Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 40
Margrét fæddist í Seglbúðum í Landbroti og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum 1941. Að námi loknu stundaði Margrét skrifstofustörf í Reykjavík, lengst af hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Eftir að Margrét gifti sig helgaði hún krafta sína heimilinu en hún var bakhjarl eiginmanns síns í krefj- andi starfi þeirra beggja. Heimili hennar og eiginmanns hennar, var ekki einungis samastaður fjölskyld- unnar heldur einnig áningastaður vina, samvinnumanna og annarra hvaðanæva af landinu, sem og er- lendra viðskiptamanna. Margrét og Erlendur, eiginmað- ur hennar, bjuggu lengst af síns búskapar í Selvogsgrunni en síðan síðustu samveruárin á Kirkjusandi. Margrét dvaldi síðan á Grund frá því sl. vor. Fjölskylda Margrét giftist 13.4. 1946 Erlendi Einarssyni frá Grund í Vík í Mýrdal, f. 30.3. 1921, d. 18.3. 2002, forstjóra Sambands íslenskra samvinnu- félaga. Foreldrar hans voru Ein- ar Erlendsson, f. 1.2. 1895, d. 13.3. 1987, skrifstofumaður frá Engigarði í Mýrdal, og Þorgerður Jónsdóttir frá Höfðabrekku í Hvammshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu, f. 21.1. 1897, d. 22.6. 1991, húsfreyju. Börn Margrétar og Erlends eru Helga Erlendsdóttir, f. 5.12. 1949, lífeindafræðingur og klínískur próf- essor, gift Sigurði Árnasyni, f. 10.4. 1949, lækni; Edda Erlendsdóttir, f. 31.12. 1950, píanóleikari og próf- essor við Tónlistarskólann í Versöl- um, gift Olivier Manoury, f. 13.7. 1953, tónlistarmanni; Einar Er- lendsson, f. 15.5. 1954, ljósmynda- fræðingur, kvæntur Ástu Halldórs- dóttur, f. 6.3. 1955, fatahönnuði. Börn Helgu og Sigurðar eru Þor- gerður, f. 19.12. 1971, gift Svein- birni Dagnýjarsyni, f. 15.1. 1970 og eru börn þeirra Einar Tómas, f. 14.9. 1999, Helga Ísold, f. 17.9. 2002, og Hilma Soffía, f. 18.7. 2010; Árni, f. 7.1. 1977, kvæntur Ínu Ólöfu Sig- urðardóttur, f. 15.10. 1976 og eru börn þeirra Selma Lind, f. 26.5. 2003, og Sigurður Bjarmi, f. 9.5. 2007; Margrét Ágústa, f. 16.11. 1983 en sambýlismaður hennar er Ólaf- ur Sigurjónsson, f. 16.7. 1977; Sig- urður Orri, f. 23.4. 1990 (stjúpson- ur Helgu). Sonur Eddu og Oliviers er Tóm- as, f. 23.8. 1979, en sonur Tómasar og Valdísar Guðmundsdóttur, f. 2.3. 1978, er Tristan, f. 11.3. 2004. Dætur Einars og Ástu eru Mar- grét Rós, f. 19.2. 1975, en sam- býlismaður hennar er Aðalsteinn Bjarnason, f. 1.10. 1978 og á hún tvær dætur, Emblu Líf, f. 1.2. 1997, og Apríl Mist, f. 13.2. 2000; Edda Ýrr, f. 7.3. 1983, en sambýlismaður hennar er Róbert Freyr Jóhanns- son, f. 29.7. 1981, og eru börn þeirra Kristófer Kári, f. 25.4. 2008, og Ragnheiður Klara, f. 3.3. 2010; Brynja, f. 15.10. 1986, en sambýlis- maður hennar er Sigurður Marcus Guðmundsson og er sonur þeirra Victor Flóki, f. 12.3. 2010; Íris, f. 23.1. 1993. Systkini Margrétar: Ólöf Helga- dóttir, f. 21.11. 1924, d. 8.9. 1990, hjúkrunarfræðingur, var gift Birni Bergsteini Björnssyni, f. 2.10. 1918, d. 26.11. 1986; Ásdís Helgadóttir, f. 6.9. 1929, handmenntakennari, var gift Einari Hauki Ásgrímssyni, f. 20.10. 1928, d. 18.1. 1989; Jón Helgason, f. 4.3. 1931, fyrrv. alþm., ráðherra og forseti Alþingis, kvænt- ur Guðrúnu Þorkelsdóttur, f. 21.4. 1929. Foreldrar Margrétar voru Helgi Jónsson, f. 29.4. 1894, d. 22.5. 1949, bóndi í Seglbúðum í Landbroti, og Gyðríður Pálsdóttir frá Þykkvabæ í Landbroti, f. 12.3. 1897, d. 15.5. 1994, húsfreyja. Ætt Helgi var bróðir Ólafar, móður Kristjáns Torfasonar, fyrrv. bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum. Helgi var sonur Jóns, b. í Seglbúðum Þor- kelssonar. Móðir Jóns í Seglbúð- um var Guðríður Magnúsdóttir, á Kirkjubæjarklaustri, bróður Þór- unnar, ömmu meistara Kjarvals, og bróður Guðríðar, langömmu Sveins á Fossi í Mýrdal, afa Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra og Brynju Benediktsdóttur leik- stjóra, móður Benedikts Erlings- sonar, leikara, leikstjóra og leikrita- höfundar. Magnús var sonur Jóns, hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri Magnússonar, og Guðrúnar Odds- dóttur, systur Guðríðar, langömmu Helga Bergs, fyrrv. forstjóra SS, föð- ur Helga Bergs, fyrrv. bankastjóra, en bróðir Guðrúnar var Sigurður, langafi Guðbrands, föður Ingólfs, ferðamála- og söngmálafrömuð- ar, föður Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Guðbrandur var einn- ig afi Þorfinns, afa Ómars Ragnars- sonar, fréttamanns, dagskrárgerð- armanns og skemmtikrafts. Móðir Guðríðar var Kristín Teitsdóttir, systir Matthildar, langömmu Guð- rúnar, móður Péturs Sigurgeirsson- ar biskups, föður dr. Péturs, próf- essors við HÍ. Móðir Helga var Ólöf Jónsdóttir, b. í Seglbúðum Jónssonar, b. í Segl- búðum Jónssonar, bróður Guðlaug- ar, ömmu Ástu sem var amma Dav- íðs Morgunblaðsritstjóra. Bróðir Jóns á Seglbúðum var Jón á Lamba- felli undir Eyjafjöllum, langafi Guðfinnu, móður Höllu Margrét- ar Árnadóttur óperusöngkonu. Jón var einnig langafi Hjörleifs, afa Evu Maríu Jónsdóttur dagskrárgerðar- manns, og langafi Mörtu í Berjanesi, ömmu Mörtu Guðjónsdóttur, fyrrv. formanns Varðar. Jón á Seglbúð- um var sonur Jóns, bróður Gísla, b. á Ytri-Ásum í Skaftártungum, föð- ur Þórunnar, grasalæknis og ljós- móður, langömmu Jörmundar Inga Hansen, framkvæmdastjóra og fyrrv. allsherjargoða. Gyðríður var systir Guðrúnar, móður Hjörleifs Guttormssonar, fyrrv. alþm. og ráðherra. Gyðríður var dóttir Páls, b. í Þykkvabæ í Land- broti, bróður Sigríðar, ömmu Ingólfs Guðbrandssonar, ferða- og söng- málafrömuðar. Páll var sonur Sig- urðar, b. í Þykkvabæ Sigurðssonar. Móðir Páls var Guðríður, dóttir Sig- ríðar Jónsdóttur, systur Magnúsar á Kirkjubæjarklaustri. Móðir Gyðríðar var Margrét El- íasdóttir, b. á Syðri-Steinsmýri Giss- urarsonar, og Gyðríðar Þórhalla- dóttur, b. í Mörk Runólfssonar, bróður Halldóru, langömmu Guð- mundar, föður Alberts, borgarráðs- manns, alþm. og ráðherra, föður Inga Björns, fyrrv. alþm. Halldóra var einnig móðir Sigurðar, langafa Óla Kr. Sigurðssonar í Olís. Þórhalli var sonur Runólfs, b. í Hvammi, Gunnsteinssonar, bróður Egils, langafa Jóhönnu Egilsdóttur, verka- kvennaforingja, ömmu Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra. andlát Margrét Helgadóttir húsmóðir í reykjavík merkir íslendingar Fædd 13.8. 1922 - Dáin 2.8. 2010 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Þegar andlát ber að www.utfarir.is - utfarir@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 40 minning 13. ágúst 2010 föstudagur Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú f. 14.8. 1934, d. 12.10. 1998 Guðrún Katrín fæddist í Reykjavík árið 1934 og ólst þar upp í Vestur- bænum, dóttir hjónanna Guðrúnar S. Bech húsmóður og Þorbergs Þor- bergssonar stýrimanns. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955. Hún nam þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands frá 1973-75 og fornleifafræði við Gautaborgar- háskóla veturinn 1971-72. Guðrún var framkvæmdastjóri Póstmannafélags Íslands árin 1979-87 og aftur árið 1989. Hún rak hannyrðaverslun í Reykjavík árin 1987-89 en gegndi jafnframt ýms- um trúnaðarstörfum og var meðal annars bæjarfulltrúi á Seltjarnar- nesi í sextán ár samfleytt. Guðrún Katrín var tvígift, fyrri maður hennar var Þórarinn B. Ól- afsson læknir og eignuðust þau tvær dætur en seinni maður henn- ar var Ólafur Ragnar Grímsson, nú- verandi forseti, og eignuðust þau einnig tvær dætur. Guðrún Katrín stóð við hlið manns síns er hann fór í forseta- framboð 1996, var ávallt mjög sýni- leg sem forsetafrú við ýmsar at- hafnir, naut mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar og þótti jafnan glæsi- legur fulltrúi lands og þjóðar. Hún bjó yfir ríkum listrænum hæfileik- um, var virt hannyrðakona, stund- aði sauma- og prjónaskap frá ungl- ingsárunum en prjónauppskriftir eftir hana birtust í íslenskum og er- lendum blöðum og tímaritum. Hún greindist með bráðahvít- blæði í september árið 1997 og lést eftir harða baráttu við sjúkdóminn rúmu ári síðar. Ólafur Ketilsson sérleyfishafi f. 15.8. 1903, d. 9.7. 1999 Ólafur var lengst af búsettur í Svanahlíð á Laugarvatni en síð- ustu árin bjó hann í íbúð sinni í Sunnuhlíð í Kópavogi. Hann fæddist að Álfsstöðum á Skeiðum og ólst þar upp en fór alfarinn úr foreldrahúsum tuttugu og fimm ára að aldri. Ólafur var á togurum nokkr- ar vetrarvertíðir en hann var eft- irsóttur háseti enda þrekmaður, rammur að afli og harðduglegur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Ólafur tók bifreiðapróf árið 1928 og festi kaup á vörubifreið það vor en hann hóf þá akstur fyrir kaupfélagið á Minni-Borg í Grímsnesi. Hann fékk sérleyfi fyr- ir fólksflutninga til Laugarvatns árið 1932 og ók milli Reykjavík- ur og Laugarvatns í marga ára- tugi. Hann varð með tímanum góðkunn þjóðsagnapersóna fyrir hnyttin tilsvör og sérlega gætileg- an akstur. Árið 1931 kvæntist Ólafur Svanborgu Þórdísi Ásmundsdótt- ur, f. 11.2. 1905, d. 4.4. 1988. For- eldrar Svanborgar voru Ásmund- ur Eiríksson, bóndi og oddviti á Neðra-Apavatni í Grímsnesi í Ár- nessýslu, og k.h., Guðrún Jóns- dóttir frá Skógarkoti. Ólafur og Svanborg eignuðust þrjár dætur og einn kjörson. Ólafur var ötull baráttumaður fyrir umbótum í samgöngu- og umferðarmálum og ritaði með- al annars fjölda blaðagreina um þessi áhugamál sín og önnur. Árið 1988 kom út bók um Ólaf og lífshlaup hans. Hún nefnist Á miðjum vegi í mannsaldur – Ólafs saga Ketilssonar, og er eftir Guð- mund Daníelsson rithöfund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.