Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Page 18
18 fréttir 13. ágúst 2010 föstudagur
AuðugA Alþingi
Tveir þingmenn Vinstri grænna eru ríkustu
þingmenn landsins. Atli Gíslason hæsta-
réttarlögmaður trónir á toppnum og fast á
hæla honum kemur Álfheiður Ingadóttir
heilbrigðisráðherra. Tveir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins koma næstir, þeir Bjarni
Benediktsson og Pétur Blöndal. Bjarni,
formaður flokksins, er jafnframt launa-
hæsti einstaklingurinn sem situr á þingi.
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri
grænna, er ríkasti þingmaður lands-
ins. Sé tekið mið af þeim auðlegð-
arskatti sem hann greiðir af eign-
um sínum má sjá að hann á tæpar
190 milljónir í hreinum eignum. Á
mánuði hlýtur hann síðan rúmar
600 þúsund krónur í laun. Það vek-
ur athygli að tveir þingmenn Vinstri
grænna eru meðal eignamestu þing-
mannanna. Á eftir Atla kemur heil-
brigðisráðherrann Álfheiður Inga-
dóttir sem á tæpar 180 milljónir í
eignir umfram skuldir. Á eftir vinstri-
þingmönnunum tveimur koma
næstir tveir talsmenn frjálshyggj-
unnar, þeir Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, og
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins. Samkvæmt álagningar-
skrá ríkisskattstjóra má sjá að Pétur á
nærri 165 milljónir í eignir og Bjarni
sléttar 140 milljónir króna. Í öllum
tilvikunum gerir DV ráð fyrir sam-
sköttun þingmannanna og reiknar
þannig út eignir þeirra umfram
skuldir miðað við greidd-
an auðlegðarskatt
þeirra.
Rúmir 1,3 millj-
arðar króna
Hinn nýi auð-
legðarskattur,
sem lagður var
á eignir 3.817
fjölskyldna,
skilar nærri
fjórum millj-
örðum króna
í ríkiskass-
ann. Hann
er í raun
1,25 prósenta
skattur sem er
lagður á eignir
einhleypra,
sem áttu
meira en
90 milljónir
króna í hrein-
ar eignir, og
hjóna eða
sambúðar-
fólks sem áttu
meira en 120 millj-
ónir. Eignir umfram
þessi milljónamörk
eru því skattlagðar.
Séu eignir maka
þingmanna skoðaðar út frá
auðlegðarskattinum má
sjá að framsóknar-
hjónin Anna
Sigurlaug
Pálsdóttir og
Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson, formaður
flokksins, eru ekki á flæðiskeri stödd.
Samkvæmt álagningarskrá ríkisskatt-
stjóra greiddi hún rúmar 15 millj-
ónir í auðlegðarskatt. Eignir henn-
ar umfram skuldir eru því rúmir 1,3
milljarðar sem skilar henni efstri á
pall efnaðra maka þingmanna. Faðir
hennar, Páll Samúelsson, var stofn-
andi og lengst af eigandi Toyota-
umboðsins á Íslandi en hann seldi
fyrirtækið árið 2005 til Magnúsar
Kristinssonar, útgerðarmanns í Vest-
mannaeyjum. Faðir Sigmundar Dav-
íðs, Gunnlaugur Sigmundsson, sat
sjálfur á þingi fyrir Framsóknarflokk-
inn en hefur einnig víða komið við í
viðskiptalífinu. Hann er skráður fyrir
370 milljóna króna
eign umfram
skuldir.
Efnaðir
makar
Þar fyrir
utan er að
finna marga
vel launaða
maka þing-
manna, til að
mynda
þau Tómas Má Sigurðsson, eigin-
mann Ólafar Nordal; Kristján Ara-
son, eiginmann Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur og Ágústu John-
son, eiginkonu Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar. Öll eru
þau makar þingmanna
Sjálfstæðisflokksins en
sá fyrstnefndi, eigin-
maður varaformanns
Sjálfstæðisflokksins,
er með meira en fjór-
ar milljónir á mánuði í
tekjur.
Sigurmar Kristj-
án Albertsson hæstaréttarlögmaður
er einnig vel staddur, því með eigin-
konu sinni, Álfheiði Ingadóttur heil-
brigðisráðherra, á hann tæpar 180
milljónir í hreina eign. Þar að auki
fær hann vel borgað fyrir vinnu sína á
mánuði en hann hefur meðal annars
unnið mörg lögfræðistörf fyrir fjár-
mögnunarfyrirtækið Lýsingu, einna
helst tengd dómsmálum undanfarið
vegna gengistryggðra lána.
Búa vel
Fyrir utan þá fjármuni sem hinir
efnuðu þingmenn eiga, þá eiga þeir
margir hverjir einnig fallegar fast-
eignir sem metnar eru á tugi millj-
óna króna hver fyrir sig. Þannig
eiga Álfheiður ráðherra og
Sigurmar Kristján fallegt
hús í miðborginni, nán-
ar tiltekið á Fjólugöt-
unni, sem samkvæmt
fasteignaskrá er metið
á yfir 72 milljónir. Það
er nærri 320 fermetrar
að stærð.
Bjarni Benedikts-
son býr einnig í fallegu
einbýlishúsi í Garða-
tRAustI hAfstEInsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Ríkastur Hæstaréttarlögmaðurinn
ogþingmaðurVinstrigrænna,
AtliGíslason,erríkastiþingmaður
landsins.Eignirhansumframskuldir
erunærri190milljónirkróna.
Launahæstur - 1,3
á mánuði Formaður
Sjálfstæðisflokksins,
BjarniBenediktsson,
erlaunahæsti
einstaklingurinn
semsituráAlþingi.
Hannermeðríflega
áttföldmánaðarlaun
ísamanburðiviðlág-
markslaunSamtaka
atvinnulífsins.
1,3 milljarðar FramsóknarhjóninAnnaSigurlaugPálsdóttirogSigmundurDavíð
Gunnlaugsson,formaðurflokksins,eruekkiáflæðiskeristödd.Húnárúma1,3
milljarðaíeignirumframskuldir.
Vel launuð RagnheiðurRíkharðs-
dóttir,þingmaðurSjálfstæðisflokks-
ins,ervellaunið.Húnvarmeðí
kringum1,2milljónirámánuði.
Pétur Blöndal
Á169milljónir
umframskuldir