Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 25
föstudagur 13. ágúst 2010 fréttir 25 Borgartúni 37 Kaupangi, Akureyri www.netverslun.is ThinkPad Edge 15,6” AMD liPur og yfirvEguð Tilboðsverð 159.900 kr.. 15,6" 15,6" skjár 320GB 3 lenovo g555 MEirA fyrir PEninginn Tilboðsverð 129.900 kr.. 15,6" 15,6" skjár 320GB 3 Kíktu á úrvalið á netverslun.is NINJADAGUR NÝHERJA Laugardaginn 14. ágúst frá klukkan 11-15 Þú gætir unnið glæsilega T hinkPad X100e fartölvu frá Nýherja Bláu Ninjurnar verða á staðnum Gúmmíhermenn heimta réttlæti íska einræðisherrann Getúlio Vargas um að útvega gúmmí í staðinn fyrir milljónir dala í formi lána, lausafjár og tækja. Opinberar tölur eru ekki til um hversu margir gúmmíhermannanna létust af völdum sjúkdóma og árása dýra, en sagnfræðingar hafa áætlað að tæpur helmingur þeirra hafi lát- ist áður en Japanar gáfust upp í sept- ember 1945. Þrælar í helvíti Ferreira Lima rifjar upp daginn þeg- ar hann kom til frumskógarins í Am- asón sem birtist honum grænn og blómlegur, eftir margra mánaða ferðalag með vörubíl og báti. „Við héldum að við værum komnir til par- adísar, en í staðinn varð hún að hel- víti fyrir okkur,“ segir hann. „Þetta var þrældómur,“ segir Ant- onio Barbosa da Silva, annar gúmmí- hermaður. „Við fengum engin laun. Við fengum ekki að borða þegar við uppfylltum ekki kröfurnar.“ Brasilíu- stjórn hafði lofað heilsugæslu, hús- næði og fæði fyrir hermennina, en braut öll loforðin. „Þeir gáfu okkur bara tvenn- ar buxur, þegar aðrar voru skítug- ar, klæddi ég mig í hinar. Við gátum hvergi sofið svo við urðum að byggja kofa úr viði og pálmalaufum,“ segir Pereira de Araujo. Þúsundir gúmmíhermanna lét- ust úr malaríu, lifrarbólgu og gulu, þar sem engir læknar né sjúkrahús voru nærri. Aðrir lentu í gini jagúara og krókódíla eða voru bitnir af eitur- slöngum. „Þeir sem vildu fara fengu launin sín í umslagi og var sagt að þeir væru nú frjálsir ferða sinna. En neðar á veginum biðu hermenn og skutu þá. Þeir skiluðu svo peningunum til yfir- mannsins,“ segir Manuel Pereira de Araujo í samtali við BBC. Í mörgum tilfellum fylgdu fjöl- skyldur mannanna þeim til frum- skógarins. Vicenza da Costa var að- eins fjórtán ára gömul þegar faðir hennar ákvað að fjölskyldan myndi yfirgefa heimahagana, fylkið Ceara, þar sem miklir þurrkar eyðilögðu uppskeruna. „Hann sagði við móð- ur mína: „Förum Candida. Ég setti niður síðustu fræin mín og jurtin er nú þegar dauð eftir átta daga þurrk.“ En þetta voru heimahagarnir og ég vildi ekki fara. Ég grét alla daga,“ seg- ir hún. Sneru aldrei heim Þegar stríðinu lauk, breyttist ekki mikið, fyrir utan að stuðningur Bandaríkjamanna var ekki lengur til staðar. Sumir gúmmíhermannanna vissu ekki einu sinni að stríðið væri búið, enda bárust fréttir seint og illa til þessara afskekktu og einangruðu svæða í miðjum frumskóginum. „Ég var himinlifandi þegar stríð- inu lauk, því ég hélt að ég gæti loks- ins snúið heim,“ segir Alcidino dos Santos. „En þegar ég ræddi við yf- irmennina um að fá að fara, sagði hann: „Ertu að grínast?“ og skipaði mér að halda áfram að vinna.“ Þar sem gúmmíhermennirnir voru bláfátækir og gátu ekki borgað fyrir farið heim, héldu flestir þeirra áfram að vinna í frumskóginum í Amasón. Þeir kvæntust og stofnuðu fjölskyldur, og héldu annað hvort áfram að safna gúmmíi eða lifðu á ávöxtum frumskógarins í áratugi, týndir og gleymdir. Vilja sanngjarnar bætur Eftir nokkra áratugi ákváðu stjórn- völd að borga mönnunum eftirlaun. Í dag fá þeir 8.300 gúmmíhermenn sem enn eru á lífi og 6.500 ekkjur fall- inna hermanna 1.020 brasilísk reais á mánuði, sem nemur um 65 þúsund íslenskum krónum. Þeir eru ósátt- ir við greiðslurnar, segja þær allt of lágar miðað við hörmungarnar sem þeir gengu í gegnum og loforð stjórn- valda í stríðinu. Claudionor Ferreira Lima, forseti gúmmíhermannasamtakanna, seg- ist nú vera vongóður um að bæturn- ar hækki. Teymi lögfræðinga vinnur nú að því að málið verði tekið upp hjá þinginu og dómstólar eru komn- ir í málið. „Afi minn var gúmmíhermaður og ég ólst upp við sögurnar af þeim. Framlag þeirra og óréttlætið sem þeir sættu, lifir í minningu fólksins á Amasón-svæðinu,“ segir lögfræðing- urinn Irlan Rogerio Erasmo da Silva. „Við krefjumst þess að hver gúmmí- hermaður fái 763.800 reais [um 50 milljónir íslenskra króna]. Við ætlum að sækja bætur fyrir mannréttinda- brotin gegn þeim.“ Of seint fyrir suma Margir gúmmíhermannanna dreyma um að flytja loksins „heim“. „Ég hef beðið í öll þessi ár eftir bót- unum mínum,“ segir Pereira Araujo. „Þegar ég fæ þær, ætla ég að snúa heim, norðaustur. Foreldrar mín- ir eru löngu fallnir frá, en ég ætla að vera með bræðrum mínum og systr- um.“ En tíminn er á þrotum í lífi gömlu mannanna og fyrir fjölmarga þeirra munu hugsanlegar bótagreiðslur koma of seint. Þúsundir gúmmíhermanna létust úr malaríu, lifr- arbólgu og gulu, þar sem engir læknar eða sjúkrahús voru nærri. Aðrir lentu í gini jagúara og krók- ódíla eða voru bitnir af eiturslöng- um. Í vesturhluta Amasón Í þessum skógum, sem virtust fagrir og gjöfulir að sjá, týndu tugþúsundir ungra manna lífi þegar hinum svokölluðu gúmmíhermönnum var þrælað út í síðari heimsstyrjöldinni. ReuteRS ungir og kátir 55 þúsund kornungir menn voru fluttir á vörubílum sem þessum, og síðar bátum, til Amasón. Þeim var lofað gulli og grænum skógum. Þegar þeir komust á leiðarenda sáu þeir að það var lygi. Frumskógurinn varð að helvíti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.