti við Seðlabankann. Þar
sem reglurnar hygla fjármálafyrirtækj-
um er lausnin sú að borgin stofni fjár-
málafyrirtæki, borgarbanka, sem hygli
borgarbúum,“ segir Jón Þór. „Borgar-
bankinn getur tekið lán hjá Seðlabank-
anum á stýrivöxtum sem borgarsjóður
notar svo til að borga upp dýrari lán
borgarinnar. Borgin sparar sér vaxta-
muninn að frádregnum kostnaði við
rekstur bankans. Samkvæmt ársreikn-
ingi Reykjavíkurborgar 2009 eru heild-
arskuldir borgarinnar og fyrirtækja í
hennar eigu um 300 milljarðar. Vaxta-
lækkun um eitt prósent sparar borg-
inni þrjá milljarða á ári.“
Hann segir að borgarfulltrúar Besta
flokksins hafi tekið vel í hugmynd-
ir vinnuhópsins og að fundað verði
með Jóni Gnarr borgarstjóra á næstu
dögum. „Tillaga okkar er að Jón Gnarr
borgarstjóri fái fólk til þess að skoða
hvort stofnun borgarbanka sé arðbær
og lögleg,“ segir Jón Þór en bendir á að
í mörg horn sé að líta enda sé um að
ræða háar upphæðir.
Núverandi kerfi
hyglir þeim ríku
„Fylkisbankamódel Bank of North
Dakota hefur tryggt að fylkið er ekki
skuldugt og skilar hagnaði í banka-
kreppunni,“ segir Jón Þór. Hann seg-
ir að stöðugleiki náist með fjármála-
stofnun sem hafi hagsmuni fólksins í
borginni að leiðarljósi. Banki af þess-
ari gerð myndi leiðrétta óréttlætið sem
felist í því að fjármagnseigendur njóti
meiri réttinda en venjulegir launþeg-
ar.
„Fjármálafyrirtækin hafa lögvarin
forréttindi til að taka lán á stýrivöxt-
um í Seðlabankanum og til að lána út
meiri peninga en þau hafa innistæðu
fyrir. Þetta skapar meira lánsfé, sem
gerir það ódýrara, en veldur verð-
bólgu. Bróðurpartur lánsfjárins fer
til hinna efnamestu sem hafa mesta
lánsvild. Á meðan fer verðbólgan
verst með fátæka þegar verð á nauð-
þurftum hækkar. Hið lögbundna fjár-
málakerfi Íslands niðurgreiðir lánsfé
til hinna ríku með verðbólguskatti á
almenning,“ segir Jón Þór en fullyrðir
að auðvelt sé að breyta því.
Grundvallarkerfisvilla
„Ef Samfylkingin og Vinstri Græn-
ir vilja meiri jöfnuð í samfélaginu
þurfa þau að leiðrétta þessa grund-
vallarkerfisvillu í fjármálakerfinu
sem gerir ríka ríkari og fátæka fá-
tækari, og það er einfalt. Fyrst þarf
að breyta reglum Seðlabankans sem
gera fjármálafyrirtækjum kleift að
lána út meiri peninga en þau hafa
innistæðu fyrir. Svo þarf að breyta
reglum Seðlabankans sem gefa fjár-
málafyrirtækjum forréttindi til að fá
lán hjá Seðlabankanum á stýrivöxt-
um,“ segir Jón Þór.
helGi hrafN GuðmuNdssoN
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Borgin stofni banka JónÞórÓlafssonteluraðbankiíeiguborgarinnargætiskapaðborgarbúumauðlegðogleiðréttþá
„grundvallarkerfisvilluífjármálakerfinusemgerirríkaríkariogfátækafátækari“.myNd rÓBert reyNissoN