Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 16
16 fréttir 13. ágúst 2010 föstudagur Vilja eignast rækjuVinnslu Kanadíska fyrirtækið Fish 24/7 Inter- national hefur boðið um 320 milljón- ir króna í þrotabú rækjuvinnslunnar Bakkavíkur í Bolungarvík. Kanadíska fyrirtækið hefur lagt fram óformlegt tilboð upp á 160 milljónir króna í Bakkavík auk fyrirheits um að leggja 160 milljónir í hlutafé fyrirtækis- ins að auki. Þá hefur fyrirtækið gert samning um að flytja um 2.500 tonn af rækju til vinnslunnar í Bolungar- vík frá Kanada. Heimildir DV herma að skuldir Bakkavíkur nemi um 200 milljónum króna. Íslendingur í rækjunni Kristinn Skúlason fer fyrir Fish 24/7 International. Hann er ættaður frá Vestfjörðum og hefur unnið í rækju- vinnslu til fjölda ára. Hann átti með- al annars í fyrirtækinu Optimal Ltd. sem hefur verið með starfsemi á Ný- fundnalandi og í Grindavík. Opti- mal beitti sér fyrir rannsóknum á aukaefnum í sjávarafurðum, aðal- lega vegna rækjuvinnslu. Kristinn seldi sig út úr Optimal árið 2005. Hann hefur starfað við rækjuvinnslu í Kanada í tólf ár. Hann er nú fram- kvæmdastjóri rækjuvinnslu þar ytra sem vinnur úr um sjö þúsund tonn- um af rækju á ári. Fish 24/7 International hefur mestmegnis unnið að kaupum og sölum á rækju. Félagið hefur meðal annars keypt gáma með rækju til að selja til Evrópu, Asíu og Bandaríkj- anna. Kristinn stofnaði það fyrir fjór- um árum. Tvö kauptilboð Fyrirtækið hefur tvisvar lagt fram kauptilboð í þrotabú Bakkavíkur. Annað þeirra lagði fyrirtækið fram stuttu eftir að Bakkavík fór í þrot en því var hafnað. Kristinn segir að hann hafi ekki átt að virða viðlits. Eftir að DV grennslaðist fyr- ir um málið hjá Byggðastofn- un bauð Tryggvi Guðmundsson, skiptastjóri þrotabúsins, honum aftur á móti til fundar með sér vegna kauptilboðsins. Áður hafði Tryggvi svarað Kristni því að hann efaðist um að tilboðið gæti geng- ið. Byggðastofnun myndi ekki líta við því. Tryggvi vildi ekki tjá sig um stöðu málsins enda hefði hann ekki heimild til að tjá sig um ein- staka kauptilboð. „Mér fannst líka slæmt að þessu skyldi ekki vera svarað vegna þess að ég var kominn með fjármögnun á afurðum til vinnslunnar frá útlönd- um. Því hefði ég ekki þurft að leita til bankanna á Íslandi vegna hennar. Því fannst mér skrýtið að þeir skildu allavega ekki hafa samband við mig fyrr. Það var eins og það ætti ekkert að gera með þetta fyrirtæki. Bara láta það veslast upp gjörsamlega,“ segir Kristinn. Góðar forsendur til rekstrar Kristinn segist hafa gert ráð fyrir því að hafa um tuttugu manns í vinnu við rækjuvinnsluna í Bolungarvík gengju kaupin eftir. Hann hafði ekki hugsað sér að vera með útgerð en segir þó rekstrarforsendur til hennar hafa breyst verulega eftir að veiðarn- ar voru gefnar frjálsar. Í Kanada hafi kvótinn verið skorinn niður síðustu tvö árin. Hins vegar sé eftirspurn eft- ir rækju góð. Íslensk fyrirtæki séu að mörgu leyti samkeppnishæfari en þau kanadísku vegna aðgengi þeirra að evrópskum mörkuðum. Áður hefur DV greint frá því að útgerðarfyrirtækið Birnir hafi tekið við láni upp á 160 milljónir króna úr þrotabúi Bakkavíkur sem fyrirtæk- ið hafði vegna kaupa á kvóta í rækju. Bakkavík var að sautján prósentum í eigu Byggðastofnunar. Birnir er aðal- eigandi rækjuvinnslunnar Kampa en sjálf á Byggðastofnun yfir þrjátíu pró- senta hlut í fyrirtækinu. Þrjú hundruð milljónir DV hefur greint frá því að Byggða- stofnun hafi lagt mikla áherslu á að fá sem mest fyrir eignir Bakkavíkur. Í því sambandi hefur verið nefnt að stofnunin vilji fá allt að þrjú hundruð milljónir fyrir fyrirtækið. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofn- unar, segir eignanna vandlega gætt enda sé þar einhver fullkomnasta rækjuverksmiðja Evrópu. „Opinberri stofnun eins og Byggðastofnun ber skylda til þess að hámarka það sem hún fær fyrir sölur fullnustueigna,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir Byggðastofnun ekki hafa sett verðmiða á verksmiðj- una, enda væri slíkt mjög erfitt. „Ef hann væri 300 milljónir króna, væri það þá hátt,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir ekki um form- legt tilboð að ræða, en viðræð- ur hefjist um málið á næstu dög- um. Engin áreiðanleikakönnun hafi verið gerð á þeim kaupanda eða getu hans til að reka fyrirtæk- ið áfram. „Fyrsta skrefið verður að hitta þá. Vonandi skilar þetta allt ásættanlegri niðurstöðu,“ segir Að- alsteinn. Kanadíska fyrirtækið Fish 24/7 Inter- national hefur tvisvar sinnum boðið í þrotabú rækjuvinnslunnar Bakkavíkur í Bolungarvík. Fyrir nokkrum vikum lagði fyrirtækið fram 160 milljóna tilboð auk þess sem það hét að leggja fram sömu upphæð í hlutafé Bakkavíkur. Kristinn Skúlason, eigandi fyrirtækisins, er ósáttur við tregð- una í málinu. Honum var boðið til fundar eftir að DV grennslaðist fyrir um málið. RóbeRT HlynuR balduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Það er eins og það eigi ekkert að gera með þetta fyrirtæki. Setti strik í reikninginn OlíulekinnáMexíkóflóasetti strikíreikninginnhjábanda- rískumrækjuveiðimönnum. Flutti út fyrir tólf árum KristinnSkúlasonerframkvæmdastjórirækjuvinnsluá Nýfundnalandi.FyrirtækiíhanseiguhefurlagtframkauptilboðíþrotabúBakkavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.