Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 36
36 ÚTTEKT 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
Gunnar Rúnar Matthíasson segist hvorki vilja launung né þöggun en neitar samt að láta nokkrar upplýs-
ingar af hendi um mál einstaklings sem vikið var úr starfi kirkjunnar vegna kynferðisbrota. Ragnhildur
Benediktsdóttir á biskupsstofu segir það ljóst að umrætt mál hafi ekki farið dómstólaleiðina.
KYNFERÐISBROTAMÁL INNAN
KIRKJUNNAR FÓR LEYNT
Gunnar Rúnar Matthíasson, for-
maður fagráðs gegn kynferðis-
brotum innan kirkjunnar, get-
ur ekki svarað spurningum um
hvað varð til þess að starfsmaður
kirkjunnar lét af störfum vegna
kynferðisbrota í fyrra. Þetta kom
fram í fréttum RÚV á miðviku-
dagskvöldið. Í frétt RÚV var einnig
sagt að málinu hefði verið vísað til
barnaverndaryfirvalda en Gunn-
ar vísar því til föðurhúsanna. „Það
var borið upp á mig. Ég sagði það
ekki. Það eina sem ég staðfesti var
að einum starfsmanni kirkjunnar
hefði verið vísað úr starfi á síðasta
ári vegna kynferðisbrota.“
Ekki prestur
Gunnar Rúnar vill ekki gefa það
upp hvort brotið hafi verið á barni
eða fullorðnum einstaklingi, hvort
viðkomandi hafi verið starfsmað-
ur kirkjunnar eða sóknarbarn
eða hvort brotið hafi falist í óvið-
eigandi orðalagi, káfi eða öðru.
Hann vill ekki heldur gefa það upp
hvort um ítrekuð tilvik hafi ver-
ið að ræða eða ekki, í hvaða sókn
atburðurinn átti sér stað eða hve-
nær. Það eina sem hann gefur upp
er að viðkomandi brotamaður var
ekki prestur. Í kvöldfréttum RÚV á
fimmtudag kom fram að viðkom-
andi hafi starfað í æskulýðsstarfi.
Hann neitar jafnframt að gefa
það upp hvort málið hafi farið til
barnaverndaryfirvalda eða dóm-
stóla.
Þá segir hann að ef málinu hef-
ur verið beint til barnaverndaryfir-
valda hafi hann ekki haft neitt með
það að gera. „Ef einhver gerist sek-
ur gagnvart barni er okkur skylt að
vísa málinu beint til barnavernd-
aryfirvalda. Við göngum bara úr
skugga um að málinu sé fylgt eftir
og að viðkomandi fái áheyrn.“
Málið fór aldrei fyrir dóm
Á biskupsstofu varð Ragnhildur
Benediktsdóttir fyrir svörum um
málið. „Veistu, ég hugsaði það líka
þegar ég sá þetta í kvöldfréttum í
gær, hver er þetta eiginlega? Ég
hef aldrei heyrt af þessu máli áður.
Okkur hér á biskupsstofu hefur
ekki borist neitt erindi um það.“
Ragnhildur segir að af því megi
ráða að málið hafi aldrei farið fyr-
ir dómstóla. „Þá væri búið að birta
umfjöllun um þetta mál. Eins og
þegar mál séra Gunnars Björns-
sonar kom upp, það er ekki eins
og það hafi farið leynt.“
Hún bendir á að það séu 280
sóknir innan kirkjunnar og í hverri
sókn geti komið upp mál sem leyst
séu á staðnum. „Auðvitað geta
komið upp mál sem ekki er talað
um. Þau eru afgreidd og síðan eru
þau ekki rædd meira.“
Ragnhildur ætlaði að kanna
málið en taldi ólíklegt að geta veitt
nokkur svör um það. „Það gæti til
dæmis verið þannig að það hafi
aðeins leikið grunur á broti. Bisk-
upsstofu er ekki skylt að fjalla um
mál manna sem eru grunaðir um
að hafa brotið af sér. Fólk er alltaf
saklaust uns sekt er sönnuð.“
Ekki vitað um fjölda mála
Gunnar Rúnar neitaði að gefa það
upp hve mörg mál hafi komið til
kasta fagráðsins. Nú hefur Guðrún
Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hvatt
hann til þess að gera það. Hann seg-
ist ætla að verða við þeirri áskorun.
„Ég sé það núna að við ættum að
taka mark á þessari áskorun Guð-
rúnar og við munum gera það. Við
viljum ekki að það sé hylmt yfir með
brotamönnum. Við leggjum áherslu
á að enginn geti með orðum, gjörð-
um eða fasi vegið að öðrum vegna
kynferðis þannig að honum sé ekki
fært að sinna starfi sínu. Það er
óásættanlegt. Fagráð um kynferðis-
brot er nefnd utan stjórnar kirkjunn-
ar sem er starfrækt til þess eins að
halda utan um einstaklinga og styðja
þá í því að finna málum sínum far-
veg.“ Gunnar Rúnar segir að þessari
nefnd sé aðeins ætlað að styðja ein-
staklinga til þess að leita réttar síns
en þetta sé ekki rannsóknarnefnd.
„Við viljum ekki launung og reynum
að tryggja að mál séu ekki þögguð
niður. Þess í stað vísum við málum
áfram og komum í veg fyrir að þau
séu leyst í innsta hring þeirra sem
eiga hlut að máli þar sem líklegast er
að þeim sé ýtt til hliðar.“
Kristján Björnsson, sóknarprest-
ur í Eyjum, segir að það sé afar sjald-
gæft að kynferðisbrot komi upp inn-
an kirkjunnar en engar upplýsingar
séu til um fjölda mála, hvorki hjá
barnaverndarstofu né biskupsstofu.
Sem fyrr segir neitar formaður fagr-
áðs að gefa þær upplýsingar upp sem
hann hefur undir höndum.
Máli sínu til stuðnings segir Kristj-
án að hver sókn sé lítill vinnustað-
ur og að á hverjum stað sé fylgst vel
með starfinu. „Annars er það alltaf
þannig að refurinn er þar sem lömb-
in eru. Það er alltaf hætta fyrir hendi
alls staðar þar sem börn eru, líka
inni í fjölskyldum og inni á heimilum
fólks. Við erum aldrei örugg.“
Tekur á móti þolendum
kirkjunnar
Thelma Ásdísardóttir, ráðgjafi í
kynferðisbrotamálum, hefur ver-
ið með nokkra skjólstæðinga sem
hafa orðið fyrir barðinu á kirkjunn-
ar mönnum. Hún getur ekki gefið
upp fjölda þeirra mála né upplýs-
ingar um einstök mál þar sem hún
er bundin trúnaði við skjólstæð-
inga sína.
Thelma setur spurningarmerki
við störf fagráðsins. „Ég vil vita
hversu mörg mál þeir hafa feng-
ið inn á sitt borð. Hversu margir
voru reknir eftir að það var tilkynnt
um brot þeirra? Hvar er ársskýrsl-
an? Mér finnst þetta mjög skrýtið.
Ég ímynda mér að það hafi marg-
ir leitað til ráðsins þar sem ég hef
sjálf hitt nokkra sem hafa reynslu
af starfsmönnum kirkjunnar. Það
eykur á alvarleika málsins að prest-
ar njóta fyrirfram svo mikils trausts
fólks. Því finnst mér að þegar svona
mál kemur upp innan kirkjunnar
eigi það að virka eins og spreng-
ing sem setur allt í gang þannig að
þetta komi ekki fyrir aftur. Ég hef
ekki orðið vör við það að fagráð-
ið sé mjög virkt. Til mín hefur eng-
inn komið sem hefur fengið lausn
mála sinna í gegnum fagráðið. En
það má líka vera að þeim sem tekst
að vinna vel úr sínum málum með
fagráðinu skili sér ekki í viðtöl til
mín.“
Hvað eru þeir að hugsa?
„En ég veit að það er auðvitað
gott fólk í kirkjunni sem vill vel.
Svo virðist bara vera sem kirkjan
sé svifasein og þung stofnun. Það
kemur skýrt fram í máli Guðrúnar
Ebbu Ólafsdóttur sem hefur beðið í
meira en ár eftir svari við bréfi sínu.
Hvað eru þeir að hugsa? Þegar fólk
sýnir slíkt hugrekki að stíga fram
og ræða erfið og sársaukafull mál
á það að fá svör. Ætli nokkuð hefði
gerst í málinu ef hún hefði ekki ít-
rekað þessa ósk sína og sent kirkju-
ráði annað bréf? Ef kirkjan tel-
ur þetta eðlilegt þá má hún skoða
vinnubrögð sín.“ ingibjorg@dv.is
Thelma Ásdísardóttir gagnrýnir
vinnubrögð kirkjunnar fyrir að láta
Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur bíða í meira
en ár eftir svörum.
Starfsfólk Biskupsstofu þekkti ekki
til máls þar sem manni var vikið úr
störfum kirkjunnar vegna kynferðisbrota.
Ragnhildur Benediktsdóttir segir að af
því megi ráða að málið hafi ekki komist til
kasta yfirvalda.