Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Page 31
... leik- ritinu Hallveig ehf. Skemmtilegt og fræðandi leikrit í öðruvísi rými. ... leiksýningunni Hetja Gleðilegt þegar íbúarn- ir standa svona vel að því að halda sinni eigin menningu á lofti og taka svo myndarlega á móti gestum sínum. ... myndinni The Sorcerer‘s Apprent- ice Disney-mynd eins og þær gerast verstar. föSTudAgur n 13. á Prikinu Föstudagurinn 13. verður haldinn hátíð- legur á Prikinu í kvöld og er tekið fram að þeir sem hafi séð svartan kött eða brotið spegil fái frítt á barnum. Franz og Kristjó hefja kvöldið með ljúfum tónum og svo tekur Dj Danni Deluxxx við. n Hverfisbarinn Dj Jói ætlar að tæta upp dansgólfið á Hvebbanum í kvöld. Nóg af gleði, nóg af dansi og dass af tryllingi. Getur ekki klikkað. n Rökkurró í 12 tónum Önnur plata Rökkurróar, Í annan heim, kemur út á vegum 12 Tóna fimmtudag- inn 12. ágúst. Af því tilefni ætlar Rökk- urró að halda fögnuð í verslun 12 Tóna á Skólavörðustíg. Platan verður til sölu á tilboðsverði, vín í boði og almennur hressleiki verður í hávegum hafður! n Gleði í Venue Klukkan 11 stíga á svið stelpur úr Gallery Crymo og Nyhil og lesa ljóð og flytja gjörninga. Að því loknu flytur Sultan Eldmóður hljóðverk. Klukkan 01.00 blúsar Elín Ey þetta upp áður en Flugvél og Geimskip tekur við og Dj Músíkölski lokar kvöldinu. lAugArdAgur n Don Randi á Broadway Don Randi & Quest ásamt Ragga Bjarna, Agli Ólafssyni, Kristjáni Jóhannssyni, Eddu Borg og fleirum. Einnig koma fram nokkrir af bestu hljóðfæraleikurum landsins úr Stórsveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Má þar nefna Þóri Baldursson sem útsetur bæði fyrir stórsveit og Don Randi. n Hverfisbarinn Dj Stef mætir á Hverfisbarinn. Það er völlur á kallinum. Hann heldur út til Danmerkur von bráðar svo ekki missa af honum. Í guðanna bænum. n Cocoon á Prikinu Árni Cocoon mannar vaktina á Prikinu á laugardaginn. Og fastlega er búist við því að það verði dansað. Hvað er að GERAST? Leikfélag Akureyrar boðar glæsilegt leikár: Þrjú ný verk frumsýnd Dagskrá leikárs Leikfélags Ak- ureyrar var tilkynnt í vikunni í glæsilegum bæklingi. Leikárið hefst af miklum krafti með sýn- ingunni Rocky Horror, í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarssonar. Um er að ræða glæsilega uppfærslu á sígildu verki Richards O‘Brien. Valinn maður er í hverju horni, en Andrea Gylfadóttir sér um tónlistina og Steinunn Ketils- dóttir semur dansa. Meðal leik- enda eru Magnús Jónsson, Ey- þór Ingi Gunnlaugsson, Bryndís Ásmundsdóttir og Atli Þór Al- bertsson. Næsta frumsýning í kjölfarið verður á verkinu Þögli þjónninn, sem er eftir engan annan er Harold Pinter. Þeir Atli Þór Albertsson og Guðmundur Ólafsson bregða sér í hlutverk tveggja leigumorðingja sem bíða eftir næstu skipun í kjallaraher- bergi. Þá verður farsinn Farsæll farsi settur upp í mars, en leik- stjóri verður leikhússtýran sjálf María Sigurðardóttir. Leikhópar að sunnan verða einnig dugleg- ir við að heimsækja LA í vetur og má þar nefna Jesú litla og Harry og Heimi auk þess sem Sveppi mætir með sýningu sína, Dag í lífi drengs. ... myndinni Inception Lagskipt snilld, sem talar til manns á ótal sviðum. ... myndinni Karate Kid Ekkert nýtt undir sólinni. föstudagur 13. ágúst 2010 fókus 31 ... heim- ildar- myndinni Babies Stór- skemmtileg dýralífsmynd hér á ferð. Leikfélag Akureyrar Boðar þrusu leikár. er hún annað hvort bara góð eða vond tónlist.“ Sjálfur hefur Grétar tekið virk- an þátt í íslensku tónlistarlífi og í djasssenunni um árabil. Hann fór til Bandaríkjanna í tónlistarnám á sínum tíma og snéri aftur heim árið 1985. „Síðan þá hefur mað- ur séð alveg ótrúlegar breytingar. Núna er fólk að fara út í nám með sömu þekkingu og maður kom heim með á sínum tíma. Íslensk- ir djasslistamenn eru að vinna til alþjóðlegra verðlauna og svo eig- um við brautryðjendur á borð við Mezzoforte sem er enn þann dag í dag uppbókað á hátíðir um allan heim.“ Django og Jon Þó svo að íslenskir listamenn leiki stórt hlutverk í dagskrá há- tíðarinnar þá skipa stóru erlendu nöfnin sinn sess líkt og áður. Að þessu sinni eru stærstu nöfnin breski píanistinni Django Bates og bandaríski trompetleikarinn Jon Hassell en einnig má nefna Don Randi sem mun leika með Geir Ólafssyni á hátíðinni. Randi hef- ur leikið með og útsett fyrir stór- stjörnur á borð við ABBA, Beach Boys, Elvis Presley, Frank Sinatra, Frank Zappa og marga fleiri. „Jango Bates er líklega þekkt- asta númerið að þessi sinni. Hann er búinn að vera mjög framarlega í hartnær 20 ár. Hann fer þó mikið víðar en í djass en það er skemmti- leg tilviljun að hann gaf út plötu á árinu með tónlist djassgoðsagnar- innar Charlies Parker. Svo er það Jon Hassell sem hef- ur í mörg ár verið mikil fyrirmynd fyrir þá sem leita að nýjum túlk- unarmöguleikum fyrir trompetið. Hann byggir einnig á fjölbreytt- um efnivið í tónlistinni. Allt frá djass yfir í heimstónlist og raftón- list. Hann er mikill hugmynda- fræðingur um tónlist og ætlar að tala um hana líka á tónleikum sín- um. Hann hefur verið að vinna slík verkefni áður með Brian Eno Einn passi Gestum Jazzhátíðar verður boðið upp á að kaupa passa á hátíðina sem kostar 8.000 krónur og gild- ir á alla viðburði hennar. Passann er meðal annars hægt að kaupa á midi.is. „Það er frábært verð og fljótt að borga sig upp fyrir þá gesti sem ætla sér að mæta oftar en einu sinni. Það verður einnig hægt að kaupa miða á staka viðburði og þar verður miðaverði einnig stillt í hóf.“ Þá er bæklingur hátíðarinnar kominn í dreifingu og mun hann liggja frammi bæði á tónleikastöð- um sem og á kaffihúsum borgar- innar. „Netið er þó áreiðanlegasti miðillinn og þar er sífellt verið að uppfæra en hægt er að nálgast all- ar frekari upplýsingar á heimasíð- unni reykjavikjazz.is. lengrI JAzzHáTíð Pétur Grétarsson Framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Reykjavík. Taktfastur Pétur er einn færasti slagverksleikari landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.