Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Qupperneq 18
18 fréttir 13. ágúst 2010 föstudagur AuðugA Alþingi Tveir þingmenn Vinstri grænna eru ríkustu þingmenn landsins. Atli Gíslason hæsta- réttarlögmaður trónir á toppnum og fast á hæla honum kemur Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. Tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins koma næstir, þeir Bjarni Benediktsson og Pétur Blöndal. Bjarni, formaður flokksins, er jafnframt launa- hæsti einstaklingurinn sem situr á þingi. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er ríkasti þingmaður lands- ins. Sé tekið mið af þeim auðlegð- arskatti sem hann greiðir af eign- um sínum má sjá að hann á tæpar 190 milljónir í hreinum eignum. Á mánuði hlýtur hann síðan rúmar 600 þúsund krónur í laun. Það vek- ur athygli að tveir þingmenn Vinstri grænna eru meðal eignamestu þing- mannanna. Á eftir Atla kemur heil- brigðisráðherrann Álfheiður Inga- dóttir sem á tæpar 180 milljónir í eignir umfram skuldir. Á eftir vinstri- þingmönnunum tveimur koma næstir tveir talsmenn frjálshyggj- unnar, þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Samkvæmt álagningar- skrá ríkisskattstjóra má sjá að Pétur á nærri 165 milljónir í eignir og Bjarni sléttar 140 milljónir króna. Í öllum tilvikunum gerir DV ráð fyrir sam- sköttun þingmannanna og reiknar þannig út eignir þeirra umfram skuldir miðað við greidd- an auðlegðarskatt þeirra. Rúmir 1,3 millj- arðar króna Hinn nýi auð- legðarskattur, sem lagður var á eignir 3.817 fjölskyldna, skilar nærri fjórum millj- örðum króna í ríkiskass- ann. Hann er í raun 1,25 prósenta skattur sem er lagður á eignir einhleypra, sem áttu meira en 90 milljónir króna í hrein- ar eignir, og hjóna eða sambúðar- fólks sem áttu meira en 120 millj- ónir. Eignir umfram þessi milljónamörk eru því skattlagðar. Séu eignir maka þingmanna skoðaðar út frá auðlegðarskattinum má sjá að framsóknar- hjónin Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, eru ekki á flæðiskeri stödd. Samkvæmt álagningarskrá ríkisskatt- stjóra greiddi hún rúmar 15 millj- ónir í auðlegðarskatt. Eignir henn- ar umfram skuldir eru því rúmir 1,3 milljarðar sem skilar henni efstri á pall efnaðra maka þingmanna. Faðir hennar, Páll Samúelsson, var stofn- andi og lengst af eigandi Toyota- umboðsins á Íslandi en hann seldi fyrirtækið árið 2005 til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum. Faðir Sigmundar Dav- íðs, Gunnlaugur Sigmundsson, sat sjálfur á þingi fyrir Framsóknarflokk- inn en hefur einnig víða komið við í viðskiptalífinu. Hann er skráður fyrir 370 milljóna króna eign umfram skuldir. Efnaðir makar Þar fyrir utan er að finna marga vel launaða maka þing- manna, til að mynda þau Tómas Má Sigurðsson, eigin- mann Ólafar Nordal; Kristján Ara- son, eiginmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ágústu John- son, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Öll eru þau makar þingmanna Sjálfstæðisflokksins en sá fyrstnefndi, eigin- maður varaformanns Sjálfstæðisflokksins, er með meira en fjór- ar milljónir á mánuði í tekjur. Sigurmar Kristj- án Albertsson hæstaréttarlögmaður er einnig vel staddur, því með eigin- konu sinni, Álfheiði Ingadóttur heil- brigðisráðherra, á hann tæpar 180 milljónir í hreina eign. Þar að auki fær hann vel borgað fyrir vinnu sína á mánuði en hann hefur meðal annars unnið mörg lögfræðistörf fyrir fjár- mögnunarfyrirtækið Lýsingu, einna helst tengd dómsmálum undanfarið vegna gengistryggðra lána. Búa vel Fyrir utan þá fjármuni sem hinir efnuðu þingmenn eiga, þá eiga þeir margir hverjir einnig fallegar fast- eignir sem metnar eru á tugi millj- óna króna hver fyrir sig. Þannig eiga Álfheiður ráðherra og Sigurmar Kristján fallegt hús í miðborginni, nán- ar tiltekið á Fjólugöt- unni, sem samkvæmt fasteignaskrá er metið á yfir 72 milljónir. Það er nærri 320 fermetrar að stærð. Bjarni Benedikts- son býr einnig í fallegu einbýlishúsi í Garða- tRAustI hAfstEInsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ríkastur Hæstaréttarlögmaðurinn ogþingmaðurVinstrigrænna, AtliGíslason,erríkastiþingmaður landsins.Eignirhansumframskuldir erunærri190milljónirkróna. Launahæstur - 1,3 á mánuði Formaður Sjálfstæðisflokksins, BjarniBenediktsson, erlaunahæsti einstaklingurinn semsituráAlþingi. Hannermeðríflega áttföldmánaðarlaun ísamanburðiviðlág- markslaunSamtaka atvinnulífsins. 1,3 milljarðar FramsóknarhjóninAnnaSigurlaugPálsdóttirogSigmundurDavíð Gunnlaugsson,formaðurflokksins,eruekkiáflæðiskeristödd.Húnárúma1,3 milljarðaíeignirumframskuldir. Vel launuð RagnheiðurRíkharðs- dóttir,þingmaðurSjálfstæðisflokks- ins,ervellaunið.Húnvarmeðí kringum1,2milljónirámánuði. Pétur Blöndal Á169milljónir umframskuldir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.