Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Qupperneq 33
föstudagur 13. ágúst 2010 viðtal 33 Harmar og sigrar söngkonu árin.“ Systir hennar var myndlistarmaður og fær í sínu fagi. „Hún vann hin ýmsu störf bróðurpart- inn af þessum tíma og var í námi. Hún var ótrú- lega dugleg.“ Síðustu árin versnaði ástand henn- ar og svo fór að lokum að hún varð að fá stöðuga umönnun. „Undir það síðasta, svona síðasta árið, þá gat hún ekki búið lengur heima. Þar áður bjó hún heima með hjálp mjög mikillar aðstoðar mömmu og pabba og dóttur sinnar sem er 17 ára. Þau aðstoðuðu hana svo hún gæti búið heima. Kerfið er líka flókið og það er ekkert auðvelt fyrir hvern sem er að fá sjúkrapláss. Hún fékk pláss á endanum en það þurfti að hafa fyrir því. Þetta var auðvitað mjög mikið álag fyrir alla.“ Erfitt að vEra Ekki á staðnum Þegar Ingileif var sem veikust var Sigríður á mikl- um þvælingi með Hjaltalín. „Þessi tími var svo- lítið skrýtinn því svona ári áður en hún deyr var ég mikið úti og ekki endilega með það á hreinu hvernig hlutirnir voru. Það var mjög erfitt að hafa þessar áhyggjur en hafa ekki yfirsýn yfir það hvernig málin stóðu. Síðustu mánuðina var alveg vitað hvert stefndi, þetta fór hægt yfir. Sjokkið var ef til vill frábrugðið því sem gerist þegar manneskja á besta aldrei fer allt í einu. Þá fær maður smátíma til að átta sig. En þetta er alltaf erfitt,“ segir hún. Þessi reynsla breytti hugsun hennar og gildum. „Ég held að þetta hafi breytt ýmsu hjá mér og fólkinu í kringum mig. Það verður viss hugarfars- breyting. Ég hef áttað mig á því að lífið er hverfult og er farin að hugsa um hvað skiptir máli. Þetta þroskar mann. Ég vil gera sem mest úr tímanum án þess að mér finnist ég þurfa sífellt að gera eitt- hvað ótrúlegt. Ég vil frekar nýta tímann til að vera með fólki sem mér þykir vænt um. Þetta er samt tvíeggjað sverð. Annars vegar hefur mér dottið í hug að gera allt, bara eitthvað, alveg sama hvað það er. Bara lifa hratt. Það er ein hugmynd. Þú getur alveg lifað hratt en þá gætirðu kannski verið að gera einhverja hluti sem þig langar ekkert til að gera. Þannig að ég er frekar farin að hallast að því að velja vel og njóta þess.“ Platan sEm var í raun afmælisgjöf Það er nóg að gera hjá Siggu en hún hefur ver- ið mikið bókuð bæði með hljómsveitinni og ein síns liðs. Hún gaf út diskinn „Á Ljúflingshól“ ásamt Heiðurspiltum árið 2009. Þar söng hún lög Jóns Múla Árnasonar við undirleik Heiðurspilta. Hún segir útgáfu disksins hafa komið til á skemmtilegan hátt. „Ég fékk tækifæri til að gefa út plötu alveg upp úr þurru. Það var mjög fyndið og skemmtilegt. Það var þannig að mamma vinkonu minnar kemur að máli við mig. Það liggur fyrir að foreldrar hennar eiga stórafmæli og hana langaði til að gefa þeim einhverja sérstaka afmælisgjöf. Hún stakk upp á því að við myndum gera plötu og hún yrði gjöf til þeirra. Það var alveg ótrúlega fallegt, fyndið og skemmtilegt verkefni því þetta var alls ekki plata sem mér hefði sjálfri dottið í hug að gera. Hún sagði mér frá hugmyndinni og ég talaði strax við Guðmund Óskar því mér finnst ótrúlega gott að hafa hann með mér. Ég er svolítið þannig, mér finnst gott að hafa einhvern með mér þannig að ég geti svona skot- ið helmingnum yfir á hinn,“ segir hún og hlær. „Hann var með mér frá upphafi og svo völdum við í sameiningu hina með okkur á plötuna. Við ákváðum svo þau efnistök sem hentuðu okkur og foreldrum hennar sömuleiðis. Við hefðum ekki getað verið með músík sem kæmi þeim ekki við. Við hefðum ekki heldur viljað láta velja ofan í okkur. Síðan komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri gaman að gera söngplötu með lög- um eftir Jón Múla því það hafði ekki verið gert, að minnsta kosti ekki með söngvara sem syngi að- eins lög eftir hann. Það hafa verið gerðar nokkrar plötur sem innihalda engan söng og því varð þetta útgangs- punkturinn hjá okkur, plata sem innihéldi lög Jóns við texta bróður hans, Jónasar Árnasonar. Við völdum lögin svo en mamma vinkonu minn- ar var auðvitað alltaf í sambandi við okkur. Þetta var alveg ótrúlega magnað og frjálslegt, við feng- um mikið frelsi til að gera þetta. Ég hefði ekki fengið þessa hugmynd sjálf en er mjög ánægð með að hafa gert þetta. Ég fíla þessi lög og þyk- ir vænt um þessa músík en þetta er samt ekki eitthvað sem mér hefði dottið í hug að gera. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að það eru ekki margir sem fá svona verkefni upp í hendurnar. Þetta var ótrúlega fallegt og gott tilboð sem gekk upp,“ segir hún. Gömlu hjónin voru himinlifandi með afmælisgjöfina en þau spiluðu líka stórt hlutverk á umslagi plötunnar. „Þau eru framan á plötunni, gömul mynd af þeim í partíi og svo erum við klippt inn í. Mjög skemmtilegt.“ fordómalaus í garð vErkEfna Sigga er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir og er ekki þekkt fyrir að elta það sem er vinsælast hverju sinni, samanber plötuna með lögum Jóns Múla. „Það hefur alltaf farið svolítið í taugarnar á mér hvað fólk er oft hrætt við að gera eitthvað nýtt og er meðvitað um sjálft sig og sitt kúl. Það verð- ur þeim fjötur um fót því það þorir ekki að gera ákveðna hluti eða taka að sér einhver verkefni því það er svo ofboðslega meðvitað um ímynd sína. Það er mjög auðvelt að detta í þann pakka en auðvitað verðurðu líka að passa þig að gera ekki bara allt sem þér býðst einfaldlega vegna þess að það er kannski ekki gott fyrir þig og þú færð ekkert út úr því,“ segir hún ákveðin. „Ég reyni að vera frekar fordómalaus í garð verkefna. Ef mér finnst það sjarmerandi á einhvern hátt eða held að mér gæti þótt það gaman þá vil ég frekar gera það heldur en ekki. En svo vil ég aftur á móti ekki gera einhverja hluti sem fara illa í mig sem ég veit allan tímann að mér finnast ekki vera réttir. Auðvitað lendir maður í því líka að taka eitt- hvað að sér sem maður sér eftir. Það er þunn lína sem liggur þarna á milli. Hins vegar má heldur ekki segja bara nei við öllu, það er svo leiðinlegt. Ég vil vinna með alls konar fólki og fá sem mesta reynslu út úr því. Það finnst mér skemmtilegast.“ kaffihús og hundur Hún segir allt óráðið um framtíð sína enda eigi hún erfitt með að skipuleggja sig fram í tímann. Það sé þó ýmislegt sem hana langi að gera. „Ég veit ekki hvort ég verð söngkona alla ævi. Ég held að maður hætti því ekki endilega en taki kannski önnur verkefni að sér líka. Mig langar að gera ým- islegt. Ég veit ekki hvað ég endist lengi í hverju, ég get ekki verið að hugsa of mikið um það því þá yrði ég alveg biluð. Mig langar til að fara ein- hvern tíma í meira nám. Og svo er ég með einn ógeðslega klisjukenndan steríótýpískan draum. Mig hefur alltaf langað til að eiga lítið, sætt kaffi- hús. Kannski geri ég það þegar ég er orðin gömul. Fæ mér hund og opna kaffihús og verð með mat- jurtagarð í garðinum.“ viktoria@dv.is sár systurmissir „Þessi tími var svolítið skrýtinn því svona ári áður en hún deyr var ég mikið úti og ekki endilega með það á hreinu hvernig hlutirnir voru.“ mynd róbErt rEynisson hjaltalín Sigríður segir hljómsveitar- meðlimi ekki lifa neinu lúxuslífi þótt þau ferðist mikið. mynd hörður svEinsson m yn d r ó b Er t rE yn is so n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.