Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 19
föstudagur 13. ágúst 2010 fréttir 19 AuðugA Alþingi bænum. Heim- ili hans er nærri 300 fermetrar að stærð og metið á meira en 60 millj- ónir samkvæmt fasteignamati. Í götunni og nágrenni hennar búa margir af nánustu ættingj- um stjórnmálaforingj- ans, allir af hinni víðfrægu Engeyja- rætt. Atli lögmaður býr á fallegum stað í Réttar- holtshverf- inu en hús- ið hans er í kringum 270 fermetrar að stærð og er metið á rúmar 50 milljónir króna samkvæmt fasteignamati. Margföld laun Algengt er að þingmenn séu með á bilinu 500–900 þúsund krónur í laun á mánuði. Sá launahæsti, Bjarni Benediktsson, var með yfir 1,2 millj- ónir á mánuði, en sá launalægsti sem nú situr á þingi, Skúli Helga- son, þingmaður Samfylkingarinnar, var skráður með tæpar 300 þúsund krónur í laun. Byrjunarlaun samkvæmt launa- töflu Samtaka atvinnulífsins, SA, er 157.752 krónur á mánuði. Það þýð- ir að Bjarni, formaður Sjálfstæðis- flokksins, var með áttföld laun á við einstakling sem hlýtur byrjunarlaun samkvæmt samningum SA. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, er með svipað hlutfall eða tæplega áttföld lágmarkslaun verkafólks. Báðir sitja þeir á þingi í stjórnarandstöðu. Raunar eru þingmenn Sjálf- stæðisflokksins áberandi á meðal launahæstu einstaklinga sem sitja á Alþingi. Af fimm launahæstu þing- mönnunum eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Bjarni, Birgir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra nær að blanda sér í þennan hóp með tæpar 1,2 milljónir á mánuði. Launalágir þingmenn Það eru nokkrir þingmenn sem skera sig úr hvað varðar launaumslagið; fjórir þingmenn sem voru með undir 400 þúsund krónum á mánuði. Rétt undir þeirri upphæð er formaður Hreyfingarinnar, Margrét Tryggva- dóttir, en hún kom ný inn á þing í síðustu þingkosningum. Athygli vek- ur að þrátt fyrir að vera formaður flokksins er hún launalægri en hin- ir tveir þingmenn hans, þau Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, kemur næst með mánAðArlAun á ÍslAndi Lágmarks- laun SA 157.750 Meðallaun verkafólks 320.000 Meðallaun á vinnu- markaði 423.000 Meðal- laun þing- manna 754.346 Oddný Harðar- dóttir 1.005.656 Björn Valur Gíslason 1.053.088 Katrín Júlíusdóttir 1.081.543 Tryggvi Þór Herbertsson 1.115.514 Jóhanna Sigurð- ardóttir 1.120.844 Ragnheiður Ríkharðs- dóttir 1.130.149 Birgir Ár- mannsson 1.212.129 Bjarni Benediktsson 1.282.398 *Byggt á tölum um útsvar og auðlegðarskatt Auðlegðarskattur Eignir umfram skuldir AtLi GísLAson 435.356 189,6 milljónir ÁLfhEiður inGAdóttir 369.196 179 milljónir Pétur BLöndAL 277.829 164 milljónir BjArni BEnEdiktsson 124.000 140 milljónir * Samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir samsköttun hjóna/sambúðarfólks. RíkiR þingmenn* framhald á næstu opnu Vel launaðir þingmenn Algengt er að þing- menn séu með á bilinu 500-900 þúsund krónur í laun á mánuði. Sá launahæsti var með yfir 1,2 milljónir en sá launalægsti sem nú situr á þingi var skráður með tæpar 300 þúsund í laun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.